Dagblaðið - 28.07.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 28.07.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1979. 5 Ólafsvakan íFæreyjum um helgina: „Nú verur stuttligt í Fóroyum” Nú um helgina er líf og fjör í Fær- eyjum, eða eins og Færeyingar orða það: „Nú verur stuttligt i Föroyum”. Ólafsvakan er haldin hátíðleg í Þórs- höfn og þangað flykkjast landsmenn til gleðskapar. 29. júlí er hinn eini og sanni Ólafsvökudagur, þjóðhátíðar- dagur Færeyja og kenndur við Ólaf helga Noregskonung, sem féll í bar- daga á Stiklastöðum í Noregi árið 1030. Lengi vel var Ólafsvakan alvar- leg minningarhátíð, en nú er hún skemmti- og gleðihátíð. „Mörgum Færeyingum finnst Ólafsvakan orðin hálfgerð túrista- hátíð, enda streyma erlendir ferða- menn til eyjanna til að taka þátt í vökunni,” segir Anfinn Jensen, Fær- eyingur sem búsettur er í Kópavogi. „Það má líkja Ólafsvökunni á margan hátt við þjóðhátíð Vest- mannaeyinga. Þetta er aðalvið- burður ársins í þjóðlifinu, sérstak- lega er vel séð ef 28. og 29. júlí ber upp á virka daga öðru hvoru megin við helgi. Þá lengist glensið og gam- anið mikið! í dag er hátíðin sett á torginu í Þórshöfn, síðan eru ræðuhöld, söngur og hljóðfærasláttur. Einnig eru íþróttir stundaðar, og þá helzt þjóðariþróttin, kappróðurinn. Og svo er dansað baki brotnu fram á morgun. f Sjónleikarahúsinu dansa menn færeyskan hringdans og eftir að því lýkur dansa menn á götum og torgum. Á Ólafsvökudag, 29. júlí, kemur Lögþingið saman og lögmaðurinn flytur ræðu. Annars er dagskráin lík og fyrri daginn, íþróttir, leikir og tíans.” ‘Menn gera sér væntanlega daga- mun í mat og drykk? „Já, já.hvortþeirgera! f húsumer standandi borðhald 24 tíma á sólar- hring á meðan Ólafsvaka varir. Fólk fer í heimsóknir og gleðskapurinn er almennur. Allir taka þátt í Ólafsvöku — hver á sinn hátt. Trúflokkarnir reyna að bjarga sökkvandi sálum frá glötun og standa fyrir prédikunum á hverju götuhomi í miðbænum! Það eru alltaf margir fslendingar sem taka þátt í Ólafsvökugleðskapn- um, sumir koma gagngert til Færeyja á vökuna. Mér finnst þeim tekið á annan hátt en öðrum útlendingum, það er síður litið á þá sem túrista.” - ARH » Við linntum ekki látum fyrr en An- finn snaraðist með börnin sin, Ás- laugu og Þorvald, út i garð til að taka fyrir okkur nokkur hringdanssþor i tilefni af Ólafsvökunni! DB-mynd Árni Páll Skattskráin skoðuð: Guðjóni hrakar aftur Við höldum áfram að fletta skatt- skránni. í dag bemm við saman skatta nokkurra einstaklinga sem við höfum einnig kannað á undanförnum ámm. Mikla athygli vakti fyrir tveimur ámm er Guðjón Styrkársson hæstaréttarlög- maður fékk endurgreiddar 30.250 kr. í stað þess að greiða opinber gjöld. Síð- ustu tvö ár hresstíst Guðjón verulega og í fyrra greiddi hann rúmar fjórar milljónir í opinber gjöld. í ár hefur Guðjóni hins vegar hrakað verulega á nýjan Ieik og greiðir nú lítið meira en Aðalheiður Bjarnadóttir, 75 ára ver'ca- kona. Auk þess að kanna skatta Guðjóns og Aðalheiðar könnúm við skatta þeirra aðila sem fylgt hafa þeim á töflu okkar undanfarin þrjú ár. -GAJ Guðjón er að hressast Guðjón spjarar | ■ — Gjöld nokkurra |Sfg einstaklinga nú og í fyrra Guðjón enn á uppleið — samanburiur á sköttum nokkurra einstaklinga í þrju ár ii^ndnr allt til bóu hjá honum þvi nú hciktormjdOggmggJjJ Úrklippur úr DB frá árunum f fyrra og hittifyrra, þar sem greint er frá útkomu Guðjóns Styrkárssonar og fleiri. Tekjusk. Eignarsk. Útsvar Samtals jt fyrra: Guðjón Styrkársson hrl. 0 320.040 177.900 489.773 4.108.731 Aðalheiður Bjarnad., verkakona, 75 ára. 192.960 0 175.800 393.903 248.377 Bergur Guðnason, hrl. 411.201 65.048 882.300 1.315.370 1.474.573 Kristinn Finnbogason, 2.234.079 1.208.600 1.028.600 4.424.587 3.069.573 framkvæmdastjóri Baldvin Jónsson, hrl. 595.657 262.216 540.200 2.179.656 869.750 Sig. Pálsson, bygg.meist. 1.623.888 303.787 810.000 3.241.377 876.117 Halldór Sigfússon, fyrrv. skattst. 1.100.092 436.295 265.000 1.870.282 971.353 Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir 2.383.953 14.507 821.400 3.771.349 1.954.163 Prestastefna Norðurlanda í Reykjavík: 250 eriendir gestir sækja stefnuna Um næstu mánaðamót kemur hingað til lands stór hópur presta og maka þeirra frá Norðurlöndunum öllum, tU að sækja prestastefnu Norðurlanda, sem að þessu sinni er haidin á íslandi. Prestastefnur fyrir Norðurlöndin öll eru haldnar á þriggja ára frestí. Þó hefur aðeins einu sinni verið efnt til slíks fundar á íslandi, árið 1957. Þótti hann takast frábærlega vel og var íslenzkum prestum tíl mikils sóma. ! þeim hópi sem hingað kemur nú eru Danir langfjölmennastír. Alls eru þátt- takendur erlendis frá um 250. Er það miklu meiri fjöldi en búizt hafði verið við, og varð því að breyta nokkuð áformaðri tilhögum mótsins. Séra Ólafur Skúlason dómpró- fastur, formaður Prestafélags Suðurlands mun setja hina norrænu prestastefnu í Dómkirkjunni í Reykja- vík kl. 10 árd. þriðjudaginn 31. júlí. Við guðsþjónustuna sem fylgir mun dr. Chr. Thodberg frá Danmörku prédika. Aðalviðfangsefni stefnunnar er boðun kirkjunnar, og eru fyrirlesarar dr. Martin Lönnebo, dómprófastur frá Svíþjóð og dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor. Miðvikudaginn 1. ágúst verður haldið að Skálholti og við messu þar mun herra Sigurbjörn Einarsson, biskup prédika. Kirkjumálaráðherra hefur móttöku fyrir þátttakendur og hinum erlendu gestum er boðið til presta og safnaða í Reykjavík og ná- grenni til kvöldverðar. Er það liður í því að auka kynnin og skapa ný, en sá er einn höfuðtilgangur slíkra móta. Prestastefnunni lýkur síðan með norrænu kvöldi í Bústaðakirkju fimmtudaginn 2. ágúst, en fyrirlestrar verða í Neskirkju og umræðuhópar starfa í húsakynnum Háskóla fslands. Mót þetta er opið öllum guð- fræðingum og ber að tilkynna þátt- töku hjá dómprófastí. -GAJ- Jóhannes Rcykdal afhcndir Jóni Snorrasyni mótorinn, cn við hlió þeirra stendur Asgeir Long, umboðs* maður Mariner mótoranna. DB-myndir Arni Páll „Égbýðykkur í bátsferð” —verðlaunabáturinn og mótorinn í verðíaunagetraun Sjóralls 79 af hentir „Ég býð ykkur kannski í bátsferð, ef mér tekst ekki að selja hann,” sagði Felix Sigurðsson eftir að hafa tekið við 1. verðlaununum í verð- launagetraun Dagblaðsins í sam- bandi við Sjórall ’79. Verðlaunin, sem voru 14 feta skemmtibátur að verðmæti um 680 þúsund krónur frá Gísla Jónssyni og Co, voru afhent í gær. Felix hafði áhuga á að selja bát- inn og nota peningana í annað. Hann fer í Menntaskólann á ísafírði í haust og svo er Kanaríeyjaferð á dag- skránni um jólin. önnur verðlaun í getrauninni voru 3,5 hestafla Mariner utanborðsmótor að verðmæti um 200 þúsund krónur frá Barco báta- og vélaverzlun Lyng- ási 6 í Garðabæ. Þau hlaut Jón Snorrason, Brekkutanga 13, Mos- fellssveit og tók hann við mótornum í gær. Hér óskar Jóhannes Reykdal, skrifstofustjóri ritstjórnar DB, Felix til hamingju meö bátinn, en einnig eru á myndinni Þorsteinn Baldursson framkvæmdastjóri hjá Gisla Jónssyni og módir vinningshafans, Soffia Felixdóttir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.