Dagblaðið - 08.10.1979, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979.
13
„ Viljum losna
við þjóðvega-
aksturshrað-
ann afgötum
Kópavogs...
,,Við keppum að því takmarki að
losa okkur við aksturshraða, sem gildir
á þjóðvegum, af götum Kópavogs,”
sagði Eðvarð Árnason lögregluvarð-
stjóri í Kópavogi er við ræddum við
hann eftir að hafa fylgzt með radar-
hraðamælingum Kópavogslögreglunn-
ar á föstudaginn.
DB var á það bent að radarmælingar
i Kópavogi færu fram með nokkuð
öðrum hætti en i Reykjavík. Bíllinn
sem radarmælingatækið er tengt við er
ekki hafður i felum heldur geta þeir
ökumenn sem opin augu hafa við
aksturinn séð bílinn nokkru áður en
bíll þeirra fer inn i geisla mælitækisins
og hafa því möguleika til að sjá að sér
varðandi ökuhraða og fara að settum
reglunt.
„Þaðerekki takmark okkaraðsekta
menn, heldur að halda ökuhraðanum
niðri,” sagði Eðvarð. „Alls staðar held
ég að billinn með radartækið sjáist
áður en farið er inn i geislann nema
þegar ökuhraði er mældur á Nýbýla-
vegi frá austri til vesturs. Það sem við
erum að reyna að gera er að halda öku-
hraðanum við það sem umferð gatn-
anna í Kópavogi þolir. Þvi miður eru
brögð að því að ökumenn aki með
þjóðvegahraða hér i þéttbýlinu og slíkt
getur haft afdrifarikar afleiðingar,”
sagði Eðvarð.
Hann kvað götur Kópavogs vera sér-
lega varhugaverðar. Óviða eru gang-
stéttir og skólabörn og aðrir gangandi
vegfarendur sækja því inn á sjálfar ak-
brautirnar. Gangbrautarskorturinn
kallar á miklu nánara samstarf öku-
manna og vegfarenda.
„Þrátt fyrir þetta er betra ástand i
Kópavogi en víðast annars staðar i
sambærilegum kaupstöðum hvaðslysa-
tíðni snertir,” sagði Eðvarð. „Þó eru
það alltaf einhverjir slæmir ökumenn
scm skera sig úr og eftir þeim erum við
að seilast m.a. með radarmælingun-
um.”
Innan skamms verða sett upp merki
við allar innkeyrslur til Kópavogs sem
Lögreglumennirnir Valdimar t.h. og Þröstur t.v. Á milli þeirra er radarmælingatækió
sem sýnir hraða umferðarinnar hverju sinni.
Kóvarð Árnason varóstjóri við kortió á lögreglustööinni þar sem merkt eru öll um-
ferðaróhöpp er veróa í kaupstaónum.
...og tryggja
öryggi á gang-
brautunum”
„Sérstakur kafli í baráttu okkar fyrir
bættri umferð í Kópavogi er að fá öku-
menn til að virða gangbrautirnar,”
sagði Eðvarð Árnason varðstjóri.
„Það kemur þvi miður fyrir að öku-
menn virða þær ekki, jafnvel þær sem
hafa Ijósvita þannig að rautt Ijós kemur
á umferð um götuna þegar gangandi
vegfarandi ætlar yfir.”
Eðvarð benti á að nú væri sá tími
sem börn væru nýbyrjuð skólagöngu.
Þar lærðu þau yngstu að treysta
„græna karlinum” á umferðarljósvit-
anum. Til að umferðin gangi slysalaust
verða ökumenn að virða rétt þeirra og
annarra til að komast yfir götu. Öku-
menn eru fljótir að finna þegar „svin-
að” er á þeim sjálfum en þeir ættu
helzt að vera jafnfljótir að finna þegar
þeir eru að .jSvina” á öðrum vegfar-
endum.
Meðan við ræddum við Eðvarð varð-
stjóra var hringt til hans og honum til-
kynnt um bíl sem ók yfir gangbraut á
Borga holtsbraut gegn rauðu Ijósi.
Barn sem var á gangbrautinni átti
fótum fjör að launa. Ökumaðurinn
hvarf af vettvangi, í þetta sinn með
skrekkinn.
Á Nýbýlavcginum a fostudaginn. Þarna cr réttilega stöóvaó fyrir gangandi umfcrð á akbraut. Til vinstri i fjarlægð má sjá lög-
rcglubilinn mcð radarmælingatækið. Hann ættu allir ökumenn að geta séð áður cn þeir koma i geisla mælingatækisins haft
þeir augun opin við aksturinn. DB-mynd Hörður.
sýna greinilega að algjör hámarkshraði
í bænum er 50 km á klukkustund. Á
sömu stöng eru ökumenn aðvaraðir um
að radar-hraðamælingar fari fram i
bænum. Þegar við bætist að mælinga-
bíllinn er ekki hafður í felum ætti öll-
um ökumönnum að vera kleift að fara
um Kópavog á settum hraða og komast
um án sekta fyrir ökuhraða.
En svo er þó aldeilis ekki. Við sett-
umst i lögreglubílinn um stund á föstu-
dag er hann var við mælingar á Nýbýla-
vegi til austurs. Fyrir komu timabil þar
sem bíll var stöðvaður fyrir of hraðan
akstur á hverri mínúlu. Lögreglumenn
sögðu að um morguninn hefðu þeir
verið á sama stað í eina klukkustund og
þá var 21 ökumaður kærður fyrir of
hraðan akstur. Enginn hlaut kæru fyrr
cn ökuhraði hans var kominn yfir 60
km á götu þar sem 50 km hámarks-
hraði er leyfður. Sá scm hraðast ók var
á n9 km hraða á götu þar sem mikil
gangandi'umferð er, engar gangstéttir
og víða merktar gangbrautir vegna
skólabyggingar'sem leið margra liggur
til.
Það kostur ökumann 12 þúsund
krónur að fá mælingu milli 60 og 70 km
hraða á klukkustund, 15 þúsund að
ntælast á 70—80 km hraða og 23 þús-
und að mælast á 80—90 km hraða og
siðan ökuleyfissvipting.
Oadge
fyrsti litli lúxusbíllinn frá Ameríku
Nú í fyrsta sinn getum við borðið hinn margfalda verðlaunahafa
DODGE OMNI frá bandarísku CHRYSLER-verksmiðjunum.
DODGE OMNI er fimm manna, fimm hurða, framhjóladrifin fjöl-
skyldubíll. í DODGE OMNI er 4 cyl. 1,7 lítra vél, sjálfskipting, vökva-
stýri, útvarp og önnur amerísk þægindi.
ísland er eina landið utan Bandaríkjanna sem fengið hefur DODGE
OMNI afgreiddan, vegna metsölu bílsins í framleiðslulandinu.
DODGE OMNI er bíll framtíðarinnar - lítill, spameytinn og dug-
mikill fjölskyldubíll. — Látið ekki happ úr hendi sleppa, tryggið
ykkur DODGE OMNI strax í dag.
CHRYSLER
"||T )fl nn nn
9/il bL Ji )U iJ bJ
SUOURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454
Ö Ifökull hf.