Dagblaðið - 29.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ1979.
7
Alltpott-
þétthjá
FR-liðinu
—aldrei andartaks sambandsleysi við
sjórallsbátana hvar sem þeir verða
staddirviðlandið
Félag farstöðvaeigenda hefur tekið Allan hringinn munu félagar í FR-sam-
að sér mikilvægan hlekk í framkvæmd tökunum hafa samband við sjórallsbát-
sjórallsins og hann ekki þann minnsta. ana. FR-menn munu fara allan hring-
Álla ..móflursloðvar” FR-manna umhverfis landifl. Bílar o(* bálur verða sendir lil vmissa slafla lil afl kerfið verði
ÖrURRl.
Kerfi FR manna spannar allt landið. Sjórallsmenn í fyrra fengu smjörþefinn af þvi
hvaða stuðningur er að þeim .í ár er hægt að fullyrða fyrirfram að allt mun bresta á
undan öryggiskerfi FR manna.
Glæsifleytan
veróurí for-
ustufyrir
FR menn að undirbúa aðalstjórnkortið. Þarna verður allt sem fram fer merkt á kortið. Þegar DB-menn komu í gær á
skrifstofu FR félagsins við Síðumúla var verið að setja nýtt gler á kortið. Á myndinni eru f.v. Júlíus Högnason,
formaður FR manna i Keflavík, og Valtýr Einarsson, en hann og Reynir Einarsson, formaður Félags farstöðvaeigenda,
verða lykilmenn í stjórnstöð í Reykjavík. DB-mynd Ragnar Th.
inn í bifreið, sem mun hafa fast
öryggissamband við sjórallsbátana á
fyrirfram ákveðnum tíma. Samkvæmt
áætlun á ekki að líða andartak á allri
leiðinni umhverfis landið, sem ekki
verður einhver FR-maður í sambandi
við sjórallsbátana. Að vísu er enn ekki
fullfrágengið um sambandið við Horn
á Vestfjarðakjálkanum en FR-menn
vinna að því að'Teysa það mál og
verða vafalaust búnir þegar sjórallið
hefst klukkan tvö á sunnudaginn.
Höfuðstöðvarnar verða síðan í aðal-
stöðvum Félags farstöðvaeigenda við
Siðumúla í Reykjavík og þar verða þeir
við stjórn Reynir Einarsson formaður
samtakanna og Valtýr Einarsson.
-ÓG.
KJÆRNESTED RÆSIR
SJÓRALLSKAPPANA
„Nei ég hef aldrei stundað sjóinn
sem íþrótt, aðeins sem atvinnu mína.
Hitt er annað mál að ég tel sjósport af
ýmsu tagi eiga fullan rétt á sér, enda
góð og heilbrigð íþrótt,” sagði Guð-
mundur Kjærnested skipherra, sem
tekið hefur að sér að ræsa keppendur
úr Reykjavíkurhöfn á sunnudaginn.
,,Ég heid,” sagði Guðmundur, ,,að
sigjingum sem íþrótt hafi verið of lítið
sinnt til þessa enda lítið gert fyrir þær, í
það minnsta hér í Reykjavík þar sem
ekki er einu sinni almennileg höfn fyrir
þessa báta."
-ÓG.
Guðmundur skipherra hefur lent í
mörgu strangara en að ræsa nokkra
Snarfarabáta í kappi umhverfis land-
ið. Myndin er tekin á dögum síðasta
þorskastríðs og sjást skemmdir á
þyrlupalli varðskipsins Óðins.
DB-mynd Björgvin.
Ordsendingfrá
GumariogÁsgeiri
áSignýju08:
GETUR NOKKUR LÁN-
AÐOKKUR10-20
HESTAFLA MÓTOR
TILAÐFARAMEÐÍ
SJÓRALUÐ?
I forustu fyrir Snarfarabátunum,
sem fylgja ætla keppendum í Sjóralli
Dagblaðsins og Snarfara áleiðis að rás-
marki verður einhver glæsilegasti far-
kosturinn sem um getur hér í Reykja-
vík. Það er Rolf Johansen stórkaup-
maður sem stjórnar og á bátinn. Frá
honum verður startinu stjórnað og þar
verður startskotinu hleypt af undir yfir-
stjórn ræsis, Guðmundar Kjærnested
skipherra.
-OG.
Skipperinn um borð er tilbúinn i
hvað sem er enda ekki á hverjum degi
sem menn hafa forustu i hópsiglingu.
Rolf Johansen við bát sinn.
DB-mynd Ari
Hafsteinn og RunóHiir veröa að hætta við þátttöku:
VERKFALUD
SETTISTRIKI
REIKNINGINN
Því miður — Sjóralli Dagblaðsins
og Snarfara tókst ekki að snúa á allan
þann vanda, sem þjáð hefur þetta
þjóðfélag vegna tveggja mánaða
verkfalls farmanna. Höggið lenti
kannski þar sem sízt skyldi.
Sigurvegararnir síðan i fyrra,
Hafsteinn Sveinsson og Runólfur
Guðjónsson, heltust úr lestinni. Þrátt
fyrir mikla fyrirhöfn og ómælda
vinnu og fjárútlát tókst þeim ekki að
fá i tæka tíð ýmsa hluta vélarinnar
nýju. Að vísu væri réttara að segja
vélanna, í fleirtölu, því tvær skyldu
þær vera og hvor 175 hestöfl. Við
verðum þó að bíða næstu keppni til
að fá að sjá glæsispyrnuna i þeim þvi
verkfallið setti strik i reikninginn.
Kannski er rétt að lita björtum
augum á málið og þakka almættinu
fyrir að ekki skyldi meira fara
úrskeiðis en orðið er. Við skulum
sleppa harmagrátinum vegna þeirra
báta sem aldrei áttu möguleika vegna
farmannaverkfallsins og þeirra er-
lendu keppenda, sem ekki höfðu
tækifæri til að komast til landsins i
tæka tíð af sömu orsökum.
Sjórallið verður og keppendur i því
munu sigla á fullu vélarafli og um
leið af fullri varúð og skynsemi
umhverfis ísland og sá bezti sigrar.
-OG.
MMBlABm
SNARFARI-%
Sendist merkt:
DAGBLAÐIÐ
SJÓRALL 79
Síðumúia 12
105 Reykjavík
Hver verður röð bátama?
KEPPENDUR ERU:
03 ,— Bjarni Björgvinsson og Lára Magnúsdóttir
06 — Bjarni Sveinsson og Olafur Skagvfk
07 — Eirfkur Kolbeinsson, Hinrik Morthens
og Tryggvi Gunnarsson
08 — Gunnar Gunnarsson og Ásgeir Ásgeirsson
SKILAFRESTUR TIL MÁNUDAGSINS 2. JÚLÍ1979
PÓSTSKIL MÁNUDAGINN 2. JÚLÍ1979 í SÍÐASTA LAGI. Önnur svör gilda ekki
1
2
3
4
Sendandi:
Nafn:.....
Heimili: ...
Sími:.....