Dagblaðið - 08.10.1979, Síða 16
16
• DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979.
Úrheitum
málum
SIGURDUfí A. MAGNUSSON (til vinstri! i hlutverki Bouchers fréttaritara Times i Balkanlöndunum. Tii hægri er leikarinn Minas Kristiðis sem fer
með hiutverk forsætisráðherrans Elevþeriosar Venizelos.
Sigurður A. Magnús-
son leikur í kvikmynd
Sigurður A. Magnússon rithöfund-
ur leikur hlutverk blaðamannsins
Bouchers í þriggja klukkustunda
langri kvikmynd leikstjórans
Pandelis Voulgaris um frægasta
stjórnmálamann Grikkja á þessari
öld, Elevþeríos Venizelos. Stjórn-
málamaður þessi var forsætisráð-
herra Grikklands á árunum 1910—
20, einhverjum mestu umbrotaárun-
um í seinni tímá sögu Grikkja.
Sigurður var fararstjóri i Grikk-
landi siðastliðið sumar og fékkst þá
við kvikmyndaleikinn jafnhliða því
að liðsinna ferðalöngum. Blaða-
maðurinn sem hann leikur var frétta-
ritari Times i Lundúnum í löndum
Balkanskagans. Hann var náinn
vinur og ráðgjafi Venizelosar og
hafði veruleg áhrif á gang mála i
Grikklandi fyrir fyrri heimsstyrjöld.
Leikstjóri myndarinnar,
Voulgaris, er mörgum vel kunnur hér
á landi frá því hann var gestur kvik-
myndahátíðar Listahátíðar 1978. Á
þeirri hátíð var sýnd mynd hans,
Happy Day, sem var um fangabúðir
grisku herforingjastjórnarinnar á ár-
unum 1967—74. — Myndin sem
Sigurður A. Magnússon leikur í er
mesta stórvirki Grikkja í kvikmynda-
gerð til þessa. Upphaflega var gert
ráð fyrir því að hún kostaði sem
svarar þrjú hundruð milljónum is-
lenzkra króna í framleiðslu. Nú er
hins vegar Ijóst að myndin verður
mun dýrari.
íjarðhltann
„Ætli það heiti ekki einna helzt
að ég sé hér reddari, ég er eina mann-
eskjan við stofnunina sem ekki er
jarðvisindalærð og mun vinna við
skrifstofustörf, þýðingar, útgáfu-
starfsemi og kallast svo ef til vill
blaðafulltrúi líka,” sagði Sólveig
Jónsdóttir sem hætti blaðamennsku á
Tímanum um síðustu mánaðamót
eftir 12 ára blaðamennsku.
Nú er hún tekin til starfa við jarð-
hitadeild Orkustofnunar, aðallega
við jarðhitaskólann, sem er í tengsl-
um við Háskóla Sameinuðu þjóð-
anna.
Sólveig mun einnig hafa nokkur
afskipti af erlendum nemendum skól-
ans sem koma frá fjarlægum löndum
og þurfa að aðlagast þjóðfélaginu
hér, auk námsins.
„Nei, ég hætti ekki vegna erfið-
leikanna á Timanum núna heldur
hentar vinnufyrirkomulagið hér mér
betur,” sagði hún.
Starf blaðamannsins er oft fjöf
breytt Hér tekur Sólveig Jóns-
dóttir viðtal — ef til vill við páfa-
gaukinn á öxl hennar.
Fólk
Símon ívarsson og Siegfried Kobilza á hljómleikaferö um landiö:
„Það hefur verið góðmennf9
„Þessi hljómleikaferð okkar hefur
gengið mjög vel. f>að hefur að visu
ekki verið sérlega fjölmennt hjá
okkur en mjög góðmennt og viðtök-
urnar verið ágætar,” sagði Simon
ívarsson gttarleikari i samtali við
Dagblaðið. „Ég vissi það fyrirfram
að það þarf anzi mikið til að rífa upp
áhugann fyrir klassiskri gítartónlist
svo að ég var viðhúinn þvi að við
lékjum ekki i troðfullum sölum.”
Með Símoni í hljómleikaförinni er
Siegfried Kobilza, Austurríkismaður
sem að sögn Símonar þykir mjög
efnilegur í heimalandinu. „Siegfried
á að leika innan skamms á hljómleik-
unt í Vín sem sjónvarpið þar stendur
fyrir,” sagði Símon. „Þetta er mikill
heiður þegar á það er litið að fram-
boðið á hljómlistarmönnum er mjög
mikið þarna ytra.
Simon bætti því við að fyrir
nokkru hefði Siegfried Kobilza farið i
tónleikaferð unt Austurríki og hlotið
geysilega góðar undirtektir, svo
góðar að sums staðar varð að færa
tónleika hans i stærri sali svo að allir
gætu hlýtt á hann sem heyra vildu.
Ruglað verðskyn
„Við erum búnir að fara víða um
landið síðan þessi tónleikaferð okkar
hófst um mánaðamótin,” sagði
Símon. „Við byrjuðum í Vestmanna-
eyjum þar sem við ætluðum að selja
aðgöngumiðann á 1500 krónur. Við
hækkuðum verðið síðan í 2500
krónur eftir að fólk sagði okkur að
við værum raunar að gefa vinnu
okkar. Hér hækkar allt svo ört að
verðskynið hjá mér er alveg ruglað.
Hvort við högnumst á þessari ferð?
Simon Ivarsson (tH vinstri) og Siegfried Kobilza á tónleikum i Norræna
húsinu. Þar voru fjölmennustu hljómleikar þeirra til þessa. Í gærkvöld
skemmtu þeir i Óðali. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson.
Nei, en við vinnum fyrir feröakostn-
aðinum. Svo h.iálpar það að við ger-
um einn þátt fyrir íslenzka sjónvarp-
ið. Þar fáum við öruggar tekjur.”
Lokatónlcikar Símonar og Sieg-
frieds að þessu sinni eru í Félags-
stofnun stúdenta á föstudagskvöldið
kemur. Daginn eftir halda þeir síðan
áleiðis til Vínarborgar. Sínton kvaðst
í viðtalinu við DB vonast til að ljúka
lokaprófi i Vin í vetur. Að því loknu
liggur leiöin til Basel i Sviss þar sem
hann býst við að verða við nám í tvö
ár til viðbótar. Það tekur sannarlega
tímann sinn að læra almennilega á
gítar.
Pressing Imminent In
Small But $$ lceland
RKYKJAVIK
prcssinii píant is cvpcctcd ti' hcopcr-
ativc bdorc ncxt ('hristmas. rcsult ot
invcstmcnt h\ ;t consortium vvhicli
ncliulcs tuo ot thc countrv's top
klisk companics. I alkinn antl lcclan-
dic Rccordiutis.'
By HALl.DOR iNGI ANDRKSSON
lccland's l'irst SCí Rccords. Stcinar is owncd h\ thc
major rctail chain Karnah. uhich
impoi ts and rctails rccords alongsitlc
Icclatulic l'ashions and chMhinii.
Sincc it was scl up m 1975. Stcmar
Halldór Ingi skrif-
ar i Billboard
Bandaríska músíktímaritið Bill-
board birtir i nýjasta tölublaði sínu
alllanga grein um íslenzka hljóm-
plötumarkaðinn og helztu útgáfu-
fyrirtækin hér á landi. Þar er greint
frá þeim erfiðleikum sem útgefendur
eiga í þessa dagana, svo og innflytj-
endur erlendra hljómplatna, og litil-
lega minnzt á plötupressuna sem til
stendur að setja upp hér á landi.
Höfundur þessarar greinar er Hall-
dór Ingi Andrésson poppskrifari
Morgunblaðsins.
„Það kom mér á óvart hversu
mikið pláss þessi fyrsta grein mín í
Billboard fær,” sagði Halldór í sam-
tali við DB. Það hefur orðið að
samkomulagi að ég sendi fréttabréf
til blaðsins á svo sem ársfjórðungs
fresti og sendi fréttir ef eitthvað sér-
stakt er að gerast sem forvitnilegt
þætti á alþjóðavettvangi. ”
Halldór sagði að Billboardmönn-
um hefði mest komið á óvart hið
svimandi háa verð sem er á hljóm-
plötum hér á landi.
Halldór Ingi Andrésson. Verð er-
lendra hljómplatna á íslandi kom
Billboardmönnum á óvart
Billboard er eitt virtasta tímarit
sinnar tegundar i heiminum. Sérstak-
lega þykja vinsældalistar blaðsins
ábyggilegir. Það kemur út vikulega
og segir fyrst og fremst fréttir úr
bandaríska tónlistarheiminum, svo
og annars staðar frá úr heiminum.