Dagblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1979.
19
r
Eríendu vinsældaUstamir
„Mérleiðast
mánudagar”
Irska hljómsveitin Boomtown Rats
er tvímælalaust hljómsveit vikunnar í
Englandi. Á einni viku fer nýjasta lag
rottnanna; I Don’t Like Mondays, úr
24. sæti upp í það fyrsta. Lag þetta
fjallar um unga stúlku sem skaut niður
ellefu manns í skóla í Kaliforníu.
Höfundur lagsins, Bob Geldof aðal-
söngvari Boomtown Rats, segist hafa
fengið innblástur, er hann heyrði skýr-
ingu stúlkunnar á því, hvers vegna
hún hefði skotið fólkið. Henni líkaði
ekki við mánudaga.
Þrjú ný lög til viðbótar eru á topp
tíu í Englandi. Tríóið Police er i sjö-
unda sæti listans með lagið I Can’t
Stand Losing You. Einu sæti neðar
eru Dooleys og Wanted. Belginn
Patrick Hernandez rekur svo lestina
að þessu sinni. Lag hans, Born To Be
Alive, er nú númer tíu í Englandi. —
Það lag er enn á toppnum í Þýzka-
landi, og fikrar sig hægt og sígandi upp
í Bandaríkjunum.
Vestanhafs hefur staða þriggja efstu
laganna ekki breytzt síðustu þrjár vik-
urnar. Donna Summer nýtur enn
gífurlegra vinsælda með breiðskífuna
Bad Girls og lögin Hot Stuff og Bad
Girls, sem bæði eru á þeirri plötu.
Fleiri lög á plötunni eiga áreiðanlega
eftir að komast upp á vinsældalista er
þau verða gefin út á litlum plötum, til
dæmis Dim All The Lights.
Tvö lög komast á topp tíu í Banda-
ríkjunum þessa vikuna. Kiss-lagið
nýja, I Was Made For Loving You, er
i áttunda sæti og Good Times með
Chic er í tíunda sæti. Chic hefur nú
tryggt sér þann titil að vera nokkurs
konar renaissance hljómsveit diskósins
með prýðisgóðum lögum, sem lyft
hafa diskótónlistinni á hærra plan en
áður þekktist. Lög eins og Le Freak, I
Want Your Love og nú síðast Good
Times staðfesta það.
Vinsælustu litlu plöturnar
ENGLAND
1. (24) 1 DON'T LIKE MONDAYS.........Boomtown Rats
2. (2) ARE „FRIENDS" ELECTRIC.........Tubeway Army
3. (1) SILLY GAMES........................Janet Kay
4. (10) GIRLS TALK....................Dave Edmunds
5. ( 4) GOOD TIMES...........................Chic
6. ( 9) LADY LYNDA......................Beach Boys
7. ( 3) C'MON EVERYBODY..................Sex Pistols
8. (26) CANT STAND LOSING YOU..............Police
9. (13) WANTED.............................Dooleys
10. (19) BORN TO BE ALIVE............Patrick Herandez
BANDARÍKIN
1. (1) BAD GIRLS......................Donna Summer
2. (2) RING MY BELL......................Anita Ward
3. ( 3) HOT STUFF.....................Donna Summer
4. ( 5) SHE BELIEVESIN ME..............Kenny Rogers
5. ( 7) WHEN YOU'RE IN LOVE WITH A BEAUTIFUL WOMAN.
....................................Dr. Hook
6. ( 9) I WANT YOUTOWANTME..............CheapTrick
7. (10) GOLD...........................John Stewart
8. (11) IWAS MADE FOR LOVING YOU.............Kiss
9. (9) MAKIN' IT.....................David Naughton
10. (16) GOOD TIMES...........................Chic
HOLLAND
1. (1) THEME FROM THE DEERHUNTER..........Shadows
2. ( 4) IWAS MADE FOR LOVING YOU.............Kiss
3. ( 3) WEEKEND LOVE..................Golden Earring
4. ( 7) RING MY BELL.....................Anha Ward
5. (5) LAVENDER BLUE....................Mac Kisson
6. (6) JUST WHEN INEEDED YOU MOST...Randy Vanwarmer
7. (2) REUNITED......................Peaches & Herb
8. (15) AAN DE GRENS....................Sunstreams
9. ( 9) TELLIT ALL ABOUT BOYS............Dolly Dots
10. (14) CHECK TO CHECK................Lowell George
HONG KONG
1. (1) CAN YOU READ MY MIND.......Maureen McGovern
2. ( 4) LOGICAL SONG....................Supertramp
3. ( 2) BOOMERANG..........................Celi Bee
4. (13) KISSIN THE DARK.............. ....Pink Lady
5. (15) IFISAID YOU HAD A BEAUTIFUL BODY.Bellamy Brothers
6. ( 3) BAD GIRLS................... Donna Summar
7. (5) GEORGY PORGY..........................Toto
8. (8) UPIN THE ROOF.................. James Taylor
9. (19) GOLD...........................John Stewart
10. ( 6) MUSIC BOX.............Evelyn „Champagne" King
VESTUR-ÞYZKALAND
1. (1) BORN TO BE ALIVE.............Patrick Hemandez
2. (2) DOES YOUR MOTHER KNOW................ABBA
3. (3) SOME GIRLS...........................Racey
4. (4) HEART OF GLASS......................Blondie
5. ( 5) SAVE ME.................... .........Clout
6. ( 6) IWAS MADE FOR DANCING...........LeH Garrett
7. ( 7) SHALLIDOIT...................Leslie McKeown
8. (10) HEREISTAND....\.....................Teens
9. (11) LET'S GET BACK TOGETHER...........Promises
10. (14) SUNDAY GIRL ....................Blondie
A'"‘ p“
Rín breytír um svip
Hljóðfæraverzlunin Rin hefur
fengið andlitslyftingu jafnframt þvi
sem nokkrar breytingar verða á
rekstri hennar. í framtíðinni verður
ekki síður lögð áherzla á að sjá al-
menningi fyrir hljóðfærum, en at-
vinnuhljómlistarmönnum. Hingað til
hefur verzlunin aðallega sinnt at-
vinnumönnunum.
,,Þó við förum meira inn á
„fjöldamarkaðinn” en áður þá höld-
um við áfram að taka notuð hljóð-
færi i umboðssölu,” sagði Magnús
Eiríksson hjá Rín, er DB ræddi við
hann í tilefni breytinganna. „í fram-
tíðinni ætlum við að innrétta efri
hæð verzlunarinnar fyrir notuðu
hljóðfærin.”
Rín hefur um langt skeið haft um-
boð fyrir Hammond orgel. Þau hafa
hins vegar aðeins verið afgreidd gegn
pöntunum þar til nú. Að sögn
Magnúsar eru Hammond orgelin á
mjög viðráðanlegu verði nú vegna
hagstæðrar stöðu krónunnar gagn-
vart dollar. Þá hefur Rín flutt inn
svonefndar syndrums eða trommur,
sem tengdar eru við synthesizcr.
Hljóðfæri þetta er hið fyrsta sinnar
tegundar, sem kemur hingað til
lands. Nú orðið er það mikið notað
erlendis, sérstaklega í plötuupptök-
um, og getur framleitt hin ótrúleg-
ustu hljóð. Að sögn Magnúsar
Eiríkssonar hafa íslenzkir trommu-
leikarar margir sýnt þvi áhuga að
verða sér úti um syndrums. Slíkur
gripur kostar um níu hundruð
þúsund krónur.
Breytingar á verzluninni Rín
annaðist Finnur Fróðason arkitekt.
Sambýliskona K&th
Richards handtekin
Anita Pallenberg, sambýliskona
gítarleikarans Keith Richards var
handtekin á heimili sínu úm siðustu
helgi. Nágrannarnir höfðu kvartað
vegna þess að hleypt hafði verið af
skoti í húsi þeirra hjónaleysanna. Er
lögreglan kom á staðinn fann hún
sautján ára gamlan ungling, Scott
Cantrell, nær dauða en lífi vegna
skotsárs á höfði. Hann Iézt nokkru
síðar ásjúkrahúsi.
Keith Richards, sem leikur á gítar
með Rolling Stones var staddur í
París, er kona hans var handtekin.
Hún fullyrðir að unglingurinn hafi
framið sjálfsmorð. ! húsinu fundust
tvær skammbyssur, önnur Colt 45
pístóla.
Anita Pallenberg, sem er italskur
ríkisborgari, var látin laus gegn fimm
hundruð dollara tryggingu. Einnig
varð hún að láta af hendi vegabréf
sitt. Hún er forfallinn eiturlyfja-
sjúklingur.
ÚrNEW YORKTIMES.
Gömul mynd af Anitu Pallen-
berg, sem hér er í fylgd með
Brian heitnum Jones. Hann lézt
í júlíbyrjun árið 1969, þá nýbú-
inn að segja upp í hljómsvcit-
inni Rolling Stones. — Keith
Richards sambýlismaður Anitu
var staddur í París í Frakklandi
er hún var handtekin.
PETER FRAMPTON
KEYPTIBENSÍNSTÖÐ
Poppstjömur eiga því yfirleitt
ekki að venjast að þurfa að hanga í
biðröðum eins og hverjir aðrir
kújónar. Til dæmis þótti Pétri
Frampton súperstjörnu það ákaflega
hvimleitt að þurfa að bíða klukku-
stundum saman í bíl sínum til þess að
fábensíntankinn fylltan.
Einn daginn ók hann samt í röð-
ina fyrir utan stöð í Beverly Hills i
Los Angeles. Hann gafst þó fljótlega
upp og ók burtu. Daginn eftir gekk
allt hins vegar eins og í sögu og
Frampton fékk bensín á bílinn sinn
án nokkurrar biðar. Hann hafði
nefnilega til að firra sig frekari
leiðindum keypt bensinstöðina með
öllum útbúnaði. Það fylgir ekki
sögunni hvort fleiri Hollywood-
stjörnur hyggist fara að dæmi Peters.