Dagblaðið - 08.10.1979, Qupperneq 1
m
f
i
Í
t
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
,5. ÁRG. — MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979 — 220. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Framsókn og Alþýðubandalag vilja reyna aðrarleiðir
„Fátt verra en
vetrarkosningar”
„Það er varla hægt að gera annað
verra en efna nú til vetrarkosninga,”
sagði Steingrímur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, i
viðtali við DB i morgun.
„Skynsamlegra væri að reyna að ná
samstöðu um eitthvað fram á vorið.”
Steingrímur sagði, að spurningin
væri, hvort samstaða gæti náðst um
miklu ákveðnari stefnu í efnahags-
málum. Aðrir framsóknarmenn, sem
DB ræddi við, veltu fyrir sér
spurningunni um, hvort mynda
mætti minnihlutastjórn eða utan-
þingsstjórn til vors. Steingrímur
sagði, að samkomulag væri milli
stjórnarflokkanna um, að þing yrði
ekki rofið nema þeir væru allir sam-
máia um það. Hann kvaðst gera ráð
fyrir að flokksstjórn Alþýðu-
flokksins mundi í kvöld staðfesta
samþykkt þingflokksins um, að
Alþýðuflokkurinn hætti þátttöku i
stjórn. Hins vegar mætti búast við
andstöðu við þingrof hjá Framsókn
og Alþýðubandalagi. Annar
forystumaður Framsóknar sagði i
morgun, að nú yrðu viðræður milli
stjórnmálaflokkanna til að kanna,
—segirStein-
grímur
Hermannsson
formaður
Framsóknar-
flokksins
hvort eitthvað annað kæmi til greina
en kosningar i desember.
Einn forystumaður Alþýðu-
bandalagsins sagði í morgun, að
óeðlilegt væri og ábyrgðarlaust að
efna til kosninga strax í desember.
-HH.
Vilmundur Gylfason, Björn Jónsson, sem nú er aftur kominn til starfa, og
Sighvatur Björgvinsson á fundi verkalýðsmálanefndar Alþýðuflokksins I gær.
DB-mynd GTK.
Staðan í MbýðufloVkitmi:
GERT RAÐ FYRIR STAÐ-
FESHNGU FLOKKSSTJORNAR
Ýmsir verkalýðskratar styðja ríkisst jómina en konumar
studdu þingf lokkinn
Kunnugir reiknuðu í morgun
með þvi, að flokksstjórn Alþýðu-
flokksins mundi i kvöld staðfesta
ákvörðun þingflokksins, þótt gert
væri ráð fyrir miklum ágreiningi i
flokksstjórninni. Búizt var við, að
einhverjir flokksstjórnarmenn
mundu koma mcð tillðgur um, að
ákvörðun væri frestað, til dæmis i
viku, fram yfir þing Verkamana-
sambandsins.
Margir studdu ríkisstjórnina á
fundi verkalýðsnefndar Alþýðu-
flokksins, sem haldinn var í gær, og
vildu ganga gegn samþykkt þing-
flokksins. Hins vegar samþykkti
þing alþýðuflokkskvenna stuðning
við ákvörðun þingflokksins.
„Alþýðufiokkurinn getur ekki
haldið áfram að bera ábyrgð á slíku
efnahagslegu öngþveiti, sem gengur
þvert á grundvallarviðhorf hans í
efnahagsmálum og þau markmið,
sem hann einsetti sér að ná fram i
stjórnarsamstarfi,” segir í ályktun
alþýðuflokkkvennanna.
„Við slikar aðstæður styður
landsfundur Sambands alþýðu-
flokkskvenna að lagt verði fyrir
flokksstjóm, að ráðherrar Alþýðu-
flokksins hætti nú þegar störfum i
rikisstjórn og að stefna hans verði
lögðundirdóm kjósenda." -HH.
400 þúsund stolið
í Haf narff irði
—og 50 þúsundum í Garðabæ
Rannsóknarlögreglan hefur nú til
meðferðar kæru um þjófnað á um 400
þúsund krónum úr húsi i Hafnarfirði.
Voru peningarnir geymdir í peninga-
kassa i eldhúsi, en lykill að kassanum
stóð í skráargati hans. Ekkert húsbrot
var gert er peningarnir eru sagðir hafa
horfið en ótrygg læsing er á hurð
ibúðarinnar fram á stigagang.
Þá hefur einnig verið kært vegna
þjófnaðar á 40—50 þúsund krónum úr
húsi í Garðabæ og hugsanlega banka-
bók að auki. Varð þessa þjófnaðar vart
er húsráðandi kom heim um helgina
eftir vinnu úti á landi. Málið er hjá
RLR. -A.St.
Leit var haf in að
17 ára leitarmanni
Seint á sunnudaginn hófst leit að 17
ára pilti úr Hverageröi, sem farið hafði
í göngur en kom ekki fram á sama tíma
og aðrir leitarmenn. Um fjögurleytið
var farið að svipast um eftir piltinum.
Smám saman tíndust að fleiri og fleiri
leitarmenn, félagar úr SVFÍ deildinni á
Selfossi og kúr Hjálparsveit skáta svo
og sjálfboðaliðar. Litil flugvél flaug
yfir leitarsvæðið og þyrla Gæzlunnar
var tilbúin til leitar.
Klukkan 19.15 kom svo pilturinn
fram af sjálfdáðum, til Hveragerðis.
Hafði hann tafizt en ekkert amaði að
honum.
-A.Sl.
Kópavogslögreglan:
Vil jum losna við þjóðvegaakstui s-
hraðann af götum Képavogs- sjá bis. 13
B0MBA KRATANNA
— almenningur spurður álits á stjómarslita-
tillögu Alþýðuf lokks — sjá bls. 6
Vísnasöngkonan
Birgitte Grimstad:
„Ekki
veitég
hvernig
mértekst
íkvöld”
„Það er alltaf sama fina veörið hjá
ykkur,” sagði söngkonan, sem
kemur hingað frá Osló „gott að fá
smásumarauka.” Það var sól og
blíða, þegar Bjarnleifur tók myndina
klukkan þrjú á laugardaginn. ,,En
ekki veit ég hvernig mér tekst með
tónleikana,” (hún átti að syngja um
kvöldiðj.Ég er hálfkvíðin, þvi í fyrsta
lagi var ég að frétta að það er uppselt,
t öðru lagi ætlar forsetinn að koma,
og i þriðja lagi á að útvarpa beint frá
l'yrri hlutanum.”
Hún ákvað að fínna einhvern stað í
Reykjavík þar sem hún fengf
kröftuga máltið, og sofna á eftir, og
það gerði hún.
Þegar hún vaknaði heillaði hún
áheyrendur með söngnum og sínum
elskulega persónuleika. Það gerir hún
áreiðanlega líka, þegar hún syngur
öðru sinni I Norræna húsinu í kvöld,
og er hætt við að þangað komist
færri en vilja.
-IHH
DB-mynd Bjarnleifur.