Dagblaðið - 08.10.1979, Page 2
————————
Af félagslegum íbúðum á Akureyri:
EFTIRSPURN MARG-
FALT MEIRIEN UNNT
ER AÐ VERÐA VID
Jón Hjornsson félagsmálastjóri á
Akureyri skrifar:
í Dagblaðinu fimmtudaginn 20.
sept. sl. er beint til min undirritaðs
spurningum af Guðrúnu Sigurðar-
dóttur varðandi leiguíbúðir á vegum
Félagsmálastofnunar Akureyrar, sem
ég vil biðja um rúm til að fáaðsvara.
í bréfi Guðrúnar stendur:,,Ég er
gift tveggja barna móðir. Maöurinn
minn er verkamaður og við höfum,
sótt fimm sinnum um íbúð hjá
Félagsmálastofnun og ávallt fengiö
neitun.”
Guðrún sótti um íbúð hjá Félags-
málastofnun á árinu 1978 en fékk þá;
íbúð á almennum leigumarkaði svo
umsóknin féll úr gildi. 5. apríl sl. var
að nýju lögð inn umsókn en Guðrún
og fjölskylda hennar hefur enga íbúð
fengið, enga neitun heldur, nema þá,
sem felst í því að hún hefur ekki
gengið fyrir við úrlausnir til þessa.
Því skyldi hún lfka gera það? Nú i
byrjun sept. lágu fyrir rúmlega 70
umsóknir, sumar áragamlar. Félags-
málastofnun Akureyrar hefur yfir 55
íbúðum að ráða. Eftirspurn er marg-
falt meiri en svo að unnt sé að sinna
henni allri. Það er því leitast við að
miðla þeim fáu íbúðum sem losna
árlega til þeirra, sem skv. mati eiga
örðugast með að afla sér, eignast eða
leigja húsnæði áalm. markaði, vegna
fjárhags eða annars. Gjarnan situr
því eldra fólk, öryrkjar eða einstæðir
foreldrar fyrir þessum íbúðum.
Guðrún svarar spurningu sinni sjálf i
bréfinu. Hví skyldi Félagsmálastofn-
un Akureyrar láta umsókn hjóna
með tvö börn á framfæri, fullfrísks
fólks, að þvi ég best veit, ganga fyrir
umsóknum fólks sem vegna aldurs,
fjölskyldugerðar eða tekjuöflunar-
möguleika standa langtum verr að
vígi?
Ég veit það ekki náið en ég giska á
að á Akureyri séu 1—200 hjón með
tvö börn á framfæri. Þetta er meðal-
stærð fjölskyldu. Þessum fjölskyld-
um er ætlað að leysa húsnæðismál sín
sjálfum og þær gera það allajafnan
með byggingu, leigu eða kaupum á
íbúðum. AUajafnan ætlast þær ekki
til þess að þær gangi fyrir öðrum
lakar stöddum við úthlutun svo-
kallaðs „félagslegs húsnæði”, eins
og t.d. einstæðum foreldrum með
eitt, tvö eða þrjú börn á framfæri,
eða lífeyrisþegum T.R., sem verða að
Verð:
27.280.-
Svart
leður,
Ijóst leður,
ekta hrá-
gúmmí-
sólar,
sterkir og
vandaðir.
Póstsendum um allt land.
Leugavegi 69 simi 168bO
Hirsihmann
Útvarps-og
sjónvarpsloftnet fyrir
litsjónvarpstæki,-'
magnarakerfi og
tilheyrandi'
loftnetsefni.
Odýr loftnet
ofi gód.
Aratuga
reynsla.
Heildsala
Smásala.
Sendum i
póstkröfu.
Radíóvirkinn
Týsgötu 1 - Sími 10450
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979.
lifa af fé sem rétt ieyfir lífsnauðsynj-
ar en alls ekki háa leigu, hvað þá fjár-
festingu. Að hvaða leyti er fjölskylda
Guðrúnar svona „spes” að það megi
ganga fram hjá svona umsóknum
hennar vegna? Það væri e.t.v. betra
að hið opinbera hefði yfir húsnæði
að ráða sem dygði yfir alla þá sem
kjósa fremur Ieigukjör heldur en
sjálfseign húsnæðis en þannig er nú
pólitíkin ekki rekin á íslandi en þar
er við aðra að sakast en undirritaðan.
Ég vil ekki fjölyrða um ásakanir
Guðrúnar vegna leigu á húsnæði
Akureyrarbæjar til útlendinga, en i
báðum tilvikunum sem hún nefnir
hallar hún réttu máli. Aðeins önnur
leigan sem hún nefnir var gerð af
Félagsmálastofnun, báðar voru sann-
gjarnar og sjálfsagðar. Ég skal
gjarnan færa rök fyrir því en ekki þó
í dagblaði af skiljanlegum ástæðum.
Ég veit raunar ekki hversu vel þetta
orðaskak á heima á síðum dagblaðs.
Það eru hliðar á þessu sérstaka máli,
sem ég kýs að nefna ekki, né heldur
má nefna , í dagblaði sakir þagnar-
skyldu sem ég er bundinn. Finnist
Guðrúnu hún órétti beitt þá legg ég
til að hún snúi sér til minna yfir-
manna, Soffíu Guðmundsdóttur,
formanns félagsmálaráðs Akureyrar,
Helga M. Bergs bæjarstjóra eða full-
trúa í bæjarstjórn, sem ber þá að
kanna réttmæti slíkra klögumála.
í bréfi Guðrúnar stendur: „Eigum
við engan rétt á fyrirgreiðslu hjá
bænum þó við greiðum okkar gjöld
til hans?” Guðrúnu er velkomið að
leita hingað a.m.k. til ráðuneytis um
það hvernig hún gæti reynt að fjár-
magna íbúðarkaup. Slíkt er algengt.
Og það getur hún jafnt fyrir því þó
hún hafi nú einmitt ekki greitt gjöldin
sín sem skyldi.
Viðbót við um-
mæliutan-
ríkisráðheira
Athugasemd frá Pétri Guðjónssyni
Pétur Guðjónsson hefur beðið DB
fyrir eftirfarandi viðbót við ummæli
Benedikts Gröndals utanrikisráð-
herra i DB 3. október.
„Það duldist engum, sem fylgdust
með gangi Jan Mayen málsins frá
byrjun, að undirbúningur málsins var
mjög takmarkaður í sögulegu og
þjóðréttarlegu tilliti. Það er cins og
ákveðnir aðilar hafi komið sér niður
á það að Jan Mayen væri norsk, án
þess athugað væri hvort nokkur skjöl
væru til viðvikjandi málinu í Þjóð-
skjalasafni íslands og ef til væru þá
athuguð vegna réttarstöðu íslands
gagnvart Jan Mayen, Svalbarða á ís-
landsgrunni.
Það var sameiginlegt álit mitt og
Ólafs R. Grimssonar að úr þessu
þyrfti að bæta og að hann færi fram
á það i Landhelgisnefnd að gerð yrði
itarleg könnun á málinu í sögulcgu og
þjóðréttarlegu tilliti.
i beinu framhaldi af beiðninni
framkominni í Landhelgisnefnd fór
utanríkisráðuneytið í þessa athugun
sem leiddi í Ijós að margumræddur
skjalapakki, „Jan Mayen 1”, kom í
leitirnar. Það er hann sem hefur að
geyma hið dýrmæta bréf Jóns Þor-
lákssonar forsætisráðherra þar sem
norsku rikisstjórninni er tilkynnt
fyrsta ríkisstjómar-eignarréttaryfir-
lýsingin gagnvart Jan Mayen, Sval-
barðaá Islandsgrunni.
Það er þvi hreint ofbeldi gagnvart
íslendingum er norsk ríkisstjórn til-
kynnir um innlimun þessarar eyju á
íslenzku hafsvæði.
Eftir fréttum að dæma á fimmtu-
dag frá Noregi, sem segja frá dólgs-
legum yfirlýsingum norskra þing-
manna viðvíkjandi Svalbarða á
íslandsgrunni, er eins og menn i Osló
haldi aðártalið sé enn 1929.”
Endursýn-
iðFiskund-
irsteini!
Ásgeir skrifar:
Ég vil beina þeirri áskorun til sjón-
varpsins að endursýna sem fyrst sjón-
varpsmyndina Fiskur undir steini.
Eins og menn muna eflaust var sú
mynd tekin í Grindavík fyrir nokkr-
um árum. Við það tækifæri mót-
mæltu þorpsbúar kröftuglega og
töldu að sér veitzt. Nú er hins vegar
alltaf að koma betur og betur i Ijós að
fisktetrið er á sínum stað og það er
megn ýldulykt af honum.