Dagblaðið - 30.08.1979, Síða 17

Dagblaðið - 30.08.1979, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979. 17 Eftir að hafa fylgst með myndlist Níelsar Hafstein undanfarin ár, finnst a.m.k. undirrituðum að í henni hafi jafnan togast á tvenns konar sjónarmið. Annars vegar er löngun listamannsins til að koma áhorfendum í opna skjöldu, hrista upp í þeim með fjarstæðum og nýj- ungum, en hins vegar er sú árátta hans að vinna snoturlega út frá ákveðnu mynstri, — út frá hreinu formfræðilegu sjónarmiði, eða setja upp nettilegar samstæður með til- brigðum. Vandinn er sá að mynd- kerfi (system) slævir að nokkru leyti viðbrögð áhorfenda, þar sem það þrífst að vissu marki á endurtekning- um. Stöku sinnum er þó eins og þessir tveir þræðir nálgist hvor annan í verkum Níelsar, t.a.m. i stykki því sem er til sýnis i Antwerpen þessa dagana, en oftast virðist verða tog- streita þarna á milli. Tréstautar En Níels er ekki eini maðurinn sem glímir við þetta vandamál. Hann heldur nú fjórðu einkasýningu sína á göngum og í porti Kjarvalsstaða og stendur hún til 9. september. Þarna eru að vísu fá verk sem þó sóma sér vel, en engar skýringar eða leiðbein- ingar fylgja þeim. Finnst mér það vera glappaskot og beinlínis van- virðing við áhugafólk sem af ein- lægni vill kynnast hugmyndum myndlistarmanna. En hér eru þær tvær hliðar á Níelsi sem áður var getið. Tvö verkanna eru drög eða „makettur” úr tré, að miklum einingaskúlptúrum sem þyrftu ansi stórt svæði fullvaxnir. Annað þeirra samanstendur af 223 tilbrigðum um sama stefið, strending og misjafnlega klofinn ferning og eru þessi tilbrigði sett upp í 9 kerfi, Svíar hrífast af norskri list Nettilegar samstæður Níels Hafstein að Kjarvalsstöðum Svíar hafa hingað til ekki verið ýkjá spenntir fyrir norskri myndlist, en það orð hefur farið af Norðmönn- um að þeir fylgdust ekki með tíman- um í þeim málum. En nú stendur yfir sýning á norskri nýlist í Kulturhuset í Stokkhólmi er nefnist „Norskt 70-tal — Tendenser” og bregður svo við að Sviar eru uppfullir af áhuga og hrifn- ingu yfir listhræringum í Noregi. Að vísu er það mál þeirra sem skrifa i sænsk blöð að sýningin sé gloppótt, „eins og fjöll og dalir”, en þar sem hún sé best hafi hún til að bera hugar- flug og frumkraft sem sænska list skorti tilfinnanlega. Okkar eigin list er ein flatneskja, segja Sviar og dæsa. Á sýningunni í Kulturhuset eru margar gerðir myndlistar, en einna mesta athygli hafa vakið verk málar- ans Odd Nerdrum. Hann málar í hreinum barokkstíl og minnir um margt á Caravaggio, en myndefnið sjálft er í hæsta máta nútímalegt og jafnvel stórpólitískt. Fylgir hér með mynd af málverki Nerdrums, „Morðið á Andreas Baader”, en hér er átt við hinn þýska hryðjuverka- mann. einhverra hluta vegna. Hitt „kerfis- verkið” er mun minna og gengur út á misjafna sneiðingu af lóðréttum stautum eftir áætlun. Myndræn dæmi Sjálfsagt er hægt að rekja kerfis- myndlist af þessu tagi allar götur aftur til De Stijl í Hollandi (1920— 30), en nærtækust er þó endurreisn hennar í reiknikúnstum listamanna eins og Sol Le Witt og félaga hans í Minimal listinni, þar sem öll áhersla er lögð á tilfæringar með hrein þrívíð form eftir föstum reglum. Sjálfum finnst mér slík list oft og tíðum heldur kaldranaleg og laus við persónulegt svipmót, en hún hefur hlutverki aðgegna fyrir það. Líflegri takta er svo að finna í öðrum verkum á sýningu Níelsar. Það er t.d. auðséð á drumbum þeim sem liggja í portinu ,að tilviljanir og leikgleði hafa ráðið nokkru um framvindu þess verks, — Níels Hafstein — Verk. einingar eru mislangar og það er flikkað upp á þær með skærum lit- um. Hér er sjálfsagt verið að spila upp á hið óvænta fremur en formlega samræmingu, — en best finnst mér þó hið einfalda stykki sem stendur í kaffistofu. Tveir drumbar standa samsíða á stálgrind, en við þá eru fest tvö sporjárn í förum sínum sem þó eru mismunandi löguð. Einfaldleiki, .hugkvæmni og fyndni, — allt fer þetta saman. Um tvennu á veggnum hef ég svo lítið að segja og finnst of mikið við haft í útlistun á augljósu myndrænu dæmi. Þótt þetta sé gloppótt sýning, þá er hún uppörvandi og vonandi merki um það að íslenskur skúlptúr sé að risa úröskustónni. -AL MMBIABIB Umboðiö Neskaupstað óskar eftir blað- burðarbörnum. Vinsamlegast hafið sam- band við umboðsmann ísíma 7672. Umboðið Neskaupstað. PEUCEOT Yfirbyggður sendifcrðabill, mjög lipur í akstri, gangviss og meðaleyðsla í innanbæjarakstri 91 á 100 km. Notaðir bíiar til sölu: 504 GL '78 — 504 GL '77 504 USA GERÐ ÁRG. '76 504 L ÁRG. '74 504 STATION ÁRG. '74. HAFRAFELL H/F VAGNHÖFÐA 7 SIMI 85211. Stytkið og fegrið líkamann Byrjum aftur eftir sumarfrí í endurbættum húsakynnum.l Ný námskeið hefjast 3. september. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt yoga og megrandi æfingum. Sértimar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi. Innritun og upplýsingar alla virka daga milli kl. 13 og 22 í síma 83295. © } Júdódeild Armanns Ármúia 32. 0tS«*flner hufi1' LONDON Austurstræti 14 — Sími 14260.'

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.