Dagblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979. 5 Lokun hadegisbarsms a ssx pn QAfijr Imí bíkvspjb m vii ocgii |iu janvcciNi eftir að valda vandræðum „Þessi nýja reglugerð hefur ekki enn verið sýnd Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda,” sagði Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri sambandsins, i viðtali við DB i gær. ,,Ég get því lítið um hana sagt óséða.” Eftir að blaðamaður hafði rakið at- riði, sem til nýmæla má telja í hinum nýju reglum, sagði Hólmfríður að þarna væru vissulega margir jákvæðir punktar. Hún teldi þá meðal annars fram komna eftir um það bil þriggja ára samfellda baráttu Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda fyrir auknu frelsi i málum, sem varða opnunar- og af- greiðslutíma veitingahúsa. Meðal hins jákvæða vildi hún telja niðurfellingu reglunnar um lokun klukkan hálf tólf, lengingu þess tíma, sem skemmtanir mættu standa, og lengingu þess tíma sem afgreiða mætti áfengi á herbergi gististaða. Aftur á móti sagði Hólmfriður Árnadóttir að erfiðara væri að skilja þá nýbreytni að takmarka veitingar á börum i hádegi. Þar væri um stórt skref að ræða til baka. ,,Ég get ekki séð annað en þarna sé verið að draga verulega úr þjónustu- möguleikum hótelanna og þá sér- staklega þeirra stærri,” sagði Hólm- friður. ,,Þá hef ég bæði í huga lands- menn sjálfa, sem að vísu eru ýmsu vanir, en þó sérstaklega ferðamenn. Á stóru veitingahúsunum er oft mikil ör- tröð um hádegisbilið. Veitingasalir anna ekki nema takmörkuðum fjölda í mat í einu. Eru gestir þá oft beðnir að doka við á barnum um stund. Staðreyndin er sú að þú biður ekki fólk — og þá sérstaklega útlendinga — um að bíða á bar sem er lokaður,” sagði Hólmfríður Árnadóttir framkvæmda- stjóri. Hún sagðist einnig geta dregið þá ályktun að talið væri að veitingamenn mundu hagnast mjög á þessari lengingu afgreiðslutíma. Um slíkt væru aftur á HÉR ER EKKERT GRÍN Á FERÐINNI. Kannski lausnin á áfengis- vandamálinu umrædda. Enda má sjá á svip manna að hér er ekki flanað að neinu. Aðstoðarráðherrann afhendir blaðamönnum öll gögn málsins, sem móttckin eru og könnuð með viðeig- andi alvöru. Ráðherra sjálfur biður á- tekta en greinilega tilbúinn að taka til máls og tilkynna lokun hádegis- baranna. Myndin er tekin á blaða- mannafundi i ráðuneyti dómsmála í gær. Á myndinni eru, frá vinstri: Guðjón Friðriksson frá Þjóðviljanum, Steingrímur Hermannsson dómsmála- ráðherra, Eiríkur Tómasson, aðstoðar- maður ráðherra og Sigurður Sigurðar- son frá Vísi. DB-mynd: Hörður. móti skiptar skoðanir innan þeirrar stéttar og höfuðástæðan fyrir kröfum um rýmkaðan opnunartíma hefði verið sú að gefa hinum ýmsu veitinga- og skemmtistöðum tækifæri til að veita gestum sínum meiri fjölbreytni. „Við skulum ekki heldur gleyma þvi að ferðamannaiðnaðurinn er orðinn ein mikilvægasta atvinnugreinin á íslandi,” sagði Hólmfríður Árnadóttir. „Rúmlega sex af hundraði gjaldeyris- tekna okkar koma frá honum og um það bil 6% heildarvinnuaflsins hér á landi starfar beint ög óbeint við mót- töku erlendra ferðamanna. Hvaðgjald- eyristekjur varðar er ferðamanna- iðnaðurinn í fjórða sæti á eftir sjávar- útvegi, iðnaði og álvinnslu. Við skulum ekki gleyma því,” sagði Hólmfríður Árnadóttir framkvæmdastjóri að lokum. -ÓG. hAdegissjúss- INN AÐEINS FYR- IR MATARGESTI — Nýjar reglur um áfengi og skemmtanir ganga ígildi hinn 16. júlínæstkomandi Timi hádegisbaranna er að renna út. Frá og með mánudeginum 16. júlí verður aðeins heimilt að veita vín til matargesta á vínveitingarhúsum á virkum dögum milli klukkan 12.00 og 14.30. Þar af má aðeins afgreiða áfengi við bar á milli klukkan 12.00 og 13.00. Dómsmálaráðherra, Steingrímur Hermannsson, kynnti nýja reglugerð um veitingahús, sem meðal annars fela ofangreint í sér. Hingað til hafa barir verið opnir alla daga nema miðvikudaga frá klukkan 12.00-14.30 og afgreiðsla þar ekki bundin við mat- argesti. Þurrir miðvikudagar blautir á ný. Með hinni nýju reglugerð falla úr gildi reglur um að ekki megi afgreiða sterk vín á vínveitingahúsum á miðvikudögum. Gilda nú sömu reglur um miðvikudagana og aðra virka daga. Heimilt að hafa opið til þrjú á föstu- dögum og laugardögum en eitt aðra daga. Samkvæmt hinum nýju reglum verður heimilt að hafa skemmtistaði opna til klukkan eitt eftir miðnætti virka daga og sunnudaga í þeim sveitar- félögum sem það hafa samþykkt. Á föstudögum og laugardögum nær heimild þessi til klukkan þrjú að morgni næsta dags. Vínveitingar mega standa þar til hálftima fyrir lokun eins og áður hefur gilt. Nú má byrja vínveitingar klukkan 18.00. Við gildistöku hinnar nýju reglugerðar er heimilt að hefja af- greiðslu áfcngis á vínveitingastöðum klukkan 18.00 alla daga vikunnar. Ástæðan fyrir þessu mun vera sú að rétt þykir að gefa þeim, sem vilja neyta matar sins á vinveitingahúsum fýrr en fyrri reglur hafa gefið kost á, færi á því. Eru það til dæmis þeir sem vilja borða á veitingahúsi áður en farið er í leikhús. Hálftólf reglan afnumin. Ekki er skylt, eftir að nýja reglugerðin gengur i gildi, að loka veitingahúsum klukkan 23.30 að kvöldi. í stað þess er aðeins skylt að loka húsunum þegar húsrými er þrotið samkvæmt reglum þar um. Áfengi á herbergi hótela frá klukkan 12.00 (il lokunartíma að kvöldi. Hingað til hefur ekki verið heimilt að afgreiða vín á þeim hótelum, sem vínveitingaleyfi hafa, eftir klukkan 14.30, og þar til klukkan sjö á kvöldin. Þó ekki á miðvikudögum. Á þessu verður breyting frá og með 16. júlí. Heimilt verður eftir gildistöku nýju reglugerðarinnar að afgreiða áfengi á herbergi til fastra dvalargesta á gistihúsi frá klukkan 14.30 til klukkan 18.00. Þetta táknar í raun að afgreiða má áfengi á herbergi klukkan 12.00 á hádegi til klukkan hálf eitt eða klukkan hálf þrjú eftir gildandi lokunartíma.. Skemmlanaleyfisgjaldið til áfengis- fræðslu Samkvæmt hinni nýju reglugerð á formlega að krefjast sérstaks leyfis til að halda dansleiki eða aðrar skemmtanir sem standa lengur en til klukkan 23.30. Að sögn dómsmála- ráðherra er gjald fyrir skemmtanaleyfi nú 7000 krónur en fjármálaráðherra hefði verið send tillaga um að það hækkaði í 14.000 krónur. Væri hug- myndin að því fé, sem innheimtist á þennan hátt, yrði varið til fræðslu um hinn svokallaða áfengisvanda. -ÓG. erMARINER utanborðsmótorinn íessinu sínu. BRUNSWICK COMPANY i Bandaríkjun- um, eigandi Mercury og Yamaha (Sanshin) verksmiðjanna, bætti MARINER við fram- leiðslu sina og byggði á áratuga reynslu af ofannefndum mótorum. MARINER er sérstaklega hannaður fyrir saltvatnsnotkun og erfiðar aðstæður. Finnski herinn notar nú eingöngu MARINER (yfir 100 mótora) Danski sjóherinn notar nú MARINER, (Danmörk, Færeyjar og Grænland) . Gríski sjóherinn notar MARINER. MARINER er sigurvegari í ótal rallkeppn- um, allt frá Ástralíu til norðlægra slóða. j Sending af MARINER er rétt ókomin til landsins og þar sem mikið er þegar pantað úr henni er ráðlegt að leggja inn pantanir sem fyrst. MARINER er, þótt ótrúlegt sé, langódýr- asti utanborðsmótorinn á íslenzka markaðin- um í dag. 007*00 53322 52277 BÁTA- OG VÉLAVERZLUN, LYNGÁSI 6, GARÐABÆ,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.