Dagblaðið - 28.07.1979, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1979. 15
- JS
Miðsumarskeppni Kvartmíluklúbbsins:
„Það segir fátt af einum og konnndu nú,” heyrðist upp úr gryfjunni á púströraverkstæðinu þegar ég fór á fund Gylfa
Pálssonar og innti hann eftir hvernig honum gengi með nýja bílinn sinn. Ekki vildi hann hafa stór orð um Pintóinn sinn
en sagði að menn yrðu bara að sjá ti) hvað hann gæti. Í Pintóinn er Gylfi, eða Pústmann eins og hann er betur þekktur,
búinn að setja vel græjaða 351 kúbika Fordvél og ætlar hann að senda hann í keppnina. Ekld ætlar Pústmann þó að
keppa sjálfur, heldur ætlar hann að finna sér góða þúfu til að sitja á og fylgjast með þvi er vinur hans Páil V-áttundi,
yljar andstæðingum sinum undir uggum. Ekki dreg ég í efa að Pintóinn verður skæður enda er skemmzt að minnast þess
að sigurvegarinn i siðustu keppni Kvartmiluklúbbsins, og sá bíll sem beztum tima náði þá, svarta Monzan, var eitt sinn i
eigu Pústmanns og setti hann flestar græjurnar, sem í henni eru, í bílinn.
Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir að fá að sjá þennan bil á kvartmíiubrautinni en i dag rætist ósk þeirn þvi að 454
Camaróinn hans örvars Sigurðssonar verður með i keppninni. DB-myndir: Myrkrahöfðinginn.
En Birgir hetur ■ fleiru að snuasi en ao utbúa Grænu pödduna fyrir keppnina.
Hann sér einnig um að útbúa og stilla '70 Camaróinn hans Gilberts bróður sins
fyrir keppnina, auk þess sem hann aðstoðar vin sinn og skúrfélaga, Guðmund
Kjartansson. vlð unriirhúnlno 410 Cv^i^ncinc
Sprækustu jámfákamir
Ekki verða allir keppendurnir með átta strokka vélar i bilum sínum og einn
þeirra er Birgir Guðjónsson. Fyrir tveimur árum keypti hann sér fjögra strokka
VW vél, sérsmiðaða fyrir kvartmíluakstur, frá Bandarikjunum. I síðustu viku
fékk hann svo lánaðan VW bilinn hennar Báru vinkonu sinnar og ætlar hann
að setja vélina i hann og keppa i miðsumarskeppninni. Að sögn fróðra manna
borðar VW vélin eina átta strokka vél I morgunverð, aðra I hádegisverð og
þá þriðju í kvöldverð. Það er eins gott fyrir amerisku kaggana að vara sig þegar
Græna paddan stillir sér upp á brautinni.
Guðmundur Kjartansson keppti á 429 Cycloninum i síðustu kvartmílukeppn-
inni og var þá með bíiinn i Modificd Standard flokki. Gekk honum ekki of vél
og má þar m.a. um kenna hversu þungur Mercuryinn cr. Guðmundur ætlar nú
að skipta um flokk og keppa í Standard flokki i miðsumarskeppninni. Vinnur
hann að þvi dag og nótt að setja gömiu standard hlutina aftur i 429 relluna og
vonast hann til að Ijúka þvi fyrir keppnina. Hætt er við að hann nái ekki eins
góðum timum og hann náði i hinni keppninni en billinn ætti þó að verða sigur-
strangiegri þar sem við aðra keppinauta verður að etja.
i trylltum darraðardansi
Miðsumarskeppni Kvartmílu-
klúbbsins verður haldin á kvartmílu-
braudnni í Kapelluhrauni í dag,
laugardaginn 28. júlí, og morgun,
sunnudaginn 29. júlí. Keppnin tekur
að þessu sinni tvo daga og fyrri
daginn, í dag, hefst keppnin kl. 4
með undanrásum. í undanrásunum
eða forkeppninni eru tímar bílanna
teknir og fara þeir þá einir eftir
brautinni en ekki tveir og tveir eins og
Ef þátttakenda-
fjöldinn verður mikill má búast við
að tímar verði teknir af tveimur
bílum í einu en eru þeir þá ekki í
innbyrðis keppni. Hugsanlegt er t.d.
að standard bíll og Street Alterd bíll
fari saman í tímatöku.
Seinni daginn verður svo sjálf aðal-
keppnin og keppa bílarnir þá til
úrslita. Með þessu fyrirkomulagi er
vonast til að keppnin geti gengið
snurðulaust og fljótt fyrir sig, vegna
þess að starfsmönnum gefst þá góður
‘tími milli keppnisdaganna að sinna
hinum ýmsu útreikningum sem þeir
þurfa að framkvæma. Þá fá
keppendurnir einnig góðan tima til
að lagfæra það sem bilar í bílunum
fyrri daginn og ættu því að geta mætt
með þá í toppformi síðari daginn.
Núna um helgina verfla allir kraftmestu bílar landsins samankomnir á kvartmílubrautinni i Kapelluhrauni og munu þeir
taka þar þátt f miðsumarskeppni Kvartmíluklúbbsins.
Verður timamet Birgis Jónssonar á
302 Monzunni ábyggilega slegið og
má hann án efa hafa sig allan við ef
hann ætlar að sigra aftur.
-Jóhann Kristjánsson
Keppni þessi verður sú stærsta sem
Kvartmíluklúbburinn heldur í sumar
‘og búist e'r við að keppendur verði
margir. Meðal þeirra eru ýmsir sem
ekki gáíu lokið við að ganga frá
bilum sínum fyrir fyrstu keppnina.