Dagblaðið - 26.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 26.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ1979. Erlendar fréttir REUTER Svíþjóð: Orðabók til að skilja kerfismálið Afhenda ætti hverjum Svía orðabók með fimmtíu þúsund kerfisorðum svo hann geti skilið ,,fræðinga”málið sem- viðgengst á opinberum skjölum og skýrslum. Svo segir í niðurstöðum nefndar einnar þar í landi, sem falið var það verkefni að vinna gegn skrif- stofuveldinu. Tókíó: Carter og Ohira and- vígir olíufrystingu —en viðurkenna báðir nauðsyn þess að draga úr olíuinnf lutningi Helzta umræðuefni Jimmy Carters Bandaríkjaforseta og Masayoshi Ohira forsætisráðherra Japans í gær- kvöldi var sambúð austurs og vesturs eða ríkja hins vestræna heims og kommúnistarikjanna. Fyrr um dag- inn höfðu þeir orðið sammála um það að tillögur vestur-evrópskra leið- toga um að frysta algjörlega olíuinn- flutning næstu fimm árin kynnu ekki góðri lukku aðstýra. Aftur á móti voru þeir sammála um, að olíuinnflutningsríki skyldu draga úr innflutningi sínum Ul að mæta hinum aukna vanda sem stafar af sívaxandi skorti á þessu sviði. Til- lögur vestrænna ríkja um algjöra frystingu, sem löguð væri að neyzlu hvers ríkis árið 1978 væru ekki raunhæfar þar sem þær tækju ekki tillit til mismunandi aðstæðna í hin- um ýmsu iðnríkjum. Tillögur Vestur-Evrópuríkjanna og aðrar tillögur i átt til orkusparnaðar verða ræddar á tveggja daga fundi sem hefst í Tókíó á fimmtudaginn kemur. Þar verða fulltrúar frá Bandaríkjunum, Japan, Vestur- Þýzkalandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu og Kanada. » Ohira forsætisráöherra Japans er sammála Cartcr Bandaríkjaforseta um að ekki kunni góðri lukku að stýra að olíuinnflutningur standi i stað. Nicaragua: Brasilfa snýr baki viöSomoza Enn hallar undan fæti fyrir Somoza einræðisherra Nicaragua þó svo honum gangi kannski ekki svo illa í beinum bardögum við skæruliða sandinista. í gær tilkynnti hin hægri sinnaða her- foringjastjóm Brasilíu að hún væri að taka fyrir öll stjórnmálasambönd við Nicaragua og stjórn Somoza þar. Hingað til hefur Brasiliustjórn verið helzti bakhjarl einræðisherrans og stutt hann verulega á hernaðarsviðinu. Kemur þessi yfirlýsing Brasilíu- stjórnar í kjölfar samþykktar stjórnar Samtaka Ameríkuríkja um að Somoza beri að segja af sér og mynda verði bráðabirgða stjórn í Nicaragua til að reyna að koma á friði i landinu. Þessum tilmælum samtakanna hafði Somoza svarað í gær og kallað þau kommúnistaáróður og vítaverða til- raun til að hafa afskipti af innanlands- málum Nicaragua. Mexico, Costa Rica, Panama, og Ecuador hafa þegar slitið stjórnmála- sambandi við Somozastjórnina. Enn berast fregnir af miklu sprengjukasti þjóðvarðliða Somoza á hverfi höfuðborgarinnar Managua þar sem skæruliðar halda sig. Annars staðar eru sandinistar sagðir sækja á. Genf: Oriagaríkur fundur OPEC ríkja aö hefjast Leiðandi aðilar í hópi olíuút- flutningsríkja og í samtökum þeirra OPEC hefja í dag fund sinn um breytingar á oliuverði. Verður hann í Genf i Sviss. Meðal þessara ríkja virðist vera lítil samstaða um þessar mundir. Alla vega er hægt að fullyrða aðsíðustu dagana hefur ekki linnt yfirlýsingum frá talsmönnum þeirra um að ýmist verði dregið úr olíuframleiðslu eða hún aukin. Allt fer það þá eftir hvort ríkin eru fylgjandi hækkun oliuverðs eða vilja halda því óbreyttu. Stjórn Saudi-Arabíu hefur til dæmis mjög greinilega gefið í skyn að hún mundi sjá til þess að framboð á olíu verði mjög aukið ef ýmis önnur ríki í OPEC beiti sér fyrir sam- drætti til að hækka verðið. Krafa margra ríkja innan OPEC er sú að opinbert verð hverrar tunnu af olíu verði 20 dollarar. Er það talið nokkuð nærri raunveruleikanum eins og hann er í dag. Þessu munu Saudi- Arabíumenn vera algjörlega á móti og vilja halda sig áfram við hina opinberu tölu, sem er 14.55 dollarar fyrir tunnuna. Ef úr hækkuninni yrði táknaði það um það bil 38% hækkun á opinberu verði. Saudi-Arabíumenn hafa sagt að ef til hennar kæmi þá mundu þeir auka framboðsitt um eina milljón tunna á dag og þannig halda olíuverðinu niðri. Önnur olíuframleiðslulönd með til dæmis íran og Lýbíu í farar- broddi hafa þá svarað þvi til að þau mundu grípa til þess ráðs að draga úr framleiðslu sinni, sem næmi tveim milljón tunna ádag. Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.