Dagblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1979. /" . ............... Forsjónin leysti Sandbúnaðarvandann: „Tíðarfaríð nú tók þar af tvímælin öll í bræði” Björn I.oftsson skril'ar: ..Drottins tjmi þá tckur af tvímælin öll i bræði”. Passíusálmarnir. I>að er orðið æðilangt siðan Gyll'i l>. Gíslason l'ór að gagnrýna þá stcfnu scm fylgt hcfur verið i málcfn- um bænda. Og það cru meira en 15 ár síðan Gunnar Bjarnason varaði opin- bcrlcga við otframleiðslu á land- búnaðarvörum. í staðinn fyrir að ræða þessi mál mcð hógværð og stillingu voru þessir mcnn og lleiri sciii cilthvað gagnrýndu land- búm"V:rsuTnuna‘, úthrópaðir sem ó\ ir o.cnda, án þcss að rökum væri oeitl. orð þcirra rangtúlkuð, talað um að þcir vildu lcggja niður allan landbúnaö á Islandi, rcka bændur af jörðum sínuni og tlcira í þcim dúr. Bctra hcfði nú verið að taka mcira tillit til skoðana þcssara nianna. Lf það hefði verið gcrt, þá stæðu bændur ckki frammi l'yrir þcim mikla vanda offramleiðslunnar, sem þeir gera í dag. Þó eru meira cn 10 ár síðan bændur fóru að átta sig á því, að eitthvað þyrfti að breyta um stefnu i landbúnaði. Helur það verið til um- ræðu á fundum bænda á búnaðar- þingi á fundum stéttarsambandsins og á Alþingi. Á öllum þcssum stöðum hefur verið talað um þessi mál aftur og fram án þess að nokkuð raunhæft værigcrt til úrbóta. Manni finnst að Alþingi hafi litið tillit tekið lil óska og tillagna búnaðarþings og stéttarsambands bænda. í vetur lögðu 10 þingmenn Sjálf- stæðisflokksins fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um stcfnu- mörkun í málei'num landbúnaðarins. L.andbúnaðarráðherra gerði slikt hið sama og gengu þær mjög í sömu átt. Tillögu ráðhcrrarns fylgdi mikil grcinargerð, stórt rit sem manna á milli er ncfnt Steingrimsbiblía. Að vísu hafa guðspjallamenn ekki lagt þar hönd að verki og tæpast spámenn heldur, en mikill fjöldi sérfræðinga er tilnefndur sem lagt hafa til efni í hana, svo það er ekki undarlegt þó margt sé furðulegt í henni. Þá var lögð fram á Alþingi tillaga um 3,5 milljarða lántöku til land- búnaðarins, sem náði ekki fram að ganga. En þó allt þetta hefði verið samþykkt hefði það ekki lcyst vanda bændastéttarinnar. En er þessi vandi þá svo mikill að það hafi þurft að þvæla um hann cndalaust í mörg ár, þangað til að mcnn eru orðnir svo ruglaðir í ríminu að fæstir vita hvaðgera skal. Á síðasta ári voru flutt til landsins yfir 70 þús. tonn af fóðurbæti. Sjálf- sagt munu kýrnar fá af þcssu í það minnsta 30 til 35 þús. tonn. Varlega áætlað mun það auka mjólkurfram- leiðsluna yfir 70 milljón lítra. Á því ári var framleitt umfram innan- lands þarfir 23,2 milljón litrar af mjólk. Mér sýnist því að ekki hefði þurft að draga nema einn þriðja úr kjarnfóðursgjöfinni, til þess að um- fram-framleiðslan hcfði engin orðið. Og cf byrjað hefði verið á því að tak- marka fóðurbætinn um leið og of- framleiðslan fór að gera vart við sig, og þvi siðan haldið áfram, hefði þctta vandamál landbúnaðarins aldrei þurft að verða til. Sjálfsagt hefur forsjóninni vcrið farið að leiðast allt þetta endalausa málæði um vandamál bænda. Sjá alþingismenn og rikisstjórn, ekki koma sér saman um neinar aðgerðir, sem að gagni mættu verða fyrir bændur, sjá þá standa ásamt öðrum ráðamönnum landbúnaðarins úr- ræðalausa og aðgerðalitla, framtni fyrir erfiðleikum bændastéttarinnar, „Á siðasta ári voru flutt til landsins yfir 70 þúsund tonn af fóöurbæti. Sjálfsagt munu kýrnar fá af þessu f það minnsta 30 til 35 þúsund tonn.” DB-mynd Ragnar Th. eins og Bakkabræður kringum keraldið forðum. Því hefur forsjónin tekið til sinna ráða, til að leysa þann vanda, sem aðrir gátu ekki ráðið við, því: „Tíðarfarið nú tók þar af tvimælin öll í bræði”. Það er alltaf verið að þrífa og pússa í laugunum. I sundlaugunum: Alltaf veríð aó þrífa ogpússa GUÐMUNDUR MAÍNÚSSON Sundlaugagestur hringdi: í tilefni af lcsendabréfi múnudaginn þar sem kvartað er yfir DB á óhreinindum í gufubaðsklcfunt sund- lauganna langar rnig að taka fram að alltaf þegar ég kem i laugarnar er verið að þrífa þar og pússa. Það cr vist örugglega ekki starfsfólki að kenna þó óhreininda gæti, sem ég leyfi ntér þó að efast um. Krístján lesvel Kristín hringdi og kvaðst vilja mót- mæla umnrælum á lesendasíðunr DB um nýja þulinn, séra Kristján Róbertsson. ,,Hann les alveg ágæt- lega og það er óréttlátt að vcra að ráðast á hann.” Böm, varizt eitur- úðaða garða Kiríka Á. Eriðriksdóttir hafði sam- band við DB og bað okkur að koma þeirri ábendingu á framfæri við for- eldra að vara börn við að vera í görð- um sem nýlega hafa verið úðaðir með eiturefnum. Veit Eirika dærni þess að viðvörunarmiðar hafa t'okið út í veður og vind svo ckki er alltaf hægt að treysta á þá. Þessari ábendingu er hér með. komið á framfæri. Úr tónlistardeildinni. Útvarpseyru skrifa: Hlustendakönnun Rikisútvarpsins leiddi í Ijós að nær enginn hlýðir á klassísku tónlistina í útvarpinu. Við- brögð tónlistardeildarinnar eru nú komin fram: í viðtali við Timann i gær segir Guðmundur Gilsson, eitt gáfnatjósið á deildinni, að það sé ekkert mark takandi á könnuninni og þátttakendur skorti menntun. Heyr á endemi! Hvilikur hroka- gikksháttur! Ég ætla að vona að við- DB-mynd Hörður. brögð útvarpsstjóra, dagskrárstjóra og útvarpsráðs verði ekki hin sömu. Enda væru þessir aðilar þá að bregð- ast skyldum sínum. Nei, það sem nú bcr að gera er að stokka dagskrá útvarpsins alveg upp með hliðsjón af hlustendakönnun- inni. Niðurstaðan hlýtur þá að verða dagskrá sem almenningur sættir sig við. Og er það ekki almenningur sem stendur undir útvarpinu? Eftir hlustendakönnunina: ST0KKA BER DAGSKRÁ ÚT- VARPSINS UPP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.