Dagblaðið - 30.08.1979, Side 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979. 5
/ ------- -----------^ ........ ............ ........... ...........
Töskuheildsalarnir:
„Engar tillögur um breytingu
nema víðtæk samstaða náist”
segir Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra
„Þessi úthlutun innflutningsleyfa
viðskiptaráðuneytisins er heldur
hvimleið,” sagði Hjörleifur Gutt-
ormsson iðnaðarráðherra i viðtali við
DB.
„Almennt hefur verið til umræðu
oftar en einu sinni á undanförnum
árum að leggja sérstakt gjald á henn-
an innflutning og hann þá gefinn al-
veg frjáls,” sagði ráðherra. Frétta-
maður spurði hann hver afstaða iðn-
aðarráðuneytisins væri til skömmt-
unar innflutningsleyfa fyrir kökum,
kexi og sælgæti.
Viðskiptaráðherra, Svavar Gests-
son, sagði í viðtali við DB fyrir
skömmu að hann hefði sent þetta mál
til iðnaðarráðuneytisins til athugunar
og könnunar um afstöðu.
„Hugmyndir um að gefa þennan
innflutning frjálsan eru til,” sagði
iðnaðarráðherra, ,,en þær hafa mætt
andstöðu hjá innlendum framlcið-
endum þessara vörutegunda. Þeir
hafa talið að þá hafi vantað trygg-
ingu fyrir aðföngum til sinnar fram-
leiðslu, sem miðaðist við heimsmark-
aðsverð. Til dæmis má í því sam-
bandi nefna mjólkurduft. Verðlag á
því er i höndum nefndar sem fram-
leiðendur hafa ekki tryggingu frá
fyrir þvi hvert verðið er eða hvert það
verði,” sagði ráðherra.
„Með hliðsjón af þeirri hugmynd
að leggja sérstakt gjald á þennan inn-
flutning ber þess að gæta, að friverzl-
unarsamtökin gera ráð fyrir þvi að
hætt verði að leggja gjald á þessa
vöru og aðrar landbúnaðarvörur.
Við höfum ekki viljað gera tillögur
nema víðtæk samstaða næðist um
þær. Þaðerekki vænlegt að fitja upp
á tillögugerð nema góð og víðtæk
samstaða sé með þeim sem málið
varðar,” sagði Hjörleifur Guttorms-
son.
Það cr þvi Ijóst að í iðnaðarráðu-
ncytinu eru engar tillögur i deiglunni
sem leysi af hólmi úthlutunaraðferð-
ina. Ekki virðist hcldur liklegt að
þcirra sé von að öllu óbreyttu.
- BS
Frumleg orkuhugmynd íBqlungarvík:
Ylja upp með
peningalykt
,, Við höfum verið að smiða tilrauna-
tæki til þess að sjá hvaða grundvöllur
er fyrir þessari hugmynd,” sagði Aage
Steinsson, yfirmaður tæknideildar
Orkubús Vestfjarða. Þaðsem við Aage
var rætt um er væntanleg fjarvarma-
veita í Bolungarvík. Þessi veita er
óvenjuleg að þvi leyti að i viðbót við að
nota raforku á að nota orku frá Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunni.
„Hugmyndin er að reyna að ná hit-
anum úr reyknum og að nota hann að
einhverju leyti. Ef tilraunin, sem hafin
verður fljótlega, gefur góða raun er
hreint ekki um svo^Iitið mál að ræða
því verksmiðjan notar um 6 megavött
af orku og fer mest af henni beint út i
buskann. Þar sem reisa á fjarvarma-
veitu hvort eð er þegar byggðalínan
kemur til Bolungarvikur ætlum við að
kanna hvort þá er ekki hægt að nota
eitthvað af þessari vannýttu orku,"
sagði Aage.
-»S
Ibúar Neskaupstaðar leggja yfirlcitt mikið upp úr snyrtilegu umnvern húsa sinna svo
bærinn er i heild hinn snyrtilegasti. Víða er erfitt um vik eða þar sem snarbrattar
hliðar cru. Ekki setja menn það þó fyrir sig þegar þeir þekja lóðir sínar, heldur negla
þökurnar fastar unz þær skjóta rótum svo þær skríði ekki undan hallanum.
Sundlaugin sjálf er nú galtóm og húsið mettað ste.vpu og ryki. Eftir um mánuð verður allt komið i samt lag eftir gagngerar
endurbætur. DB-mynd R.Th.
Hreinsunarherferð í Sundhöllinni
— opnuð aftur um mánaðamót september/október
Sundhöllin i Reykjavík hefur nú
verið lokuð í rúma ivo mánuði vegna
hreinsunar og viðgerða á húsinu. Að
sögn starfsfólks við hreinsunina
hefur safnazt mikill kisill og óhrein-
indi á flisar, bæði á veggjum og á
gólfi. Hefur fólk í bæjarvinnunni
verið að þrifa flísarnar allt frá lokun
sundhallarinnar i júni.
Sagði ein starfsstúlkan að starfið
gengi fremur seint vegna þess hve
umfangsmikið verkið væri. Karla-
klefinn var úr sér genginn, að sögn
eins starfsmanns, og var þar allt
brolið niður sem hugsazt gat. Er nú
verið að múra veggi sturtuklefans og
setja nýjar flisac á veggi.
Kvennasturtuklcrinn verður ckki
tekinn þetta árið cn hugsanlcga næsta
sumar. Áætlað er að Sundhöllin
vcrði opnuð al'tur hrcin og fin um
ntánaðamót sept./okt.
- F.I.A
Streitan
er allt
að drepa
— skipulegarað-
geröirtil björgunar
ákveðnar
„í hinu tæknivædda þjóðfélagi
fjölgar stöðugt margvíslegum
sjúkdómum sem tengdir cru
streitu og spennu,” sagði Geir
Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur
í viðtali við DB. Hann bætti við:
„í santa mæli verður stöðugt
brýnni þörf fyrir sérhvern ein-
stakling á jafnvægi milli álags og
hvíldar, spennu og slökunar.”
Á dagskrá fræðslustarfs Rann-
sóknarstofnunar vitundarinnar á
síðari hluta þessa árs eru nám-
skeið í slökun og sjálfs-
stjórn.Einnig er fyrirhuguð út-
gáfa fræðslurits um þetta efni.
Námskeiðin hefjast snemma i
september eða við fyrstu hentug-
leika, að sögn Geirs Viðars. Á
þeim verður gerð grein fyrir
mikilvægi slökunar og leiðum til
streituleysandi lifnaðarhátta.
- BS
niiii " n^iiió'II*1111 .
i - ■ usiupW"'
,.\vy
lætum öll í sjóræningjagöllum
jefum hvergi eftir!
Sjóræningjadansleikur nk. laugardagskvöld kl. 23.00 -
03.00 um borð í Akraborginni.
Falinn Fjársjóður um borð - góður úttektarseðill í Óðali
handa þeim sem fundvísastur reynist.
Miðar seldir í skrifstofunni, sími 11630,
eða í Óðali á kvöldin.
Kvennabúrið sneisafullt (ath. að Arabíski
prinsinn og geldingarnir verða ekki með í
ferðinni !!) - notið þetta einstaka tækifæri.
Ýmislegt gert til skemmtunar og frábærar
uppákomur fyrirhugaðar. Koddaslagur og
skylmingar ef vel tekst til.