Dagblaðið - 29.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 29.06.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ1979. -segirSigiirðurHelga son forstjóri Flugleida umuppsagnirstarfs- fóiks, frestun fjárfest- ingaogalmenntnn samdráttaraðgerðir félagsins Vandi Flugleiða: Eru vamaraðgerðir sem berskylda til að framkvæma illillí „Til þess að halda i horfinu og til að halda sínu sæti i Norður-Atlants- hafsfluginu ákváðu Flugleiðir að tækka fargjöldin og einfalda þau i þeirri von að fljótlega mundi úr ræt- ast. Fargjöldin mundu hækka á ný og draga mundi úr samkeppni. Þessi von hefur ekki rætzt til þessa. Hins vegar hefur félagið haldið sinum hlut far- þegalega séð.” Þetta er bein tilvitnun i fréttatilkynningu Flugleiða hf. í til- efni blaðamannafundar í gær um vanda fyrirtækisins og framtiðar- áform þar af leiðandi. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða hf., sagði meðal annars að ákveðið hefði verið að segja upp tvö hundruð manns af stjórnunar- og skrifstofuliði félagsins á Íslandi. Er þetta um það bil 16% eða fækkun úr . 1300 í I lOOmanns. Meginhluti þess fólks sem sagt er upp er félagar í Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur, eða um það bil 130 manns. Flugmenn eru átján, flugvélstjórar sjö og flugfreyjur 25. Flugvirkjar eru Oórtán til tuttugu og einn en flugvélstjórar munu eiga að ganga fyrir um störf i landi eftir að- stæðum. ' Sigurður Helgason forstjóri tók fram að hér væri eingöngu um varnaraðgerðir að ræða, miðaöar við þær horfur, sem væru i dag. Engurn þætti gott að standa í þeim sporum að þurfa að segja upp starfsfólki og ástæðan fyrir þvi að svo fljótt væri tekið til þess ráðs hér á íslandi væri sú að samkvæmt samningum væri skylt að segja starfsfólki upp með þriggja mánaða fyrirvara cn til dæmis i Bandaríkjunum væri sá Irestur aðeins ein til tvær vikur. Ilug- leiðir ntiðuðu sinar áætlanir við I. október, þegar vetraráætlun gengi i gildi. -ck; EINUM FOKKER LAGTOGDREGID ÚR EYJAFLUGI — verólagsyfirvöld gera ekki ráð fyrir neinni endur- nýjun innanlandsflugflotans ívenði flugfarmiða VIÐHALDIÐ EKKI HAGKVÆMT HÉR Er ekki hagkvæmara að viðhald flugvéla Flugleiða fari fram á íslandi heldur en annaðhvort í Bandaríkjun- um eða í LuvemburgV ,,Nei”, svaraði Sigurður Hclgason forstjóri félagsins. Slikl væri óhag- kvæmara og þá fyrst og fremst af þvi að viðhald og meginviógerðir þurfa að fara fram á endastöð, sem þá i tilviki Flugleiða er annað hvort i Luxemburg eða einhverri þcirra borga i Bandaríkjunum, sem flogið er til. ,, Auk þess má nefna, að við höfum enga skýlisaðstöðu hér á landi,” sagði forstjórinn. „Einnig hefur kostnaðarþróun verið mjög óhagstæð hér á landi á undanförnum árum,” sagði Sigurður Helgason. -CK;. fram að fargjöld í innanlandsflugi eru mun lægr'i hér en til dæmis í Svíþjóð, þegar miðað er við sömu vegalengdir. lnnanlandsflug Flugleiða er nú rekið með tapi að sögn forráðamanna þess. í heimildum til verðlagningar á flugfarmiðum hér innanlands er ekki gert ráð fyrir neinni endurnýjun flugflotans. Að sögn forráðamanna Flugleiða væri til dæmis ekki von til þess, að endurnýjun gæti orðið á flotanum en núverandi Fokkervélar munu að fullu afskrifaðar. -ÓG. MISMUNUR A STARFSFOLKI? SHC-5300 Fullkomnasta gerð frá Crown. 1. útvarp með öllum bylgjum. 2. segulband með Dolby. 3. plötuspilari með segulþreifara. 4. magnari 2x 50 w. 5.2x hátalarar Allar líkur eru á því að einni af fimm Fokker vélum Flugleiða verði lagt í vetur og nokkur samdráttur verði í áætlunarflugi félagsins. Að sögn Einars Helgasonar fram- kvæmdastjóra innanlandsflugs, þá er liklegast að dregið verði úr flugi til Vestmannaeyja en nýting í áætlunar- flugi þangað hefur versnað verulega að undanförnu. Þá væntanlega vegna tilkomu Herjólfs sem siglir milli Þorlákshafnar og Eyja. Á blaðamannafundi i gær kom Ljóst er að uppsagnir Flugleiða hf., koma mjög misjafnlega niður á fólki og starfshópum eins og eðlilegt er. Ekki verður til dæmis annað séð enn fyrrum starfsfólk Loftleiða verði fremur fyrir barðinu á uppsögnum en fyrra starfsfólk Flugfélags Íslands, hvaðsemþvi kannaðvalda. Sú er í það minnsta raunin hvað varðar skrifstofufólk, flugfreyjur og flugmenn Loftleiða, sem hafa fengið reisupassann frá og með l. október, eru mun eldri sumir hverjir heldur en starfsfélagar þeirra, sem halda störf- um sínum hjá Flugfélagi íslands. í síðastnefnda tilvikinu mun fariðeftir samningum við félög flugmanna, sem enn eru tvö. Við uppsagnir er ávallt farið cftir starfsaldri nema hjá félögum Verzlunarmannafélags Reykjavikur. -ÓG. Bjóðaaðstoð þeimsem sagt er uppstörfum Starfsmannahaldi Flugleiða hefur verið falið að koma upp að- stoðarkerfi fyrir þá starfsmenn félagsins, sem sagt hefur verið upp störfum frá og með l. september og l. október. Eru það um það bil 200 manns eins og annars staðar er skýrt frá. -ÓG.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.