Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.08.1979, Qupperneq 27

Dagblaðið - 30.08.1979, Qupperneq 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979. 27 BÆJARINS BEZTU Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarinnar sýna Svartir og hvítir Leikstjóri: Jean-Jacques Annaud, garð (Frakklandi 1976. Sýningarstaður: Háskólabió. Hér er á ferðinni bráðfyndin ádeilumynd sem fjallar um þörf og til- gang styrjalda. Myndin gerist árið 1915 á Filabeinsströndinni. Þar dvelst hópur Frakka ásamt örfáum Þjóðverjum meðal innfæddra. AUt er í sátt og samlyndi þangað til fréttir berast þess efnis að Þýzkaland og Frakkland heyi styrjöld sín á mUli. Það verður uppi fótur og fit í nýlendunni og Frakkarnir ákveða að láta ekki sitt eftir liggja og ráðast á Þjóðverjana. Þeir hafa þó ekki erindi sem erf- iði. Myndin nær vel andrúmslofti nýlendunnar og leikstjórinn dregur fram mjög háðska mynd af hernaðarbrölti Evrópubúanna sem innfæddir skilja lítið í. Þessi mynd hefur víða hlotið verðlaun og hlaut m .a. Oscarinn 1977 sem bezta erlenda myndin. A krossgötum Leikstjóri: Herbert Ross, gerð í Bandarikjunum 1977 Sýningarstaður Nýja bió Emma og Dídi eru gamlar vinkonur. Þær hófu báðar nám í ballett og störfuðu síðan saman í dansinum. En leiðir þeirra skildu fljót- lega. Didi stofnaði heimili en Emma hélt áfram dansinum og náði jfrægð og frama. Nú hittast þær aftur mörgum árum seinna og ýmislegt kemur fram á sjónarsviðið sem þær höfðu geymt en ekki gleymt öll þessi ár. Myndin fjallar um ballett meira eða minna og í jmyndinni kemur fram hópur mjög þekktra ballettdansara. Helzti ókostur myndarinnar er einhæfni hennar og oft á tiðum frekar einföld sviðsmynd. Á móti vegur góður leikur þeirra Shirley jMacLaine og Anne Bancroft. Fyrir þá sem hafa gaman af dansi og þá sérlega ballett er myndin Á krossgötum hvalreki en þeim sem unna bessari Iistgrein lítið er bent á að sjá eitthvað annað. Stefnt á brattann Leikstjóri: Michael Clinich, gerð I Bandarikjunum 1978. Sýnbtgarstaður: Laugarósbló. jÞeir sem sáu Linu Wertmilller myndina The Seduction of Mimi um járið kannast eflaust við söguhetjuna i þessari mynd. Búið er að snúa efniviðnum upp á bandariskt þjóðfélag í stað þess ítalska. Að jöðru leyti eiga þessar myndir lítið sameiginlegt. Stefnt á brattann er ‘Richard Pryor mynd. Fyrir utan að leika þrjú hlutverk fer hann á 'kostum i þeim „eins og villtur göltur sem sleppt er lausum í garði” jsvo vitnað sé í umsögn um myndina í Newsweek. Helzti kostur myndarinnar er gálgahúmor hennar þar sem hann nýtur sín en oft á tíðum er hann yfirdrifinn. Samt sem áður er um dágóða skemmtun að ræða fyrir þásem kunnaaðmeta svona fyndni. Þeir kölluðu manninn Hest Leikstjóri: Irvin Kershner, gerð ( Bandarikjunum 1976. Sýningarstaður: Tónabió. Fyrir rúmum sjö árum frumsýndi Hafnarbíó myndina I ánauð hjá indíánum sem fjallaði um brezka lávarðinn John Morgan en hann var tekinn til fanga í óbyggðum Dakota af indíánum 1821 en varð siðar höfðingi meðal þeirra. Myndin endaði þegar hann sneri aftur til Englands. Síðan var gerð framhaldsmynd og er hún nú sýnd í Tónabíói. Lávarðurinn undi sér illa í Englandi og lagði þvi aftur af stað vestur yfir haf. En margt var breytt. Grávörufyrirtæki hafði hrakið indíánana burtu. Morgan tókst að ftnna þá sem eftir voru og leiddi þá fram til sigurs gegn andstæðingum þeirra. Framhalds- 'myndin hefur tekizt vonum framar og er bæði vel unnin og vel leik-, in. Þeir sem sáu fyrri myndina ættu því ekki að verða fyrir von- 'jbrigðum. . Dádýrabaninn Lejkstjórí: Mkhael Csnino, garð I BandsrSijununi 197S. Sýnmgarstaður: Ragnboginn Fáar myndir hafa hlotið meira umtal undanfarin ár en Dádýraban- inn. Þótt allir séu ekki á einu máli um ágæti myndarinnar þá hefur hún fengið íjölda verðlauna og endurvakið umræðurnar um Viet- namstriðið. Myndin fjallar um þrjá vinnufélaga sem eru sendir til Víetnam. Þeir eru teknir þar til fanga af Vietcong og ganga í gegn- um ýmsar andlegar og líkamlegar hörmungar. Þeim tekst að flýja en fangavist þeirra hafði gert þá meira eða minna að andlegum krypplingum. Michael Cimino er ekki alger nýliði i kvikmyndagerð. Hann á að baki m.a. handritin að myndunum Silent Running og Magnum Force auk þess sem hann leikstýrði Clint Eastwood mynd- inni Thunderbolt and Lightfoot. Lesendur eru hvattir til að senda kvik- myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á ein- hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik- myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kvik- myndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk. « Útvarp Sjónvarp i----------------------------- LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp kl. 20.40: Allt gert fyrir peninga -jafnvelkonanseld Sparidon Nikolajevits er blaða- maður. Hann er góður vinur Rogov fjölskyldunnar, einkum þó konu Rogovs, Lísu Mikhailóvnu. Hún á raunar fleiri aðdáendur, og von er að slikt fari í skapið á Rogov. En hann þarf á peningum að halda og geti hann grætt á konu sinni hikar hahn ekki við að selja hana. Um þetta fjallar leikrit kvöldsins, sem flutt verður í útvarpi í kvöld kl. 20.40. Leikritið er í léttum dúr og nefnist það Maðurinn sem seldi konuna sína. Leikritið er byggt á sögu eftir 'Anton Tsjekhov og er þýðandi Ólafur Jónsson. Höfundurinn Anton Pavlovitsj Tsjekhov fæddist í Taganrog i Suður- Rússlandi árið 1860. Hann stundaði nám í læknisfræði og fór snemma að skrifa í blöð og tímarit. Tsjekhov samdi fjögur stór leikrit og allmörg smærri, en auk þess fjölda smásagna, sem margar hverjar hafa verið þýddar á íslenzku. Um margra ára skeið hafði Tsjekhov nána samvinnu við Listaleik- húsið í Moskvu, og ein af leikkonum þess varð eiginkona hans. Anton Tsjekhov veiktist af berklum á unga aldri og barðist hann löngum við þann sjúkdóm, unz hann lézt sumarið 1904 i Badenweiler í Þýzka- landi. Útvarpið hefur flutt allmörg leikrit eftir Tsjekhov, og nokkur hafa verið sýnd hér á leiksviði. Leikstjóri er Helgi Skúlason og með aðalhlutverk fara Steindór Hjörleifs- son, Helga Bachmann, Gísli Halldórs- son og Róbert Arnfinnsson. Gítarleik- ari er Gunnar Jónsson. Flutningur leik- ritsins tekur tæpar 70 mínútur. Það var áður á dagskrá útvarpsins árið 1961. - ELA Helga Bachmann og Gísli Halldórsson fara með tvö af hlutverkunum I leikriti kvölds- ins í útvarpi. Hér eru þau I leikritinu Dauðadans sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykja- vfkur 1976. /-------------\ MIÐDEGISSAGAN — útvarp kl. 14.30: Hermaðurinn fyrrverandi og barátta hans l,v>! Dömur athugið! Námskeið hefjast 3. sept Leikfimi: Dag- ,og kvöldtímar, 2svar og 4 sinnum í viku. Sturtur, sauna, ljós og sápa, sjampó, olíur kaffi innifalið í verði. Vigtað fyrir hvern tíma og sér eftir pöntun- um. 10 tíma nuddkúrar án leikfimi. Innritun í síma 42360 og 40935. Þjátfari Svava. Sími 41569. eba Heilsurœktin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360 Helgi Sæmundsson þýddi söguna Sorrell og sonur en sonur hans, Sigurður Helga- son, les. „Sagan fjallar um fyrrverandi her- mann og baráttu hans við að koma undir sig fótunum. Kona hans er farin frá honum og hann þarf aö ala upp son þeirra,” sagði Sigurður Helgason, en hann er nú um þessar mundir að lesa bókina Sorrell og sonur eftir Warwick Deepingí útvarpi. „Þetta er mjög skemmtileg og góð saga og hermaðurinn fyrrverandi reynir allt til að sonur hans fái allt það bezta. Það eru þó ýmsir erfiðleikar sem koma fram viðuppeldið. Bókin kom fyrst út árið 1944 og hefur hún komið einu sinni út eftir það. Helgi Sæmundsson þýddi bókina. Önnur bók hefur verið þýdd hér á landi eftir þennan höfund og var það Leifur Haraldsson sem það gerði. ” Alls verða lestrar sögunnar átján, en það er fjórði lestur sem Sigurður les í dag kl. 14.30. Hver lestur er hálftíma Iangur. - ELA Innri-Njarðvík Blaðbera vantar í Innri-Njarðvík. Vinsamlega hringið í umboðsmann DB íNjarðvík, sími 2249. ii íBIAÐIÐ ÖTSAIA ínokkSga BARNAFA TA VERZLUN Glœsibœ, Alfhcimum 74

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.