Dagblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979. . MBIAÐIB fijálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóii: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Rrtstjómarfulftrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. FróttastjOrí: Ómai Valdimarsson. íþrótdr. Hallur Simonarson. Menning: Aðalstoinn Ingóffsson. Aðstoöarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdótt ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrísson. Hönnun: Guðjón H. Pólsson. Hilmar Karísson. Ljósmyndir Ámi Póll Jóhannsson, Bjamlerfur Bjamlorfsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þróinn Þoríetfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Mór E.M. Halidórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Hnur). Setnrng og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda og plötugerö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Verð i Lausasölu: 180 krónur. Verö i óskríft innanlands: 3500 krónur. Benediktútíkuldann? Þjóðviljinn krefst í forystugrein í gær afsagnar Benedikts Gröndal utanríkis- ráðherra vegna útivistarmáls hermanna á Keflavíkurflugvelli. Þessi krafa er uppgerð. Meirihluti þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins gekk til myndunar núverandi ríkisstjórnar með frá- hvarfi frá stóru orðunum í herstöðvarmálinu. Alþýðu- bandalagið „bakkaði” með stefnu sína í varnarmálum eins og það hafði gert í fyrri vinstri stjórn Ólafs Jó- hannessonar. Síðan hefur verið hljótt um þá mikil- vægu spurningu, hvort hér eigi að vera útlendur her eða ekki. Valinkunnir skriffínnar, sem um áraraðir höfðu sett svip sinn á þá umræðu og barizt gegn dvöl hersins og veru íslands í Atlantshafsbandalaginu, hafa flestir verið hljóðir síðan. Þjóðviljinn segir í gær: ,,Þegar núverandi stjórnar- samstarf komst á, var það ekkert leyndarmál, að Al- þýðubandalaginu var það mikill þyrnir í augum, að ekki var í stjórnarsáttmálanum gert ráð fyrir brottför bandaríska hersins. Þess í stað var gert ráð fyrir óbreyttu ástandi, en að baki lá sú hugmynd, að reynt yrði að einangra herinn meira. Nú hefur utanríkisráð- herra, Benedikt Gröndal, án viðræðna um málið í ríkisstjórn, veitt ameríska herliðinu á Keflavíkurflug- velli aukna útgönguheimild. Þarna er um skýlaust brot á stjórnarsáttmálanum að ræða og ósvífna ögrun af hálfu utanríkisráðherra. Þess verður að krefjast af utanríkisráðherranum, að hann dragi heimildir þessar þegar til baka en viki ella úr ríkisstjórninni fyrir manni , sem reiðubúinn er að viðurkenna stjórnarsátt- málann í verki.” Svo segir Þjóðviljinn í forystugrein- inni. Þjóðin skiptist mjög í afstöðu til dvalar varnarliðs hér, þótt álíta megi, að stuðningsmenn óbreytts ástands séu í nokkrum meirihluta að sinni. Mörgum Alþýðubandalagsmanni var sala flokksins á þessu stefnumáli við myndun núverandi ríkisstjórnar þyrnir í augum, eins og Þjóðviljinn segir. Forystumenn Al- þýðubandalagsins létu sér málið í léttu rúmi liggja og hafa gert æ síðan. Stefnan í varnarmálum er í höndum þeirra, sem vilja að óbreyttu hafa hér her og halda áfram aðild að NATO. Auðvitað ber Alþýðubandalagið með stjórnar- aðild sinni í raun ábyrgð á allri þessari stefnu. Ákvörðun Benedikts Gröndal utanríkisráðherra um að auka útivistarheimildir varnarliðsmanna frá Kefla- víkurflugvelli orkar tvímælis. Samskipti íslendinga og varnarliðsmanna voru okkur til vandræða fyrr á árum, en hafa verið snurðulítil um langt skeið, enda verulegar hömlur á ferðafrelsi varnarliðsmanna. Hafna verður þeim fullyrðingum að aukið ferðafrelsi þeirra komi mannréttindum ekki við, sem sumir for>stumenn færa nú fram. Auðvitað er um einstaklinga að ræða, þótt þeir hafi gengizt undir atvinnuhermennsku, sem ber að reyna að veita þau mannréttindi, sem kostur er. Auknar heimildir nú eru að sinni veittar til skamms tíma, og mun þá á reyna, hvort leiðir til aukinna vand- ræða, sem réttlæti skerðingu þeirra að nýju. Þótt Alþýðubandalagsmönnum þyki stríðni í af- stöðu Benedikts .Gröndal, hefur hann ekki farið út fyrir valdsvið sitt. Einar Ágústsson fyrrum utanríkis- ráðherra hefur tekið skýrt fram, að hann hafi ekki borið mál af því tagi undir utanríkismálanefnd eða ríkisstjórn. Engin stoð er í stjórnarsáttmálanum fyrir fullyrðingum Þjóðviljans. Er því vísast, að Alþýðubandalagsmenn sitji uppi með Benedikt. Danmörk: Vinstriflokkur í sókn, kommar og kristilegir tapa Annar stjórnarflokkanna i Dan- mörku virðist hafa bætt við sig fylgi á síðustu vikum ef dæma má eftir niðurstöðum Gallup skoðanakönn- unar, sem fram fór þar í landi við lok síðasta mánaðar. Var hún birt í Berlingske Tidende á sunnudaginn var. Samkvæmt könnuninni mundi flokkurinn fá fleiri atkvæði en í síð- ustu kosningum, sem haldnar voru í febrúar 1977. Ekki er aukningin þó mikil eða úr 12% í 12,3%. Ef litið er aftur á móti til niðurstöðu fyrri skoð- anakönnunar frá þvi í maí siðastliðn- um hefur fylgi Vinstri flokksins auk- izt nokkru meira eða um tæpt eitt prósent. Hinn stjórnaraðilinn i Danmörku, jafnaðarmenn, hefur misst fylgi síðan í skoðanakönnuninni í maí. Fylgi þeirra nú virðist vera 37,2% en í maí var það talið 38,4%. Virðist fylgi jafnaðarmanna nú vera nærri því hið sama og í kosningunum árið 1977. Miðdemókrataflokkurinn er sá dönsku flokkanna, sem virðist hafa bætt við sig mestu fylgi síðan skoð- anakönnunin í mai var gerð. Hefur það aukizt um 2,6% eða úr 3,9% upp í 6,5%. Síðan er íhaldsflokkurinn talinn hafa bætt við sig einum af hundraði eða úr 9,1% upp í 10,1 %. Kristilegi þjóðarflokkurinn virðist » Svo virðist sem fylgistap í Framfara- flokki Glistrups hins danska sé nú lokið um sinn. /' " 1 Norska hræsnin—seinni grein ÍSLENDINGAR EIGA JAN MAYEN eftir niðurstöðum skoðanakannan- anna vera nærri því að þurrkast út af þinginu og mundi ekki fá þingmann kjörinn ef kosrtingar færu fram nú. í kosningunum í febrúar 1977 fékk flokkurinn 3,4% atkvæða. Var talinn með 3,5% fylgi í mai en náði ekki til- skildum 2% samkvæmt skoðana- könnuninni við lok júní. Kommúnistar hafa einnig átt við mótlæti aö stríða á síðustu vikum ef ráða má af skoðanakönnununum. Eru þeir að því er virðist komnir með sama fylgi og í síðustu kosningum. Aftur á móti sýndu niðurstöður könnunar Gallups í maí síðastliðnum að þá nyti flokkurinn stuðnings fimm af hundraði kjósenda. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, Framfaraflokkur Glistrups, virðist nú ekki tapa fylgi lengur, i það minnsta um sinn. Hefur hann bætt við sig 0,8% frá því í maí og mundi nú hljóta 13,7% fylgi. í kosningun- um 1977 hlaut flokkurinn tæplega fimmtán af hundraði atkvæða. Jan Mayen á ísienzku landgrunni Það skal átalið hér, að ekki skuli af hálfu stjórnvalda sett fram fræðileg greinargerð um málefni, sem um á að fara að fjalla í samningum við út- lendinga, svo menn geti gert sér ljóst umhvaðerfjallað. Hvernig er staða Jan Mayen haf- réttarlega? A hafréttarráðstefnu í Genf 1958 voru gerðar samþykktir um landgrunnið. Nægjanlega mörg ríki voru búin að staðfesta þessar samþykktir 1963 til þess að sam- þykktirnar öðluðust lagagildi. Á grundvelli þessara laga var land- grunninu i Norðursjónum skipt upp. Til þess endanlega að tryggja fram- kvæmdargildi laganna og þar með tryggja hinar gífurlegu fjárfestingar, sem ákveðnar voru í olíuiðnað i Norðursjó, var búið til mál og feng- inn staðfestingardómur frá Aiþjóða- dómstólnum í Haag 1%7. Sam- kvæmt jtessum alþjóðalögum miðast takmörkun landgrunns ekki við 200 mílur heldur er skýrt fram tekið í lög- unum, að takmörkunin miðast við tæknilega nýtingarmöguleika á nátt- úruauðlindum, eða eins og segir i lög- *unum, „as far out as natural re- sources can be exploited”, eða „eins langt út og náttúruauðlindir verða nýttar”. Jan Mayen er eins og hvert annað óbyggt sker á landgrunni íslands, með enga sjálfstæða efna- hagsstarfsemi. Þar er viðhaldið gervi- dvöl nokkurra manna vegna veðurat- hugana, sem ekkert gildi hefur i þjóð- réttarlegu tilliti. Skv. fyrirliggjandi texta á hafréttarráðstefnunni mundi Jan Mayen ekki öðlast sjálfstæða efnahagslögsögu, og svona sker á okkar landgrunni á ekki sama rétt og ef um strendur Noregs væri að ræða. Það er algjört hámark ef Norðmenn gætu helgað sér 12 mílna landhelgi kringum eyna. Sé miðað við stöðuna í dag er um algjört afsal á íslenzkum verðmætum að ræða, ef Norömenn fá eitthvað samþykkt af okkur nú. Nýting fiskistofna Nokkuð er á reiki með nýtingu fiskistofna, en ef um þá er gert sam- komulag, þá er rétt að gera sér ljósa viðurkennda vísindalega staðreynd, og hún er sú, að loðnan við ísland er álitin sérislenzkur stofn, sem það kemur fyrir við vissar aðstæður að hún þvælist norðaustur í haf, út fyrir 200 mílna efnahagslögsögu okkar og inn á hafsvæði í átt til Jan Mayen. Álitið er af fiskimönnum að hér sé um undantekningu að ræða en ekki meginreglu, ef loðnan fer þetta langt norðaustur frá ströndum íslands. Því ættu Norðmenn að geta litið á þessa loðnu sem íslenzkt fyrirbæri, sem ekkert væri sjálfsagðara en að láta íslendingum eftir til nýtingar þó ekki væri nema vegna erfiðrar efnahags- stöðu okkar. Nú er það svo að það er jafnvel álitið að loðna hafi ekki gengið út fyrir íslenzku fiskveiðilög- söguna í 10 ár fyrr en á síðastliðnu sumri, svo að hér er ekki um meira örugg verðmæti að ræða en eitthvað, sem til getur fallið á 10 ára fresti. Því væru það ekki nema sjálfsögð frænda- og vinarhót að fara nú ekki með allan olíugróðann í vasanum að kroppa i þessa tilfallandi mola á 10 ára fresti. Nei, það var nú síður en svo. Meira að segja senda Norðmenn hingað 2 ríkisstjórnarráðherra og einn fyrrverandi til þess að reyna að tryggja sér helminginn af þessari 10 ára hugsanlega tilfallandi loðnu og gera íslenzkt þjóðarbú þar með fá- tækara um nákvæmlega sömu upp- hæð. Er hægt að leggjast lægra og teygja sig lengra? Og það á hafsvæði á landgrunni annars lands? Að þessir menn skyldu sýna sig i Reykjavík þessara erinda sýnir okkur eingöngu, að sjálfsvirðing þeirra er af öðrum toga en sú, sem við álítum rétta. Undur: samninganefndin vann orrustuna Samningar íslendinga við útlend- inga hafa á undanförnum áratugum verið röð af klaufaskap og vankunn- áttu. Það er engu líkara en að okkar menn hafi ávallt misst~máttinn, er þeir hafa staðið í samningum við út-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.