Dagblaðið - 08.10.1979, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979.
Þarna eru eplaskifurnar að bakast á pönnunni. Vid hringdum i nokkrar búsá-
haldaverzlanir i höfuðborginni. Epiaskifupönnur voru aðeins tii á einum staö sem
við höfðum uppi á, hjá Biering á Laugaveginum, og kostuðu þær um 11 þúsund
kr. Þær pönnur eru húðaðar að innan með teflon.
Bandprjónar
nauðsynlegir
þegarbaka
á eplaskrfur
Eplaskífur eru eins konar „pönnu-
kökur” frænda okkar á Norðurlönd-
unum. Þeir baka gjarnan eplaskífur
til að gæða heimilisfólkinu á, líkt og
við pönnukökur. — Til þess að baka
eplaskífur þarf að eiga þar til gerða
pönnu, eplaskífupönnu, sem er
gjarnan úr smíðajámi með sjö holum
og er efra borðið yfirleitt emalerað.
Þeir sem eru flinkastir við eplaskifu-
baksturinn geta bakað kringlóttar
„skífur” en það þarf nokkra leikni
til þess að geta það. Verður að taka
tvo bandprjóna til aðstoðar til þess
að snúa „skífunum” varlega á
meðan þær eru að bakast. Ef ein-
hvern langar til þess að prófa að baka
Þarna er ungi kokkurinn sem við
fengum uppskriftina og leiðbeining-
arnar hjá. Honum hefur tekizt að búa
til kringlóttar eplaskifur.
er hér uppskrift sem að sögn á að
gefa vel kringlóttar eplaskífur.
125 g hveiti
5egg
65 g smjörl.
ca 1 dl rjómi
vanilla
sykur
salt
sitróna
Takið eftir að það er ekkert epli í
eplaskifunum en margir láta rúsínur
út í þær.
Eggjarauðurnar eru þeyttar með
hveitinu, bræddu smjörinu og rjóm-
anum. Vanillan, örlítið af sykri og
salti, safinn úr sítrónunni og rifinn
börkurinn er látið út í deigið. Stíf-
þeytið eggjahvíturnar og blandið
þeim varlega saman við. Bezt er að
hafa snör handtök við deiggerðina og
baka síðan skífurnar eins og skot því
deigið þolir ekki að bíða á eldhús-
borðinu. Hitið pönnuna og látiá
hreina feiti, annaðhvort jurtafeiti eða
olíu, í hverja holu. Fyllið hverja holu
alveg með deigi. Jafnóðum og þær
bakast á að snúa þeim, ekki nema
lítið í einu, með bandprjónum
þangað til þær eru orðnar kringlóttar
og bakaðar. Eplaskífurnar eru látnar
á fat og eigaekki að „falla saman” ef
þæreru rétt bakaðar.
Þær eru siðan bornar fram annað-
hvort með strásykri eða sultu.
Þessi uppskrift er nokkuð dýr, því
eggin eru svo mörg og svo rjóminn.
En hægt er að nota ódýrari uppskrift,
að sjálfsögðu. Það má nota venjulega
vöffluuppskrift og deigið á að vera
svipað á þykkt og vöffiudeig.
- A.Bj.
Ödýrar eplaskíf ur
Hér er ódýrari eplaskífuuppskrift.
250 g hveiti
1/2 tsk. natrón
1/21 mjólk
25 g sykur
feiti til að baka í
Öllu er hrært saman. Natrónið er
sigtað með hveitinu. Bakið strax úr
deiginu. Gott er að hella því í könnu
og hella siðan úr könnunni í epla-
skifupönnuna. Fyllið holurnar alveg
með deigi og bakið að öðru leyti eins
og sagt er áður á síðunni.
- A.Bj.
Sumarfrí og gesta-
gangur—eyðslan
yfir 35 þús. á mann
Fyrsti septembersedillinn kominn •
G.E.T., húsmóðir í Reykjavík,
skrifar:
Þótt seint sé ætla ég að senda
ykkur tölur fyrir ágústmánuð og
september kemur með.
Ágústmánuður er hrikalega hár og
ber ýmislegt til. Við vorum 9 daga í
sumarfrii, þar af 7 daga í sumarbú-
stað, og vorum við sex þar. Síðan
voru næturgestir og tilheyrandi gesta-
gangur, m.a. ein dýr matarveizla. Við
vorum því átta til jafnaðar í ágúst-
mánuði. Eyðslan var lika eftir þvi,.
281.800 kr., eða 35.255 kr. á mann.
September er ekki eins slæmur eða
kr. 209.850, sem gerir 26.230 kr. á
mann, en við erum átta i september.
Eitt af því sem mér finnst að hljóti
að ráða talsverðu í sambandi við
Raddir
neytenda
matarkaup er að þar sem eru t.d.
tveir í heimili og báðir útivinnandi
hlýtur að vera hægt að eyða meiru í
mat en ástærri heimilunum.
I dag birtum við fyrsta september-
seðilinn og vonumst eftir að fá frá
öllum „viðskiptavinum” og mörgum
nýjum sem fyrst.
Þátttakan var sæmileg hjá okkur í
ágústmánuði, hefði þó mátt vera
meiri. Við höfum ekki lokið við loka-
útreikninginn á meðaltalinu en okkur
sýnist að það sé allverulega hærra en í
júlí.
i sambandi við það sem G.E.T.
segir um fámennu heimilin, þar sem
báðir eru útivinnandi, tel ég að það sé
alveg laukrétt athugað. Auðvitað er
frekar hægt að láta eftir sér að kaupa
eitthvað dýrt í matinn þegar aðeins er
keypt handa tveimur. Það gerir
sennilega kostnaðinn líka oft meiri
hjá fámennustu fjölskyldunum. Það
getur lika stundum verið dálítið erfitt
að elda skammta sem duga nákvæm-
lega handa tveimur þannig að alltaf
vill eitthvað fara til spillis.
- A.Bj.
Sími
Hvaó kostar heimilishaldió?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi I upplýsingamiðluii
meðal almennings um hvert sé meðalta! heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið
þér von I að fá fria mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar.
Kostnaður í septembermánuði 1979.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
m i im\
Fjöldi heimilisfólks
1
til samanburðar á heimiliskostnaði
Nafn áskrifanda
Heimili
Hérna kemur scptemherseðillinn. Fyllið hann út strax og scndið okkur við fyrstu hcntugleika. Við vorum sæmilcga ánægð
mcð þátttökuna i ágúst cn vonumst eftir fleiri seðlum í scptembcr.