Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.07.1979, Qupperneq 4

Dagblaðið - 28.07.1979, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1979. GJALDÞROTINTER NESCO —skuldimar skildar eftir í Noregi og starfsemin flutttll Svíþjóðar Eigendur hljómtækjaverzlunar- innar Nesco eru nú að reka endahnút- inn á að opna fyrirtæki í Svíþjóð þar sem seld verða Marantz hljómtæki yfir til Noregs. Fyrir rúmum tveimur árum opn- uðu Nescomenn fyrirtæki í Noregi sem hét Inter Nesco. Þeir fluttu inn hijómtæki frá Formósu, en þar sem ekkert stjórnmálasamband er á milli Noregs og Formósu taldist innflutn- ingurinn ólöglegur. Inter Nesco var gefinn kostur á að endursenda tækin sem þeir gerðu. Tækin komu síðan aftur með bandarisku framleiðslumerki. Fyrir- tækið hafði hlaðið upp skuldum og bar sig ekki lengur. Var því fyrir- tækinu lokað fyrir nokkrum mánuð- um þar sem það var gjaldþrota.Varð það úr að Nescomenn fluttu sig yfir til Svíþjóðar, en létu skuldirnar eiga' sig í Noregi. Eftir því sem DB veit bezt skrifuðu norsk blöð um þetta mál og kölluðu þaðglæpamál. DB hafði samband við forstjóra Nesco, Óla Anton Bieltvedt, og spurðist fyrir um málið. Óli sagði að þetta væri langt og umfangsmikið mál og þar sem hann væri nýkominn að utan og væri að fara aftur, mætti hann ekki vera að því að tala um málið núna, en lofaði öllum upplýs- ingum í september. Óli sagði jafnframt að hann væri að fara utan til að ganga frá málum varðandi fyrirtækið í Svíþjóð og hefði jafnvel komið til greina að stofna fyrirtæki í Finnlandi og Dan- mörku. Jafnframt hefur það heyrzt að Nesco hafi hug á því að stofnsetja fyrirtæki hér þar sem framleidd yrðu Marantztæki. Er þar væntanlega um samsetningu á tækjunum að ræða. Óli vildi ekki tjá sig um það mál en sagði að ákveðið væri að því yrði haldiðleyndu fyrst um sinn. Varðandi Inter Nesco i Noregi sagði Óli að þegar fyrirtækið hafi verið stofnað fyrir tveimur árum hafi verið miklir rekstrarerfiðleikar hjá norska fyrirtækinu Tandberg, sem er að því er Óli sagði þjóðarstolt Noregs. Hafi allur innflutningur verið stöðvaður á erlendum hljóm- tækjum vegna þessa og því hafi Inter Nesco ekkiborið sig. Hjá öðrum fyrirtækjum hér á landi sem flytja inn hljómtæki var alls staðar sama svarið, innfiutningur hefur aldrei verið stöðvaður á erlend- um hljómtækjum í Noregi. - ELA Eyrarbakki: Merkja fótbolta- völlinn með salti úr frystihúsinu „Við eigum að keppa við fótbolta- félagið Baldur í Hraungerðishreppi í kvöld og við erum að fara að merkja fótboltavöllinn,” sögðu þeir Júlíus Emilsson, 10 ára, og Guðmundúr Grétarsson, 9 ára, er DB-mennhiUu þá á aðalgötunni á Eyrarbakka í sól og blíðskaparveðri sl. föstudag. Knattspyrnuvöllurinn uppfyllir kannski ekki ströngustu skilyrði sem gerð eru til knattspyrnuvalla enda ein- ungis um að ræða nokkuð sléttan gras- bala sem nýttur hefur verið á þennan hátt. En strákarnir á Eyrarbakka setja það ekki fyrir sig og æfa knattspyrnuna af kappi. „Við fengum þetta salt í frystihúsinu og við notum það til að merkja völlinn. Leikurinn í kvöld er í Skarphéðinsmót- inu. Við erum búnir að spila tvo leiki. Fyrst gerðum við jafntefli við Þorláks- höfn, 1-1, og síðan unnum við Hvera- gerði 3-1 og við ætlum að vinna leikinn í kvöld,” sögðu þeir Júlíus og Guð- mundur. -GAJ LARSEN ÓÁKVEDINN Hinn góðkunni danski stórmeistari Bent Larsen hefur tjáð Skáksambandi Íslands, að hann vilji bíða fram yfir millisvæðamótið í sept./okt. með að svara boði þess og Taflfélags Reykja- víkur um að tefla í Reykjavíkurskák- mótinu næsta vetur. Vill hann engar akvarðanir taka um þátttöku í mótum á næsta ári, fyrr en séð er, hvort hann kemst áfram í áskorendaeinvíginu. Þó kveðst hann ætíð með ánægju munu tefla á íslandi þegar hann geti komið því við. Á millisvæðamótinu i Jurmala, Sovétríkjunum, mun Larsen m.a. eiga í höggi við fjóra stórmeistara, sem kepptu hér á landi í fyrra eða þá Hort, Miles, Polugajevski og Kuzmin, en auk þeirra Tal, Ljubojevic, Kavalek, Ribli o.fl. Mótið hefst 4. sept. og lýkur 4. okt. -GAJ Sr. Þórsteinn kosinn íMiklabæ Prestskosning fór fram í Mikla- bæjarprestakalli í Skagafirði 22. júní síðastliðinn. Umsækjandi vareinn, séra Þórsteinn Ragnarsson settur prestur þar. At- kvæði voru talin á skrifstofu biskups í gærmorgun. Á kjörskrá voru 212. Atkvæði greiddi 151 og hlaut umsækjandi 146 atkvæði. Auðir seðlar voru 5. Kosning- in var lögmæt. -GAJ Hitaveitustríðið íSmálöndum: Annar undirskrifta listi til borgarráðs Ibúar I Smálöndum sýndu DB-mönnum umrótið og hitaveituskurðina f hverfinu á dögunum. Heita vatnið á að renna fram hjá húsveggjum án þess að fbúar hverfisins fái að njóta þess. DB-mynd Árni Páll íbúar í Smálandahverfi í Reykjavík hafa lengi staðið í stríði við borgaryfir- völd um hitaveituréttindi, eins og skýrt var frá í blaðinu 10. júlí sl. Engin hita- veita liggur í húsin í Smálöndum og er því borið við að hverfið sé utan skipu- lagðra svæða borgarinnar. Smálend- ingum finnst að vonum súrt i brotið að þurfa að búa við olíukyndingu á síð- ustu og verstu tímum olíukreppunnar. Að auki er verið að leggja hitaveitu- æðar á milli húsa hjá þeim til Reykja- víkur. Smálendingar verða því að hoppa yfir opna hitaveituskurði til að komast á milli olíukyntra húsa sinna! í haust sendu Smálendingar borgar- ráði undirskrifaða kröfu um að fá hita- veitu í húsin og stóð í bréfaskrjftum og viðtölum um múlið í vetur. Nú nýverið sendu þeir annan undirskriftalista til borgaryfirvalda til að leggja áherzlu á kröfur sínar. Verður erindið lagt fyrir borgarráðsfund á þriðjudaginn. - ARH Nýi sparisjóðurinn: Þátttaka öllum heimil — félagsmálaf löturinn snar þáttur í stof nun Stuðningur við baráttuna gegn áfengisbölinu er eitt þeirra mark- miða, sem væntanlegur nýr spari- sjóður hyggst vinna að. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, sem undir- búningsnefnd að stofnun sparisjóðs- ins sendi fjölmiðlum í gær. Þátttaka í stofnun sparisjóðsins er öllum heimil, enda skuldbindi stofn- félagar sig til að greiða kr. 100 þús- und sem stofnframlag. Er gert ráð fyrir að það framlag verði greitt inn- an þriggja mánaða frá því að banka- málaráðherra veitir leyfi til stofnunar' sparisjóðsins. Þá er gert ráð fyrir því, að stofn- félagar stofni auk þess vaxtaauka- reikning, þegar hann tekur til starfa en þó með jöfnum greiðslum þess fjár fyrsta starfsárið. Aðstoðin við þá sem takast á við áfengisbölið er meðal annars hugsuð þannig, að þeim verði veitt lán. Reynslan hefur sýnt, að erfiður fjár- hagur er nær alltaf fastur fylgifiskur áfengisvandamála einstaklinga. Þá er gert ráð fyrir námslánum sem verði veitt eftir því sem þau sam- ræmast tilgangi sparisjóðsins. Loks er þess getið, að lánafyrir- greiðsla verði veitt í því skyni að fjölga atvinnutækifærum fyrir alkó- hólista, sem eru orðnir frambærilegt vinnuafl. Samkvæmt drögum að samþykkt- um sparisjóðsins skal þessi starfsemi fara fram á grundvelli góðra við- skiptahátta, þannig að afkomu spari- sjóðsins verði ekki stofnað í hættu. Geta hans til að sinna almennri þjón- ustu við aðra viðskiptavini verði ekki skert af þeim sökum. Eins og fram kom i frétt DB í gær er gert ráð fyrir því, að sparisjóður- inn starfræki sérstaka upplýsinga- miðlun og ráðgjöf fyrir þá fjöl- mörgu, sem erfiðlega gengur að ná áttum í fjármálakerfi nútímaþjóð- félags. Þarna eru ekki hvað sízt hafðir í huga aldraðir og sjúkir. Starfsemi sparisjóðsins er fyrst og fremst miðuð við allt höfuðborgar- svæðið. Er söfnun stofnfélaga nú að hefjast. Verður fljótlega auglýst hvar listar liggja frammi fyrir þá, sem vilja gerast stofnfélagar. Auk þess er hægt að skrá sig hjá þeim, sem í undirbún- ingsnefndinni eru. Þeir eru: Albert Guðmundsson alþingismaður, Árni Gunnarsson alþingismaður, Baldur Guðlaugsson hdl., Björgólfur Guð- mundssón forstjóri, Ewald Bernd- sen forstöðumaður, Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambands íslands, Guðmund- ur G. Þórarinsson verkfræðingur, Hilmar Helgason stórkaupmaður, Jóhanrta Sigurðardóttir alþingis- maður, Lúðvíg Hjálmtýsson fram- kvæmdastjóri, Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, Ragnar Júlíusson skólastjóri, Sveinn Grétar Jónsson verzlunarmaður og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri. Stefnt er að því, að stofnfundur sparisjóðsins verði haldinn fyrir lok ágústmánaðar. . jjg

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.