Dagblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 13
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1979.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR27. JÚLÍ 1979.
17
I
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Bþróttir
Iþróttir
Iþróttir
D
Þorvaldur með
tveggja ára
samning
Þorvaldur Ásgeirsson hefur nú gerl tveggja ára
samning við golffyrirtækið John Letters i Skotlandi
um að nota eingöngu vörur frú því fyrirtæki. Á
blaðamannafundi sem umboðsaðili John Letters,
TAK hf., boðaði til í gær voru golfvörur frá John
Lctters kynntar og skýrt frá samningi Þorvaldar,
sem er einstakur i íslenzkri golfsögu.
Aðeins tveir atvinnumenn á Norðurlöndum hafa
gert slíkan samning við John Letters — Þorvaldur
svo og cinn Dani. Alls munu um 150 atvinnumenn í
golfi vera á snærum John Letters og má þar nefna
t.d. Lee Trevino. Auk þess auglýsti Gary Player
vörur fyrirtækisins í cin 7 ár en hcfur nýlega gert
samning við annað fyrirtæki.
Þorvaldur hefur verið farandkennari i fjöldamörg
ár og hann hefur verið atvinnumaður í golfi um
margra ára skeið. Á þessu ári einu hefur hann verið
með 254 nemendur i kennslu hjá sér — þar af 128
sem aldrei höfðu snert á golfkylfu áður.
Það hefur einkum verið athyglisvert hversu mikið
af unglingum er að byrja golfleik en fram til þessa
hefur þetta að mestu leyti verið „eldri manna sport”
hér á landi. Undanfarin ár hefur þó orðið mikil
endurnýjun í röðum kylfinga og nú er mikill fjöldi
unglinga sem stundar golf af miklu kappi. TAK hf.
hefur gefið púttera í verðlaun fyrir holu í höggi í
opinberum keppnum og ails hefur fyrirtækið gcfið
15 slíka. Þá hefur fyrirtækið ávallt gefið landsliðum
Íslands golfbolta og poka.
Fótboltamenn
á ferðalögum
í morgun hélt fríður hópur knattspyrnumanna
álciðis til Skotlands til æfinga og keppni. Voru þar á
ferðinni 3. flokkar ÍR, Vals, Vikings, Þróttar, Fylkis
og Selfoss. Valur og Víkingur farp í boði skozkra
félaga en hin fjögur verða öll saman í Glasgow.
Þá mun 3. flokkur ÍK halda til Skotlands í næstu
viku, en 3. flokkur ÍBK, 2. flokkur Vals og 4. og 5.
flokkur Hauka eru allir nýkomnir frá Svíþjóð.
Þriðju deildar lið Grindvíkinga mun einnig leggia
land undir fót í næstu viku en þá ferðast þeir alla
leið lil Kanada og munu dvelja þar í um hálfsmán-
aðartima og leika 5 lciki í ferðinni. Það verður því
ckki annað sagt en að knattspyrnumenn þessa lands
séu mikið á ferðinni.
Franska 1. deildin
hófstígær
Franska deildakeppnin hófst að nýju í gærkvöldi
og er þar með fyrst fyrstu deildakeppnanna í Evrópu
til að byrja á hinu nýja keppnistímabili. Úrslit í 1.
umferðinni urðu sem hér segir:
Basfia — St. Etienne 0—1
Bordeaux — Strasbourg 1—3
Laval — Nantes 0—2
Lille— Nancy 2—0
Lyons — Paris St. Germain l—1
Marseillcs — Brcst 3—0
Metz—Lens 2—1
Nice — Nimes 1—2
Sochaux — Monaco 1—2
Valencicnncs —Angers 2—1
Johnny Rep og Michel Platini léku sinn fyrsta 1.
deildarleik með sínu nýja félagi, St. Etienne, gegn
Bastia en Rep lék einmitt með því félagi áður en
Itann gekk (íl liðs við St. Eticnne. Franskir knatt-
spyrnusérfræðingar telja líklegt að það verði St. Eti
enne, sem sigri í 1. deildinni í vetur en sl. vetur varð
liðið í 3. sæti á eftir Strasbourg og Nantes. Þessi þrjú
lið byrjuðu öll mjög vel og virðast áþekk.
Enn kaupir Forest
Evrópumeistarar Nottingham Foresl hyggjast
greinilcga halda í titil sinn ef marka má hamagang-
Íiin í þeim í kaupum á leikmönnum. Um síðustu
ncigi keyptu þeir Frankie Gray frá Leeds United
fyrir 400.000 pund til þess að nota hann í vinstri bak-
varðarstöðuna í stað Clark. Áður hafði Forest keypl
Asa Hartford fyrir sömu upphæð og síðla vetrar
keypti félagið Trevor Francis fyrir um 1 milljón
punda. Auk þessa hefur félagið látið gera endur-
bætur á leikvelli sínum fyrir um 2,4 milljónír punda.
Alls hefur félagið þvi eytt um 4,5 milljón sterlings-
punda á skömmum tima og greinilegt er að ekki eru
blankheitin í þeim herbúðum. Svo eru smálið eíns og
Liverpool að snapa auglýsingar á búningana sína.
Það er af sem áður var.
UMFÍ vann
öruggan sigur
—gegn dönsku f rjálsíþróttafólki í
Kópavogi á miðvikudagskvöld
Á miðvikudagskvöldið fór fram á
Kópavogsvelli hin árlega bikarkeppni
ungmennafélaga á íslandi og ung-
mennafélaga frá Árhus og nágrenni.
Tveir kcppendur frá hvorum aðila
kepptu i hverri grein. Keppnin var hin
skemmtilegasta og fór fram í blíð-
skaparveðri. Að lokinni keppni bauð
bæjarstjórn Kópavogs öllum keppend-
um upp á hressingu.
Dönsku keppendurnir eru nú á leið-
inni austur að Eiðum þar sem þeir
munu taka þátt í frjálsíþróttamóti um
helgina, 28.—29. júlí. Og síðan munu
þeir halda norður á bóginn og taka þátt
í frjálsíþróttamóti á Akureyri fimmtu-
daginn 2. ágúst.
Danirnir sem eru hér í boði UMFI
munu halda heim á leið 6. ágúst.
Úrslit í bikarkeppninni urðu þessi:
KONUR 100 m hlaup Hólmfríður Erlingsdóttir UMFÍ 12.7
Svava Grönfeldt UMFÍ 13.2
400 m hlaup Ragnheiður Jónsdóttir UMFÍ 60.4
Hólmfríður Erlingsdóttir UMFÍ 60.5
800 m hlaup Thelma Björnsdóttir UMFÍ 2:21.6
Guðrún Karlsdóttir UMFÍ 2.27.3
100 m grindahlaup Lene Kjelden AAG 16.1
Hólmfriður Erlingsdóttir UMFÍ 16.6
Hástökk íris Jónsdóttir UMFÍ 1.59
íris Grönfeldt UMFÍ 1.59
Langstökk Svava Grönfeldt UMFÍ 5.16
Hulda Laxdal UMFÍ 5.05
Kúluvarp íris Grönfeldt UMFÍ 11.15
Helga Unnarsdóttir UMFÍ 10.69
Krínglukast Elin Gunnarsdóttir UMFÍ 31.06
Vibeka Thomsen AAG 30.34
Spjótkast íris Grönfeldt UMFÍ 37.70
Lene Kjeldsen AÁG 31.26
4x 100 m boðhlaup UMFÍ 51.2
AAG 56.1
Úrslit í stigakeppni kvenna UMFÍ 62 stig
AAG 36 stig
KARLAR 100 m hlaup Jón Þ: Sverrisson UMFI 11.2
Per Lund Petersen AAG 11.5
400 m hlaup 51.8
Kristian Hansen AAG
Þorsteinn Þcrsson UMFÍ 52.6
1500 m hlaup Keld Langberg AAG 4:16.8
Lúðvík Björgvinsson UMFÍ 4:19.4
110 m grind Bjarne Ibsen AAG 15.3
Stefán Hallgrímsson UMFÍ 15.3
Langstökk Sten Jensen AAG 6.67
Bjarne Ibsen AAG 6.62
Hástökk Karl West UMFÍ 1.90
Hafsteinn Jóhannesson UMFÍ 1.85
Kúluvarp Stefán Hallgrímsson UMFÍ 13.37
Einar Vilhelmsson UMFÍ 13.06
Þrístökk Bjarne Ibsen AAG 13.96
Helgi Hauksson UMFÍ 13.85'
Stangarstökk Karl West UMFÍ 4.20
Lars Heprik Mathiasen AAG 3.20
Krínglukast John Solberg AAG 37.74
Einar Vilhjálmsson UMFÍ 34.76
Spjótkast John Solberg AAG 63.70
Einar Vilhjálmsson UMFÍ 60.32
4x 100 m boöhlaup UMFÍ 45.1
AAG 45.2
1000 m boðhlaup UMFÍ 2:02.8
AAG 2:04.2
Úrslit í stigakeppni karla. UMFÍ 60 stig
AAG 57 stig
Heildarúrslit
UMFÍ 122 stig
AAG 93 stig
Nokkrir úr 4. flokki Hauka ásamt þjálfara sinum, Kristjáni Ellertssyni.
DB-mynd Friðrik Á. Brekkan.
K0MUSTIURSUTIN EN
V0RU DÆMDIR ÚR LQK!
—góður árangur fslenzkra knattspymuliða á Gothia Cup í síðustu viku
I síðustu viku tóku þrjú íslenzk ungl-
ingalið þátt í hinni árlegu keppni
Gothia Cup í knattspyrnu í Gautaborg í
Sviþjóð. Valsmenn sendu 2. flokk sinn
í mótið, Keflvíkingar voru með þriðjs
flokkinn og Haukar voru með 4. og 5.
flokk sinn. Öllum íslenzku liðunum
gekk vel í keppninni en Haukarnir í 5.
flokki urðu að bíta í það súra epli að
vera dæmdir úr leik í keppninni eftir að
hafa unnið sinn riðil og komizt í úr-
slitaleikinn. Vegna misskilnings voru
Haukarnir of gamlir — máttu aðeins
vera 11 ára en voru margir hverjir 12
ára eins og lög gera ráð fyrir hérlendis.
Aldursskiptingin var öðru vísi þarna
úti og því voru Haukarnir dæmdir úr
leik. Þeir misstu því af sigurlaununum
en að mati allra sem til sáu voru Hauk-
arnir bezta liðið í þessum aldursflokki.
Keflvíkingar komust í úrslit með 4.
flokkinn en máttu þola tap þar. Vals-
mönnum gekk mjög vel en ekki vitum
við nákvæmlega hvar beir höfnuðu í
sínum flokki. Við vitum þó að þeir
voru þeir einu sem náðu jafntefli gegn
unglingalandsliði íraka og það meira
að segja eftir að hafa látið markvörð
þeirra verja frá sér vitaspyrnu. Fjórða
flokki Haukanna gekk einnig prýði-
lega. Þeir unnu sinn riðil en töpuðu
öðrum af tveimur Ieikjum sínum í milli-
riðli. Blaðamaður DB á staðnum, Frið-
rik Á. Brekkan, segir svo frá (ath! bréf
hans er skrifað í fyrri viku):
„Hér í Gautaborg stendur nú yfir í
fimmta skipti hin alþjóðlega knatt-
spyrnukeppni, Gothia Cup. í ár eru
þátttakendur um 8000 talsins og skipt-
ast þeir niður á 425 lið frá 18 löndum.
Mótið var sett í Tívolíinu Liseberg
sunnudaginn 15. júlí og fylktu þá fjöl-
margir keppendur liði.
Þátttakendur búa í skólum borgar-
innar og snæða þar einnig. Hver þátt-
takandi fær skírteini, sem veitir honum
ókeypis far með strætisvögnum borgar-
innar yfir mótstímann, ókeypis inn á
söfn og í Tívolíið auk afsláttar í ýmsum
verzlunum borgarinnar meðan á mót-
inu stendur.
Þrjú íslenzk lið taka þátt í mótinu en
það eru Haukar, Keflavík og Valur. 1
dag, hinn 16. júlí, kepptu m.a. Haukar
við sænska liðið Váxjö og unnu þá 2-0 í
hörkuspennandi leik þótt blaðamanni
fyndist að landarnir væru miklu, miklu
betri. Haukar skoruðu fyrra mark sitt á
síðustu minútu fyrri hálfleiks og síðara
markið kom um miðjan síðari hálfieik-
inn. Hvor hálfleikur var aðeins 20
mínútur að lengd.
Að sögn drengjanna í Haukum er
keppnisandinn frábær og eru þeir búnir
að vinna alla leiki, en hinn 16. júlí, á
öðrum degi keppninnar, var markatala
íslenzku liðanna 18-0 samtals.
„Við erum örugglega komnir í úr-
slit,” segir Leifur, fyrirliði Haukanna,
ög hvetur sína menn óspart. Þjálfari
Hauka er Kristján Ellertsson. Keflavík
keppti í morgun við IFK Kristianstad
og vann 2-0. Valsmenn áttu í hörku-
viðureign við unglingalandslið íraks og
lauk þeim leik með markalausu jafn-
tefli. Valsmenn áttu fjögur mjög góð
upphlaup að marki íraka og fengu auk
þess þrjár hornspyrnur auk vítaspyrnu,
sem markvörðurinn varði, en allt kom
fyrir ekki. Harkan var mikil og átti
dómarinn fullt í fangi með að fylgjast
með agabrotum á báða bóga. Menn
komust upp með ýmislegt sem hefði
verið dæmt á ef dómarinn hefði verið
vel á varðbergi. írakar tróðust mikið
fram fyrir íslendingana og stöðvuðu þá
með höndum og toguðu í peysurnar og
fleira og fieira.
Mikill keppnishugur er i mönnum og
eins og einn íslendinganna sagði: „Ég
yrði hissa ef við ynnum þettaekki.” Að
mínum dómi hafa islenzku liðin sýnt
góðá leiki hvað varðar hraða og öryggi.
Mótinu lýkur föstudaginn 20. júlí á
gamla Ullevi íþróttavellinum. Úrslita i
Gothia Cup 1979 verður væntanlega
getið síðar í DB.”
Gautaborg 16. júlí
Friðrik Á. Brekkan.
BLASK0GASK0KKIÐ
FER FRAM Á M0RGUN
—líkur á að iónas rítstjóri og Stefán úr Vorsabæ etji
kappisamanaðnýju
Bláskógaskokkið svoncfnda, sem
naut mikilla vinsælda þegar það hófst
fyrir 7 árum, verður haldið á morgun
og hefst kl. 14 við Gjábakkahraun.
Vegalengdin sem hlaupin verður er um
16 km löng og liggur frá Gjábakka-
hrauni að I.augarvatni. Bláskóga-
skokkið var fyrst haldið árið 1972 og
var þá strax mikil þátttaka í því. Það
árið hlupu 316 manns á öllum aldri.
Keppninni verður skipt i flokka eins og
venja er til og verður hlaupið i 5 aldurs-
flokkum. Yngsti aldursflokkurinn eru
unglingar 14 ára og yngri. í þeim flokki
kepptu 59 1972. Þá er keppt í flokki
14—15 ára og 1972 kepptu 39 í þeim
flokki. Næsti flokkur er 16—18 ára og
1972 hlupu 26 í þeim flokki.
Flokkurinn 19—34 ára var langfjöl-
mennastur í hlaupinu 1972 og hlupu þá
112 manns í þeim flokki og má búast
við að þátttakan verði einnig mest nú í
þeim flokki.
í elzta aldursflokknum, 35 ára og
eldri, kepptu árið 1972 80 manns, sem
er mjög gott. Núna er gert ráð fyrir
talsverðum fjölda og ekki er loku fyrir
það skotið að þeir Jónas ritstjóri Dag-
blaðsins Kristjánsson og Stefán
Jasonarson úr Vorsabæ etji kappi i
annað sinn á opinberum vettvangi. Það
eru efiaust margir sem muna hvernig
fyrsta viðureignin fór en ritstjórinir
hefur stundað lilaup af kappi í langan
tíma og er því vel undirbúinn ef af
hlaupi hans verður. Hvort hann verður
með eður ei fékkst ekki staðfest áður en
þetta var skrifað.
Væntanlegum þátttakendum er bent
á að mæta nokkuð tímanlega en skrán-
ing fcr fram á staðnum og hlaupið hefst
kl. 14. Allir þeir er Ijúka hlaupinu fá
viðurkenningarskjal og sigurvegarar
hvers flokks fá farandbikar.
Bláskógaskokkið féll niður í fyrra en
nú er um að gera að fjölmenna austur á
morgun og skokka sér til heilsubótar.
Þessir félagar úr
eru ánægðir á svip eftir að hafa gert jafntefli við unglingalandslið íraka.
DB-mynd Friðrik Á. Brekkan.
fc x
+/SK
ENDEMIS RUGL
—svar til Þorvaldar Þórðarsonar
Ekki get ég látið hjá líða að svara
yessari grein Þorvaldar Þórðarsonar,
því annað eins rugl hef ég ekki séð á
prenti áður. Les ég nú samt blöðin
-nikið.
í upphafi greinar sinnar segir Þor-
valdur orðrétt: „Snúum okkur að leik
Stjörnunnar og UMFG. Fyrir þann leik
bað háttvirtur dómari línuverði sína
um að hafa góðar gætur á markverði
Stjörnunnar. Hvers vegna veit ég ekki
en það á eflaust rætur sínar að rekja til
fyrri samskipta okkar.”
Það skal tekið fram að fyrir um-
íslenzka unglingalandsliðinu í golfi
hefur gengið afieitlega á Evrópu-
meistaramóti unglinga sem fram fer í
Marianske Lazne í Tékkóslóvakíu
þessa dagana. Eftir undankeppnina
ráku íslendingarnir lestina með 841
högg eftir síðari daginn. Strákarnir
léku fyrri daginn á 420 höggum og voru
þá einnig neðstir — 6 höggum á eftir
Austurrikismönnum. í gær gekk síðan
enn verr en þá léku fjórir beztu á
samtals 421 höggi. Austurrikismenn
léku á 407 í gær og munurinn jókst því í
20 högg.
Eftir undankeppnina var liðunum
skipt í tvo hópa. Annars vegar 8 efstu
og hins vegar þau lið sem voru í 9,-
15.sætinu. íslendingar leika að öllum
líkindum gegn Belgum í dag, en Belgar
urðu í 9. sæti. Eftir undankeppnina
voru írar efstir á 742 höggum. Frakkar
komu næstir á 751, þá Svíar á 758,
ítalir á 762, Danir á 766, Spánverjar á
775, V-Þjóðverjar á 781, Belgar á 782,
Finnar á 784, Svisslendingar á 796,
Hollendingar á 796, Tékkar á 806,
Austurríkismenn á 821 og íslendingar á
841 höggi.
írar leika gegn V-Þjóðverjum í dag,
Frakkar gegn Spánverjum, Svíar gegn
Dönum og ítalir gegn Norðmönnum.
Samkvæmt þessari reglu eiga Islending-
ar að leika við Belga en ekki vitum við
Ekkert óvænt
á útimótinu
Þrír leikir fóru fram á útimótinu í
handknattleik við Lækjarskólann í
Hafnarfirði í gærkvöld og ekki verður
annað sagt en að úrslitin hafi verið
ósköp „venjuleg”. I fyrsta leik
kvöldsins bakaði Fram UMFN, 20—9 í
kvennaflokki og var það mikil
einstefna. Að þeim leik loknum léku
Haukar og Ármann í meistaraflokki
karla og þar unnu Haukarnir öruggan
sigur — 22—15. Með þessum sigri sín-
um má segja að Haukarnir séu svo gott
sem búnir að tryggja sér sæti í úrslitum
mótsins. Aðeins stórtap gegn KR getur
hugsanlega komið í veg fyrir að
Haukarnir komist áfram.
Siðasti leikur kvöldsins var siðan á
milli FH og Stjörnunnar. Þar kom ber-
lega í ljós að FH er ekki ýkja sterkt iið
án Geirs Hallsteinssonar. Hann byrjaði
ekki inn á og um miðjan fyrri hálf-
leikinn var staðan 5—5. Geir kom þá
inn á og FH skoraði síðustu 8 mörkin í
hálfleiknum og leiddi 13—5 í hléi.
í seinni hálfleiknum var meira jafn-
ræði með liðunum en Stjarnan náði
aldrei að ógna verulega. Geir fór út af
og ungu strákunum tókst vel að halda í
horfinu eftir að vera komnir á bragðið,
en lokatölur urðu 26—14. Haukar leika
gegn KR á mánudagskvöldið og FH
gegn Fram á þriðjudag. Reyndar eiga
Framarar einnig möguleika á að
komast í.úrslitin ef þeir vinna bæði
Víking á morgun og svo FH. Þá er
einnig sá möguleiki fyrir hendi að
Víkingar komist í úrslit ef þeir vinna
Fram á morgun og Fram vinnur síðan
FH. Líklegast er þó að það verði
Hafnarfjarðarliðin sem leika til úrslita.
ræddan leik ræddi ég við línuverði
mína og gaf þeim fyrirskipanir hvað
þeir ættu að gera til þess að samvinna
okkar á leikvelli yrði sem bezt. Þetta er
alltaf gert fyrir Ieiki en að ég hafi sagt
þeim að hafa góðar gætur á þér, Þor-
valdur, er hrein fásinna. Þegar ég bar
þessi ummæli þín undir línuverði mína
komu þeir af fjöllum.
Mér þætti einnig gaman að vita hver
þessi fyrri samskipti okkar væru, ekki
kannast ég við þau. Ég dæmdi fyrr í
sumar leik Stjörnunnar og Gróttu.
Ekki man ég hvort þú spilaðir með
hvernig framhaldinu verður háttað í
keppninni og kemur sér nú illa fyrir
fjölmiðla hérlendis að hafa engin gögn
i höndunum varðandi keppnina frá
GSÍ.
Þótt strákarnir séu neðstir eftir
undankeppnina er árangurinn hjá þeim
ekki svo slakur. Þeir hafa að meðaltali
leikið 18 holurnar á 80 höggum.
íslenzka unglingalandsliðinu gekk hins
vegar mjög vel og mun betur í fyrra en
þá voru aðrir kylfingar i því en nú. ’
Stepanovic
tilCity
Manchester Citv gekk í gærkvöldi
frá kaupunum á júgósiavneska lands-
liðsmanninum Dragoslav Stcpanovic
fyrir 140.000 sterlingspund frá v-þýzka
liðinu Wormacia. Stepanovic er 30 ára
gamall og fellur því vel inn í ölduagalið
City.
þeim þá, alla vega gekk sá leikur vel
fyrir sig, að öðru leyti hef ég ekki heyrt
á þig minnzt.
Um tiltalið sem þú segir að hafi
aldrei borizt í þín eyru vil ég aðeins
segja að í fyrri hálfleik dæmdi ég á þig
og sagði við þig að þetta væri gróft
brot og ég vildi ekki sjá svona aftur,
hvort að þú hafir ekki heyrt þetta eða
vildir ekki heyra þetta er ekki mitt mál.
Lengi máttu bíða efþú ' tlar að sjá
mig dæma aðeins á samstuð lcikmanna
eins og þú segir að þarna hafi átt sér
st ið.
Einnig segir þú að ég hafi verið illa
staðsettur þegar þetta atvik átti sér
stað, mér þætti ekki gaman að sjá
dómara standa við hlið markmanns,
þegar hann spyrnti knettinum frá vita-
teigslínu, góð staðsetning það eða hitt
þó heldur.
Ekki get ég séð það að ég hafi lagt
þig, Þorvaldur í einelti í þessum leik þó
að ég hafi dæmt á þig fyrir grófan leik
og gaman hefði verið að fá að sjá eitt
eða tvö af þessum dæmum þínum, sem
þú segist hafa máli þínu til stuðnings,
og einnig að fá nánari skýringu hjá þér
á framkomu minni við þig eins og þú
segir að hún hafi verið í umrætt skipti.
Um það að ég og blaðamaður DB
hafi lagzt á eitt um að gera sem rnesta
skepnu úr þér, visast beint heim til
föðurhúsa. Blaðamaðurinn greindi rétt
frá öllu sem okkur fór á milli, er hann
ræddi við mig eftir leikinn, og var sízt
of stórorður, framkoma sú sem þú
sýndir mér í umræddum leik er fyrir
neðan allar hellur og skal engan undra
að blm. skyldi blöskra.
Ég sé enga ástæðu til að biðja þig,
Þorvaldur, afsökunar eins og þú ætlast
til, ég hefði frekar viljað að þú hefðir
komið beint til mín og beðið mig af-
sökunar, heldur en að þeysa fram á rit
völlinn og skrifa um atvik sem bezt
væri fyrir þig að gleyma sem fyrst. Eða
eins og máltækið segir: Oft má nú
ótamið trippi frekar heima sitja en
þeysa út um allar trissur.
Þökk fyrir birtinguna.
Ragnar Pélursson,
knattspyrnudómari.
Bflhlass af kóki
fyrir holu f höggi
- á opna Coca Cola mótinu í golfi, sem fram fer
í 19. skipti á Grafarholtsvellinum um helgina
Opna Coca Cola keppnin fer fram
nú um helgina á Grafarholtsvellinum
og er keppt í 19. skipti. Þetta er lang-
elzta opna mótið í golfinu en fyrst var
keppt árið 1961. I upphafi voru alltaf
leiknar 72 holur og var mótið mikið til
hugsað sem góð æfing fyrir þá kepp-
endur sem ætluðu að taka þátt í
íslandsmótinu í golfi hverju sinni. Með
árunum fannst mönnum svo að 72
holur væru of mikið og nú hin síðari ár
hefur keppnin verið 36 holur með og án
forgjafar og aðeins keppt í einum opn-
um flokki.
Á blaðamannafundi sem Vífilfell
boðaði til í gærdag til að kynna verð-
launin í mótinu kom fram að fari ein-
hver holu í höggi á 17. braut fær hann
heilan bílfarm af hinum sívinsæla
drykk Coca Cola. í einum bílfarmi
munu vera um 226 kassar af kóki
þannig að verðmætið er um 1 milljón
krónur. Það getur því verið einkar
hentugt fyrir menn sem gjarnan fá gesti
að vinna til þessara verðlauna. Þó svo
að enginn fari holu i höggi verða menn
leystir út með kóki í bak og fyrir.
Þeir sem verða næstir holu á 2. og
17. braut hvorn keppnisdaginn fá hvor
um sig 5 kassa af kóki. Auk þess fær sá
sem á lengsta teighöggið á 18. braut 5
kassa af kóki í verðlaun. Það er þvi
öruggt að 25 kassar af þessum annars
ágæta þjóðardrykk okkar munu ganga
út á mótinu auk hinna hefðbundnu
verðlauna.
f fyrra voru um 100 keppendur og er
einnig búizt við mikilli þátttöku að
þessu sinni. Keppni hefst í fyrramálið
kl. 9 og munu rástímar liggja fyrir um
kl. 20 i kvöld. Síðari daginn verður
ræst út þannig að þeir sem hafa bezta
skorið eftir fyrri daginn verða ræstir út
síðast. Þetta er stigamót til landsliðs og
væntanlegir þátttakendur þurfa að
hafa skráð sig í siðasta lagi kl. 17 í dag
á lista sem eru í skálum klúbbanna í ná-
grenni Reykjavikur auk GR skálans.
Siminn uppfrá hjá GR er 84735.
Strakamir urðu
langneðstir
—í undankeppni EM ungf inga í golf i