Dagblaðið - 28.07.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 28.07.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ1979. 7 „Sækist ekki eft- ir bitlingum” —segir Ellert B. Schram og telur það skýra lága skatta sína „Ég tel mig gera þetta heiöarlega,” segir Ellert B. Schram er hann sýnir blaöa- manni Dagblaðsins skattaframtal sitt. „Þetta er mitt starf og þar er ekki um neina eftirvinnu að ræða eða aukagreiðslur. Ég hef reynt að sinna þessu starfi vel þannig að það yrði ekki að einhverju gervistarfi. Ég hef ekki heldur lagt það í vana minn að sækjast eftir bitlingum,” sagði Ellert B. Schram alþingismaður i samtali við DB í gær vegna fréttar blaðsins af sköttum þingmanna Reykvíkinga, en þar var Ellert neðstur á blaði. Ellert greiðir 1,5 milljón í opinber gjöld í ár . Frá þeirri upphæð dragast síðan barnabætur upp á 553 þúsund. í samtalinu við Dagblaðið upplýsti Ellert að tekjur hans á síðasta ári hefðu verið eftirtaldar: Þingmannslaun 4.454.183 kr. Vegna setu í útvarpsráði 713.754 kr. Leigaaf íbúðarhúsnæði 326.760 kr. Tekjurbarna 434.824 kr. Um aðrar tekjur væri ekki að ræða. Ellert sagðist ekki gegna lögfræðistörfum og starf hans hjá KSÍ en þar er Ellert formaður, væri algjörlega ólaunað. Sagðist Ellert hafa haft útgjöld af því starfi frekar en hitt, og færi mikill hluti af tíma hans á sumrin í að sinna þeim hugðarefnum sínum. Ellert sagði það útbreiddan mis- skilning, að þingmenn nytu einhverra skattfríðinda. Aðeins væri ágrein- ingur um bílastyrkinn, sem er rúmiega 300 þús. krónur. „Flestir þingmanna hafa samkvæmt gamalli venju ekki talið þennan styrk fram,” sagði Ellert, og bætti því við að það hefði hvorki haft áhrif á útsvar né skatta. Um nefndarstörf hafði Ellert það að segja, að öll nefndarstörf innan Alþingis væru ólaunuð. Þannig átti hann sæti í fjárveitinganefnd. Þar hefðu verið mikil fundarhöld bæði á kvöldin og um helgar en ekki hefði verið greitt neitt aukalega fyrir það. Hins vegar væri greitt fyrir nefndarstörf utan Alþingis og væru tekjur hans frá fjármálaráðuneyti vegna setu í útvarpsráði af þeim toga. DB-mynd Höröur. ,,Ég tel mig gera þetta heiðarlega og mér þykir hart að sitja undir þessu,” sagði Ellert og bætti því við, að uppsetning á frétt gæfi byr þeim orðrómi, að þingmenn væru að stela undan skatti. -GAJ- SANDKASSINN RYKSUGAÐUR Það þæfti e.t.v. mörgum bjartsýnisvcrk að ætla sér aö ryksuga upp úr heilum sand- kassa en Kristin Eirfksdóttir barnfóstra f leikskólanum lætur sig ekki muna um það. Báturínn á myndinni hefur gegnt hlutverki nokkurs konar sandkassa. Nú hugöust barnfóstrurnar á leikvellinum nota góða veðríð til að mála bátinn góða og þá var ekki um annað að ræða en að grípa til ryksugunnar. -GAJ/DB-mynd Bj. Bj. Skattskráin skoðuð: Ragnhildur efst alþingiskvenna Það hefur sætt nokkurri gagnrýni, að Dagblaðið skyldi sleppa fulltrúum veika kynsins á Alþingi í umfjöllun sinni um skatta þingmanna Reykja- víkur í blaðinu í gær. Til þessa lágu nokkuð augljósar á- stæður. Þar sem ekki er um sérsköttun hjóna að ræða þá eru þingmennirnir Jóhanna Sigurðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Svava Jakobsdóttir ekki í skattskránni, og þar sem aðrar reglur gilda um sköttun útivinnandi kvenna en karla þá þótti okkur ekki rétt að setja þær stöllur á stall með öðrum þingmönnum Reykjavíkur. Hins vegar mælir að sjálfsögðu ekkert gegn því að birta skatta eigin- manna þessara ágætu alþingiskvenna. Hluti þeirrar skattlagningar byggist að sjálfsögðu á tekjum eiginkvennanna. Jóhanna Sigurðardóttir er gift Þorvaldi Jóhannessyni sölustjóra, Ragnhildur Helgadóttir er gift Þór Vilhjálmssyni hæstaréttardómara og Svava Jakobs- dóttir er gift Jóni Hnefli Aðalsteins- syni menntaskólakennara. Er hér með orðið við óskum um að birta skatta eiginmanna þeirra þriggja kvenna sem eiga sæti á Alþingi íslendinga. -GAJ- að bera skatta aiþingiskvenna saman við skatta annarra alþingismanna. Myndin er tekin I þingbyrjun og sýnir þær konur sem eiga sæti á Alþingi nú. Frá vinstrí Jóhanna Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir. -DB-mynd Bj. Bj. Tekjuskattur Eignarskattur Utsvar Barnabætur Samtals Þorvaldur Jóhannesson (eiginmaður Jóhönnu) Þór Vilhjálmsson (eiginmaður Ragnhildar) Jón H. Aðalsteinsson (eiginmaður Svövu) 1.314.323 3.391.994 3.163.633 0 900.200 313.798 1.492.400 64.223 1.404.700 251.646 2.142.081 100.660 5.403.917 0 4.903.364 Ryksugufloti Sovétmanna við Jan Mayen: r Oljóst hvort hann veiðir f isk á leið á Islandsmið ,,Sá kolmunni, sem rússneski flotinn er að veiða við Jan Mayen nú, gæti allt eins verið að ganga á íslandsmið, en nægilegar rannsóknir á kolmunnagöngum liggja ekki enn fyrir til að segja ákveðið til um það,” sagði Jakob Magnússon jtskifræðingur í viðtali við DB er hann var spurður hvort „ryksugu- floti” Sovétmanna við Jan Mayen kynni að hafa áhrif á fiskgengd við ísland. Sem l'yrr segir liggur það ekki ljóst fyrir og eins og við nýtum kol- munnann lítið nú, munu veiðarnar vart skerða afkomu okkar eins og stendur. Jakob taldi afar ólíklegt að flotinn næði þarna í þorskgöngur eða karfa- göngur á leið frá Austur-Grænlandi hingað. Hins vegar er því enn ósvarað hvort íslenzka loðnan ætlar að „flakka” út fyrir 200 mílurnar okkar í átt til Jan Mayen. Fari svo getur þessi floti náð óhemju magni á skömmum tíma. Líklegt er að hann geti allt eins veitt loðnu og kol- munna, og að auki eru norskir loðnubátar í viðbragðsstöðu, ef loðnu verður vart á svæðinu. -GS. Forstjóri Alþjóða orku- málastofnunarinnar — í heimsókn hingað til lands í byrjun næstu viku er væntanlegur hingað til lands dr. Ulf I antzke.forstjóri Alþjóða orkumála- stofnunarinnar (International Energy Agency) í París. Var honum boðið til viðræðna við islenzk stjórnvöíd að frumkvæði olíuviðskiptanefndar, en auk hennar mun hann ræða við iðnaðarráðherra og fulltrúa viðskipta- og iðnaðar- ráðuneyta. Ætlunin er að i þessum viðræðum verði bæði fjallað um olíu- og orkumál almennt svo og um hugsanleg samskipti íslands og Al- þjóða orkumálastofnunarinnar i framtíðinni. Alþjóða orkumálastofnunin er undirstofnun Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar í París (OECD), og eru öll aðildarríki OECD þátttak- endur í henni að fjórum undantekn- um, og er ísland i þeim hópi. Verk- efni stofnunarinnar eru margvisleg, þ.á m. samræming stefnu þátttöku- ríkja á sviði olíumála, orkusparnaðar og rannsókna á nýjum orkulindum. - ELA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.