Dagblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1979.
5
Skattskráin skoðuð:
Ellert nær ekki milljón!
—Albert efstur þingmanna Reykvíkinga
Oft heyrist rætt um launakjör þing-
manna og oft heyrist það gagnrýnt, að
þingmenn séu í þeirri aðstöðu að
ákveða eigin launakjör. Menn segja
sem svo, að hver geti séð sjálfan sig i
þeirri aðstöðu. Hver mundi ekki hafa
launin sín rífleg ef hann ætti að ákveða
þau sjálfur, og þar sem þingmennirnir
eru vanir því að vera í sviðsljósinu þá
hefjum við DB-menn rannsókn okkar á
skattskránni í ár á því að athuga skatta
þingmanna Reykjavíkur.
í þessari athugun okkar eru aðeins
teknir kjördæmakjörnir þingmenn. Þá
eru skattar þingmannanna Svövu
Jakobsdóttur, Ragnhildar Helgadóttur
og Jóhönnu Sigurðardóttur ekki teknir
með, þar sem framtöl þeirra eru sam-
eiginleg með framtölum eiginmanna
þeirra.
Til samanburðar látum við fljóta
með samanlögð opinber gjöld þessara
sömu þingmanna á síðasta ári.
Ellert B. Schram greiðir innan við 1
milljón í upinber gjöld i ár.
Albert Guðmundsson er sem fyrr cfstur
á blaði yfir hæstu skattgreiðendur í
röðum þingmanna Reykjavíkur.
Albert Guðmundsson, fyrsti þing-
maður Reykjavíkur, er eins og í fyrra
langefstur á blaði þó Geir Hallgrims-
son hafi nokkuð dregið á hann. í fyrra ,
var Svavar Gestsson langneðstur en nú
hefur Ellert B. Schram náð því sæti af
honum, og athygli vekur að Ellert
greiðir ekki milljón í opinber gjöld.
Þykir vafalaust mörgum skrítið, að
þingmaður greiði ekki meira i opinber
gjöld en raun ber vitni hjá Ellert en
vafalaust stendur það allt til bóta því
siðustu fregnir herma, að Ellert hafi
ráðið sig á togara í sumar.
-GAJ-
Flugfélag Sverrís Þóroddssonar:
Ný flugvél í
leiguflugid
Flugfélag Sverris Þóroddssonar
hefur fest kaup á tíu sæta Cessna 410
flugvél, í stað smærri vélar sem
skemmdist á ísafjarðarflugvelli fyrir
skömmu og sá sem skemmdunum olli
keypti af félaginu.
Þetta er langstærsta vél félagsins til
þessa og með stórum vörudyrum til að
geta tekið fyrirferðamikla hluti um
borð.
Verður hún, sem aðrar vélar
félagsins, notuð til útsýnisflugs með
ferðamcnn,leiguflugs með farþega og
með vörur.
Talsvcrt er um að vélar félagsins
fljúgi ntilli landa, oft eftir varahlutum,
svo sem í fiskiskip, og nokkuðer flogið
til Grænlands.
Vélin, sem kostar nálega 50 milljón-
ir, er væntanleg til landsins um helgina.
-GS.
Flugleiðir:
r
Aætlunar- og leigu-
f lug breytist
Áætlunar- og leiguflug Flugleiða til
Evrópulanda breytist nokkuð um
næstu helgi. T.d. fellur niður aukaflug
með DC-8 til Glasgow á föstudags-
kvöld en í stað þess fara farþegar með
LL-400 á föstudagsmorgun og með FI-
216 kl. 17.30 sama dag.
Flug til Kaupmannahafnar með DC-
8 á laugardagsmorgun fellur niður og á
sunnudag fellur einnig niður morgun-
flugtil Kaupmannahafnar.
í öllum tilvikum hafa farþegar verið
bókaðir inn á önnur flug. Eftir helgina
verður siðan flogið samkvæmt áætlun.
-ELA
KRAFLAIGANG UM
EÐA EFTIR HELGI
Raforkuframleiðsla við Kröflu
verður komin i fullan gang um eða eftir
næstu helgi. Vélarnar verða gangsettar
i dageftir nærri átta vikna hlé.
Einar Tjörvi Eliasson yfirverk-
fræðingur sagði í samtali við DB í
morgun að áætlað væri að framleiðslan
yrði 6 megawött. Það er nokkru niinna
en þegar bezt lét á tímabilinu janúar til
marz sl., þegar raforkuframleiðsla var
8—9 megawött.
Gufan sem nú fæst við Kröflu er
20—21 kílógrömm á sekúndu.
Albert Guðmundsson
Benedikt Gröndal
Eðvarð Sigurðsson
Einar Ágústsson
Ellert B. Schram
Geir Hallgrímsson
Gunnar Thoroddsen
Svavar Gestsson
Vilmundur Gylfason
íjuskattur Eignarskattur
5.380.785 1.046.186
2.188.781 77.519
1.388.952 0
3.110.810 397.536
828.644 69.617
4.708.781 1.154.042
1.950.926 101.226
781.295 0
1.794.881 0
Útsvar Barnabætur
1.546.600 0
850.500 0
600.400 0
1.221.600 0
519.300 553.618
1.451.200 0
1.202.700 0
802.300 402.632
1.007.400 100.600.
Samtals Gjöld í fyrra.
8.958.048 5.590.295
3.284.061 1.629.202
2.090.361 1.202.812
4.973.242 3.232.362
968.586 1.948.813
7.604.300 3.569.814
3.477.594 1.501.865
1.340.415 336.896
2.905.271 1.467.758
7198 sjúkrahússjúklingar í
Reykjavík árið 1978
Nýting sjúkrarúma varð 97.7%
Á árinu 1978 komu alls 7198
manns til sjúkrahúsdvalar á Borgar-
spítalanum í Reykjavík og öðrum
sjúkrastofnunum Reykjavíkur-
borgar. 228 sjúklingar áttu ekki
afturkvæmt af sjúkrastofnununum.
Er sjúklingafjöldinn á sl. ári talsvert
meiri en árið á undan en þá komu alls
6378 manns til dvalar í stofnununum.
Meðaltal sjúklinga á dag var á
liðnu ári 414,6 sjúklingar á sjúkra-
stofnununum öllum, en mcðaltalið á
dag árið á undan var 381.3.
Meðallegudagar hjá hverjum
sjúklingi reyndust 20.9 dagar á sl. ári
en var 21.8 dagur árið á undan.
Nýting sjúkrarúma á sjúkra-
stofnunum Reykjavíkur var árið 1978
97.7% en var 98.3% árið 1977. Við
útreikning nýtingar rúma er tekið til-
lit til lokunar deilda og legu sjúklinga
slysa- og lyfjadeildar í rúmum
skurðdeildar.
Enn sem fyrr var skurðdcild mcð
llesta sjúklinga á árinu cða 1997 en
lyflæknisdeildarsjúklingar voru þó
litlu færri eða 1922.
Sjúkarúm I Rcykjavik voru í árs-
byrjun 1977 382 að tölu en fjölgaði á
■því ári í 407 sjúkrarúnt. Á sl. ári
fjölgaði sjúkrarúmum ekkcrt og voru
í árslok sem fyrr 407.
-ASt.
MIXRMIVCQ--
Blaðberar óskast
í nokkur hverfi. Upplýsingar
Þórólfsdóttir í síma 93—18751
gefur Guðbjörg
Mtmuam
Kvartmflukeppni
Miðsumarskeppni Kvartmíluklúbbsins verður haidin á braut klúbbsins
v/Straumsvík laugardaginn 28. júlí og sunnudaginn 29. júlí.
Meðal keppenda verða:
Fyrri dagur: Biggi bjalla á Grænu pöddunni
Forkeppni hefst kl. 4. Leifur Rosenbergs á 350 Vegunni Páll V-áttundi á Pústmann Pintónum
Seinni dagur: Kristinn Ólafsson á Grœna hraðsuðukatlinum
Aðalkeppni hefst ki. 2. Örvar Sigurðsson á 454 Camaronum Ólafur Grétarsson, á Kawasaki S1000 Harry Hólmgeirsson á 307 Camarónum auk alla hinna
Þá munu kvartmílingar bregða á leik og m.a. mun Pálmi Helgason reyna að
reykspóla upp einu setti af breiðum dekkjum.
Stjórnin.
-GM