Dagblaðið - 28.07.1979, Page 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ1979.
3
Simtöl til og frá Islandi þykja óeðlilega dýr. p ^
OPINBERA RANNSOKN Á NY-
LENDUSTEFNU STÓRA NOR-
RÆNA RITSÍMAFÉLAGSINS
ÓÓ hringdi:
Þær upplýsingar, sem fram hafa
komið í fréttaaukum útvarpsins um
nýlendustefnu Stóra norræna rit-
símafélagsins á íslandi, hljóta að
verða til þess að samgöngumála-
ráðherra, Ragnar Arnalds, láti fara
fram ítarlega rannsókn og kynni
niðurstöðurnar íslenzkum al-
menningi.
Það kom fram í útvarpinu að
þriggja mínútna samtal frá New York
til Reykjavíkur kostar 3504 krónur,
en jafnlangt samtai frá Reykjavík til
New York kostar um tvö þúsund
krónum meira eða 5400 krónur. Það
kom líka fram í útvarpinu að það
kostar nærri þrisvar sinnum meira að
hringja til Reykjavíkur frá New York
en til Lundúna, helmingi meira en að
hringja til Kaupmannahafnar og
þriðjungi nteira að hringja frá New
York til Reykjavíkur en frá New
York til Moskvu.
Það sér auðvitað hver heilvita
maður að þetta nær ekki nokkurri
átt. Við skattborgarar viljum fá
skýringar. Eru hér einhverjir maðkar
i mysunni? Til að fá úr þessu skorið
hlýtur opinber rannsókn að fara
fram.
Hver þátturinn öðrum betri
Útvarpið í dag og kvöld:
Haldið verði áf ram á þessari braut
JPskrifar:
Misjafnt er álit manna á útvaips-
dagskránni. Ég er í hópi þeirra sem
tel að hún hafi farið batnandi að und-
anförnu. Þó finnst mér of mikið um
þunga tónlist og tel ég það undarlegt
þegar haft er i huga að hlustenda-
könnun útvarpsins leiddi í Ijós að
nær ekkert er hlustað á slíkt efni.
Fólk vill fremur hlusta á sinfóniur og
þess kyns tónlist í góðum stereó-
hljómflutningstækjum.
En það var reyndar ætlunin að
hrósa dagskrá útvarpsins fyrir laug-
ardaginn 28. júlí. Þann dag virðist
meiri hluti dagskrárinnar vera svo
vandaður að ég á bókstaflega eftir að
sitja fyrir framan útvarpstækið.
Fyrst vil ég nefna Óskalög
sjúklinga kl. hálftiu sem Ása
Finnsdóttir stjórnar afbragðs vel. Á
eftir þættinum er lesin saga sem mér
virðist spennandi og ég ætla að hlusta
á. Eftir hádegi er svo þátturinn í
vikulokin, sem ég sleppi aldrei. Er
hann að mínum dómi eitthvert bezta
efni útvarpsins. Klukkan tæplega hálf
fimm er Vignir Sveinsson með
Vinsælustu popplögin og þar á eftir
er Tónhorn Guðrúnar Birnu Hannes-
dóttur. Ekki læt ég þá þætti fara
fram hjá mér, né heldur söngva i létt-
Ása Finnsdóttir stjórnar Óskalögum
sjúklinga afbragös vel, segir bréf-
ritari.
um dúr kl. 17.50.
Eftir kvöldmat hlustar maður á
söguna um góða dátann Svejk og ef
maður er ekki í stuði til að bregða séi
á ball eða út úr húsi þá liggur næst
við að hlusta á Kvöldljóð Ásgeirs
Tómassonar og Helga Péturssonar.
Og Ristum þeirra Hróbjarts og Há-
vars vil ég ekki missa af, né heldur
Hlöðuballi Jónatans Garðarssonar.
Ég hef líka nokkrum sinnum
hlustað á kvöldsöguna, Grand
Babylon hótelið, í fínum lestri Þor-
steins Hannessonar og þykir hún
góð.
Hafi útvarpið þökk fyrir og haldi
áfram á þessari braut.
KV ARTMjyij
Fyrri dagur:
KEPPNI
Miðsumarkeppni Kvart-
míluklúbbsins verður
haldin á braut klúbbsins
v/Straumsvik laugardag-
inn 28. júli og sunnu-
daginn 29. júlí.
Forkeppni hefst kl. 4.
Seinni dagur:
Aðalkeppni hefst kl. 2.
Meðal keppenda verða:
Biggi bjalla ó Grænu pöddunni
Leifur Rosenbergs ú 350 Vegunni
Páll V-áttundi á Pústmann Pintónum
Kristinn Ólafsson á Grœna hraðsuðukatlinum
örvar Sigurðsson á 454 Camaronum
Olafur Grétarsson, á Kawasaki S1000
Harry Hólmgeirsson á 307 Camarónum
aukallahinna
Þá munu kvartmílingar
bregöa á leik og m.a. mun
Pálmi Helgason reyna að
reykspóla upp einu setti af
breiðum dekkjum. stjómin.
Spurning
dagsins
Hlustar þú á
klassíska tónlist
í útvarpi?
Margrét Reynisdóttir húsmóðir: Nei,
frekar lítið, ég hef bara engan áhuga
fyrir henni.
Ásta Þórhallsdóttir húsmóðir
Hvammstanga: Mjög lítið, kannski
helzt þegar ég er á ferðalögum.
I.aufey Sigurðardóttir húsmóðir: Nci
ég hef engan áhuga fyrir klassískri
tónlist.
Birgir Þorvaldsson erindrcki: Nei, það
geri ég aldrei.
Kristín Valdimarsdóttir kennari og hús-
móðir: Stundum þegar hún er fyrir
hendi, þá hlusta ég oftast.
Jóhann Gunnar Sigurðsson járn-
smiður: Já, yfirleitt. Ég hlusta nær
eingöngu á klassiska tónlist.