Dagblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 28
Sjórall DBogSnarfara 79: ERFKASTA SIGUNGIN í RALUNU FRAMUNDAN —stigagjöf af leiöinni frá Höfn til Noröfjarðar felldniður vegna ágreinings. Staðan á Akureyri ímorgun var 37:31 Sjórallsþátarnir tveir komu til Akureyrar í gærdag og áttu að leggja af stað til ísafjarðar í morgun kl. 9 en búizt var við að ferðinni mundi seinka eitthvað. Áætlað er að bátarnir verði á ísafirði um kl. 21 i kvöld. Fyrir höndum eiga bátarnir erfið- ustu leið rallsins. Leiðin milli Akur- eyrar og ísafjarðar er 168 sjómílur (312 km). Einn bátur féll úr keppni á þessari leið í sjórallinu í fyrra þar sem hann rakst á rekadrumb í Húnaflóa, en mjög mikið er af rekaviði á þessari leið. Keppendur sögðu i gær við komuna til Akureyrar að á leiðinni frá Raufarhöfn hefðu þeir séð mikinn rekavið og ferðin því verið erfið. Vonandi verður rekaviður bátun- um ekki til trafala á leiðinni til ísa- fjarðar eins og í fyrra. Stigin standa nú þannig að 06 Inga er með 37 stig en Signý 08 er með 31 stig. Meirihluti dómnefndar ákvað á Akureyri í gærkvöld að fella niður stigagjöf á leiðinni milli Hafnar i Hornafirði og Norðfjarðar, enda bar talsvert á milli í frásögnum rallkapp- anna um hver beið eftir hverjum á leiðinni. Hefði Gunnari og Ásgeiri á Signýju 08 verið dæmdur sigur fyrir að koma fyrstir í höfn í Neskaupstað, hefði stigatalan nú verið 44:41, en vegna niðurfellingar stigagjafar af áðurgreindum áfanga er staðan 37 fyrir lngu og 31 fyrir Signýju. -ELA/JR, Akureyri. Rallkapparnir inatast á Akurevri í gær. Það hefur verið eitthvað sprenghlægilegt sem Bjarni Svi 'nsson lét út úr sér — að minnsta kosti er ekki annað að sjá. DB-mynd: Ragnar Th. RÁÐHERRAR RIFAST UM BENSÍNSKATTANA Ráðherrarnir c’eila um, hvort lækka skuli þá prósentu sem rikið tekur af bensínverði, nú þegar bensínverðið hækkar enn mikið. Bæði alþýðuflokks- og alþýðubandalagsmenn hafa lagt til að prósenta þessi verði lækkuð og verðið hækki því minna sem þvi nemur. En Tómas Árnason fjármála- ráðherra er fastur fyrir og vill ekki sam- þykkja lækkun prósentunnar. Fjármálaráðherra segir að nú stefni í gífurlegan halla á ríkissjóði. Aukin framlög vegna niðurgreiðslu á olíu til húshitunar og fiskiskipa, sem nú munu mikið aukast, geta ein sér valdið 1,5—2 milljarða halla á ríkissjóði á mánuði. Það bætist við fyrri halla. Tómas vill láta enda ná saman og segist ekki sam- þykkja lækkun á bensinsköttum nema þá að aðrar fjáröflunarleiðir liggi á borðinu. -HH Tómas Arnason tjármálaráðherra: samþykkir ekki prósentulækkunina. DB-mynd Ragnar Th. Ekki mútur—en óvenju- háar umboðslaunagreiðslur Liðkuðu mútur fyrirskreiðarsölunni tr/ Nigeríu? — segir ráðuneytisstjórínn í viðskiptaráðuneytinu „Stjórnvöld samþykktu engar mútugreiðslur í sambandi við Nígeriusamningana, en umboðslaun voru hærri en gerðist víðast annars staðar og það er mál þeirra sem við umboðslaunum tóku hvað þeir hafa gert við þau,” sagði Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneyti nú í morgun um frétt í Helgarpósunum í dag, sem ber fyrirsögnina „Stjórnvöld samþykktu milljóna mútugreiðslur”. Helgarpósturinn segir að íslenzk stjórnvöld, og þar á meðal þáverandi viðskiptaráðherra, Ólafur Jóhannes- son, hafi lagt blessun sína yfir hundruð milljóna króna mútugreiðsl- ur eða umboðslaunagreiðslu eins og það sé orðað til að liðka fyrir skreiðar- samningunum í Nígeriu 1976—1978. Þá tókust samningar um skreiðarsölu að verðmæti 33 milljónir dollara eða 11 milljarða króna á núverandi gengi. Fulltrúar þriggja sölusamtaka hafi átt þátt í viðræðum við Nígeriumenn, Bragi Eiríksson frá Samlagi skreiðar- framleiðenda, Magnús Friðgeirsson frá SÍS og Bjarni V. Magnússon hjá íslenzku umboðssölunni. Bjarni hafi staðfest að 630 þúsund dollarar eða um 217 milljónir króna hafi verið greiddar í mútur til manns að nafni Gazadu. Þó leiki vafi á að maður þessi hafi komið nálægt skreiðarvið- skiptum heldur sé hann einungis leppur og greiðslur umboðslaunanna hafi runnið annað. -HH. fijálstyóháð daghlað FÖSTUDAGUR 6. JÍJLt 1979. EM íbridge: SIGUR OGTAP í 7. umferð Evrópumótsins í bridge sem spiluð var í gær unnu íslendingar Hollendinga 20-0 en töpuðu fyrir Þjóð- verjum í gærkvöldi með 5-15. Frakkar sigruðu Belgiumenn með 19-1 og halda enn forystunni. írar sigruðu Finna með 20 gegn mínus 5 og eru í 2. sæti íslend- ingarerunúí9. sæti. Staða efstu þjóðanna að loknum 8 / umferðum er þessi 1. Frakkland 125 st. 2. írland 120 st. 3. Pólland 115 st. 4. Ítalía 110 st. 5. Noregur 100 st. 6. ísrael 99st. 7. Bretland98st. 8. Svíþjóð89st. 9. ísland 88,5 st. 10. Danmörk 75 st. í dag mæta íslendingar Svíum en aðeins hálft stig skilur nú að þessar tvær þjóðir. ,GAJ. íslendingurinn sem sigrar á World Open skákmótinu. Hauki Angantýssyni tókst að endur- taka afrek Ingvars Ásmundssonar frá því í fyrra er hann hafnaði í efsta sæti á hinu þekkta World Open skákmóti, sem lauk i Bandaríkjunum í fyrrinótt. Að vísu deildi hann efsta sætinu með sex öðrum skákmönnum en engu að síður er árangur hans mjög glæsilegur þar sem fjölmargir stórmeistarar tefldu á mótinu. Vinningshlutfall Hauks er einnig mjög glæsilegt eða 8 vinningar í 10 skákum. í síðustu umferð gerði Haukur jafntefli við rúmenska stór- meistarann Georghiu og dugði það honum til að halda efsta sætinu. Haukur deildi efsta sætinu með þeim Browne, Bisuquir, Miles, Zukerman og Fedorovic. Frammistaða Margeirs Péturssonar var einnig með miklum ágætum á þessu móti. Hann hlaut 7,5 vinninga og hafnaði i 8.-14. sæti. Sævar Bjarnason hlaut 6,5 vinninga. Fyrir sigurinn fær Haukur jafnvirði 600 þúsund íslenzkra króna. -GAJ- Glæsileg f rammistaða HauksáWorld Open: Endurtók af rek Ingvars fráffyrra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.