Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 23 Utvarp Sjónvarp BÆJARINS BEZTU Stutt kynningá þvíathyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarínnarsýna Endurreisn Christa Klages LoSotJórl: Margaretha von Trotta, gorfl (V-*>ý«kalandl 1978. íSýnkiBaritaður: Háskólabió - Mánudagamynd Mánudagsmyndin að þessu sinni er þýsk, ættuð frá árinu 1978,' þannig að hún er ekki nema um árs gömul. Leikstjórinn er ung kona, Margaretha von Trotta, sem hefur getið sér gott orð semj handritahöfundur og aðstoðarleikstjóri m.a. í myndinni Ærumissir Katrínar Blum, sem sýnd var í Haskólabíói. Eiginmaður hennar er leikstjórinn Volker Schloendorff sem hlaut m.a. gullpálmann i maí sl. í Cannes fyrir mynd sína Die Blechtrommel eftir samnefndri sögu GUnter Grass. ENDURREISN CHRISTA KLAGES fjallar um unga móður er fremur bankarán til að tryggja fé til áframhaldandi reksturs barna- heimiiis sem hún hafði m.a. tekið þátt í að byggja upp. En sam- starfsfólk hennar vill ekki taka við peningunum og viðurkennir ekki þetta einstaklingsframtak hennar. Þannig lendir Christa Klages á nálfgerðum flækingi og verður utangátta í þjóðfélaginu. Njósnarínn sem elskaði mig JLafttatjori: Lewi* GMwrt, garð I Brattandl 1977. Sýnlngarttaður: Tónabló. Tónabíó býður nú upp á James Bond i fullu fjöri. Það sem Bond myndir hafa fram yfir myndir um sama efni er hnyttnari texti og ótrúlega vel útfærð glæfraatriði. Raunar hafa Bond myndirnar yfir sér ákveðinn lúxus stimpil. Það er engu til sparað enda sjast á hvíta tjaldinu útfærðar ótrúlegustu hugdettur. Efnisþráðurinn er mjög ótrúlegur og óraunverulegur enda fær áhorfandinn á tilfinninguna lað framleiðendur myndarinnar séu beint eða óbeint að gera góðlát- legt grín að þessu ofurmenni kvikmyndanna. í stuttu máli sagt á- gætis afþreying ef efnið er ekki tekið of alvarlega. Capricorn One Leikstjóri: Peter Hyams, gerö f Bandarfkjunum 1977. íSýningarstaður: Regnboginn. Hugmyndin að baki Capricorn One er nokkuð athyglisverð. Geim-; far er sent til Mars og tilkynnt að 3 geimfarar séu innanborðs þótt það sé viðs fjarri sannleikanum. Með tæknibrellum og sjónhverf-j ingum tekst að láta þjóðina trúa þessu þangað til forvitinn blaða-; maður kemst í málið. Upp frá því tekur myndin á sig meira yfir-, bragð hasarmyndar. Þótt Capricorn One fari hægt af stað tekst! leikstjóranum að skapa töluverða spennu þegar fer að líða á seinni hlutann. Heildarútkoman verður því þokkaleg afþreyingarmyndj með töluverða alvöru að baki. Leikurinn er ekkert sérstakur en< :æknivinnanmjöggóðáköflum. i- ;-.,l rs^.«tttn***>-'' Pinky Rose drekkur bjórínn sinn meA tllþrlf um meðan Mlllic horflr á. 3 konur 'LeftcstJóri: Robert AHman, gerð f Bandaríkjunum 1977. IsýnlngarstaðUR Nýja BM. Sannir kvikmyndaunnendur eiga ekki að vera í vandræðum með að ' jvelja mynd við sitt hæfi núna. Robert Altman býður upp á mjög sérstætt listaverk í kvikmyndinni 3 konur. Hann byggir upp sögu- þráðinn á draumi og tekst þannig að rjúfa skilin milli hugarburðar .- og hverdagslegs raunveruleika. Altman tekst sérlega vel upp í persónusköpun Millie, sem er ein kvennanna þriggja. Leikur er; ,allur mjög góður og fékk Shelley Duvall (í hlutverki Millie) m.a.l verðlaunin í Cannes 1977 fyrir besta leikkonuhlutverkið, en hún var I „uppgötvuð" af Altman og hefur leikið mikið í myndum hans. 3; konur ásamt Nashville og MASH hafa verið taldar bestar myndai Altmans. Lesendur eru hvattir til að senda kvik-r myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á ein- hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik- myndaiðnaðinn. Heimílisfangið er: Kvjk- myndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk. ....... Barnadagur útvarpsins í haust: FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS —jaf nvel fréttir verða f luttar af börnum og um börn í haust er fyrirhugaður barnadagur hjá útvarpinu í tilefni af alþjóðaári barnsins. Þessi . útvarpsbarnadagur mun verða á öllum Norðurlöndum en ekki hefur enn verið akveðið hvaða dagur það muni verða. Að sögn Gunnvarar Brögu, sem sér um barna- og unglingaefni útvarpsins, mun vera góður vilji fyrir þessum væntanlegum barnadegi hjá hinum ýmsu deildum útvarpsins. Barnaútvarpið mun standa yfir frá morgni til kvölds og mun allt efni út- varpsins snúast um börn og verða flutt af börnum. Jafnvel fréttir verða um börn og fluttar af börnum og ennfrem- ur fréttaaukar. Gunnvör sagði í samtali við DB að á írlandi hefði hún séð sjónvarpsfréttir sem henni þóttu harla merkilegar fyrir þær sakir að í hverjum fréttatíma sæti barn hjá fréttaþul og væri honum til aðstoðar í fréttaflutningi. Sagði Gunnvör að þetta hafi reynzt vel og hefði samband barnsins við þul- inn verið ákaflega eðlilegt og gaman hefði verið að sjá þetta. Kannski eigum við eftir að verða slíks aðnjótandi og væntanlega verður barnadags útvarps- ins beðið með eftirvæntingu. -ELA » Böm eru lika fólk, stendur á skilti þcss- arar stúiku, og efast sennilega enginn umþað.Eðaerþað? ELÍN ALBERTS Dónm. LEIKRIT VIKUNNAR - útvaip kl. 20.10: SÚ UÓSA 0G Slí DÖKKA Gæfusmiðir nefnist leikrit kvöldsins og er þaðeftir Ásu Sólveigu. Gísli Hall- dórsson leikstýrir og með aðalhlutverk fara: Sú ljósa — Steinunn Jóhannes- dóttir, sú dökka — Saga Jónsdóttir. Flutningur leiksins tekur rúma klukku- stund. Efnisþráðurinn er þessi: Tvær konur, önnur kölluð sú ljósa og hin sú dökka, báðar fráskildar, hafa íbúð saman. Þær hafa ekki farið vel út úr skilnaðinum en ákveða að bjarga sér sem bezt þær geta. Úm leið og þær „gera úttekt" á fortíð og nútíð verður þeim ljóst að skilnaður kostar endur- mat, bæði á sjálfum sér og öðrum. Höfundurinn, Asa Sólveig, er af kynslóð yngri rithöfunda, fædd 1945. Hún hefur skrifað nokkur leikrit, bæði fyrir útvarp og sjónvarp, og á sl. ári kom út eftir hana skáldsagan Einkamál Stefaníu. Útvarpið hefur áður flutt tvö leikrit Ásu Sólveigar, Gunnu 1973 ogEf ekkií vöku.þáídraumi 1975. -ELA _________J Ása Sólveig er höfundur leikritsins i kvöld. PERMANENT KLIPPINGAR BARNAKLIPPINGAR LAGNINGAR BLASTRAR LITANIR GERUM GÖT IEYRU AB| ¦ qarAA RAQNHILDUR BJARNADÖTTIR OllVII Z4SK90 HjORDlSSTURLAUGSDÖTTIR Saga Jónsdó tt ir — sú dökka. Fyrir skrifstofur, verksmiðjur, heimahús, skip, bóto og bœndur. Einföld uppsetning með RAFHLÖÐUM. ] Steinunn Jóhannesdóttir — sú Ijósa. RAFBORG Rauðarórs,!9 '• Simi 11141.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.