Dagblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 24
BRUNALIÐIÐ — Svo sem sjá má hafa orðið töluverðar breytingar á liðsskip- an hljómsveitarinnar síðan síðast fréttist. Konur eru nú komnar í meirihluta og flokk- urinn orðinn meiri söngsveit en hljóm- sveit að sögn Magnús- ar Kjartanssonar. DB-mynd: Árni Páll. Ný stefna og nýtt fólk hiá Brunaliðinu Nýhljómplata, íslenzkkjötsúpa Hugmyndin varð tíl yfir kjötsúpudiski Ný Brunaliðsplata er í smíðum í Hljóðrita þessa dagana. Hún er væntanleg á markaðinn fyrir verzlunarmannahelgina, en þá hefst ferð hljómsveitarinnar um landið. Að sögn Magnúsar Kjartanssonar upptökustjóra plötunnar hefur orðið nokkur stefnubreyting í tónlist Brunaliðsins, jafnframt því sem liðs- skipan þess hefur breytzt talsvert. „Tónlistin, sem við erum að fást við núna er mun meira lifandi en á tveimur fyrri plötum hljómsveitar- innar,” sagði Magnús, er DB hitti hann að máli í Hljóðrita. „Við höfum ekki tekið upp neina diskó- stefnu, en þetta er mjög hreyfanleg tónlist sem verður á nýju plötunni. Það er mikil sál í henni, samanber enska orðið soul, allt að því funk á köflum.” Þórarinsdóttir, Eva Albertsdóttir og Erna Gunnarsdóttir. Þrjár þær síðastnefndu sungu forðum með hljómsveitinni Hver frá Akureyri. Þær komu fyrst við sögu hjá Bruna- liðinu á Jólakonsert ’78 í desember síðastliðnum. „Auk okkar sex koma nokkrir aukahljóðfæraleikarar fram á nýju þlötunni,” sagði Magnús. Viðhöfum engan fastan gítarleikara, heldur hóum við í þann sem okkur þykir passa bezt hverju sinni. Trommuleik- ur á plötunni er í höndum Englend- ingsins Jeff Seopardi. ” Brunaliðið hefur áður sent frá sér tvær hljómplötur. Með eld í hjarta kom út fyrir síðustu jól og Úr ösk- unni í eldinn var gefin út seinni part- inn í maí í fyrra. -ÁT- íslenzk kjötsúpa er nafn á hljóm- plötu, sem kemur á markaðinn frá ÁÁ-hljómplötum innan skamms. Tónlistarfólkið sem þar kemur við sögu er flest landsþekkt af fyrri verk- um sínum og sömuleiðis laga- og textahöfundur plötunnar, sem er enginn annar en Jóhann G. Jóhanns- son. „Hugmyndin að þessari plötu varð til er Ámundi Ámundason og Jóhann sátu við kjötsúpuát heima hjá þeim fyrrnefnda,” sagði Pétur Hjaltested, einn þeirra tónlistarmanna sem leika á nýju plötunni. „Jóhann var síðan að þróa hugmyndina í um hálft ár og þegar efnið var tilbúið var hóað saman hljómlistarmönnum til að taka plötuna upp.” Auk Péturs koma fram á íslenzkri kjötsúpu Björgvin Gíslason, Jón Ólafsson, Sigurður Karfss. og söngv- ararnir Sigurður Sigurðsson, Ellen Kristjánsdóttir og Helen Neffe. Helen hefur ekki áður fengizt við söng á hljómplötu. Þetta fólk er nú að leggja af stað í ferð um landið til að kynna fólki kjötsúpuna. í kvöld skemmtir hópurinn í Sindrabæ á Höfn í Hornafirði og annað kvöld i Valaskjáll á Egilsstöðum. Um næstu helgi fá Norðlendingar smjörþefinn af íslenzkri kjötsúpu. SIGURÐUR SIGURÐSSON fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Tívolí fer með hlutverk popparans Matháks á íslenzkri kjötsúpu. DB-mynd: RagnarTh. Samfelld saga íslenzk kjötsúpa er samfelld saga. Hún fjallar um líf íslenzks popptón- listarmanns, Matháks, Ingibjargar eiginkonu hans og hjákonunnar. Víða er komið við viðkvæma punkta í textunum, er fjallað er um hjóna- band Matháks, framhjáhald hans og að lokum skilnað. í stuttu máli er söguþráðurinn sá, að Mathákur bregður sér á diskótek. Þar fær hann sér of mikið neðan í því og þarf að komast út til að æla og anda að sér fersku lofti. Síðan man hann ekki meir þar til morguninn eftir, er hann vaknar í rúminu hjá könu bezta vinar síns. Sagan heldur síðan áfram þar til Ingibjörg, kona Matháks, situr ein eftir og saknar popparans síns. Fyrsti diskurinn af íslenzkri kjöt- súpu kemur út eftir rétta viku. Hún verður af stærri gerðinni, en með aðeins tveimur lögum. Platan sjálf kemur síðan á markaðinn um það bil viku síðar. Á Kjötsúpudansleikjunum leika ungar og lítt þekktar hljómsveitir ásamt því að áðurnefnt tónlistarfólk kynnir efni plötunnar. -AT- Magnússagði nðiekin hefðu verið upp ellefu lög. Þau eru hins vegar allt að því 45 mínútur að lengd samtals, svo að hætt er við því að einu laginu verði sleppt. Allt er þetta nýtt efni, eftir Jóhann G. Jóhannsson, nafna hans Helgason, Magnús Kjartansson og fleiri. Brunaliðið skipa nú Magnús Kjartansson, Pálmi Gunnarsson, Ragnhildur Gísladóttir, Erna Eríendu vinsældalistamir Sex Pistols eru um- svifamestiríEnglandi Fjögur ný lög eru á topp tíu i Eng- landi um þessar mundir. Þar kveður mest að hljómsveitinni Sex Pistols eins og svo oft áður. Nýjasta lag þessarar löngu hættu hljómsveitar, C'mon Everybody hækkar sig úr 25. sæti í áttunda. Eddy Grant og Janet Kay eru einnig á hraðri uppleið með sín lög. Öllu minni sviptingar eru á banda- ríska Cash Box vinsældalistanum. Þar bregður aðeins einu nýju nafni fyrir. Enska hljómsveitin Electric I.ichl Orchestra er komin í tíunda sætið með lagið Shine A Little Love. Þetta er fyrsta lagið af breiðskífunni Discovery, sem nær vinsældum og áreiðanlega ekki hið siðasta. Lag vikunnar má áreiðanlega telja Ring My Bell, sungið af Anitu Ward. Það er í efstu sætum bandarísku og kínversku vinsældalistanna. í Englandi er lagið í þriðja sæti og á niðurleið. Fyrir nokkrum vikum náði það toppnum þar. — Ring My Bell er ekta diskólag og hefur notið tals- verðra vinsælda á hérlendum diskó- tekum að undanförnu, þó að lítt hafi það heyrzt leikið í útvarpi. Vinsælustu litlu plöturnar ENGLAND 1. (1) ARE „FRIENDS" ELECTRIC .... Tubeway Army 2. (3) UP THE JUNCTION 3. (2) RING MY BELL Anita Ward 4. (4) THE LONE RANGER .... Quantum Jump 5. (10) NIGHT OWL Gerry Rafferty 6. (6) BOOGIE WONDERLAND .. Earth Wind ít Fire 7. (16) LIVING ON THE FRONTLINE Eddy Grant 8. (25) C'MON EVERYBODY 9. (11) H.A.P.P.Y. RADIO Edwin Starr 10. (23) SILLY GAMES BANDARÍKIN 1. (2) RING MY BELL Anita Ward 2. (1) HOT STUFF . . . . Donna Summer 3. (3) BAD GIRLS . . . . Donna Summer 4. (4) YOU TAKE MY BREATH AWAY 5. (5) WE ARE FAMILY 6. (8) SHE BELIEVES IN ME 7. (9) I WANT YOU TO WANT ME 8. (6) THE LOGICAL SONG Supertramp 9. (7) CHUCK E'S IN LOVE . .. Rickie Lee Jones 10. (12) SHINE A LITTLE LOVE ELO HOLLAND 1.(1) BRIGHT EYES Art Garfunkel 2. (2) REUNITED . . Peaches And Herb 3. (3) THEME FROM DEERHUNTER 4. (6) BOOGIE WONDERLAND . . Earth Wind & Fire 5. (8) WEEKEND LOVE 6. (9) LAVENDER BLUE Mac Kissoon 7. (4) WHEN YOU'RE IN LOVE WITH A | BEAUTIFUL WOMAN Dr. Hook 8. (10) DANCE AWAY THE HEARTACHES . . 10. (-) 1 WAS MADE FOR LOVING YOU HONG KONG 1. (1) RING MY BELL 2. (3) JUST WHEN 1 NEEDED YOU MOST . . . . Randy Vanwarmer 3. (6) REUNITED . Peaches And Herb 4. (10) BAD GIRLS .. . . Donna Summer 5. (4) LOGICAL SONG 6. (18) IF LOVING YOU IS WRONG .. . Barbara Mandrill - 7. (2) ONE WAY TICKET 8. (7) HONESTY 9. (19) BOOMERANG 10. (5) HOT STUFF . . . . Donna Summer VESTUR - ÞÝZKALAND 1. (1) BORN TO BE ALIVE . Patrick Hernandez 2. (3) SOME GIRLS Racey 3. (2) HEART OF GLASS 4. (4) SAFE ME 5. (11) DOES YOUR MOTHER KNOW ABBA 6.(5)TRAGEDY 7. (6) 1 WAS MADE FOR DANCING Leif Garrett 8. (9) SHALL1 DO IT . . . Lesiie McKeown 9. (7) CHIQUITITA ABBA 10. (8) IN THE NAVY Village People

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.