Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.08.1979, Qupperneq 24

Dagblaðið - 08.08.1979, Qupperneq 24
Ljósin loga vegna viðgerða í hverfum ,,Já, það er rétt, það hefur logað ljós á staurunum nú síðustu daga,” sagði Svanur Tryggvason hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur þegar hann var inntur eftir þvi af hverju ljós logar á ljósastaurum i borginni yfir hábjartan daginn. „Það er nú sá tími þegar perur eru athugaðar og þá verður að loga ljós i þeim hverfum þar sem gert er við. Það munar því núna, að þetta er gert á daginn, en áður var þetta gert á kvöldin,” sagði Svanur. „Borginni er skipt niður í fjögur hólf og það logar í einu hólfinu í einu. Það hefur mikið verið hringt hingað til að spyrjast fyrir um þetta, fólki hefur ekki fundizt við vera að spara orkuna, en skipta verður um ljósaperurnar og það verður ekki gert með öðru móti,” sagði Svanur. -ELA. frfálst, óháð dagbJað MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1979. Hans G. Andersen sendiherra um Jan Mayen málið: Heimiltað taka skip á umdeilda svæðinu „Já, ég mundi segja það,” svaraði Hans G. Andersen sendiherra og for- maður íslenzku sendinefndarinnar á hafréttarráðstefnunni sem nú stendur yfir í New York. Hann var spurður að því hvort hann teldi, að taka mætti er- lend veiðiskip sem væru að veiðum innan við 200 mílna efnahagslögsögu íslands þar sem skemmra er en fjögur hundruð mílur til Jan Mayen. Hans G. Andersen, sem um áratugi hefur verið aðalþjóðréttarfræðingur íslenzkra stjórnvalda, sagði að aðal- reglan samkvæmt gildandi reglum væri að ríki mætti taka sér efnahagslögsögu allt að 200 milum en þar sem skemmra væri á milli landa en 400 mílur eigi rikin aðsemja um mörkin. Sendiherrann var þá enn spurður hvort íslenzk stjórnvöld hefðu heimild til að taka veiðiskip innan 200 míln- anna sem sneru að Jan Mayen á grund- velli áðurgreindra reglna. ,,Já, þetta eru íslenzk lög,” svaraði hann. -ÓG. HM ungiingaískák: Margeir með 2 spennandi biðskákir EUefu umferðum er lokið á heims- meistaramóti unglinga í skák í Skien í Noregi. Efstur er nú Seiravan frá Bandaríkjunum með 8 vinninga, annar er Duven frá Hollandi með 8 vinninga og þriðji er Chernin frá Sovétríkjunum með 7 1/2 vinning. Þeir Seiravan og Chernin eiga báðir ólokið biðskákum við Margeir Pétursson. Seiravan hafði um tíma betur í viðureigninni við Margeir en fróðir menn telja að nú sé staða Margeirs betri. Margeir Pétursson er með 6 vinninga, en á möguleika á að hreppa allt að tvo í dag ef heppnin verður með honum. Tvær umferðir eru eftir á mótinu og segja þeir sem fylgjast með að allt geti gerzt og mikil spenna sé ríkjandi. SJ. Osló/GM Borgarráð: Frestarráðningu framkvæmdastjóra æskulýðsráðs A fundi borgarráðs i gær var lögð fram fundargerð æskulýðsráðs þar sem mælt er með Ómari Einarssyni í starf framkvæmdastjóra ráðsins. Að ósk Kristjáns Benediktssonar, borgarfull- trúa Framsóknarflokksins, var afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar. -GM. i i i i i i \ Eldur kom upp I hjóla- og barnavagnageymslu f fjölbýlishúsinu að Kóngsbakka 4 I gærkvöldi. Slökkviliðið slökkti eldinn á svipstundu, áður en hann náði nokkurri út- breiðslu. Hins vegar lagði reyk um stigagang og inn i nokkrar fbúðir. Lfklegt er talið að um fkveikju hafi verið að ræða og eru það tfðir viðburðir f fjölbýlishúsum. Mikinn mannfjölda dreif að og hafa sjaldan jafnmargir horft á jafnlftinn eld. DB-mynd: Ragnar Th. -GS. Aldraðir Italfufarar í Kópavogi óhressir meðfararstjórann Forstöðumaður starfs aldraðra sagði upp „Mér finnst mælirinn fullur, ef svo er hægt að komast að orði og hef sagt starfinu lausu,” sagði Ásthildur Pétursdóttir, forstöðumaður starfs aldraðra í Kópavogi. Hún hefur starfað að málefnum aldraðra i tíu ár og hafði m.a. frumkvæði að orlofs- ferðum aldraðra Kópavogsbúa til út- landa. Hún hefur og annazt farar- stjórn í ferðunum. Tómstundaráð Kópavogs hefur nú ráðið Grétar Norðfjörð lögreglumann sem farar- stjóra í Ítalíuferð í september. Viðmælendur DB úr hópnum eru auðheyrilega ekki ánægðir með þessa ráðstöfun og segjast ekki skilja hvers vegna Ásthildi var ekki falin farar- stjómin. „Það er langt síðan Ásthildur lét í ljós að hún ætlaði að segja upp starfi af persónulegum ástæðum og þess vegna leituðum við á aðrar slóðir til að fá fararstjóra,” sagði Skúli Sigur- grímsson, formaður tómstundaráðs. „Það reynir hver að laga til fyrir sér málin, svo þau líti vel út,” sagði Ásthildur, þegar ummæli Skúla voru borin undir hana. „Mér var einfald- lega tilkynnt að ég færi ekki til Ítalíu. En ætli geti ekki verið að bæjar- pólitíkin blandist inn i þetta, án þess að ég fullyrði nokkuð um það. Þó get ég sagt að hingað til hef ég ekki fundið fyrir slíku í starfinu.” -ARH. Aftur bilar Fokker: Lent á öðrum hreyfli á Akureyri Fokker Friendship flugvél Flug- leiða bilaði í gærkvöldi á leiðinni til Akureyrar þannig að lenda varð á einum hreyfli. Ekki mun bilunin hafa verið alvarleg en fiugmenn tóku þó þann kost að drepa á öðram hreyflinum. Flugvél kom frá Reykja- vík til að taka farþegana sem höfðu ætlað suður með vélinni. Gert var við bilunina í nótt. Að sögn starfsmanns á flugvellinum á Akureyri munu far- þegar hafa tekið biluninni og töfinni mjög vel og ekkert mun hafa verið um það að menn fylltust hræðslu og afpöntuðu farsuður. -FAX/DS. Loðnuveiðar Norðmanna við Jan Mayen: 16 ÞUSUND T0NNUM LANDAÐ í N0REGI —20 bátar á leið til lands með afla 1 gær voru 20 norskir loðnubátar á leið til Noregs með afla, en 10—12 bátar hafa þegar landað um 16 þúsund tonnum. Þetta er stór og falleg loðna segir í fréttum. Loðnan stendur djúpt og það eru bara bezt útbúnu skipin sem afla. Sjómenn segja að loðnumagnið sé mikið og búast við góðum afla á næstu dögum. Það mun‘ þ\i ekki taka langan tíma að veiða þau 90 þúsund tonn sem minnzt var á í samninga- viðræðunum í Reykjavík. Sjávarútvegsráðherra Noregs, Eyvind Bolle, sagði í samtali við norska útvarpið í gær að það væri rangt með farið að Norðmenn hefði lofað íslendingum að veiða ekki meira en 90 þúsund tonn. Þar sem slitnað hefði upp úr samningavið- ræðum við íslendinga væru Norð- menn ekki skyldugir að standa við þann kvóta sem talað hefði verið um i Reykjavík. Fiskveiðar við Jan Mayen væra frjálsar en ef ríkisstjórnin teldi hættu á ofveiði í sumar kynni hún að setja aflatakmörk. Sovézki sjávarútvegsráðherrann, Vladimir Kamencfev, sagði á fundi með norskum fréttamönnum í Osló í gær að hann teldi ekki rétt af Norð- mönnum að færa út við Jan Mayen meðan hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna stæði yfir í New York. Þeir ættu að bíða með aðgerðir þangað til ráðstefnunni væri lokið. Ráðherrann sagði að Sovétmenn mundu virða róttækar takmarkanir á þorskveiðum í Barentshafi, en fiski- fræðingar hafa lagt til að minnka veiðarnar úr rúmlega 700 þúsund tonnumá ári í 390 þúsund tonn. -SJ. Osló/GM.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.