Dagblaðið - 08.08.1979, Síða 15
AÐALSTEINN
INGÖLFSSON
VEIÐIVON
Miðfjarðará
Miðfjalrðará hafði gefið 1000 laxa er
útlendingatimabilinu lauk. Næstu daga
munu íslendingar taka við veiðum.
Þessar upplýsingar fékk þátturinn hjá
einum af leiðsögumönnum við
Miðfjarðará. Enn er verið að veiða
lúsugan fisk í ánni. Dagarnir eftir út-
lendingana kosta 80 þúsund og er þetta
dýrasta tímabilið fyrir landann.
Ár vatnslitlar
Það var lítið vatnið í Laxá á Ásum nú
um helgina. Minnti áin helzt á bæjar-
læk sem er að þorna upp. En samt sem
áður er ágæt veiði í ánni. Laxá í Kjós er
ekki heldur vatnsmikil þessa dagana.
Aðeins rann vatn öðrum megin og lax-
ar sáust greinilega í ánni. Virtist vera
töluvert af Iaxi á neðsta svæðinu.
-GB.
Gljúfurá I Borgarfirði.
DB-mynd Gunnar Bender.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1979.
MENNINGARRIT
Menninqar-
mál
IAGURKUTIÐ
Oft hafa menn íhugað hve mörg
dagblöð hinn ístenski markaður þolir
og eru ekki öll kurl komin til grafar í
því máli.
Hins vegar hefur útgáfa tíma-
rita ekki valdiö fólki eins miklum
heilabrotum, einfaldlega vegna þess
að hún hefur ekki veriö með líkum
blóma og með daglegum blöðum. En
nú fer kannski að koma að því að
samkeppni myndist milli tímarita á
sérsviðum, ef marka má ymt og
tíðindi úr ýmsum áttum. Til
skamms tíma var hér ekkert tímarit
sem sinnti menningarmálum einvörð-
ungu eftir að Birting leið, en nú er
Svart á hvítu á þriðja ári,
Lystræninginn tórir, og nú fyrir
skömmu læddu einhverjir á markað-
inn riti sem nefnist Kím.
Ýmiss fræði
Svart á hvítu hefur að öllu leyti
vinninginn, bæði hvað snertir efnis-
gæði og uppsetningu þess i blaðinu,
en þetta tvennt verður að haldast í
hendur. En kannski er ekki sann-
gjarnt að vera hér með beinan saman-
burð á blöðum því viðhorf aðstand-
enda Svarts á hvítu eru önnur en
þeirra sem gefa úr Lystræningjann.
Hinir fyrri hafa mikinn mynd-
listaráhuga, reka galleríi í blaðinu og
birta greinar um sjónmennt. Þeir
hampa einnig ýmsum fræðikenning-
um varðandi fjölmiðlun, skáldskap
yfirleitt og mannlega hegðan og eru
þar alþjóðlega sinnaðir. Lystræning-
inn prentar skáldskap öðru fremur,
ungskáld þekkt og óþekkt og hefur
auk þess sérstöðu í birtingum á heil-
um leikritum. Jassmenn eru aðstand-
endur miklir og nákvæmar útlistanir
á blússólóum ásamt grafíum
birtast þar öðru hvoru. Ef eitthvað
er, eru þeir lystræningjar hallir undir
norræna menningu. En Kím? Ja, að
því verður vikið á eftir.
Rýrt í roði
Svart á hvítu er heldur rýrt I roðinu
í þetta sinn, vekur a.m.k. ekki
brennandi áhuga undirritaðs. Kemur
þar ýmislegt til. Reggae tónlist þykir
mér hrútleiðinleg og trúarbrögð
Rastafaría ógeðfelld og því lítil von
til þess að grein um það efni grípi
mig heljartökum. Hún er auk þess
skrifuð af sérvitringum 1 málfari, sem
trufla með því lestur hennar. Ég
heföi einnig kosið að fá fréttir af
tilraunaleikhúsi í New York frá fróð-
ari manni og meiri mannvitsbrekku
en Jon Teta þeim sem setti upp verk
eftir Jökul heitinn í N. Y. — ágætis
maður sem hann sjálfsagt er.
Margt gott er hins vegar að finna I
stuttri og samanþjappaðri grein
Gunnars Harðarsonar Fáeinar
athugasemdir um listina, sem gengur
út á það að sýna fram á að myndlist
sé ekki endilega opin og aðgengileg
öllum heldur krefjist hún oft sér-
þekkingar og sé háð ákveðnu sam-
hengi.
Um veggmálverk
Þótt hér sé ekki ráðrúm til lang-
rabbs um þessi mál þá má ég til með
að leiðrétta staðreyndir sem Gunnar
fer ógætilega með. Hann segir að
Micheangeló hafi brugðist illa við er
Júlíus páfi skipaði honum að mála
hvelfmgu Sistínsku kapellunnar — og
sagt að hann væri „listamaður ekki
málari” (sic). Ennfremur segir
Gunnar að veggmálverk (freskur)
hafi notið lítillar virðingar á þeim
tíma. Loks telur hann að endur-
reisnarmenn hafi lagt alla áherslu á
form en ekki innihald listaverka.
Michaelangeló hafði hlotið nær alla
skólun sína í höggmyndalist og eru
flestar heimildir sammála um að
hann hafi sagt páfa að hann væri
myndhöggvari, ekki málari, því væri
hann ófús til verksins. Þólét hann til
leiðast, einmitt vegna þess að vegg-
málverk höfðu verið og voru enn í
miklum metum. Rafael hafði einmitt
getið sér mikinn orðstír fyrir vegg-
myndir í einkaherbergjum páfa og er
líklegt að Michaelangeló hafi viljað
klekkja á honum.
Málið á Marx
Vel útfærð veggmálverk voru eitt-
hvert helsta stáss í höllum höfðingja
á Ítalíu og höfðu allir helstu lista-
menn 15 aldar unnið slík verk. Síðan
tel ég hina mestu firru að endur-
reisnarmenn hafi verið „forma-
listar”. Samtíma lýsingar á myndum
þeirra benda einmitt á hve haglega
„disegno” þeirra dragi fram og
skerpi inntakið.
Í neðanmálsgrein skýtur Gunnar
góðlátlega á marxisma þann sem fæli
lesendur frá Svörtu á hvítu. Nú er
marxismi til margs brúklegur og þarf
að ræðast eins og aðrar prólitískar
kennisetningar. En það væri mikil
hjálp ef fræðigreinar um Marx og
marxista væru á sæmilega aðgengi-
legu máli. Það er orðfærið fremur en
kenningin sem fælir fólk frá, ef eitt-
hvað er. Ég efast ekkert um að Drög
að fjölmiðlafræðum eftir það ágæta
ljóðskáld Hans Magnus Enzens-
berger á bls. 49, sé gagnleg grein og
skarpleg. En í þýðingu snýst hún upp
í hroða sem almennum lesanda hrýs
hugur við að lesa.
Ezraog
Bernard
Lítið er af góðum skáldskap i
ritinu. Brian Patten þykir mér heldur-
léttvægt skáld og Okur Ezra gamla
Pound er of gamall kunningi. En
Sverrir má alveg þýða Ezra mín
vegna. Það var vel til fundið hjá þeim
Einari Kárasyni og Pétri Erni Björns-
syni að þýða sögubrot eftir Bernard
Malamud, svona til að sýna að til eru,
fleiri góðir höfundar af Gyðingaætt-
um en Singer og Bellow. En það er
misskilningur að Malamud sé öðru
fremur skáld fátækrahverfanna,
eins og þýðendur gefa í skyn í
aðfararorðum. Sjá nýjustu bók hans
Dubin’s Lives sem er týpiskur milli-
stéttarróman.
Gallerí blaðsins er ekki gott og
kannski á prentunin sinn þátt í því.
Eða það vona ég. Grein Friðriks Þ.
Friðrikssonar um kvikmyndaiðnað-
inn er fróðleg, en ögn stirðleg í fram-
setningu.
Lítið gaman
Lystræninginn státar af sterkari
forsíðu en oft áður, þökk sé Tryggva
Ólafssyni. En á hvað minnir fjárans
myndin mig? Áningu Þórarins B.,
eða útsetningu Gylfa G. á sömu
mynd? En Lystræninginn hefur ekki
haft mikið upp úr krafsinu í þetta
sinn og m.a. vantar í blaðið leikritið
sem það flytur venjulega. Af skáld-
skap þykir mér mest til ljóða Einars
Svanssonar koma, en smásaga Jóns
frá Pálmholti er undirfurðuleg.
Skyldi hún flokkast undir „heimilda-
smásögur”? Ádrepa Ólafs Hauks til
fyrrverandi hugsjónamanna er bæði
þarfleg og réttmæt. Gagn er að
skýrslum um leikhús og brúðuleik- ,
hús, en ekki er mikið gaman í
blaðinu. „Kím” virðist gefið út af
einhverjum efnum, eða þá yfirmáta
bjartsýni. í því eru t.d. tvær litmynd-
ir sem yfirleitt kosta skildinginn sinn.
Hins vegar er ekki ljóst, til hvaða
hóps útgefendur hyggjast höfða.
Veruleikalausir
draumar
Hér ægir nefnilega öllu saman,
grein um „concept” list, lagi eftir
Kristinn Reyr, frásögn eftir Bubba
Morthens, og þýðingu á smásögu
eftir Edgar Allan Poe og er efninu
fremur óhönduglega fyrirkomið í
blaðinu. Sést hér glöggt hve mikla
þýðingu gott „lay-out” hefur fyrir
eitt blað. Stutt rabb Kristins Guð-
brandar Harðarsonar um hugmynda-
lega list gefur nokkra innsýn í hans
eigin þankagang, en takmarkaða
hugmynd um „konsept” list og það
verk sem notað er til að lýsa „kon-
septi”, þ.e. ræma úr verki Vito
Acconci, finnst mér heyra til body-
artættarinnar. Skáldskapur i þessu
riti er ansi brogaður, og
skoðanakönnun um „menningarpóli
tík” er hvorki fugl né fiskur í fram-
kvæmd. Grein um Yoko Ono er
klúðurslega skrifuð. Hvað eru t.d.
veruleikalausir draumar”?
En einhvern metnað leggja útgef-
endur í þetta rit. Við skulum vona að
þeir fái efni í næsta blað i samræmi
við hann.