Dagblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979. 5 ðnnur aðalvélin í Júní eyðilagðist —bilun varð við samkeyrslu aðalvéla togarans eftir klössun og breytingar á Akureyri —Geysilegt tjón, segir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Önnur aðalvél Hafnarfjarðartog- arans Júní er talin ónýt eftir óhapp sem varð á Akureyri sl. laugardags- kvöld. Togarinn hefur verið undan- farnar vikur í klössun hjá Slippstöðinni á Akureyri, jafnframt því sem vélum skipsins var breytt til brennslu á svartolíu. Að sögn Guðmundar Tuliniusar yfirverkfræðings Slippstöðvarinnar lét vélin ekki að stjórn er verið var að samkeyra hraða vélanna tveggja, áður en kúplað var inn á gírinn. Búið var að prófa vélarnar báðar, sína í hvoru lagi, og var þáallt í lagi. Við samkeyrsluna gerðist það hins vegar að snúningshraði annarrar vélarinnar jókst upp úr öllu valdi. Vélstjórarnir studdu á neyðarstopp en ekkert gerðist. Þeir ruku þá til og ætluðu að stoppa vélina með hand- olíugjöfinni en hún var þegar á núlli þannig að það var ekki hægt. Það þurfti því að loka fyrir hvern strokk sem gæti hafa tekið um eina mínútu. Vélin skemmdist það mikið að hún er talin ónýt. ,,Ég get ekki sagt hvað þarna hefur gerzt,” sagði Guðmundur, ,,en ljóst er að brennsluolia hefur komizt inn í strokkana eftir að búið var að loka. Það er ekki gott að segja til um hvað tjónið er mikið en þetta eru tvær 1400 hestafla vélar. Ég tel engar líkur á því að hægt sé að leiða þetta óhapp til þeirrar viðgerðar sem við höfum verið með um borð. Útgerð og tryggingafélag verða síðan að ákveða hvað gert verður.” „Þetta er geysimikið tjón fyrir okkur,” sagði Baldvin Hermannsson hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, ,,en á þessu stigi er ekki hægt að áætla tjónið i krónum. Skipið hefur verið i viðgerð í 5—6 vikur og ljóst er að viðgerð tekur a.m.k. tvo mánuði. Sigla þarf skipinu til Þýzkalands til viðgerðar en nú eru á Akureyri sér- Anddyri það og uppgangur á aðra hæð sem SVR fær til umráða. Þarna eiga hundruð manna að biða vagnanna á Lækjar- torgi, án þess að geta fylgzt með vögnunum út um glugga. DB-myndir Ragnar Th. VagnstjórarhjáSVR: „NQTUM AÐ FLYTJA í ÞESSA KOMPU” —SVR fær ekkert annað en sameign hússins til umráða „Við vagnstjórar neitum að flytja inn í þessa kompu ef ekki verða gerðar á henni lagfæringar,” sagði Magnús Skarphéðinsson vagnstjóri hjá SVR. Kompan sem Magnús nefnir er herbergi vagnstjóra í nýbyggingunni við Lækjartorg. SVR hefur fengið til umráða miðju þess húss fyrir farþega og vagnstjóra en eins og DB greindi frá á fimmtud. er mikil óánægja með þetta þrönga og borulega húsnæði, eins og skrifstofustjóri SVR kallaði það. ,,í þessari kompu á að vera klósett, kaffilögun og miðasala og er plássið miklu minna en í skúrnum sem nú er á torginu,” sagði Magnús. „Hérna hafa 11 vagnar endastöð á hverjum klukkutíma og á vakta- skiptum tvöfaldast fjöldi vagnstjór- anna og sér hver maður að þeir kom- ast alls ekki inn. Þetta er hreint vandræðaástand allt saman og biðskýli farþeganna er hreint hneyksli. Strætisvagnarnir áttu að fá vesturhluta hússins og þar átti að bjóða upp á svipaða þjónustu og á Hlemmi. En nú má segja að SVR fái aðeins sameignina í húsinu til um- ráða, þ.e. anddyri og uppgang á aðra hæð. Þarna koma um 16 þúsund far- þegar á dag og á mestu annatímum eiga hundruð manna að biða þarna i anddyrinu, án þess að sjá hvaða bílar eru að koma og fara. Borgin hefur samið af sér eða eig- andi hússins hlunnfarið yfirmenn borgarinnar í samningum því svona átti þetta ekki að vera. Þá má nefna tvíverknað og handarbakavinnu- brögð við gangstétt. Vagnstjórar fóru fram á háa gangstétt við bílana þannig að hægt væri að ganga beint inn í þá. Því var ekki sinnt. Nú er hins vegar verið að brjóta upp gang- stéttina og á að hækka hana. Á þessu sjást vinnubrögðin í kerfinu.” DB hafði samband við Birgi ísleif Gunnarsson, sem var borgarstjóri er samið var um þetta húsnæði fyrir strætisvagnana. Birgir sagðist ekki muna eftir þessu máli í smáatriðum og því ekki geta greint frá þvi en vísaði á skjalasafn borgarinnar. -JH. Togbátur tekinn í landhelgi Varðskip stóð togbátinn Sæhrímni ÍS—lOOað meintum ólöglegum veiðum út af Dýrafirði um fjögurleytið í fyrrinótt þar sem báturinn var staddur eina mílu innan við leyfileg 12 mílna mörk þar. í gær var málið tekið fyrir hjá bæjarfógeta á ísafirði. Síðdegis var niðurstaða enn óljós þar sem búast mátti við aðsenda þyrfti matsmenn frá ísafirði til Þingeyrar til að meta afla og veiðarfæri Sæhrímnis. Landhelgis- gæzlan leyfði bátnum að fara þangað þar sem Þingeyri er heimahöfn. -GS. fræðingar frá þýzku MAN-verk- smiðjunum að athuga vélarnar ásamt tryggingarmönnum.” Sjópróf voru vegna málsins á Akureyri í gær en niðurstaða lá ekki fyrir og sagðist Baldvin ekki víta á- stæðu þess að vélin eyðilagðist. ,,Þó held ég að það sé ljóst,” sagði hann, ,,að skiptin yfir í svartolíuna eru þessu ekki við- komandi þar sem vélarnar höfðu aldrei verið keyrðar á svartolíunni er óhappið varð. Þetta er sennilega tryggingamál en engar bótakröfur hafa verið ákveðnar.” Fyrir utan kostnað við nýja vél veldur stöðvun togarans miklu tjóni hjá útgerðinni. „Það kemur vonandi ekki til uppsagna vegna þessa hjá okkur en óhappið eykur þó líkurnar á því. Við reynum að afla okkur hrá- efnis annars staðar frá.” -JH. ENGIR NEYTENDA- FULLTRÚAR í SEXMANNANEFND Neytendasamtökin mótmæla manna og hagsmlinaaðila land- „gífurlegum hækkunum á mjólkur- og búnaðarins um þátttöku neytenda í kjötafurðum”, hvetja neytendur til að nýjustu verðhækkunum”. athuga vandlega verð og framboð á „Það er krafa Neytendasamtakanna matvælum og endurskoða matar- að fulltrúar neytenda fái raunveruleg innkaup sin með hliðsjón af nýjustu áhrif á verðlagningu allra íslenzkra ráðstöfunum. Samtökin segja að í sex- landbúnaðarafurða, sem ekki lúta mannanefnd sitji engir fulltrúar markaðslögmálum,” segir í ályktun neytenda, „þótt svo eigi að heita”,og stjórnarfundar samtakanna. vísa á bug „fullyrðingum stjórnmála- -ARH. ÞRÍR HRYGGJAR- UDIR BROTNUÐU — maður féll rúma 6 metra í Garðabæ Tuttugu og fimm ára gamall maður slasaðist mjög alvarlega á fimmtudag- inn er hann féll af stillansi við aðal- skemmu Garða-Héðins í Garðabæ. Vann hann ásamt fleirum að því að klæða skemmuna að utan er slysið varð rétt um kl. 9 um morguninn. Maðurinn féll rúma sex metra niður á jörð en hann vann að klæðningunni uppi ;ndir þaki skemmunnar. Við læknisskoðun kom í ljós að að minnsta kosti þrír hryggjarliðir brotn- uðu og auk þess meiddist maðurinn innvortis. Hann liggur nú í gjörgæzludeild Borgarspítalans. -ASt. Fossvallarétt og Kaldár- rétt á morgun—Haf ra- vatnsrétt á mánudaginn Fossvallarétt fyrir ofan Lögberg verður á morgun, sunnudaginn 23. september. Þann dag verður einnig réttað í Kaldárrétt fyrir ofan Hafnar- fjörð og í Gillastaðarétt. Hafravatnsrétt verður á mánudaginn 24. sept. og þann dag verður einnig réttað í Fellsendarétt. Kollafjarðarrétt verður miðviku- daginn 26. og ölfusrétt fimmtudaginn 27. september. -BS. Buckminster Fuller \ heimsókn Buckminster Fuller, arkitekt og lífs- filósóf, kemur til íslands á morgun og mun halda opinberan fyrirlestur á mánudaginn sem hann nefnir Maður- inn í alheimi. Fuller er einkum þekktur fyrir hin svonefndu kúluhús sem byggð eru upp af sérstökum einingum. Hann kom hér árið 1975 og hélt þá fyrir- lestra. Buckminster Fuller er sjálf- menntaður í arkitektúr og hefur hlotið meira en fjörutíu heiðursdoktorstitla víðsvegar um heiminn. Fyrirlesturinn verður í Menningar- stofnun Bandaríkjanna við Neshaga og hefst klukkan 20.30. -ÓG. Skíðapartí í Dagblaðsbíói í Dagblaðsbíói á morgun verður sýnd söngva- og gamanmyndin Skíðaparti. Þar koma fram frægir og vinsælir — að minnsta kosti til skamms tíma — amerískir söngvarar og hljóm- sveitir, flest blökkumenn. Sýningin er í Hafnarbíói kl. þrjú á sunnudag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.