Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.10.1979, Qupperneq 17

Dagblaðið - 08.10.1979, Qupperneq 17
17 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979. iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Fyrírhafnarlrtill sigur Vals gegn Jónslausum KR-ingum —Reykjavíkurmeistarar í körf ubolta annað árið í röð eftir öruggan sigur á KR Valsmenn unnu Reykjavíkur- meistaratitilinn i körfuknattleik annað árið i röð er þeir sigruðu KR-inga i Laugardalshöllinni á laugardag 81-72. Sigur Valsmanna var ekki miklum erfiðleikum háður og KR-ingarnir án Jóns Sigurðssonar voru eins og höfuð- iaus her á köflum. Framarar náðu þriðja sætinu þrátt fyrir tap gegn ÍS þar en Ingi Stefánsson tryggði Stúdentun- um sigur tveimur sekúndum fyrir leiks- lok með skoti utan af kanti. Ármann vermdi botninn á mótinu eins og fyrir- fram var búizt við og liðið á greinilega erfiðan vetur fyrir höndum í 1. deild- inni. Bob Starr hefur marga efnilega stráka í liðinu en það tekur tima að hefla þá til. Af þeim þremur leikjum, sem leiknir voru á laugardag, vakti leikur KR og Vals skiljanlega mestu athyglina enda( var þar um úrslitaleik mótsins að ræða. leikurinn var rólegur framan af og taugaveiklun mikil i herbúðum beggja. Valsmenn fengu óskabyrjun og komust i 5—0 og skoraði Torfi Magnússon, sem átti stórleik fyrir Val, öll þessi fyrstu stig. KR jafnaði síðan metin 8— 8 og eftir það skiptust liðin á um að hafa forystu. KR leiddi 24—21 þegar rétt rúmar sex mínútur voru til loka fyrri hálfleiksins en þá fylgdi i kjölfarið sá kafli hjá Val sem gerði út um leik- inn. Þeir keyrðu hraðann upp og tókst að opna vörn KR hvað eftir annað upp á gátt. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir KR-ingana hitti Torfi nær öllum skotum sínum rakleiðis í körfuna og þeir höfðu engin handbær ráð til að stöðva hann. Strax i upphafi síðari hálfleiksins bættu Valsmenn enn frekar við for- skotið og einhvem veginn hafði maður það á tilfinningunni að KR tækist aldrei að vinna upp þann mun sem skildi liðin að í byrjun síðari hálfleiks- ins. Valsmenn komust þá í 48—35 og siðan munaði alltaf um 10 stigum á liðunum til leiksloka. Sigurinn var aldrei i hættu og undir lokin var kæru- leysis farið að gæta hjá báðum aðilum. Þótt Valsmenn ættu almennt góðan dag er ekkert frá þeim tekið með því að útnefna Torfa Magnússon ,,mann leiksins”. Leikur hans var í einu orði sagt frábær, hittnin mjög góð og send- ingar hans margar hverjar gullfallegar. Þó var það mikill Ijóður hjá Valsmönn- um að aðeins fjórir leikmenn skyldu skora i síðari háll leiknum og aðeins sex menn allan leikinn — þar af einn með aðeins 2 stig. Ekki má mikið út af bera til þess að allt fari í handaskol- um. Sömu mennirnir eru nær alltaf inn á og breiddin virðist ekki mikil hjá félaginu. Ríkharður var sprækur i fyrri hálfleiknum og Þórir tók við hlutverki hans í þeim síðari og skoraði stift úr horninu. Dwyer var jafn leikinn í gegn að vanda. Hjá KR voru mikil kafiaskipti og leikmenn áttu góða spretti, þó sjaldan nema 1 eða 2 í einu. Garðar var mjög atkvæðamikill framan af og siðan vart söguna meir. Ágúst Lindal var lengst af driffjöðurin .í leik KR svo og Eirikur, sem átti góðan leik. Árni átti góða spretti inn á milli og Geir náði sér vel á strik í síðari hálfleiknum. Svertinginn í liðiKR var mun skárri nú en gegn Fram um fyrri helgi en á þó langt í land með að geta talizt góður leikmaður. Án þessarar hrikalegu hæðar sinnar væri hann ekki merkilegur. Stig Vals: Torfi 2'\ Dwyer 26, Þórir 10, Rikharður 9, Kristján "T, Sigurður 2. Stig KR: Dakarsta 18, Geir 16, Eirikur 9, Árni 8, Garðar Ágúst 4, Birgir4, Bjarni 4, Þröstur2. ÍS - Fram 78-77 (38-44) Fyrsti leikurinn á laugardag var viðureign ÍS og Fram. Það var jöfn viðureign lengi framan af en góður sprettur Framara undir lok fyrri hálf- leiksins tryggði þeim 6 stiga forystu. Upphaf síðari hálfleiksins var hins vegar mjög gott hjá ÍS og á tiltölulega skömmum tíma breyttu þeir stöðunni sér í hag og um miðjan hálfleikinn voru þeir komnir með 10 stiga forskot. Undir lokin var talsverðrar þreytu farið að gæta hjá þeim og þá söxuðu Fram- ararnir ört á forskot þeirra og þegar aðeins 9 sekúndur voru til leiksloka tókst þeim að komast yfir á nýjan leik, 7n—76 og sigurinn blasti við þeim. ÍS náði knettinum — Framararnir léku „maður á mann” — en Inga Stefáns- syni tókst að rifa sig lausan á hægri vængnum og skot hans af löngu færi sigldi ofan í körfuna til mikillar gleði fyrir félaga hans. Af leikmönnum ÍS voru tveir sem stóðu algerlega upp úr og það voru Gísli Gíslason, sem átti mjög góðan leik, og Trent Smock. Gísli var allt í öllu hjá ÍS og erfitt er nú að ímynda sér llöið án hans. Hann heldur spilinu iðu- lega gangandi með krafti sínum og yfir- ferð og hittnin var í óvenju góðu lagi að þessu sinni enda uppskeran eftir því. Smock skoraði mikið en það er at- hyglisvert hversu lítið hann skorar undir körfunni. Flest skotin frá honum koma utan af velli og hann er sérlega hittinn af löngu færi. Undir körfunni virðist ekki ganga eins vel hjá honum, hverju svo sem um er að kenna. Aðrir leikmenn hjá ÍS voru jafnir og Jón Héðinsson var óvenju rólegur. Framarar létu þjálfara sinn, John Johnson, sem fór í fýlu um miðjan síðari hálfleikinn, hafa allt of mikil áhrif á sig og leikmenn virtust taka leiknum eins og hverju öðru skyldu- verki. í raun furðulegt þar sem Fram átti enn möguleika á Reykjavíkur- meistaratitlinum. Símon Ólafsson átti góðan leik hjá Fram og þá var Þor- vajþur Geirsson grimmur. Þessir tveir ásamt Johnsvon voru allt i öllu hjá Fram og það vakti furðu hversu lítið Björn Jónsson var notaður. Hann stóð sig geysilega vel gegn KR um fyrri helgi en var nú lítið með. Fram og einkum og sér í lagi ÍS virðast bæði sterkari en í fyrra og þau ættu bæði að spjara sig bærilega í úrvalsdeildinni í vetur. 1 raun er ákaflega erfitt að gera sér í hugarlund hvaða lið muni falla niður úr úrvalsdeildinni í vetur. Baráttan verður enn harðari en í fyrra. Stig ÍS: Smock 36, Gísli 20, Bjarni Gunnar 7, Jón Héðinsson 4, Ingi 4, Gunnar 3, Albert 2 og Atli 2. Stig Fram: Johnson 31, Simon 20, Þorvaldur 14, Björn Magnússon 6, Hilmar 4 og Ómar 2. ÍR - Ármann 103-90 (58-38) „Við vorum slæmir en dómararnir voru hálfu verri,” sagði þjálfari Ár- menninganna, Bob Starr, eftir leikinn og vissulega er nokkuð til í þessum um- mælum hans. Leikurinn var i sjálfu sér afar slakur og áttu Ármenningarnir þar stóran hlut að máli því leikur þeirra var oft á tiðum i algerum molum. ÍR hafði leikinn í hendi sér allan tímann og það var ekki fyrr en allt varalið þeirra var íkomið inn á að munurinn minnkaði eitthvað. Ekki bætti úr skák fyrir Ármenninga að Danny Shous virtist framan af í leiknum meinilla við að gefa knöttinn — jafnvel þótt leikmenn væru dauðafríir. Þegar hann s.vo gaf knöttinn voru samherjar hans oft ekki með á nótunum — gripu ekki í auð- veldu færi. Þrátt fyrir yfirburði í hálf leik tókst ÍR ekki að vinna nema með 13 stiga mun og má heimfæra það til kæruleysis leikmanna. Stig ÍR: Jón Indriðason 22, Mark Christensen 20, Kristinn 12, Jón Jör. 11, Guðmundur 10, Kristján 8, Kol- beinn 8, Stefán 6, Erlendur 4, Sigmar 2 — allir skoruðu. Fyrir Ármann: Shous 63, Kristján Rafnsson II, Ingvar 6, Kristján Arinbjarnar 4, Davið 4 og Gunnar 2. - SSv. keykjavikurmeistarar Vals 1979 með sigurlaunin eftlr átakalftinn sigur gegn KR. DB-mynd Bjarnlcifur. BATAR Bátureins og myndin sýnir til afgreiðslu strax. Verð 1.580.000. 6 tonna bátur, eins og myndin sýnir, til afgreiðslu fljótlega. Áætlað verð 4,5 milljónir. 11 tonna bátur, eins og myndin sýnir, til afgreiðslu innan hálfs mánaðar. Bátur eins og myndin sýnir til afgreiðslu fljótlega. Áætlað verð 2.200.000. Áætlað verð 12— 13 milljónir. Allir bátarnireru QISLI JÓNSSON & CO. HF. til syms hja okkur ,!££!£,"»35.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.