Dagblaðið - 30.08.1979, Page 2

Dagblaðið - 30.08.1979, Page 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979. Enn um Kastljós á Jan Mayen-málið: HINN HOGVÆRIEINAR GAT EKKIORÐA BUNDIZT... Kinar Jónsson, Hraunbæ 182, skrif- ar: Markús B. Þorgeirsson sendir mér kveðju sína i Dagblaðinu laugardag- inn 25. ágúst sl., og var tilefnið gagn- rýni undirritaðs á stjórnun Sigrúnar Stefánsdóttur á þætti um Jan Mayen málið. — Annars hefur griðastaður „Markúsarguðspjallanna” löngum verið i Þjóðviljanum, ef andað hefur verið á einhverja lærisveina félaga Stalíns sáluga & Samlede Venner síðari tíma. Um hæfni Sigrúnar til þáttastjórn- unar mun ég fátt eitt segja að þessu sinni, en minni þóá tvennt: a) Einkaþátt hennar með Lúðvík Jósepssyni á næstliðnum vetri. Sá þáttur olli rauðglóandi simalinum hjá sjónvarpinu (sbr. Vísi og Dagbl.), sem von var, þar sem til umræðu var deilumál, en Lúðvík látinn tala einn allan tímann. b) í annan stað minni ég á, að í Jan Mayen þættinum gat hinn hógværi maður Einar Ágústsson, fyrrv. utan- ríkisráðherra, ekki orða bundizt, og skaut inn, eftir eina langloku Ólafs Ragnars, og sagði þá m.a.: „Ég hélt nú, að þetta ætti að vera umræðu- þáttur — Sýnir þetta hvernig stjórnun þáttarins var, þegar jafn- háttvís og prúður maður og E.A. telur sig knúinn til gagnrýni. Prófkjör betra en klíkuaðferðir Nú gæti ég látið máli mínu að mestu lokið, enda er þess vænzt, að lesendabréf séu stutt. En hið furðu- lega gerist, að M.B.Þ. fer í guðspjalli sínu að tala um hvað Alþýðuflokks- menn hafi verið vondir við Jón Ár- mann Héðinsson, fyrrv. alþingis- mann. — Nú er ég ekki Alþýðu- flokksmaður og frambjóðendaval þeirra er mér með öllu óviðkomandi. En hitt vil ég segja, að prófkjör til vals á frambjóðendum virðist mér sýnu betra en gamla klíkuaðferðin. Kjartan Jóhannsson, sem í prófkjöri var valinn i efsta sæti Alþýðuflokks- ins á Reykjanesi, hefi ég aldrei séð, svo að ég viti (nema í sjónvarpi), en mér virðist maðurinn vera skarp- greindur og jafnframt hófsamur i skoðunum og víðsýnn. Um Ólaf Ragnar verðum við Markús líklega seint sammála, mér virðast verk hans sum einkennast af hroðvirkni og flumbruhætti (sbr. landsfræga hlustendakönnun ríkisút- varpsins, fyrir fáum árum), sem ég „Eg hélt nú að þetta ætti að vera um-* ræðuþáttur____” varð Einari Ágústs- syni að orði í Kastljósþættinum að loknum fyrirlestri Ölafs Ragnars. hyggst gera betri skil siðar, ásamt þeim sérstæða eiginleika að geta hvarvetna, þar sem komið er við, efnt til illinda (t.d. hreytt skætingi í Fær- eyinga), enda vinsældir mannsins tæplega í meðallagi, t.a.m. hjástarfs- fólki alþingis. Enn um símamálin: Borgað fyrir þjón- ustu sem ekki fæst Atvinnurekandi á Suðurlandi hringdi: Pantað viðtal símamálastjóra við Moggann á laugardaginn varð til að ég legg orð í belg um símaþjónust- una. Við á landsbyggðinni búum við Raddir lesenda versnandi símaþjónustu ár frá ári. Fólk borgar fyrir þjónustu sem það ekki fær. Sérstakleg kemur þetta hart niður á atvinnurekendum sem þurfa mikið að nota sima. Hér i plássinu er ástandið slíkt, að ef 15—20 manns taka upp símtól í einu, þá fer allt í kerfi. Endalaust er bætt númerum við stöðina, sem löngu er of lítil. ' Þannig versnar þjónustan við not- í endur stöðugt, en reksturinn verður sifellt ódýrari fyrir Póst og síma. Samræmdur afgmðslutími Frá 1. september 1979 verður almennur afgreiðslutími innlánsstoínana sem hér segir; Mánudaga til fostudaga W. 9:15 - 16KX) Auk þess verða afgreiðslur flestra innlánsstofhana opnar alla fimmtudaga kL 17.-00 - 18KX) Viðskiptabankar og sparisjóðir ^ Komið sem oftast til Suðurnesja, er ábending lesanda til „grúppunnar” Finns Eydal. hans Fínt ball hjá Finni Eydal Ein úr Keflavík hringdi: Ég fór á ball í Stapa um helgina með Hljómsveit Finns Eydal frá Akureyri. Allir sem ég hef talað við eru sammála um að það hafi verið ofsaskemmtilegt ball. Ég vil bara biðja Finn og félaga að koma sem oftast til Suðurnesja, og sama á við um BG-flokkinn frá ísafirði. Áður fór ég á ball með Brunaliðinu hérna. Það var ömurlegt. Má ég þá biðja um meiraaf hinu! SODASKAPUR í HÍTARDAL Leiðsögumaður hringdi: Hítardalur við Hítarvatn er einn af fallegustu stöðum á Vesturlandi. Umgengni margra ferðamanna þar er hins vegar slik að engu tali tekur. Plastdrasl og úrgangur er út um allt, i vatninu, í gjótum og á viðavangi. Ég hlýt að gera Veiðifélagið Grettistak, sem selur veiðileyfi í Hítarvatn, að nokkru ábyrgt fyrir umgengninni. Margir ganga mjög vel um, en það er ekki nóg. Svörtu sauðirnir eru allt of margir. Strætóbflstjórar: „Framúrskarandi kurteisir” Málfríður Magnúsdóttir, Miklubraut 72, hríngdi: Ég er mikið fötluð og hef þurft að taka leigubíla til lækna til skamms tíma og endist þá örorkulífeyririnn skammt. En ég er farin að komast með strætó þegar logn er, ef einhver góðhjartaður hjálpar mér yfir götu. Bílstjórar strætisvagnanna hafa sýnt mér framúrskarandi kurteisi og þolinmæði. Ég er þess vitandi að ég tef áætlun þeirra, en minar innileg- ustu þakkir. Og hér með læt ég nafn mitt fylgja og skammst mín ekki fyrir eins og , .Samverjinn” virðist gera sem skammast út í bílstjóra strætó í DB á mánudaginn. Ómakiega vegið að vagnstjórum Stefán Guðjónsson hringdi: í bréfi á lesendasiðunni á mánudag var ráðizt að mínum dómi að stétt strætisvagnastjóra i heild. Bréfritari hafði greinilega lent í því að fyrirhitta óliðlegan bílstjóra og dæmir, nafn- laust, stéttina út frá því. Þarna finnst mér ómaklega að farið. Að fenginni minni reynslu eru strætisvagnstjórar yfirleitt mjög kurteisir og einstaklega liprir. Vagnstjórar i Reykjavík eru mjög jafngóðir en vagnstjórar í Kópavogi bera þó af hvað alla þjón- ustu varðar. Þessir menn eiga hrós skilið en ekki skammir. .

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.