Dagblaðið - 08.10.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979.
Erlendar
fréttir
Spánn:
Hægri og
vinstri menn
berjast
Til mikils bardaga kom milli hægri og
vinstri sinnaðra öfgamanna í borg einni
á Norðaustur Spáni í gær. Var barizt
með byssum og bensínsprengjum þar til
lögreglan skakkaði leikinn. Þrír særðust
i átökunum, þar af einn lögreglumaður.
9
Heimsókn páfa til Bandaríkjanna:
IHALDSSEMIHANS
OLU VONBRIGÐUM
ímóti getnaðarvömum, á móti fóstureyðingum ogá móti kvenprestum
Páfi hélt í morgun áleiðis til Rómar
eftir vikulanga ferð um Bandaríkin
þar sem honum hefur hvarvetna verið
vel tekið. Heimsókn hans lauk með
messu i Washington, þar sem komu
færri en búizt var við vegna kalds
haustveðurs í borginni.
Jóhannes Páll páfi II olli mörgum
kaþólskum Bandaríkjamönnum von
brigðum með yfirlýsingum sinum í
málum sem varða getnaðarvarnir,
fóstureyðingar og þátttöku kvenna í
starfi kirkjunnar.
Páfi lýsti yfir andstöðu kaþólsku
kirkjunnar við getnaðarvörnum og
fordæmdi fóstureyðingar. Hann
sagði ekki rétt að konur tækju að sér
störf presta innan kirkjunnar.
Nunna ein bandarísk ávarpaði
páfa vegna þessa og sagði að konur
hefðu þjáðst nóg undir stjórn
kaþólsku kirkjunnar. Átaldi hún
þáfa fyrir stefnu hans í þessum
málum. Páfi hlustaði á orð nunnunn-
ar og blessaði hana siðan.
Afstaða páfa til mála eins og
getnaðarvarna er talin munu valda
verulegum klofningi innan kaþólsku
kirkjunnar í Bandaríkjunum. Munu
frjálslyndir illa sætta sig við til dæmis
algjört bann við notkun getnaðar-
varna. Telja kunnugir að vegna þess-
ara mála og geti komið til alvarlegra
átaka á milli frjálslyndra og ihalds-
samra kaþólikka.
Ródesíudeilan:
SMITH MÆTT-
URí LONDON-
Á MÓTISÍD-
USTU TIL-
LÖGUM BRETA
Enn einu sinni hefur andstaðan
gegn tillögum Breta til sátta í
Ródesíu/Zimbabwe deilunni brotizt
út. Nú er það Ian Smith leiðtogi hvíta
minnihlutans, sem mest lætur að sér
kveða. Hefur hann lýst því yfir að
hvítir ibúar Ródesíu/Zimbabwe geti
ekki sætt sig við ákvæði í tillögum
Breta, sem fjalla um öryggissveitir
sem taka eiga við af herliðinu, sem
hvítir foringjar stjórna núna.
Talsmenn Nkomo og Mugabes
foringja skæruliða sem berjast gegn
stjórn Muzorewas biskups forsætis-
ráðherra Zimbabwe/Ródesíu, hafa
sagt að þeir séu andvígir ákvæðum i
stjórnarskrártillögunum, sem fjalla
um rétt hvítra manna til lands og
réttinda til ríkisborgararéttar þeirra
sem flutzt hafa til landsins eftir 1965.
lan Smith hefur verið ráðherra án
stjómardeildar í stjórn Muzorewas
biskups siðan sú stjórn kom til valda.
í ræðu í Salisbury fordæmdi hann til-
lögur Breta og sagði þær hinar verstu
sem komið hefðu fram til þessa.
Samkvæmt þeim fengju forsætis-
ráðherrar landsins nær algjört
einræðisvald um að útnefna foringja
og dómara í landinu.
Muzorewa biskup hefur þegar
samþykkt tillögur þær sem Carring-
ton lávarður, utanríkisráðherra
Breta, lagði fyrir fund deiluaðila. Þar
er meðal annars gert ráð fyrir að
hvítir menn hafi 20% allra þingsæta,
þó þeir séu ekki nema 4% íbúa
landsins. Þeir verða þó sviptir
neitunarvaldi því, sem þeir hafa nú
samkvæmt gildandi stjórnarskrá.
Þriggja er saknað eftlr brunann mikla I oliubirgðastöð við Duisburg i Vestur-
Þýzkalandi í fyrri viku. Þar brunnu tutitugu og þrír oliutankar og milljónir lítra
af oliu. Ekki er vitað um orsakir brunans.
„ Við byrjuðum árið 1979 með
Ayds og þannig ætlum
við að halda áfram ”
Hvernig Ayds verkar
Liz og Joanna Lawrence eru mxðgur. Hvorug þeirra var feit en báðar
máttu við því að missa fáein kíló. Þær voru báðar ákveðnar í því að byrja árið
1979 fallega grannar. Svo að þær tóku að fækka við sig hitaeiningum í byrjun
desember og héldu matarlystinni í skefjum með aðstoð Ayds — líka um jólin!
Og þær nutu máltíðanna með hinum i fjölskyldunni. Hvernig fóru þær að
þessu?
Liz: „Ég þurfti að losa mig við 3—4 kíió. Þessi fáu aukakiló voru nóg til
þess að ég var svolítið feitabolluleg í bikinibaðfötunum mínum þegar ég heim-
sótti systur mina í Kaliforniu siðasta sumar. Ég ákvað því að prófa Ayds.
Ástæðan til þess að mér geðjast svo vel að Ayds er sú að mér finnst gaman að
borða og ég vil njóta máltíðanna með fjölskyldunni. Ayds hjálpar mér að borða
minni skammta og forðast fitandi fæðu.”
Joanna: „Ég er nýbyrjuð að vinna sem ijósmyndafyrirsæta
ég varð að losa mig við 7—8 kíló til þess að passa í nr. 10,
sem er þaö númer sem fyrirsætur nota. Það krefst
heilmikillar orku að þjóta um á milli Ijósmyndara og maður
verður að borða almennilega.
Hvers vegna
Ayds verkar
Ayds hjálpar til að hafa
hemil á matarlystinni. Það
hjálpar til að borða hita-
einingasnauða fœðu og
forðast fitandi mat. Það er
eina leiðin til að grennast
og halda áfram að vera
grannur. Og — vegna þess
að það tekur tima að venj-
ast nýjum matarsiðum —
fæst Ayds i pökkum sem
innihalda fjögurra vikna
birgðir. Hver skammtur
inniheldur 25 hitaeiningar.
Og það er einmitt það sem Ayds
gerir —
það hjálpar mér að borða
almennilega.”
Það er álit margra vísindamanna að þegar
blóðsvkurinn minnkar, segi heilinn: „Ég er svangur!"
Augljóslega gerisl þella oftast skömmu fyrir tenjulegan
matmálslíma en það gelur líka gerzl á milli mála. I'.l' þú
horðar eill eða Itii Ayds (gjarnan með heilum drykk
sem hjálpar þér að melta þaðl hálftima lyrir mállið.
eyksl hlóðsykurinn og matarlystin minnkar.