Dagblaðið - 29.06.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.06.1979, Blaðsíða 4
I'&MÆJDt Skipholti 19 VjBÚÐlN 29800 Bang & Olufsen Gæði sem allir þekkja -- Draumurr| þeirra sem vilja vandað KÆLIBÖX, 25 LÍTRA VERÐ KR. 7500.- Er jógúrt vörn viðæða Póstur og sími endur greiðir 900 þúsund —fyrir óheimil flutningsgjöld „Þetta voru bara hrein mistök. Þetta var ákveðið túlkunaratriði og byggt á misskilningi hjá starfs- fólkinu,” sagði Hafsteinn Þorsteins- son, símstöðvarstjóri í Reykjavík, í samtali við Dagblaðið í gær. Póstur og sími hefur nú sent út endurgreiðslur til 280—290 aðila fyrir óheimil flutningsgjöld á síma. Er hér um að ræða 3500 krónur í hverju tilfelli og heildarupphæðin sem Póstur og sími verður að endur- greiða vegna þessara mistaka er því um900 þúsund krónur. Töluvert var fjallað um þetta mál í Dagblaðinu á sinum tíma er I ljós kom að starfsmenn Pósts, og sima höfðu tekið óheimilt flutningsgjald við uppsetningu á síma. Það tímabil sem hér um ræðir er frá 10. nóvember 1978 til 20. febrúar 1979en i febrúar breytist gjaldskráin og er þá flutningskostnaðurinn tekinn inn í. Póstur og sími virðist ganga mjög ötullega fram i þessum endur- greiðslum því Dagblaðið frétti af ein- um aðila sem hafði fengið endurgreitt tvivegis. Sá hinn sami hefur þegar skilað siðari endurgreiðslunni. Dag- blaðið veit til þess, að Neytendasam- tökin eru með hinn nýja flutnings- kostnað i athugun. Sú upphæð nemur samkvæmt gjaldskrá frá því í febrúar 4.000 krónum i hverju tilviki. Góð vélritunarkunnátta Óskum að ráða stúlku til vélritunar- starfa, góð íslenzkukunnátta skilyrði, vinnutími kl. 1—6 mánuðina júlí og ágúst. Tilboð merkt „Sumarvinna” er greini menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Dagblaðsins, Þverholti 11, fyrir 30.6. Glæsibæ—Sími 30350 Veré: 647.000 (greiöshikjör) Ritstjórn Dagblaðsins gæðir sér á tómötum Neytendasamtakanna i tilefni afmælisins. Hægt er að lækka blóðfituna á einni viku með því að borða jógurt daglega var niðurstaða starfshóps vísindamanna frá tveim vel þekktum bandariskum háskólum. í frétt þess- ari, sem er úr sænska blaðinu Arbetet, fylgir það með að þarna sé fundin einföld lausn til að draga úr líkunum á æðakölkun. Ef satt reynist er gott að vita að í kæliskápnum sé lyfið sem dugar gegn of mikilli blóðfitu. -GAJ- Sambyggt: útvarp, magnari, plötuspilari og tveir hátalarar. Margar tegundir af jógurt fást i flestum matvöruverzlunum hér á landi. GLÓÐAÐIR TÓMATAR í tilefni dagsins birtum við eina tómatauppskrift. Uppskriftin er fengin úr Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri. Glóðaðir tómatar, handa einum. Glóðaðir tómatar eru mjög gómsætir, t.d. með glóðuðu kjöti, og það er afar einfalt að búa þá til. Þið getið reyndar undirbúið tómatana allt að sólar- hring áður en þið glóðið þá, ef þeir eru geymdir á köldum stað þangað til þeir eru settir i ofninn. Ofn með sér- stökum glóðarteinum efst er ekki nauðsynlegur því það er alveg eins hægt að baka þá í venjulegum ofni. Auðvitað er fyrirtak að baka þá á úti- glóðum. Og auðvelt er að reikna út, hvað þarf handa mörgum. Raddir neytenda 1—2 tómatar olía, eða brætt smjör, ef þið viljiö. 1. Setjið ofninn á 175° eða notið ofn- inn um leið og þið glóðið kjötið. 2. Þvoið tómatana vel og þurrkið. Berið olíu á þá, eða brætt smjör, ef þið notið það. Fitan mýkir hýðið. 3. Skerið grunnan kross neðan á tómatana og látið hann snúa upp í bakstrinum. Skurðurinn kemur í veg fyrir að tómatarnir springi við baksturinn. 4. Setjið tómatana í ofninn. Það skiptir ekki meginmáli hvar en athugið að í ofni er mestur hiti efst. Þeir eru tilbúnir eftir 15—20 mín. og eiga þá að vera mjúkir i gegn, en heilir. Eins og Dagblaðið greindi frá í gær kosta tómatar nú 1150 krónur í heildsölu en um 400 krónum meira í smásölu. -GAJ- DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1979. ítiiefni ársafmælis fréttar: Neytendasamtökin færaDBtómata í dag er eitt ár liðið síðan sögufræg frétt birtist í Dagblaðinu. í henni var sagt frá því að miklu magni af tómötum hefði verið hent á haug- ana í stað þess að bjóða þá neyt- ’endum á lágu verði. Áhrifin sem þessi frétt hafði voru líkust því að um sprengingu hefði verið að ræða. Miklar umræður hófust og enduðu með því að verð á tómötUm lækkaði verulega og salan jókst um allan helming. Neytendasamtökin og Dag- blaðið stóðu fremst í þeirri baráttu að fá tómataverðið niður. Og í tilefni dagsins kom Reynir Ármannsson, formaður Neytendasamtakanna, á ritstjórn DB með kassa af tómötum sem hann færði blaðamönnum. Vildi hann með því leggja áherzlu á þakk- læti Neytendasamtakanna til ÐB fyrir veitta aðstoð í tómatamálinu. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.