Dagblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 6. JtJLt 1979 — 151. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. Sjórall DB ogSnarfara 79: ERFi MSl TA SIGLINGIN ÍRAi LUNl 1FRAMUNDA N —staöan á Akureyri ímorgun var 37:31, InguOGí vil — sjá nánar á baksíðu og bls. 9 Sjö ára fangelsi fyrir morð áfyrr- verandi unnustu sinni Þórarinn Einarsson, Gyðufelli 12 í Reykjavík, var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að dauða fyrrverandi unnustu sinnar þann 5. september síðastliðinn. Atburðurinn átti sér stað í verbúðinni Regnboganum á Flateyri. Dómur þessi var kveðinn upp í undirrétti. Hann gengur sjálfkrafa til Hæstaréttar, svo sem aðrir dómar sem kveða á um lengra en fimm ára fang- elsi. Sakadómararnir Ármann Kristinsson, Jón A. Ólafsson og Sverrir Einarsson kváðu upp dóminn. Auk sjö ára fangelsisins var Þórarni Einarssyni gert að greiðá allan sakar- kostnað, saksóknaralaun til ríkissjóðs að upphæð krónur 300 þúsund og 500 þúsund krónur til Arnmundar Bach- manns héraðsómslögmanns, sem skipaður var réttargæzlumaður og verj- andi Þórarins. Féll niður af svölum Um kl. 2 í nótt var lögreglunni til- kynnt um að stúlka hafi fallið niður af svölum fjölbýlishúss í Hraunbæ. Féll stúlkan af svölum á 2. hæð og niður á svalir á jarðhæð. Aðsögn Rannsóknar- lögreglunnar í morgun er stúlkan ekki lifshættulega slösuð en mun hafa meiðzt talsvert og er meðal annars rif- beinsbrotin. Um nánari tildrög þessa slyss var ekki vitað í morgun en málið er í rannsókn. -GAJ Hætt kominn Ungur Ólafsfirðingur var í gær hætt kominn er bifreið hans fór út af vegin- um í Ólafsfjarðarmúla og steyptist eina 180 metra niður í sjó. Tókst manninum á síðustu stundu að henda sér út úr bílnum þar sem hann vó salt á brún- inni. Bifreiðin er að sjálfsögðu gjörónýt en talið er að bilun í stýri hafi valdið slysinu. - GAJ / ÁA, Ólafsfirði. Fagnaðarfundur á Akureyri um hádegið i gær, þegar Bjarni Sveinsson og Ólafur Skagvik á Ingu 06 sigldu inn til móts við klukkur Akureyrarkirkju. Hér fagnar Hrafnhildur kona Olafs manni sinum innilega. DB-mynd: Ragnar Th. Skelfing brauzt út á Borgarspítalanum: Ottuðust hundaæði Flugvél send utan eftir mótefni þegar sjúkur yrðlingur beit starf smann í Sæd vrasaf ninu „Þetta var lítið bit sem betur fer, aðeins tannaför,” sagði Jón Kr. Gunnarsson, forstöðumaður Sædýra- safnsins i Hafnarfirði, í samtali við DB i morgun um það atvik er átti sér stað i safninu fyrir fáum dögum, að sjúkur yrðlingur beit starfsmann. Óttazt var um tíma að starfsmaður- inn fengi hundaæði og var flugvél send i hvelli utan til að útvega mótefni. ,,Það kom aldrei neitt slíkt tii greina. Þetta var bara taugaveiklun í kandidat á Borgarspítalanum,” sagði Jón Kr. Gunnarsson. Jón sagði að starfsmenn á Keldum hefðu lógað yrðlingnum og úskurðað að engin hætta væri á hundaæði. Atvik af þessu tagi kvað Jón sjaldgæf í Sædýrasafninu. -GM Kúpling bil- aðiíSignýOS Sjórallsbátarnir Inga 06 og Signý 08 voru ræstir af stað til ísafjarðar á Akureyrarpolli kl. 09:50 i morgun. Inga tók þegar strikið á fullri ferð út spegilsléttan Eyjafjörðinn, en Signý08 varð að snúa við aftur inn í höfnina þegar í ljós kom bilun í kúplingu. Þegar blaðið fór i prentun i morgun var verið að kanna bilunina og virtist sem ef til vill þyrfti að lyfta bátnum upp til að komast að til viðgerða. Inga siglir ótrauðáleiðis til ísa- fjarðar, enda eru rallkapparnir i miklu keppnisskapi og engan bilbug að finna á þeim, hvorki áhöfn Ingu né Signýjar, sem hefur þó fengið ómældan skammt vandræða í rallinu. Veðurspá er góð fyrir daginn, hægviðri alla leiðina til ísafjarð- ar, breytileg átt.ÓV/JR, Akureyri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.