Dagblaðið - 08.10.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 08.10.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979. 19 öttir íþróttir iþróttir Iþróttir íþróttir istari nenn ígærkvöldi slaka á hörkunni stundum. Þorbjöm Jensson var að öðrum ólöstuðum beztur í vörninni. Stefán Gunnarsson 'átti góðan leik bæði t vörn og sókn þó svo að hann skoraði ekki. Mörk Víkings: Sigurður Gunnarsson 7/2, Erlendur Hermannsson 5, Páll Björgvinsson 3, Ólafur Jónsson 3, Þor- bergur Aðalsteinsson 2 og Steinar !. Mörk Vals: Þorbjörn Guðmundsson 5, Stefán Halldórsson 5/5 Steindór Gunnarsson 2, Björn Bjarnason 2, Þor- björn Jensson 2, Bjarni Guðmundsson 2 og Gunnar Lúðvíksson !. -SSv. KevKjaviKurmeistarar vtKings iv/v- DB-mynd Bjarnleifur. Viggó tryggði sigur Barcelona með þrem síðustu mörfcunum —Sjö þúsund áhorf endur í Barcelona ærðust af fögnuði þegar Barcelona sigraði Calpisa 24-23—spænsku meistarana 1975—1978. Viggó sló í gegn, skoraði sjö mörk og þar af þrjú síðustu mörkin í leiknum Landsliðsmaðurinn kunni í hand- knattleiknum, Viggó Sigurðsson, sló heldur betur í gegn í spánska hand- boltanum í gær. Var aðalmaðurinn hjá Barcelona, þegar liðið sigraði einn hættulegasta mótherja sinn, Calpisa frá Alicante í iþróttahöllinni miklu í Barcelona. Eins marks sigur, 24—23, og Viggó skoraði þrjú síðustu mörkin í leiknum. íþróttahöllin var þéttskipuð áhorfendum — um sjö þúsund manns — og þeir ærðust alveg af fögnuði i leikslok. Hrópuðu þúsundum saman nafn íslendingsins — og leikmenn Barcelona ætluðu beinlínis að kæfa Viggó i fagnaðarlátunum eftir að sigurinn var í höfn. Hreint ótrúlegar sérí60þús. dollara Björn Borg nældi sér í 60.000 dollara í gær, þegar hann varð sigurvegari fimm-manna alþjóðlegu tennismóti Rotterdam í Hollandi. Borg sigrað Bandarikjamanninn Eddie Dibbs úrslitum 6—3 og 6—0. Algjörir yfir- burðir. í undanúrslitum sigraði Borg vinstri handar manninn Roscoe Tanner, Bandarikjunum, 3—6, 6—1 og 6—2 í hörkuleik — en í úrslitum Wimbledonmótsins i sumar sigraði Borg Tanner í úrslitum í fimm lotu leik. Hins vegar sló Tanner Borg úr á banda- ríska meistaramótinu í haust. Hollendingurinn Tom Okker og Tim Gullikson, USA, léku einnig á mótinu í Rotterdam um helgina. Marsh vann íMasters Ástralíumaðurinn Graham Marsh varð sigurvegari í British masters golf- keppninni í Woburn á Englandi. Lék holurnar 72 á 282 höggum og hlaut 22 þúsund dollara í fyrstu verðlaun. Næstir komu Isao Aoki, Japan, og Neil Coles, Bretlandi, á 284 höggum — aðeins einu höggi á eftir Marsh. Tony Jacklin, varð fjórði með 286 högg — en hann hafði forustu eftir tvær umferðir ásamt Marsh. Lék hins vegar tvær sið- ustu umferðirnar á 74 höggum hvora. senur i iþróttahöllinni — einhverri glæsilegustu iþróttahöll í Evrópu, þar sem úrslitaleikir B-keppninnar voru háðir í vor og ísland lék þar um þriðja sætið. Calpisa frá Alicante er þekktasta handknattleiksfélag Spánar og varð spánskur meistari fjögur ár i röð frá 1975 til 1978 en í vor sigraði Atletico Madrid. Það var þvi mikil spenna fyrir leikinn i Barcelona og áhorfendasvæð- in þéttskipuð, þegar leikurinn fór fram. Leikurinn var mjög harður framan af og liðin skiptust á um forustu. En síðan náði Calpisa yfirtökunum og komst i 12—8. Leikmenn. Barcelona gáfust þó ekki upp og tókst að jafna í 12—12 fyrir hálfleikinn. Sama spenna var í siðari hálfleiknum en þó virtist stefna i sigur Calpisa. Þegar aðeins tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka var staðan 23—21 fyrir Calpisa. En þó tók Viggó til sinna ráða — skoraði þrjú síðustu mörkin í leikn- um, það síðasta rétt fyrir leikslok, og það nægði til sigurs því leikmönnum Calpisa tókst ekki að skora. Eitt mark Viggós i lokin var úr vitakasti og það var mikið álag að taka vítakast á þeim tíma — við þá gífurlegu spennu, sem var í íþróttahöllinni. Viggó Sigurðsson var markhæstur leikmanna Barcelona i leiknum — skoraði sjö mörk, þar af tvö úr víta- köstum. Þegar Barcelona hafði mis- notað þrjú vítaköst í leiknum var Viggó falið það hlutverk að taka þau — og skoraði úr tveimur þeim síðustu. Hann var hetja Barcelona i gær — kom fram i sjónvarpi og útvarpi eftir leikinn, og á íþróttasíðum dagblaðanna í morgun var hann í aðalhlutverki. Áhugi á hand- knattleik er gífurlegur i Barcelona og að sögn íslendinga, sem sáu leikinn í gær, var Viggó næstum tekinn í dýrlingatölu hjá Barcelonabúum eftir frammistöðu sina. Þeir skafa ekki utan af hlutunum, Spánverjarnir, þegar hrifningin nær tökum á þeim. Þremur umferðum er nú lokið í 1. deildinni spænsku. Barcelona er i efsta sæti ásamt meisturum Atletico Madrid. Bæði lið hafa sigrað í fyrstu þremur leikjunum. Eru meðsexstig. í deildinni eru 12 lið og er almennt talið að Barce- lona, Atletico Madrid og Calpisa berj- ist um meistaratitilinn. í fyrsta leik sínum sigraði Barcelona Granhollers með 24—18 á heimavelli. Áhorfendur voru rúmlega 5000 en Granhollers er frá borg skammt frá Barcelona. Það er þekkt lið — sigraði meðal annars Dankersen í úrslitum í Viggó Sigurðsson — tryggði Barcelona sigur. Evrópukeppni bikarhafa fyrir nokkrum árum en þess ber þó að geta að úrslitin voru á Spáni. í leiknum við Granhollers skoraði Viggó þrjú mörk. Hann skoraði einnig þrjú mörk i öðrum leik Barcelona, sem var gegn Jaen frá Granada. Barcelona vann þá stórsigur á útivelli 31—22 — mikil- vægur sigur, því í liði Jaen eru margir kunnir leikmenn frá Madrid. Hand- knattleikur hefur verið í gífurlegri sókn á Spáni siðustu árin — óviða í Evrópu, sem meiri áhugi erá þessari íþrótt. -hsím. Fyrsta tap Lokeren — en Standard vann góðan siguríBelgíu Lokeren, liðið, sem þeir Arnór Guðjohnsen og Skotinn James Bett, leika með í Belgíu tapaði sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu í gær. Heldur samt forustu sinni — hefur 13 stig en Standard Liege og Molenbeek hafa einnig 13 stig eftir átta umferðir. Standard vann góðan sigur á útivelli í gær — sigraði Beringen 4—1 og lið Ásgeirs Sigurvinssonar hefur nú tekið stefnu á belgíska meistaratitilinn i fyrsta skipti í mörg ár. Belgíska knatt- spyrnan verður áreiðanlega mjög spennandi í vetur en meistarar Beveren og Anderlecht hafa enn ekki náð sér verulega á strik. Úrslit í gær urðu þessi. Molenbeek-Winterslag 3—1 Waterschei-Hasselt 4—0 Antwerpen-Lierse 3—1 Charleroi-Beerschot 0—1 FC Brugge-Lokeren 2—0 Waregem-Anderlecht 1 — 1 Bevcren-Berchem 2—1 FC Liege-CS Brugge 5—1 Beringen-Standard 1—4 HALLUR SÍMONARSON. Inter íefstasæti Inter Milano náði forustu í 1. deild- inni ítölsku í gær, þegar liðið sigraði Bologna á útivelli. Efsta liðið fyrir um- ferðina, Torino, náði aðeins jafntefli á heimavelli í FIAT-borginni frægu. Úrslit. Bologna-Intcr 1—2 Catanzaro-Avellino 0—0 Lazio-Perugia I — I AC Milano-Juvcntus 2—1 Napoli-Roma 3—0 Pescara-Ascoli 0—0 Torino-Fiorentina 1—1 Udinese-Cagliari I—1 Staða efstu liða lnter Torino AC Milano Juventus Napoli Spennan eykst í Frakklandi Spenna jókst í 1. deildinni frönsku um helgina, þegar St. Etienne tapaði fyrir Lens. St. Etienne er þó enn efst með 18 stig eftir 11 umferðir. Monaco er í öðru sæti mcð 17 stig. Nantes hefur 15 stig en síðan koma meistarar Stras- bourg, Lille og Nimes með 14 stig. Úrslit. Lval-Nimes 3—1 Monaco-Strasbourg 4-1 Brest-Angers 0—1 St. Germain-Nice 2—2 Lens-St. Etienne 4—3 Metz-Lille 2—0 Lyons-Bastia 1—1 Marseilles-Bordeaux 1—1 Sochaux-V alencienne 0—1 Nantes-Nancy 2—0 Úrslit i Portúgal í gær urðu þessi. Benfica-Estoril 4—1 Porto-Beira Mar 3—0 Rio Ave-Guimaraes 1—1 Setubal-Leiria 1—0 Portimonense-Belenen 1—2 Braga-Sporting Lissabon 2—3 Espinho-Varzim 2—0 Ekki var leikið á Spáni í gær vegna Evrópukcppni landsliða á miðvikudag — Spánverjar leggja alla áherzlu á að komast þar í úrslit.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.