Dagblaðið - 08.10.1979, Síða 15
DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979.
15
Leifur Dungal viö störf sin.
Beðið eftir mjólkurúthlutun i flóttamannabúðum Rauða krossins i Salisbury.
inu. Þar virðist hvíta fólkið hafa allt til
alls og það er óþægilegt að verða
Einn af viðskiptavinunum. Eins og sjá
má á stórum maganum þjáist barnið af
næringarskorti.
stöðugt vitni að þessari tvískiptingu á
ferðum manns á milli.
Það sem truflar mann mest er hve
litið maður getur gert. Verkin eru eins
og dropi í hafið. Það sem þetta fólk
þarf eru ekki vestrænar lækningar
heldur almenn menntun, sérstaklega
hvað varðar ræktun, og pólitísk breyt-
ing. Það er e.t.v. frekari ástæða til þess
að fara og hjálpa þessu fólki á ökrun-
um. Beita á fyrirbyggjandi ráðstöfun-
um svo sem bólusetningu en fáránlegt
að flytja vestræna lækna á þetta svæði
með allar sínar græjur, sem síðan er
engin aðstaða fyrir.”
Lærdómsrík f ör
„Mér finnst ég hafa lært heilmikið í
þessari för. Ekki endilega í læknis-
fræði, heldur á því að kynnast þessu
elskulega fólki og menningu þess.
Hvort maður hefur orðið að gagni er
önnur saga.
Rétt er að geta þess að lokum að
matvælaaðstoð Rauða krossins þarna
tekst virkilega vel. Rauði krossinn eyðir
árlega milljónum svissneskra franka i
þessa matvælahjálp. Það er þvi synd
ef almennar safnanir vegna bráðra
þarfa eins og til flóttafólksins i SA-
Asíu ganga ekki nógu vel, því þá þarf
að skerða það fé, sem notað er til
hjálpar t.d. í Rhódesíu.”
-JH.
Vöm-og brauópeningar- Vöruávísanir
Peningaseðlar og mynt
Gömul umslög og póstkort
FRÍMERKI
Alltfyrirsafnarann
Hjá Magna Sí5
DUNANM JASSI
LAUGARÁSBÍðl
Jasstónleikar f Laugarásbfói 4.10. á vegum
Jassvakningar.
Rytjendur John McNeil, trompet; Bill
Bickford, gftar; Tom Warrington, bassi, og
Mike Hyman, trommur.
Gott starf
Tónleikar þessir voru öðrum þræði
fjögurra ára afmælistónleikar Jass-
vakningar. Sá félagsskapur hefur gert
býsna vel á þessum fjórum árum og
I virðist ekki ætla að fara verr af stað í
byrjun þessa starfsárs. Það er boðið
upp á meiri viðburði í jassheimi
Reykjavíkur en margra borga af
hennar stærð, þótt nær liggi þjóð-
braut. Þökk sé Jassvakningu.
Þeir voru ekkert að tvínóna við
hlutina, John McNeil og félagar, og
hófu leikinn á blues af plötunni Faun
sem þeir léku inn á í apríl siðastliðn-
um. Hressileg byrjun sem kom við-
stöddum þegar í gott skap. Efnis-
skráin var svo aðallega uppbyggð a(
ýmsum lögum af tveimur plötum sem
John McNeil hefur leikið inn á. Flest
laganna hefur hann samið sjálfur.
Einna eftirtektarverðust fundust mér
lögin Blue Samba og Faun, af sam-
nefndri plötu. Þeir héldu uppi feikna
góðri stemmningu hljómleikana á
enda og hlutu verðskuldaðar þakkir
áheyrenda.
Tónlisf
Jassarfleifð
í kynningu þessara tópleika var
John McNeil veittur sá vafasami
heiður að vera kallaður „arftaki
Miles Davies”. Sem betur fer sannaði
pilturinn það rækilega á þessum tón-
leikum að hann er ekki arftaki neins
tiltekins jassleikara. Hann er afar
sjálfstæður en á sér að sjálfsögðu
fastar rætur i hinni ríku jasshefð
þjóðar sinnar. Hann byggir leik sinn
á þessari arfleifð og leitar ekki fanga i
einhverjum ímynduðum tónheimi
frumstæðrar tónlistar eins og sumir
forverar hans hafa reynt síðustu árin.
John McNeil er snjall trompietleikari
með góða tækni og viðfelldinn tón.
Hann verður tvímælalaust að teljast
einn af mestu jasstrompetleikurum
þessa og næsta áratugs.
Einvalalið
Félagar hans eru einnig hver
öðrum snjallari; Bill Bickford gítar-
leikari, sem neytir töfra rafmagnsins
aðeins i sinni einföldustu mynd og
styður meðleikara vel án þess að glata
nokkru af sjálfstæði sínu. Mike
Hyman, bráðsnjall trommuleikari,
sem hefur þegar áunnið sér virðingu
færustu manna i heimi jassins. Síð-
astan en ekki sístan ber aðnefna Tom
Warrington bassaleikara. Hann bar
ægishjálm yfir félaga sína, síbyggj-
andi upp sveifluna og samhljóminn
en samt eins og einleikari allan tim-
ann, án þess að draga athyglina bein-
linis frá heildinni. Ég tel hann með
allra bestu jassleikurum sem ég hef
heyrt til.
í heild voru þetta stórgóðir tón-
leikar og vonum við að eftir upphaf-
inu fari þetta starfsár Jassvakningar.
- EM
SONY ER TOPPURINN
Betamax myndsegul-
band.
Frábœrt verð: 999.000.
Myndaleiga á staðnum.
Setjum upp fyrir
fjölbýlishús.
JAPÍS HF.
Lækjargötu 2 - Simi 27192.
Amerísk gæðadekk - úrvals snjómynztur
mjög hagstætt verð
Gúmmívinnustofan ttSS'
Super snjómynziur
155X12(600X12) 20.400
165X13(645X13)
(590X13) 21.700
B70X14U75X 14)
(Volvó) 21.200
C78X 14(695X14) 25.500
195/75 X 14 (CR7814) (ER7814) 24.400
GR78XI4 30.400
G60X14 33.800
BR78X 15(860X15)
(600X15) 21.800
F78X 15(710X15) 22.300
FR78X15 27.600
GR78X15 31.200
HR78X15 (700X15) (Jeppa) 31.900
LR78X 15 (750X15) (Jeppa) 34.500
Sendum gegn póstkröfu
um land allt
12X 15(Bush Track) 66.800
125X12 með nöglum 18.000
520X 10 Yokohama 13.600
Michclin
135X 13(Fiat 127) 17.850
155X13 29.800
205X16 Michelin (Range Rover)
Flestar stærðir sólaðra hjólbarða