Dagblaðið - 29.06.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ1979.
13
V
UPPRHSN FRA HÆGRI
— H.H.G. FLOKKURINN
Ýmsir höfundar: Upproisn frjóishyggjunnar.
Útg.: Kjartan Gunnarsson, 192 bls.
Og frjálshyggjusirkusinn heldur
áfram. Nýjasta skemmtiatriðið er
bókin Uppreisn frjálshyggjunnar,
sem samanstendur af greinum eftir
fimmtán unga hægriöfg. . ., afsakið
frjálshyggjumenn um hin aðskiljan-
legustu málefni.
Fyrsta grein bókarinnar er
auðvitað eftir sjálfan æðstaprestinn,
Hannes Hólmstein, og nefnist hún
Hugmyndabaráttan á Vesturlöndum.
Hannes þylur að vanda kenningar
meistara Hayeks, og er greinin lítið
annað en útfærsla á næstum dag-
vissum pistlum hans í Morgun-
blaðinu.
Jón Steinar Guðlaugsson ritar um
frjálshyggjuna og lögin, og Pétur J.
Eiríksson tekur fyrir hagkerfi frjáls-
hyggju og sósíalisma. Pétur lofar
„frjálst” framtak, og greinir frá
kenningum einhver.s Balassa, sem
heldur fram hlut markaðskerfis á
kostnað Sovétsósialisma.
Samsæriskenning
Geir Haarde skrifar um nauðsyn
frjálsra alþjóðaviðskipta. Greinin er í
styzta lagi, og er eiginlega hvorki fugl
né fiskur. Á einum stað (bls. 49)
gefur Geir i skyn, að til séu menn á
íslandi sem beinlínis berjist gegn
bættum lifskjörum þjóðarinnar. Hér
er á ferðinni samsæriskenning af
barnalegasta tagi, Geir væri hollt að
lesa ummæli Karls Popper um hættur
þær, sem stafa af trú á slíkar kenn-
ingar. Nægir hér að nefna trú nasista
á heimsyfirráðasamsæri hinna tólf
visu Síons, og trú Austantjalds-
komma á „samsæri auðvaldsins”.
Frjálshyggjuhúmor
Jón Ásbergsson skrifar mjög læsi-
lega grein um vanda atvinnuveganna.
í kafla um landbúnaðinn leitast Jón
við að þræða meðalveginn milli
verstu niðurgreiðslusinna og
ofstækisfullra landbúnaðarand-
stæðinga.
Þráinn Eggertsson fjallar um verð-
bólguvandann, eftir Friedmönskum
forskriftum að því er virðist. Fried-
man þessi telur ofprentun hins opin-
bera á peningaseðlum höfuðorsök
verðbólgu, að mér skilst. Greinin er
greindarlega skrifuð, eins og Þráins
er von og vísa.
Baldur Guðlaugsson og Halldór
Blöndal skrifa um vandamál vinnu-
markaðarins. Grein Halldórs ér
snaggaralega skrifuð, og inniheldur
einn afbragðsgóðan brandara: ,,Ég
velti því stundum fyrir mér hversu
langt Marx hefði getað teygt menn á
asnaeyrunum, ef hann hefði sagt
þeim að hrina i lok kommúnistaá-
varpsins í staðinn fyrir þessi hvers-
dagslegu orð: Öreigar allra landa
sameinizt!!”
Skólamálin
Grein Bessíar Jóhannesdóttur um
frjálshyggju og skólamál er afar laus
í reipunum, hún hefst á lofgerð um
Hannes Hólmsteinn — „Og frjálshyggjusirkusinn heldur áfram.”
menn á annað borð keppa hvorir við
■annan hljóta þeir að hafa sömu
l'markmið, og vera að því leytinu
'steyptir í sama mót! Þess utan má
nefna, að ýmsar skólarannsóknir
benda til þes, að einkunnagjöf sé lítið
annað en mat á félagslegum uppruna
nemenda. Þekkingapróf, unnin af
sálfræðingum, sem brezkir
nemendur voru látnir gangast undir,
sýndu, að börn af lágstéttauppruna
stóðu sig betur en einkunnir þeirra
gáfu til kynna. Af þessari rannsókn
og öðrum hafa ýmsir dregið þá álykt-
un, að kennarar hyllist til að gefa
börnum hinna betur settu hærri
einkunnir en hinum vegna þess, að
þeir finni frekar til samkenndar með
þeim vegna svipaðs uppruna.
Með þessu er ekki sagt, að einkunna-
kerfið hafi ekki ýmsa kosti, og satt
best að segja sé ég engan raun-
hæfan valkost við einhvers konar
einkunnakerfi, eins og málum er
háttað í dag.
Á bls. 94 gefur Bessí í skyn, að
skólastarfið eigi að byggja á verð-
mætum á borð við „einstaklings-
hyggju, lýðræði, kristna trú og al-
mennu siðgæði”. Fjórum blaðsíðum
síðar lofar hún hins vegar ágæti hlut-
leysis. Bessí gerir sér ekki grein fyrir,
að verðmæti eins og lýðræði og
einstaklingshyggja eru ekki pólitískt
hlutlaus, hversu góð sem þau kunna
að vera. Skólastarfið getur því ekki
bæði verið hlutlaust og byggt á áður-
nefndum verðmætum.
Það vefst fyrir mörgum, að gildis-
mat getur samkvæmt skilgreiningu
Stefán Snævarr
einkunnir og endar á vinnugildis-
kenningu Marx, sem ekki er lofuð!
Bessí gerir sér ekki grein fyrir þvi,
að flestir þeir, sem deila á beitingu
einkunna i skólum, hafa eflingu
einstaklingsþroska að leiðarljósi í
gagnrýni sinni. Þeir telja, að
einkunnakerfið njörvi alla nemendur
í sama mynstrið, keppni um sömu
verðmæti, þ.e. einkunnir. Ég held,
að leiða megi veigamikil rök að þeirri
skoðun, að í öllum samkeppnis-
ferlum séu fólgnir stöðlunarþættir, ef
r
Bók
menntir
aldrei verið hlutlaust, og að þeir sem
eru gagnrýnir á hugmyndir um hlut-
leysi vísinda og kennslu telja hlutleysi
óframkvæmanlegt, ekki óæskilegt.
Herinn
Björn Bjarnason og Þór White-
head fjalla um öryggismál, Björn af
trúareldmóð, Þór með fræðilegri
yfirvegun. Meginstef beggja greina
er, að í „öryggismálum er enginn
annar kostur” en núverandi skipan
mála. Hvorugum dettur í hug, að
vera ameríska hersins á íslandi gæti
orðið bein ógnun við öryggi þessa
lands. Herinn á Keflavíkurvelli gæti
aldrei varið ísland gegn skyndiárás
einn og óstuddur, en gæti hins vegar
hæglega skipt sér af innanlands-
málum undir ákveðnum kringum-
stæðum. Bandaríkin hafa hvað eftir
annað skipt sér af stjórnmálalífi
annarra þjóða með ofbeldi. Það sem
gerðist í Nicaragua ’34, íran ’53, og
Dóminikanska lýðveldinu ’65, gæti
hæglega gerst á íslandi.
Þess utan yrði Keflavíkurstöðin
örugglega skotmark Sovétmanna ef
til styrjaldar drægi, án hers eru
a.m.k. einhverjar likur á, að við
sleppum.
Flokkurlnn
Davíð Oddson, Friðrik Sóphusson,
og Þorsteinn Pálsson ræða þann
vanda, sem steðjar að Sjálfstæðis-
flokknum eftir kosningaósigurinn í
fyrra. Þeir eru skemmtilega
hreinskilnir, en ofmeta sennilega
fylgisaukavirkni hreinnar markaðs-
hyggju. Ef Sjálfstæðisflokkurinn
tæki upp ómengaða „frjálshyggju”
er eins vist, að hann tapaði töluverðu
af sínu alþýðufylgi, og yrði þröngur
flokkur bissnessmanna og ofstækis-
fullra menntamanna. Bókin
Uppreisn frjálshyggjunnar er helzt
við hæfi þeirra, sem nú þegar eru
sannfærðir um ágæti stefnunnar, en
er ekki líkleg til að afla henni nýrra
fylgismanna. Flestar greinar bókar-
innar eru auk þess of stuttar til að
gefa skýra mynd af því stjórnmála-
horfi, sem stundum er nefnt frjáls-
hyggja.
Og að lokum tillaga að kjörorði
fyrir hið nýstofnaða frjálshyggju-
félag: „Lifi Popperisminn,
Hayekisminn, hugsun Hannesar
Hólmsteins!”
'j: Smurbrquðstofnn
BJORNINN
Njálsgötu 49 — Sími 15105
SKYNDWIYNMR
Vandaðar litmyndir
i öil skirteini.
barna&f jölsky Idu -
SIMI 12644
Ijósnpdir
AUSTURSTRÆTI 6
verður á Rally Cross braut B.I.K.R. í landi MÓA Á
KJALARNESI laugardaginn 29. júní (á morgun) kl. 2
stundvíslega.
DB-mynd Jóhann Kristjánsson