Dagblaðið - 08.10.1979, Síða 6

Dagblaðið - 08.10.1979, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8.’OKTÓBER 1979. Tiisö/u BMW 528 automatic árg. '77 BMW 520 árg. '77 BMW 728 árg. '78 BMW 316 árg. '78 BMW 3,0 (De Luxe) automatic árg. '75 Renault 20 TL árg. '77 Renault 16 TL árg. '76 . Renault 12 TL árg. '77 Renault station árg. '73 Renault 4 Van árg. '74 og '76 og '78 Renault 4 Van F6 árg. '77, '78 og '79 Ford Fairmont Dezer automatic árg. '78 Opið laugardaga kl. 1—6. Kristinn Guðnason hf. ifreiða- og varahlutaverzlun, Suðurlandsbraut 20, sími 86633. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðsiustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 Hárgreiðslustofan DESIRÉE (Femina) Laugavegi 19 — Sími 12274 0PIÐ FRÁ9-6 LAUGAR DAGA 9-2 LITANIR TÍZKUPERMANENT LAGNINGAR LOKKALÝSINGAR KLIPPINGAR BLÁSTUR NÆRINGARKÚRAR 0.FL. Laus störf Viljum ráða sem fyrst: 1. Vél- eða rafmagnsverkfræðing. 2. Símavörð á skrifstofu l/2 eða fullt starf. 3. Málmiðnaðarmann í argon suðu og fleira. 4. Iðnverkafólk til verksmiðjustarfa. Upplýsingar á skrifstofunni. H.F. Raftækjaverksmiðjan Hafnarfirði. UMBOÐSMAÐUR Dagblaðsins í Keflavík Nýtt heimilisfang: Margrét Sigurðardóttir, Smáratúni 31 Keflavík, sími 3053. iBUUJID Skrifstofu og geymsluhúsnæði Til leigu er húsið nr. ÍOI við Laugaveg frá 1. nóv. 79, alls 170 fm. Tilboð sendist DB fyrir 12. okt. merkt „Húsnæði”. Bomba kratanna —menn spurðir álits á ályktun þingf lokks Alþýðuf lokksins umstjórnarslit Umræður manna nú um helgina hafa beinzt mjög að yfirlýsingu þingflokks Alþýðuflokksins um að segja sig úr stjórn og að efna skuli til nýrra kosninga. Blaðamaður DB tók nokkra vegfarandur tali í miðbænum í gær og spurði hvernig þeim litist á yfirlýsinguna og hvort efna ætti til nýrra kosninga. „Sjálf- stæðis- flokkurinn mun sigra” Þorsteinn Steingrímsson sagði: Ja, ætli það hafi verið nokkuð annað fyrir þá að gera. Þetta er hvort eð er allt komið í óefni og verður þvi bezta lausnin að efna til nýrra kosninga. Ég er fylgjandi því að þjóðin fái að tjá sig um ástand mála með nýjum kosn- /ingum. ,,Ég veit að án efa verður það Sjálfstæðisflokkurinn sem mun sigra í þeim kosningum, með stórsigri. — Hvað ætlar þú að kjósa, Þor- steinn? „Ég kýs auðvilað Sjálfstæðis- flokkinn,” sagði Þorsteinn Stein- grimsson. - ELA / I)B-mynd Hörður. „Vonandi nýjar kosningar” Að síðustu var Stefanía Gunnars- dóttir spurð og hún sagði: Mér lízt vel á þessa yfirlýsingu Alþýðuflokks- ins. Það verða vonandi nýjar kosn- ingar í haust. Ég er viss um að það verður Sjálfstæðisflokkurinn sem sigrar í þeim kosningum. — Hvað hefur þú hugsað þér að kjósa, Stefanía? „Auðvitað Sjálf- stæðisflokkinn,” sagði Stefania Gunnarsdóttir. - ELA / DB-mynd Hörður. „Bendir allt til nýrra kosninga” Ingibjörg Þorleifsdóttir var síðan spurð og sagði hún: „Það er ekki gott að segja, mér sýnist allt benda til þess að nýjar kosningar verði í haust. Ég get ekki né vil spá .um kosningaúftlit ef efnt verður til nýrra kosninga og ég held að enginn geti neitt sagt um það fyrirfram . hvernig þær kosningar færu. — Hvað mundir þú kjósa ef fram færu kosningar? „Ég veit það ekki, ég hef ekkert ákveðið mig um það,” sagði Ingi- björg Þorleifsdóttir. - ELA / DB-mynd Hörður. „Stjómin á ekki að hlaupa frá nú” Björn Sigurðsson var spurður sömu spurninga og hann sagði: Mér finnst þetta alveg faránlegt vegna þess að næsti kosningasigur verður íhaldsins. Það verður til þess að ekk- ert verður gert fyrir verkalýðinn. Ég vil ekki aðrar kosningar. Stjórnin sem situr í dag á að halda áfram en ekki hlaupa frá nú. Ég veit að Alþýðuflokkurinn mun stórtapa ef efnt verður til nýrra kosninga. — Hvað myndir þú kjósa ef kosn- ingar yrðu í haust? „Ég myndi kjósa Alþýðubandalag- ið eins og alltaf,” sagði Björn Sigurðsson. - ELA / DB-mynd Hörður. Ályktun Iðnþings: Hætt verði birtingu erlendra auglýsinga —í íslenzka sjónvarpinu Fyrir iðnþingi liggur ályktun þess efnis að ekki verði birtar í íslenzka sjónvarpinu aðrar auglýsingar en þær semgerðarhafiveriðhérlendis. , í greinargerð með ályktuninni segir m.a. að aðstöðumunur sé mikill milli íslenzkra auglýsenda og erlendra fjöl- þjóðafyrirtækja sem senda auglýsinga- myndir sínar um allan heim og geta þannig dreift stofnkostnaðinum. í Ijós hefur komið að erlendir fram- leiðendur hafa nýtt sér þennan mögu- leika í rikum mæli og bent er á að í hæsta máta sé óeðlilegt að sjónvarpið, í eigu islenzka ríkisins og styrkt af al- mannafé, sé notað til þess að auka eftirspurn og neyzlu á innfluttum vörum á kostnað íslenzkrar fram- leiðslu. - JH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.