Dagblaðið - 22.09.1979, Page 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979.
skákina farsællega til lykta og þar
með hafði Álftamýrarskóli i rauninni
tryggt sér sigurinn. Árni batt svo
endahnútinn á verkið er hann vann
sína skák af miklu öryggi. Strákarnir
í Álftamýrarskóla reyndust þannig
mun sterkari á svellinu, enda eru þeir
allir saman þrautþjálfaðir félagar i
Taflfélagi Reykjavíkur.
Athygli vekur frábær frammistaða
Jóhanns Hjartarsonar á 1. borði, en
hann sigraði alla andstæðinga sína 5
að tölu. Árangur annarra sveitarmeð-
lima varð þessi: 2. borð: Árni Á.
Árnason 2 1/2 v. af 5. 3. borð: Páll
Þórhallsson 3 1/2 af 5. 4. borð:
Lárus Jóhannesson 4 v. af 4. 1. vara-
m. Gunnar Freyr Rúnarsson 1 v. af 1.
Samhliða keppninni var haldið
hraðskákmót og á því sigraði Jóhann
Hjartarson örugglega, hlaut 8 v. af 9
mögulegum. Sé árangur fjögurra
bestu frá hverjum skóla lagður
saman, kemur í Ijós að íslendingarnir
eru efstir með 26 v. og Danir fylgja
fast áeftir með 23 1/2 v. — Sama röð
og i kappskákinni. Álftamýrarskól-
inn vann því í raun tvöfaldan sigur á
þessu grunnskólamóti og sannaði svo
ekki verður um villst að hann hafði
besta liðinu á að skipa. Fararstjórar
með sveitinni voru Ólafur H. Ólafs-
son og Ragnar Júliusson.
Við skulum þá að lokum renna yfir
tvær skákir úr keppninni. Fyrst er
það I. borðs viðureign íslendinga og
Dana.
Hvítt: Sören Madsen (Danmörk)
Svart: Jóhann Hjartarson.
Sikileyjarvörn
I. e4 cS 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. a3.
Hafi hvítur hug á að ná betra tafli
út úr byrjuninni, þá er þetta svo
sannarlega ekki rétta leiðin. E.t.v.
hefur hann viljað forðast teóriuskóg-
inn sem upp kemur eftir 6. Rdb5
o.s.frv.
6. —Dc7 7. Be3 a6 8. g3 d6 9. Bg2
Bd7 10. 0—0 Be7 11. f4 Rxd4 12.
Bxd4 Bc6 13. Dd3
Eðlilegt framhald er 13. De2ásamt
14. Hadl.
13. —0—0 14. Bf3?
Hvítur gælir við þá hugmynd að
leika g3—g4 síðar meir, sem reynist
vera vindhögg.
14. —b5 15. Hadl Db7 16. De3 Hfd8
17. Hfel a5!
Frumkvæðið er nú greinilega i
höndum svarts.
18. g4? Rd7 19. Ra2
Hroðalegur reitur fyrir riddarann,
en svartur hótaði jú 19. — e5 með
mannsvinningi.
19. —b4 20. De2 e5 21. fxe5 dxe5 22.
Bf2 Rc5 23. axb4 axb4 24. Hxd8 +
Hxd8 25. Dc4 Re6 26. c3? Bb5!
27. Db3 Rc5 28. Dxb4 Rd3 29. Db3
Rxel 30. Bxel Bc5+ 31.Kg2
Hér hefði hvitur mátt reyna 31.
Khl Be2! ogsvarturvinnur.
30. —Bf 1 + og hvítur gafst upp.
Haustsólargeislarnir
stundum erfiðir
Á mótum Seljaskóga og Breiðholtsbrautar skullu tvær bifreiðar saman i fyrradag í
glampandi sólskini og er sólin talin eiga einhvern þátt i slvsinu. Valt önnur bifreiðin
og eru báðar svo mikið skemmdar að flytja varð þær á brott i gálga kranabils.
Konur voru einar á ferð i báðum bilunum og sluppu þær að mestu við meiðsli. -A.St.
Bridge
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Aðalfundur BH var haldinn laug-
ardaginn 15. september að Hjalla-
hrauni 9. Þar var kosin ný stjórn sem
eftirtaldir menn skipa:
Kristófer Magnússon
Björn Eysteinsson
form aður,
v a r a f o r -
maður,
gjaldkeri,
ritari,
á h a 1 d a -
vörður,
altmulig-
mand.
Vetrarstarfið hefst þann 24. sept-
ember, á mánudegi að venju,
og verður spilað i Slysavarnahúsinu
að Hjallahrauni 9. Byrjað verður á
eins kvölds tvímenningi og eru allir
hvattir til að mæta jafnt nýir sem
gamlir félagar. Stjórnin.
Sigurður Lárusson
Ægir Magnússon
Stefán Pálsson
Aðalsteinn Jörgensen
Bridgefélag
Reykjavíkur
Starfsemi BR hófst miðvikudaginn
12. september með eins kvölds tví-
menningi í Domus Medica. Sama
kvöld var landsleikur í knattspyrnu
við Austur-Þjóðverja og hafði það
greinilega áhrif á þátttöku.
Miðvikudaginn 19. september var
einnig eins kvölds tvímenningúr í
Domus Medica.
Fyrsta meiri háttar mót vetrarins
verður hausttvímenningur sem hefst
26. september og stendur í 4 kvöld.
Öllum er heimil þátttaka en spilarar
eru beðnir að tilkynna þátttöku til
einhvers stjórnarmanns eigi síðar en
23. september. Fyrsta kvöldið verður
spilað í Hreyfilshúsinu en önnur
keppni félagsins verður í Domus
Medica.
Keppnisstjóri í vetur verður Agnar
Jörgensson.
Ef að likum lætur verður stórmót
BR haldið seinni hluta vetrar með
þátttöku þekkts erlends pars. Pen-
ingaverðlaun verða í boði en þátttaka
takmörkuð og sérstakt tillit tekið til
frammistöðu á mótum BR í vetur.
Stjórn Bridgefélags Reykjavikur:
Jakob R. Möller formaður,
Sævar Þorbjörnsson sími 19253, varafor-
Sigmundur Stefánsson maður, gjaldkeri,
Þorgeir Eyjólfsson sími 72876, ritari, sími
Jón Baldursson 76356, f jármála-
Bridgefélag Breiðholts ritari, simi 77223.
Fyrsta spilakvöld félagsins verður
næstkomandi þriðjudagskvöld 25.
sept. kl. 7.30 og er þess vænzt að sem
flestir mæti. Byrjað verður á eins
kvölds tvímenningi. Spilað verður í
húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54.
Fólk er beðið að mæta stundvíslega.
9
s
J0N L. ARIMASON
SKRIFAR UM SKÁK
Árni Árnason náði aðeins 50%
vinningshlutfalli, en tefldi þó manna
best á köflum. Hér kemur sigurskák
hans í viðureigninni við norsku A-
sveitina. Hann fer sér að engu óðs-
lega og þjarmar hægt og sígandi að
andstæðingi sínum.
Hvítt: Linar Brekken (Noregur)
Svart: Árni Árnason
Spænski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5.0—0 b5 6. Bb3 Be7 7. Hel
d6 8. c3 0—0 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7
11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rfl
Bf8 14. Rg3 g6 15. He2
Áætlun hvíts er óvenjuleg og eins
og framhaldið leiðir i Ijós — með öllu
hættulaus svörtum.
15. — c5 16. dxe5 dxeS 17. Be3 Dc7
18. Hd2 Had8 19. De2 c4 20. Hadl
h6
Að þessari stöðu hefur hvítur sjálf-
sagt stefnt, en hvað á nú að gera?
Næstu þrír leikir hans bera ekki vott
um mikinn skilning á stöðunni.
21. Kfl (?) Kh7 22. h4?! Dc8! 23. a4?
Fyrsti afleikurinn var i rauninni
ekki svo slæmur þvi i 22. leik gat
hvitur leiðrétt mistök sín og leikið 22.
Kgl. Það er hins vegar verra með
peðsleiki . . . Annar afleikurinn veik-
ir stöðu hvíts á kóngsvætig og þá sér-
staklega g4-reitinn. Það er hins vegar
ekki svo gott fyrir svartan að notfæra
sér það. Þriðji afieikurinn hefur aftur
á móti alvarlegar afleiðingar í för
með sér. Hvíta a-peðið verður ein-
faldlega skotmark svörtu mannana.
23. —b4! 24. Bbl Dc6?
Ónákvæmni. Nákvæmast er 24. —
a5! ásamt — Ba6 og — Dc6.
25. cxb4 Bxb4 26. Hc2 a5 27. Kgl?
Hvítur hefði átt að reyna 27. Hxc4,
því ekki er að sjá að svartur nái að
notfæra sér skálínuna a6— f 1 til vinn-
ings.
27. — Ba6 28. b3 c3
Svartur hefur vinningsstöðu.
29. Del De6 30. Ba2 Hc8 31. Bg5 Rg4
32. Hd5 Rb6 33. Hdl Kg7 34. Be3
Rd7 35. h5 Rdf6 36. hxg6 fxg6 37.
Rh4 Hed8 38. Hxd8 Hxd8 39. Dcl
Dc6 40. Rhf5 + gxf5 41. Rxf5+ Kh7
42. Bxh6 Bd3 43. I)g5 Hg8 44. Dh4
I)e8 45. Hcl Dh5 46. D\h5 Rxh5 47.
Be3 Rxe3 48. I'xe3 Lxe4 >g hvílur
gafst upp.
- r '
Odýrt að gista í bama-
skólanum í Ámeshreppi
Minna var um ferðafólk í Árnes-
hreppi í sumar en oft áður. Gisting er
fyrir ferðafólk i barnaskólanum
margfræga, sem Guðmundur Þ.
Guðmundsson á Finnbogastöðum
byggði upp á eigin spýtur árið 1929.
Þá voru allir ráðandi mcnn i
hreppnum á ntóti því að byggja
skólahús. Ríka fólkið átti að ráða
einkakennara en hinir áttu að verða
útundan.
Líkar fólki vel að gista i þessu hlý-
lega og vinalega skólahúsi. Það eru
skólastjórahjónin Torfi Guðbrands-
son og Aðalbjörg Albertsdóttir sem
sjá um gistiaðstöðuna. Ferðafólki
finnst ódýrt að gista þarna, kostaði
1200 kr. á nóttina i sumar. Sofið er í
kojum en ferðafólkið hefur einnig
cldunaraðstöðu í skólaeldhúsinu.
Regína Thorarensen/abj.
Innritun og upplýsingar
kl. 10—12 og 13—19
Símar: 20345,38126,24959,74444,39551
Nýjustu disco-dansarnir
Barnadansar, Samkvæmisdansar,
gömlu dansarnir
ATH.
Konur, munið „beat" tímana
vinsælu! ncí
KENNSLUSTAÐIR
REYKJAVÍK
Brautarholt 4
Drafnarfell 4
Félagsh. Fylkis (Árbæ)
Kópavogur
Hamraborg l
Kársnesskóli
Seltjarnarnes
Félagsheimilið
Hafnarfjörður
Gúttó