Dagblaðið - 26.06.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNI 1979.
Ci
23
Utvarp
Sjónvarp
Verður flutt nýtt
íslenzkt
framhaldsleikrít?
—Útvarpsráð tekur ákvörðun í dag
Á útvarpsráðsfundi í morgun lágu
fyrir drög að útvarpsefni sem ætlunin
er að flytja í sumar, en útvarpsráð
tekur ákvörðun um hvort þetta eða hitt
efnið verði flutt í útvarpi.
Ekki er von á að neinir nýir fastir
þættir bætist í dagskrána í sumar og
ekki hefur verið ákveðið hvort nýir
skemmtiþættir hefji göngu sina. Þóátti
að taka ákvörðun um það í morgun hjá
útvarpsráði hvort útvarpið ætti að
taka til flutnings nýtt íslenzkt fram-
haldsleikrit Hrafnhetta eftir Guðmund
Daníelsson. En hann samdi það eftir
samnefndri bók sem hann gaf út fyrir
nokkrum árum.
Að sögn Hjartar Pálsonar hefur
verið samið við fólk út í bæ til að gera
tvo, þrjá þætti með athyglisverðu efni.
Léttir blandaðir þættir sem voru
vinsælir í fyrrasumar t.d. á sunnudög-
um verða ekki aftur í sumar.
Sagði Hjörtur að lokum að ekki væri
hægt að segja að neitt alveg nýtt myndi
bætast í dagskrána, heldur yrði þetta
svipað og verið hefur. -ELA.
Guðmundur Danielsson: Verður framhaldsleikrit hans flutt i sumar?
J
(----------------
Sjónvarpkl. 20,30:
'i r
LANMDER
FAGURT 0G FRÍTT
— kvikmynd um hreinlæti og umhirðu íslendinga
Nokkrir af aðstandendum kvikmyndarinnar. Talið frá vinstri Knútur Óskarsson starfsmaður Ferðamálaráðs, Indríði G.
Þorsteinsson höfundur texta myndarínnar og jafnframt þulur, Heimir Hannesson formaður Ferðamálaráðs, Árni Reynisson
og Þorvaldur Guðmundsson.
Landið er fagurt og frítt nefnist
mynd sem sjónvarpið sýnir nú
í kvöid kl. 20.30. Kvikmynd þessi er
einn þáttur í viðleitni Ferðamálaráðs og
samstarfsaðila til þess að vekja fólk til
umhugsunar og skapa sterkt almenn-
ingsálit í landinu um nauðsyn þess að
vernda og fegra umhverfið.
Er í myndinni vakin athygli á slæmri
umgengni, sem því miður blasir við
ferðafólki, hvort sem er í bæjum eða til
sveita.
Á blaðamannafundi í vetur sagði
Indriði G. Þorsteinsson að í myndinni
væri ástandið hvergi ýkt eða fegrað
heldur bara sýnt eins og það er.
Myndina gerði á kostnað Ferðamála-
ráðs íslands ís-film sf. en aðilar þess
eru Indriði G. Þorsteinsson, Jón Her-
mannsson og Þrándur Thoroddsen.
Kvikmyndunina önnuðust þeir Jón
og Þrándur, en textann samdi Indriði
G. Þorsteinsson og er hann jafnframt
þulur.
Tónlistina samdi og flytur Atli
Heimir Sveinsson. Myndin er um
tuttugu og fimm mínúturaðlengd.
- ELA
J
Sigurður Ólafsson svngur nokkur einsöngslög I útvarpi i kvöld.
Útvarpkl. 21,00: r
Sigurður Olafsson
DEILUMÁL í DEIGLUNNI - sjónvarp kl. 20.55:
Hvalveiðar og hvalavemd
_1.1 C rlainlnnni nofnict Hni. __ _ I* . . • 1 . / ___l_:
'i syngur emsong
Deilumál í deiglunni nefnist
umræðuþáttur sem er á dagskrá
sjónvarpsins í kvöld kl. 20.55 og er það
Guðjón Einarsson fréttamaður sem
stjómar umræðunum.
Hvalveiðar og hvalavemd er
umræðuefni þáttarins og þeir sem fram
koma eru aðstandendur Greenpeace-
samtakanna, forstjóri Hvals hf., starfs-
maður hafrannsóknarstofnunarinnar.
Þórður Ásgeirsson skrifstofustjóri
sjávarútvegsráðuneytisins sem jafn-
framt er forseti alþjóða
hvalveiðiráðsins og Geir Vilhjálmsson,
varaformaður Sambands íslenzkra
náttúruverndarfélaga
Þeir munu skiptast á skoðunum .
sjónvarpssal um hvalveiðar íslendinga
og verndunarsjónarmið. Þátturinn er
tæplega klukkustund. -ELA.
í kvöld kl. 21,00 er einsöngur í út-
varpssal og er það Sigurður Ólafsson
sem syngur að þessu sinni nokkur
íslenzk lög við undirleik Carl Billich
o.fl.
Lögin sem Sigurður syngur eru
Fjallið eina, Það er svo margt
hár í strengjum, Blítt er undii
unum, Þú biður mig að
Sjódraugar, Amma kvað c
syngur vornóttin.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njá'sgötu 49 - Sími 15105
Skip Greenpeacemanna á ytri höfninni 1 Reykjavík