Dagblaðið - 30.06.1979, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1979.
Um atvinnuleysi í Bakkagerði:
Sögusagnir um „lánaða”
vinnutíma eru f ráleitar
—segir
úthlutunar-
nefnd
atvinnu-
leysisbóta
Magnús Þorstcinsson skrifar f.h. út-
hlutunamefndar atvinnuleysisbóta í
Borgarfirði eystra:
Að undanförnu hefur Dagblaðið
gert sér tíðrætt um atvinnuleysis-
bætur í Borgarfirði eystra og út-
hlutun þeirra.
Umræða þessi snýr nokkuð að út-
hlutunarnefnd atvinnuleysisbóta í
Borgarfirði og þykir því nefndinni
hlýða að leggja hér nokkur orð í belg.
Um árabil hefur atvinnuleysi yfir
vctrarmánuðina verið árvisst á Borg-
arfirði og veldur þar mestu um slæm
hafnaraðstaða sem útilokar sjósókn
yfir hjáveturinn. v
Að sjálfsögðu er þetta vandræða-
ástand, en erfiðlega hefur gengið að
ráða þar bót á. Yfir sumartímann og
fram eftir hausti hefur hins vegar
verið næg atvinna undanfarin ár.
Þessi áukna atvinna yfir sumar-
mánuðina hefur orðið til þess að at-
vin'nuleysi vetrarmánaðanna hefur
orðið meira áberandi því fleiri hafa
unnið sér rétt til atvinnuleysisbóta og
því látið skrá sig en það gerir at-
vinnulaust fólk ekki almennt hér
nema það eigi rétt til atvinnuleysis-
bóta.
í Borgarfjarðarhreppi öllum eru
ibúar 249 þar af 149 í þorpinu Bakka-
gerði. Sveitarfélagið er eitt
vinnusvæði og stundar fólk úr
sveitinni vinnu í þorpinu þegar vinnu
er þar að fá.
í baksíðugrein í Dagblaðinu 14.
júní sl. var atvinnuleysi í Bakkagerði
í maí-mánuði sl. gert að sérstöku
umtalsefni.
Þá voru á atvinnuleysisskrá 25
manns og atvinnuleysisdagar í
mánuðinum samtals 389.
í maí-mánuði 1978 voru 12 manns
á atvinnuleysisskrá og atvinnuleysis-
dagar187.
FuIIyrða má að þetta aukna at-
vinnuleysi i maí i ár samanborið við
maí 1978 orsakast að mestu af hafis
og vorharðindum en sjósókn hófst
ekki hér fyrr en í lok mánaðarins
vegna hafiss og illviðra.
I fyrrnefndri Dagblaðsgrein er
ýmislegt athugavert.
Gefið er í skyn að inntaka nýrra
lelaga í Verkalýðsfélag Borgarfjarðar
sé með annarlegum hætti.
Sannleikurinn i því máli er sá að
sökum þess að fádæma erfiðlega
hefur gengið að koma á löglegum
fundum í félaginu var sá háttur
tekinn upp fyrir nokkrum árum að
skrifleg umsókn til stjórnarinnar um
inntöku í félagið var talin veita
fullnægjandi félagsrétt og skyldur.
Síðan voru þessar umsóknir bomar
upp til samþykktar næst þegar tókst
að ná saman löglegum fundi.
Sanii háttur mun vera hafður á í
feiri verkalýðsfélögum.
Sögusagnir um að menn fái
„lánaðan” vinnutíma hjá öðrum,
sem eru aflögufærir, eru fráleitar og
sama máli gegnir um réttindatíma
bændasonar fenginn með vinnu hjá
feðrum þeirra, einfaldlega vegnaþess
að vinna við landbúnaðarstörf gefur
ekki rétt til atvinnuleysisbóta þar
sem bændur greiða ekki gjöld af
þeirri vinnu til Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs.
Bændur fá ekki atvinnuleysis-
bætur vegna vinnu við slátrun i smá-
tíma að haustinu.
Til þess að öðlast bótarétt verða
þeir, eins og aðrir, að hafa unnið
Atvinnuleysisskráning i Bakkagerði
hefur valdið miklum deilum.
DB-mynd
tryggingaskyld störf í 6 mánuði á
næstliðnum 12 mánuðum, en hafa
eins og að líkum lætur flestir öðru að
sinna.
Margir Borgfirðingar fara á
hverjum vetri í atvinnu annars
staðar, ýmist yfir vetrarvertíðar-
timann, eða jafnvel allan veturinn.
Það er aðallega yngra fólkið, sem
kemur þá heim undir vorið og fer þá
sumt beint inn á atvinnuleysisskrá
þegar atvinnulíf fer seint á stað eins
og á þessu vori.
Svo mun hafa verið um nokkra af
þeim sem á atvinnuleysisskrá voru í
maí sl. og veldur þar nokkru um að
vetrarvertið lauk nú um mánaðamót
apríl-maí.
í úthlutunarnefnd atvinnuleysis-
bóta í Borgarfirði eru nú: Sigmar
lngvarsson tilnefndur af Vinnu-
veitendasambandi íslands, Arngrím-
ur Magnússon tilnefndur af Vinnu-
málasambandi samvinnufélaganna
og Guðlaugur Björgvinsson, Jón
Björnsson og Magnús Þorsteinsson
tilnefndir af Verkalýðsfélagi Borgar-
fjarðar.
1
hcppnaöar.
OLVMPUS
Bravó fyrir verðlækkun reiðhjóla en...
TRYGGJA VERDUR
ÖRYGGIHJÓLREKJA
MANNA Á GÖTUM
REYKJAVÍKUR
Hjólreiðamaður hringdi:
Það kom að því að þessi ríkis-
stjórn gerði eitthvað af viti. Niður-
felling tolla af reiðhjólum er að mínu
mati eitthvert mesta framfaraspor í
samgöngumálum sem stigið hefur
verið árum saman.
Allir sem einhver kynni hafa haft
af reiðhjólum vita að fátt cr
heilsusamlegra en einmitt hjólreiðar.
Þær styrkja likamann, auðga andann
og menga ekki út frá sér.
Ég er þess fullviss að
l.ækkun reiðhjólaverðs er fagnaðar-
efni, en líka þarf að tryggja öryggi
hjólreiðamanna.
• -
Þáð þarf ekki lengur kunnáttumann til þess
að taka fallegar fjölskylduniyndir. Tækn-
inni hefur fleygt fram og með litilli eða
störri Olympus-myndavél er nánast barna-
l/iilr uk nA fi» nlliir mt/nrlír rln'rrAn . . .,1
40.590
! kr. má fá
gcunaj-l. Éyfcln- aðeiíis J _ _
fyrsta flokks myndávél með ihnbyggdum t , ; a ; v” t .
Jjósmæli ög 35 mm tilmu. Ferðamyndjrnar í ^
ár munu ekki bregðast ef fjölskyldan fær
sér OlyTnpus.
usturstrœti 6
\
■í,
hjólreiðamönnum mun fjölga nú
þegar verð reiðhjóla hefur verið stór-
lækkað. En samt er margt ógert, er
varðar hagsmuni okkar hjólreiða-
manna. Það er t.d. nánast lífs-
hættulegt að hjóla á nokkrum götum
Reykjavíkur. Bilstjórar sýna
okkur litla tillitssemi og oft kcmur
fyrir að okkur er þröngvað út af
vegum með flauti og öðrum
ógnunum.
Mér þætti forvitnilegt að heyra af-
stöðu umferðaryfirvalda í Reykjavík
til þessa máls. Ætla þau að beita sér
fyrir þvi að hjólreiðamenn geti hjólað
um götur borgarinnar án þes að eiga
á hættu að stórslasast?
Lækkun á verði reiðhjóla þjónar
ekki fyllilega tilgangi sínum nema í
^ kjölfarið fylgi uppstokkun á öryggis-
málum hjólreiðamanna. Þar eiga
umferðaryfirvöld að mínu mati
fyrsta leikinn.
>/**?£ v 2;'
Kynþátta-
hatarar
ofsækja
fólk
Kristín Jóhannesdóttir hringdi:
Ég bý með manni frá Filippseyj
og á með honum eitt litið barn.
höfum reynslu af alveg við
styggilegu kynþáttahatri hér
Reykjavík. Það bitnar á okkui
margvíslegan hátt. Við fáum hve
inni, eigum erfitt með að fá atvin:
barnið okkar sætir ofsóknum og s
verðum við fyrir margs konar ónæ
Af þessum ástæðum mundi
vorkenna Víetnömunum ef j
kæmu hingað. Þeir fengju ekki gó<
viðtökur. Fordómarnir eru
gífurlegir og vanþekkingin mikil.
held að það væri þeim sjálfum f;
beztu að koma ekki hingað. 1
mundi bara valda þeim óhamingju
sorg.
Torfan er alltaf mikið deilumál. Bréf-
ritari stingur upp á þvi að atkvæða-
greiðsla fari fram og deilan verði
þannig útkljáö i eitt skipti fvrir öll.
DB-mynd Hörður
Atkvæða-
greiðslu
um Torfuna
Bolli Ágústsson hringdi:
Ég er eindregið andvigur friðun
Bernhöftstorfunnar. Og ég er ekki
einn um þá skoðun — ég hef heyrt
fjölda manns segja hið sama.
Tillaga mín er sú að atkvæða-
greiðsla verði látin skera úr um fram-
tíð Torfunnar. Vilji meirihlutans
verði látinn ráða.
Sjálfur vil ég að þarna á lóðinni
verði reist nýtt hús fyrir stjórnar-
ráðið. Ég hef ekki heyrt nein fram-
bærileg rök fyrir friðun Torfunnar.
Hún er alltof kostnaðarsöm og eru
þessi hús ekki bara fúaspýtur? (Ég
undanskil gamla landl'æknishúsið).
✓