Dagblaðið - 08.10.1979, Side 7

Dagblaðið - 08.10.1979, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979. '7 „Hópslys” á Kef lavíkurflugvelli: „Tókst frábær lega vel” ,,Þetla gekk allt alveg frábærlega vel,” sagði Guðjón Petersen fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins um æfingu sem haldin var á laugardag- inn. Æfingin sem Almannavarnir stóðu að ásamt Varnarliðinu var fólgin í flutningi 126 „slasaðra” manna frá Keflavíkurflugvelli og á sjúkrahús í Reykjavik. ,,Við erum að prófa einstaka þætti almannavarnaskipulagsins. æfingin á laugardaginn var aðeins í þeim þætti að flytja fólk frá vellinum og í bæinn. Áður höfum við æft björgunina sjálfa úr flugvél sem við ímynduðum okkur að færist og eigum eftir að prófa nokkra þætti til viðbótar þar á meðal sjúkdómsgreininguna suðurfrá og skipulag á þvi að senda hóp lækna úr Reykjavik til Keflavíkurvallar. Öll þau atriði höfum við prófað með fyrirfram vitneskju þeirra sem tóku þátt i æfing- unni. Þegar hins vegar er lokið prófunum á einstökum þáttum verður eitt allsherj- arpróf á sviðsettu flugslysi. Þá mun verða látið vita fyrirfram um vikuna sem æfingin fer fram í en ekki daginn eða stundina. Við látum hins vegar vjta um vikuna svo fólk haldi ekki að aðeins sé um æfingu að ræða verði raunveru- legt slys og útkall í sambandi við það. Æfingin á laugardaginn sýndi ekki nein sérstök atriði sem segja má að séu að. Að visu komu upp smávegis fjar- skiptaörðugleikar eins og alltaf vilja verða en þeir eru ekkert líkir því sem varð er við settum á svið flugslys á Reykjavíkurvelli. Við förum i það á morgun að skrifa allar skýrslurnar um málið og þá kemur betur i ljós hvað betur má fara. En svona fljótt á litið tókst þetta vel og við crum mjög ánægðir,” sagði Guðjón Petersen. - DS 19 OLÍUGEYMAR KEFLAVIKURFLUG- VALLAR FJARLÆGDIR — margir mjög illa farnir Utanrikisráðherra hefur skipað nefnd er gera skal tillögur um staðarval nýrra eldsneytisgeyma fyrir Keflavikur- flugvöll. Fyrr á þessu ári benti utan- rikisráðherra forráðamönnum varnar- liðsins á að ekki yrði komizt hjá þvi að fjarlægja 19 oliugeyma Keflavikurvall- ar sem eru i útjaðri Njarðvíkur og Keflavíkur. Mun nefndinni einnig ætlað að annast undirbúning að þvi að hrinda þessu verki i framkvæmd. Er ætlunin að byggt verði algerlega nýtt kerfi cldsneytisgeyma fyrir flug- völlinn á nýjum stað og verði þar mætt ýtrustu nútimakröfum um mengunar- varnir og annað öryggi. Framkvæmdin verður íslendingum að kostnaðarlausu. Utanríkisráðherra skipaði fjóra menn i nefndina, þá Helga Ágústsson deildarstjóra, Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóra, Hilmar Þórarins- son, forseta bæjarsljórnar Njarðvíkur, og Ólaf Björnsson, bæjarfulltrúa i Keflavik. Varnarliðið mun af sinni hálfu skipa fjóra fulltrúa í nefndina. Þeir geymar sem hér um ræðir munu margir hverjir rnjög illa farnir og undanfarið hefur verið unnið að þvi að hreinsa svartoliu úr jarðveginum við tank nr. 13 en fleiri tonn af svartoliu eru þar í jarðveginum. Til marks um hve sumir tankanna eru illa farnir má geta þess að er verið var að vinna við sandblástur á þeim ný- lega kom gat á einn lankinn. Ljóst ntá því vera að tankar þessir voru orðnir ónothæfir, a.m.k. sumir hverjir. - GAJ Vertíðarbragur í Eyjum um helgina ,,Það er að verða vertíðarbragur á lifinu hér i Eyjum og það er eins og menn séu nú að vakna á ný eftir þjóð- hátiðina,” sagði varðstjóri lögregl- unnar i Vestmannaeyjum er DB innti hann eftir fréttum af helginni. Talsvert mikil ölvun var í Eyjum um helgina. Þrir menn voru teknir fyrir ölvun við akstur. Tveir þeirra höfðu þó orðið valdir að tveimur árekstrum hvor. Annar þeirra endaði ökuferð sína uppi á grjóthaug og sennilega hefur einnig æviskeið bifreiðarinnar endað þar þvi hún var gjörónýt. Þá var talsvert um slagsmál og rúðu- brot og brotizt var inn á einum stað. -GAJ Sfldarævintýrið á Eskifirði: STÚLKURNAR KOM- UST í 29 ÞÚSUND FYRSTA DAGINN Sildarævintýrin gerast enn á ýmsum stöðum á landinu með þvi að konur komast í smátíma uppgrip við söltun. Fyrir að salta i tunnu nú eru greiddar 1767 krónur fyrir tunnuna þegar um 1. flokk er að ræða og 3—500 síldar fara í tunnuna. Fyrir að salta sild 2. flokks, þar sem fara 500—700 síldar i tunnuna eru greiddar 23"'0 krónur. Fyrir ,,rúnn- söltun” þar sem síldin er hvorki haus- skorin né slóðadregin eru greiddar 1224 krónur fyrir betri tegund (3—"’00 sildar í tunnu) en 1585 krónur þegar 7 —900síldar fara i tunnuna. Er saltað var á Eskifirði i gær komust þær tvær stúlkur er mest sölt- uðu i 28 tunnur. Þær vinna alltaf tvær og tvæ r saman. Sé gert ráð fyrir að sild- in hafi skipzt jafnt milli flokka hafa stúlkurnar hvor um sig haft tæplega 29 þúsund krónur fyrir fyrsta sildardag- inn. - A.St. / Regina, Kskifirði. Hafskip hugleiðir jiotukaup: Hafskip hefur fram til þessa haldið sig við flutninga á sjó en nú skal stefnt hærra i eiginlegri merkingu. „MALIÐIR0LEG- UM FARVEGI” „Málið er ekki einu sinni komið á það stig að við séum farnir að gera okkur grein fyrir hvað við myndum þurfa slóra þotu,” sagði Björgúlfur Guðmundsson framkvæmdastjóri Hafskips í gær. Unnið er að því um þessar mundir hjá Hafskip að kanna hugsanleg þotukaup á vegum fyrirtækisins. „Áhuginn er kominn frá bæði inn- og útflytjendum, sem hafa skipt við okkur, og mundi henta betur að sumu leyti að flytja flugleiðis. Þetta helur verið í athugun í mjög langan tíma og er í mjög rólegum farvegi, mál sem við vinnum svona með skiparekstrinum. Við höfum verið að athuga ýmsar leiðir í rólegheitunum og munum siðar meta hverjar eru beztar. En að því er ekki nærri komið,” sagði Björgúlfur. - DS 30 ARA ÞJ0NUSTA 1979 1949 SENDIBILASTODIN H.F. BORGARTÚNI21 kr. 118.000- afsláttur fyrir hópa m/10 manns eða fleiri 25.-29. okt. Löng og góð helgi í Dublin (fimmtudagur til mánudagskvölds) Irska pundið um 10% hagstæðara en það breska og afsláttur fyrir Islendinga í mörgum stærstu verslunum Dublinborgar. Golfunnendur reka smiðshöggið á vertíðina með heimsókn á iða- græna golfvelli Irlands, sem þykja með þeim bestu í heimi. írsku krárnar og hinn margrómaði bjór heimamanna á hverju götuhorni. Innifalið í verði flug, hótel m/morgunverði og íslensk fararstjórn, sem m. a skipuleggur skoðunarferðir um borgina og vísar tón- listarunnendum á frábær írsk þjóðlagakvöld. Samvinnuferóir-Landsýn Austurstræti 12 - simar 27077 og 28899

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.