Dagblaðið - 26.06.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 26.06.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1979. DB á ne ytendamarkaði Húlahoppæði Hringimir kosta f rá 360-3000 krónur „Komdu i húlahopp” syngja bræðurnir Halli og Laddi og vinur þeirra Helgi. Æðimargir virðast þessa dagana verða við áskorun þeirra félaganna og húlahopphringir seljast betur en nokkurn tímann heit- ar lummur. Og því miður virðist tækifærið vera notað til þess að græða á því. Húlahopphringirnir eða gjarðirnar teljast til leikfanga og er álagning því frjáls og ákaflega mis- jöfn. DB hafði samband við nokkrar veridanir í bænum og spurðist fyrir um verðið. Ódýrastir reyndust hfingirnir hjá Hauki og Ólafi, raftækjasölum í Ármúlanum, kosta þar 600 krónur. Þeir eru framleiddir á s.taðnum og seldir á kostnaðarverði. Dýrustu hringirnir sem við fundum fengust hins vegar í Hagkaupi og kostuðu 2995 krónur. Þar var reyndar verð á hringunum allt niður í 1595 kr. en þeir voru minni. í Valsgarði i Breiðholti kosta hringirnir 1700 krónur, 1850 í verzluninni Kjöti og fiski, 1800— 2000 í Leikföng á Laugavegi 18, (mismunurinn fór eftir því hvort hringirnir voru með álímdum röndum). Eins og sjá má af þessari upptalningu er verðið hreint ekki alls staðar hið sama. Með því að kaupa rör sem ætluð eru til raflagna má fá eitt verðið enn. í Rafbúðinni við Auðbrekku í Kópavogi fást slík rör og kosta 360 krónur. Hvert rör er 4 metra langt og er yfirleitt tekinn af þvi 50—60 sentimetra bútur áður en hringurinn er búinn til. í búðinni skella þeir hringjunum saman fyrir fólk ef það vill og kosta þeir þá 500 krónur. -DS. Orkustofnun óskar að taka á leigu jeppabifreiðir í sumar. Þurfa að vera í góðu ásigkomulagi. Uppl. í síma 28828 kl. 9—10 og 13—14 virka daga. DÚNVATT (HOLLOFIL) gerirsvefn- pokann FRA BLAFELDI léttan, fyriiferöarlítinn og dúnhlýjan. Aðeins 1,9 kg. FÆSTÍ ÖLLUM SPORTVÖRUVERZLUNUM Mazda station Stórfallegur og vel með farinn Mazda 818 station árg. 76, var að koma inn. Blár. Ekinn 55 þús. km. Til sýnis í sýningarsal. Bílakaup DB-mynd Ragnar. Húlahoppið er aftur að verða hálfgert æði meðal yngstu borgaranna i Reykjavik. Fljótlegtoggott Heitt brauð með osti Brauðið er smurt og eitthvað af þvi sem talið er upp sett á það. Einnig er hægt að blanda saman mörgu af þessu og fæst þá oft hinn nýstárlegasti réttur. Ostur er svo rifinn eða skorinn ofan á allt saman. Ef grilla á brauðið í minútugriíli verður að leggja aðra brauðsneið á móti. En ef notað er stórt grill eða ofn er betra að gera það ekki. í hvoru tilfellinu sem er er brauðið bakað við góðan hita þar til osturinn er vel bráðinn. Uppskrift dagsins Enn höldum við fram auðveldum mataruppskriftum og fljótlegum í tilefni sumars. í dag skulum við borða brauð með osti. Þó ekki venjulegt brauð með osti heldur brauð þar sem ýmislegt er sett undir ostinn og síðan hitað í ofni eða grilli. Jafnvel þeir sem aldrei hafa soðið pylsur, hvað þá meira, ættu að vera færir um að búa þennan rétt til og er hannþó alvegágætur sem snarl-í há- deginu. Ef notað er heilhveitibrauð eða annað gróft brauð er hollustan líka nokkur. Við skulum nota: 1—2 brauðsneiöar á mann smjör bakaðar baunir, skinku, hangikjöt, sveppi, aspas, papríku eða hvað annað sem okkur dettur i hug ostur. Svona ostabrauð er afar gott með heitri súpu eða hreinum appelsínusafa. Verðið er misjafnt eftir því hvað á brauðið er notað en svona 100—200 krónur á sneið ætti ekki að vera fjarri lagi. -DS. * ....................... Frá Hafnarfiröi: H.G. i Hafnarfirði skrifar: Ég sendi ykkur hér með tvær góðar uppskriftir. Hænsnaréttur: 1 stk. soðin hæna Matarolía sett i pott og út í hana er brytjaður einn laukur. Hann er látinn krauma í olíunni nokkra stund. 1 1/2 tsk. karrý er blandað saman við. 2—3 pokar af hrísgrjónum sem soðin hafa verið með hænunni í 20 mínútur einnig blandað i pottinn. Síðast er hænan brytjuð og söltuð og pipruð eftir smekk. Hún er sett út í pottinn með rækjum og sveppum. Þessi Hænsnaréttur og ölbrauð réttur er mjög góður hvort sem er heitur eða kaldur (partýsnarl). Ég veit ekki hvað svona réttur kostar ég hef aldrei tekið það saman. En ég held að hann hljóti að koma mjög vel út. Sendi fleiri slíka ef þið hafið áhuga (það höfum við). ölbrauð 2 flöskur Pilsncr 1 kg hveiti 1 kg púðursykur 2 tsk. matarsódi 1 msk kanill 2 tsk. engifer 2 tsk. negull 11/2 tsk. múskat. Þurrefnin eru sett í hrærivélarskál. Pilsnerflöskurnar tæmdar út í, báðar í einu. Um leið er hrærivélin sett af stað, svo ekki hlaupi í kekki. Deigið er hrært vel og síðan sett í vel smurða ofnskúffu. Raddir neytenda Þetta er bakað við 180—200 gráðu hita. Að bakstri og kælingu lokinni er brauðið skorið í hæfilega bita og borðað með smjöri. Þetta brauð er gott aðfrysta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.