Dagblaðið - 26.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 26.06.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ1979. íbúatala Patreksfjarðar staðið í stað í áratug: „SÉ FRAM A FJÖLGUN” —segir sveitarstjóri Patrekshrepps „Fjárhagsstaða Patrekshrepps mætti vera betri,” sagði Úlfar B. Thor- oddsen sveitarstjóri er DB hitti hann að máli fyrir skemmstu. „En staðan er bæði góð og slæm. Innheimta gengur vel hjá einstaklingum en erfiðar hjá fyrirtækjum, sérstaklega þeim er tengj- ast sjávarútvegi. Mikil vinna hefur verið og mikill afli hefur borizt að landi en afurðir hrönn- uðust upp vegna farmannaverkfallsins. Freðfiskur og saltfiskur hefur því legið i húsunum og þau því ekki fengið fé fyrir afurðir sinar.” Framkvæmdir á mörgum sviðum „Það er i mörg horn að líta í sumar,” sagði Úlfar. „Framkvæmdir liggja á óvenju mörgum sviðum. Hafin verður bygging grunnskólahúss og eins verður hafin bygging barnadagheimilis. Það hefur orðið andlitsly fting á bænum hvað gatnagerð snertir. Á árinu 1976 var lögð olíumöl á 2 km af götum bæjarins og einnig á um 2 km i fyrra en götur eru um 6 km að lengd. Helztu samgönguæðar eru þannig frá- gengnar. Á stöku stað hefur olíumölin þó skemmzt en það er ekki vegna malarinnar heldur jarðvegs. T.d. má segja að olíumöl á Þórsgötu sé ónýt. Þá er Unnið við að grafa upp úr höfninni með krana. Höfnina á síðan að fínkemba með dýpkunarskipinu Gretti og hefur verið gefið vilyrði fyrir komu þess en það er þó ótryggt. Það kom fyrir nýlega að skuttogari Patreks- firðinga, Guðmundur í Tungu, tók niðri í höfninni þannig að Ijóst er að grípa þarf til aðgerða. Sem betur fer tók togarinn niðri á leirbotni þannig að hann skemmdist ekki en hann sat fastur í þrjá tíma. Byggingu heilsugæzlustöðvar lýkur á þessu ári en byggingin hefur staðið i þrjú ár. Aðstaða batnar því mjög í heilsugæzlumálum en sjúkrarúmum við sjúkráhúsið fjölgar ekki.” Úlfar B. Thoroddsen sveitarstjóri á Patreksfirði. Patrekshöfn. Höfnin ergóð frá náttúrunnar hendi en nauðsynlegt að dýpka hana. M.a. sat togari Patreksfirðinga fastur á leirbotni í höfninni fyrir skemmstu. DB-myndir JH íbúafjöldi hefur staðið í stað íbúar Patreksfjarðar eru um eitt þús- und og hefur engin fjölgun orðið í u.þ.b. áratug. Ekki hafði sveitarstjóri skýringu á reiðum höndum um orsök þess. Þó má nefna sífelldan skort á hús- næði þrátt fyrir miklar byggingar. Með þeim byggingum hefur aðeins verið haldið í þá stækkunarþörf sem nútíðin krefst á húsnæði. Einnig má nefna að fiskvinnslufyrir- tækin hafa keypt gömlu húsin á eyrinn og aukið þannig samkeppni við frum- býlinga sem e.t.v. gætu ráðið við slík húsakaup. Fiskvinnslufyrirtækin hafa notað þessi gömlu hús sem verbúðir. „Ég þykist sjá fram á að úr þessu fari fólki að fjölga aftur,” sagði Úlfar. „Byggingamálum er nú þannig háttað að nýbyggingar mæta nú auknum fólksfjölda. Við höfum nægjanlegt landrýni til framtiðarbygginga. Svo framarlega sem fiskur veiðist út af Vestfjörðum er ég bjartsýnn á framtíð þessarar byggðar.” - JH Auglýst fyrir hvalinn SKAGFIRÐINGAR HRIFNIR AF ÓLÖFU OG GARÐARI Glæsilegir tónleikar voru haldnir i Miðgarði 22. júní. Ólöf K. Harðar- dóttir sópran og Garðar Cortes tenór sungu og undirleikari var Jón Stefánsson. Garðar söng m.a. Mánaskm unr Eyþór Stefánsson með miklum glæsi- brag og Ólöf söng Lindina eftir Eyþór við mikinn fögnuð áhorfenda. Þau sungu einnig óperuaríur og dú- etta. Undirtektir áhorfenda voru mjög góðar enda eru Skagfirðingar söngelskir og kunna að meta þegar svona ágætt listafólk kemur i heim- sókn. - GAJ / SS, Stcintúni. GOLFTEPPI fyrir heimili—stigahús—skrifstof ur’ AXMINSTER Grensásvegi 8 — Sími 82499 OPNUM í DAG í nýju húsnœði að Smiðjuvegi 14 Kópavogi FRIÐRIK ÓLAFSSON Viðgerðaþjónustajyrir: DATSUN, HONDA, SUBARU, TRABANT, WARTBURG. Nýtt símanúmer 77360 Tvær auglýsingar sem birtust í blöð- um um helgina hvöttu íslendinga til umhugsunar um hvali og hvalveiðar Hvals hf. Önnur auglýsingin bar yfir- skriftina „Ábendingar til íslendinga” og var kostuð af „Whale Protection Fund” í Washington. Var i auglýsing- unni hvatt til þess að Islendingar athug- uðu sitt mál varðandi hvalveiðarnar og því lýst hvernig allur almenningur gæti stuðlað að friðun hvala, ekki bara hér á landi heldur og stuðlað að alþjóðlegri hvalafriðun með atkvæði íslands hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu. - BH 1^0(3 snyrtivörur Madam Dolores Fredon, sérfræðingur frá Roc í París, leiðbeinir um val á Roc-snyrtivörum í apó- tekinu kl. 2 til 5 á morgun, miðvikudag. Athugið að Roc-vörurnar eru hannaðar fyrir við- kvæma húð (ofnæmi). LYKILLf Bifreiðaverkstæði Smiðjuvegi 20 — Kóp. Sími 76650. LADAÞJÓNUSTA Vel stilltur bíll með fullkomnustu tækjum. Af greiðsla - sölustarf Óskum að ráða stúlku til afgreiðslu- og sölustarfa. Framtíðarstarf. Uppl., ekki í síma, gefur verksmiðjustjóri, Vogafell h/f Lystadúnverksmiðjan Dugguvogi 8.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.