Dagblaðið - 08.10.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 08.10.1979, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979. Iþróttir Iþróttir I 20 Iþróttir Iþróttir Brian Clough hótar að hætta hjá Evrópumeisturum Forest! —Liðið er nú í ef sta sæti í 1. deildinni ensku ásamt Manchester United. Liverpool komst á skrið á ný Evrópumeistarar Nottingham Forest sigruðu spútniklið Úlfanna, 3—2, í hörkuskemmtilegum leik á City | Ground í Nottingham á laugardag. Lengi vel leit út fyrir öruggan sigur Foréstog eftir aðeins 37 mín. stóð 3—0 fyrir heimaliðið. Fyrsta markið var furðulegt. John Robertson gaf fyrir á, fjórðu mín. og bakvörður Úlfanna.j Parkin, spyrnti knettinum. Honura tókst ekki betur upp en að hann spyrnti knettinum beinl í höfuðið á Trevor Francis — og boltinn hrökk í markið óverjandi fyrir Paul Bradshaw. Mikið heppnismark. T'okkru síðar felldi F.mlyn Hughes, fyrirliði Úlfanna, einn sóknarmanna Forest innan vítateigs. Vítaspyma, sem Robertson skoraði örugglega úr. Þriðja mai k Forest skoraði Gary Birtles á 37. mín. — glaesimark. Rétt fyrir hálfleik tókst John Richards að laga stöðuna i 3—1 með miklum þrumufleyg. Úlfarnir voru betri í síðari hálfleiknum en tókst þó ekki að jafna metin. Peter Daniel skoraði úr vítaspyrnu á $6. min. I og spenna mikil . lokaníínúturnar.' Forest hélt þó féiígnum hlut. Trevor Francis lék fyrsta leik sinn með Forest á leiktimabilinu — kom meiddur og brenndur lieim i ágúst frá gervigrasvell- inum i Detroit í Bandaríkjunum og var lengi frá vegna þeirra meiðsla en kom á ný í liðið eftir tvo leiki með varaliðinu. Nottingham Forest cr nú í efsta' sætinu í 1. deild ásamt Man. Utd. en samt er þar ekki allt eins og skyldi. i síðustu viku hótaði framkvæmdastjór- inn, Brian Clough, að hætta ef stjórn félagsins skipti sér af rekstri hans og Peter Taylor á fclaginu \ stjórnar- fundi lenti formaðut inn, Stuart Dryden, sem leggur allt sitt traust á Clough í minnihluta — níu manna stjórn — þegar slaka fjárhagsstöðu félagsins bar á góma. Um það sagði Clough: ,,Ef þeir halda að einhver annar geti greitt fyrir nýja stúku upp á 2,5 millj- ónir punda, búið til sigurlið, og ráðið hann fyrir minna en 30 þúsund pund, þá vildi ég komast að því leyndarmáli. Ef einhver minnsti vafi er á í hugum stjórnarmanna að við stjórnum félag- inu ekki eftir beztu getu þá legg ég til aðj þeir fái einhvern annan til þess." Þetta voru orð Brian Clough og hann var reiður — maðurinn sem tók við Forcst í 2. deild fyrir fjórum árum og hefur gert liðið að Evrópumeistara. United efst Man. Utd. vann auðveldan sigur á nýliðum Brighton á Old Trafford á laugardag og náði við það aftur efsta sætinu í I. deild, hefur betri markamun en Forcst en bæði lið hafa 14 stig. Stevc Coppcll skoraði fyrra mark United á 26. mín. og á 5mín. skoraði Lou Macari eftir aukaspyrnu. Áhorfendur voru rúmlega 52 þúsund og það vakti mesta athygli í leiknum að markvörður Brighton, Eric Steele, var bókaður fyrir að slá samherja sinn, Gary Williams, eftir varnarmistök. Dómarinn ræddi einnig við Williams vegna atviksins. Lið Man. Utd. var óbreytt sjötta leik- inn i röð — Joe Jordan hefur ekki leikið síðan hann meiddist í leiknum við Aston Villa 8. septembcr. Geta má þcss að fyrir helgi bauð Man. Utd. 400 þúsund pund í Dave Thomas hjá Ever- ton. Úlfamir hækkuðu þá boð sitt i Thomas og Everton leyfði Thomas, sem lck í enska landsliðinu hér á árum áður, að velja til hvors félagsins hann færi. Thomas valdi Úlfana en ekki var getið hvort hann hefði leikið með þeim gegn Forcst á laugardag. En það er nú vi .t kominn tími til að lita á úrslitin á laugardag. 1. deild Arsenal — Man. City 0—0 Aston Villa — Southampton 3-0 Coventry — Everton 2—1 C. Palace — Tottenham 1 — 1 Derby County — Bolton 4—0' Leeds — Ipswich 2—1 Liverpool — Bristol City 4—0 Man. Utd. — Brighton 2—0 Middlesbro — WBA 2—1 Norwich — Stoke 2—2 Nottm. Forest — Wolves 3—2, 2. deild Bristol Rov. — Notts Co. 2—3 Bumley — Chelsea 0—1 Cambridge — Swansea 0—1 Cardiff — Luton 2—1, Fulham — Wrexham 0-2' Oldham — Orient 1-0 Preston — Birmingham 0—0 Shrewsbury — Leicester 2—2 Sunderland — Charlton 4—0 Watford — QPR 1—2 West Ham — Newcastle 1 — 1 3. deild Brentford — Barnsley 3—1 Bury — Southend 1 — 1 Carlisle — Wimbledón I —1 Chester — Plymouth 1—0 Chesterfield — Oxford 2-2 Colchester — Reading 1 — 1 Exeter — Blackpool 1—0 Gillingham — Blackburn 1-2 Millwall — Grimsby 2—0 Rotherham — Sheff. Utd. 1—2 Sheff. Wed. — Mansfield 0—0 Swindon — Hull 0—0 4. dcild Aldershot — Bradford 3—1 Bournemouth — Hartlepool 2—1 Crewe — Doncaster 1—2 Halifax — Newport 2—1 Northampton — Tranmere 2—1 Peterbro— Huddersfield 1—3 Portsmouth — Darlington 4-3 Port Vale — Lincoln 1—2 Scunthorpe— Walsall 2—2 Stockport — Hereford 2—1 Wigan — Torquay 0-3 York — Rochdale 3—2 Crystal Palace missti af efsta sætinu i 1. deild eftir jafnteflið við Tottenham. Raunverulega var Palace-liðið heppið að tapa ekki i þessari innbyrðisviður-' eign Lundúnaliðanna. Strax á fjórðu mín. náði Argentinumaðurinn Ricardo Villa forustu fyrir Tottenham með þrumufleyg af 25 metra færi. Rétt á eftir átti Gerry Armstrong skot i þvcr- slá Palace-marksins en hann var vörn Palace erfiður i leiknum. Leikurinn var nijög skemmtilegur á að horfa fyrir 45 þúsund áhorfendur og 15 mín. fyrir leikslok tókst Palace að jafna. Vara- maðurinn lan Walsh, sem komið hafði inn á tveimur mínútum áður, sendi knöttinn i mark Tottenham. Palace er eina liðið i deildunum sem ekki hefur tapað leik á þessu leiktímabili. Liverpool náði sér á strik Eftir tvo tapleiki í röð gegn Forest og Dynamo náðu Englandsmeistarar Liverpool sér vel á strik gegn Bristol City. Fréttamaður BBC sagði þó ,,að I.iverpool-liðið hefði verið mjög, mjög gott, þegar það lék vel í ieiknum — en hins vegar líka ákaflega slakt á sínum löku köflum.” David Johnson skoraði fyrir Liverpool á 3ju mín. og þeir Kenny Dalglish og Ray Kennedy komu Liverpool i 3—0 fyrir hálfleik. Þó átti liðið slakan kafla í fyrri hálfleiknum. Ritchie og Royle komust báðir fríir að marki Liverpool. Áttu aðeins Ray Clemence eftir en tókst ekki að skora hjá honunt. í síðari hálfleiknum tókst McDermott loks að senda knöttinn i mark Bristol-liðsins á 80. mín. eftir að hafa átt tvisvar skot i þverslá í leiknum. Dalglish átti lika stangarskot. Norwich tapaði fyrsta stiginu á heimavelli gegn Stoke og átti reyndar lengi i erfiðleikum að hala jafntefli í land. lrwine náði forustu fyrir Stoke á 13. min. og þannig stóð þar til Kevin Bond jafnaði úr vítaspyrnu á 5"\ mín. Stoke komst aftur yfir með vítaspyrnu Paul Richardson en Kevin Reeves jafn- aði. Loks vann Villa Þá kom að því að Aston Villa sigraði í leik og þá var það mjög góður sigur á Southampton. Villa hafði ekki unnið siðan 22. ágúst. Liðið hafði umtais- verða yfirburði gegn Dýrlingunum. Nýi leikmaðurinn, Des Bremner, sem keyptur var frá Hibernian, skoraði Brian Clough til hægri ásamt aðstoðarmanni sinum, Pcter Taylor. fyrsta markið. Síðan þeir Dennis Mortimer, sem átti stórleik, og Alan Evans i síðari hálfleik úr vítaspyrnu eftir að Ken Swain hafði verið felldur. Jimmy Rimmer hafði sáralitið að gera i marki Villa. Arsenal og Man. City gerðu jafntefli i slökum leik á Highbury að viðstödd- um 35 þúsund áhorfendum sem höfðu lítið við að gleðjast nema sólskinið. Frank Stapleton misnotaði auðvelt tækifæri fyrir Arsenal snemma leiks en i lok hálfleiksins varð markvörður Iiðsins, Pat Jennings, að taka á honum stóra sinum. Varði frá McKenzie og Stepanovic með örstuttu millibili. lan Wallace var á skotskónum hjá Coventry — skoraði bæði mörkin gegn Eéerton, I—0 í hálfleik, en Andy King skoraði mark Everton. lpswich náði forustu með marki Paul Mariner gegn Leeds. Það nægði þó ekki. Trevor Cherry jafnaði og sigurmark Leeds skoraði Kevin Hird úr vítaspyrnu. Derby vann stórsigur á Bolton og lék prýðilega. John Duncan skoraði tví- vegis, svo og Paul Barlett. Þá tapaði West Bromwich enn einu sinni — nú i Middlesbrough. Mickey Burns og David Armstrong, viti, skoruðu fyrir Boro en Owen eina mark WBA. Hawley byrjaði vel John Hawley, sem Sunderland keypti frá Leeds i síðustu viku fyrir 200 þúsund sterlingspund, byrjaði vel með sínu nýja félagi. Skoraði þrennu gegn Charlton og Sunderland er nú aftur komið i hóp efstu liða 2. deildar. New- castle heldur forustu eftir jafntefli í Lundúnum gegn West Ham. David Cross náði forustu fyrir heimaliðið en Peter Withe jafnaði fyrir Newcastle. Ekkert mark var skorað í síðari hálf- leik. Queens Park Rangers vann at- hyglisverðan sigur i Watford. Mercer náði forustu fyrir lið Elton John en það nægði ekki. Allen og Roeder skoruðu fyrir QPR. Framkvæmdastjóri QPR, Tommy Docherty, var við yfirheyrslur í Derby í síðustu viku. í greinaflokki, sem fyrrum ritari Derby skrifaði i eitt ensku blaðanna, ræddi hann um fjár- glæfra og fjárdrátt hjá Derby. Aum- ingja Docherty mun þó ekkert við það mál riðinn — hann hefur víst nóg á sinni könnu þó slíkt bætist ekki við. Staðan er nú mjög skemmtileg í 2. deildinni — litill munur á efstu liðun- um en Luton missti af möguleika að komast i efsta sætið, tapaði i Cardiff. Bishop skoraði tvívegis fyrir Cardiff en Bob Hatton eina mark liðsins frá hatta- borginni frægu. í 3. deild er Sheff. Utd. efst með 14 stig. Rotherham og Millwall koma næst með 14 stig. í efstu sætunum í 4. deild eru tvö af frægustu liðum Eng- lands gegnum árin, Portsmouth, með 20 stig, og Huddersfield, með 19 stig. Staðan í 1. og 2. deild er nú þannig: l.deild Man. Utd. 9 6 2 1 16—5 14 Nottm. For. 9 6 2 1 P—8 14 C. Palace 9 4 5 0 15—5 13 Norwich 9 5 2 2 17—10 12 Wolves 8 5 1 2 16—11 11 Southampton 9 4 3 2 15—10 11 Middlesbro 9 4 2 3 11—8 10 Liverpool 8 3 3 2 14—6 9 Leeds 9 2 5 2 11 — 10 9 Coventry 9 4 1 4 14—18 9 Arsenal 9 2 4 3 11—9 8 Bristol City 9 2 4 3 8—11 8 A. Villa 9 2 4 3 10 8 Man. City 9 3 2 4 9—13 8 Everton 9 2 3 4 11 — 15 i Ipswich 9 3 1 5 9—14 i Derby 9 3 1 5 8—13 7 Tottenham 9 2 3 4 11—20 7 Brighton 9 2 2 5 11 — 16 6 WBA 9 1 4 4 10—15 6 Stoke 9 2 2 5 12—18 6 Bolton 9 1 4 4 ■'—15 6 2. deild Newcastle 9 5 3 1 15—9 13 Wrexham 9 6 0 3 12—9 12 Luton 9 4 3 2 17—9 11 Leicester 9 4 3 2 18—13 11 QPR 9 5 1 3 13—9 11 Notts Co. 9 4 3 2 10—6 11 Sunderland 9 4 3 2 12-8 11 Chelsea 9 5 1 3 10—8 11 Cardiff 9 4 3 2 9—9 11 Preston 9 3 4 2 12—9 10 Birmingham 9 3 4 2 11 — 11 10 Oldham 9 3 3 3 12—10 9 Swansea 9 3 3 3 11 9 Cambridge 9 2 4 3 10—10 8 Watford 9 2 4 3 9—11 8 West Ham 9 3 2 4 7—10 8 Fulham 9 3 2 4 13 — 17 8 Bristol Rov. 9 2 3 4 13—18 7 Shrewsbury 9 2 2 5 10—12 6 Charlton 9 1 3 5 ■’—16 5 Burnley 9 0 4 5 8-14 4 Orient 9 0 4 5 8—15 4 - hsím. Dortmund efst Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrirog sigraði Vfb Stuttgart á útivelli á laugardag, I—2. Liðið heldur því tveggja stiga forustu í vestur-þýzku Bundeslígunni. Úrslit á laugardag urðu þessi. Gladbach-Frankfurt 4—I Braunschweig-1860 Múnchen 0—0 Dússeldorf-Bochum I—4 Bayern-Kaiserslautern 2—0 Hamborg-Köln 3—0 Stuttgart-Dortmund 1—1 Schalke-Bremen 3—0 Hertha-Duisburg 0—1 I.everkusen-Uerdingen 1—I Staða efstu liða er nú þannig: Dortmund 8 6 1 1 19—10 13 Hamborg 8 5 1 2 18—8 11 Bayern 8 4 3 1 12—7 11 Stuttgart 8 4 2 2 14—9 10 Frankfurt 8 5 0 3 15—11 10 Tveggja stiga forusta Celtic í úrvalsdeildinni Jóhannes Eðvaldsson átti góðan leik með Celtic á laugardag Þrátt fyrir gífurlega pressu, einkum lokakaflann, tókst Skotlandsmeistur- um Celtic ekki að sigra Partick í úrvals- deildinni á laugardag. Skozki landsliðs- markvörðurinn hjá Partick, Alan Rough, átti frábæran leik I marki. Leiknum var iýst beint i BBC og Celtic var mun betra liðið i leiknum. Jó- hannes Eðvaldsson lék allan leikinn og kom mjög við sögu bæði í vörn og sókn. Fór upp í horn- og aukaspyrnum. Þulur BBC tók sérstaklega fram að Jó- hannes hefði lcikið vel í fyrri hálfleikn- um — siðustu 35 mín. var lýst. Eftir áttundu umferðina á laugardag hefur Celtic tveggja stiga forustu á liðið sem er i öðru sæti — og það sem áhang- endum liðsins þykir meira um vert fimm stiga forustu á Rangers. Úrslit á leikjunum á laugardag urðu þessi: Dundee Utd. — Rangers 0—0 Hibernian — Morton 1 — 1 Kilmarnock — Dundee 3—1 Partick — Celtic 0—0 St. IVIirren — Aberdeen 2—2 Eftir sex tapleiki í röð hlaut Hibernian stig — og var nærri sigri gegn Morton. Strak skoraði bæði mörk St. Mirren en Arcibald og Harper fyrir Aberdeen. Lið Celtic á laugardag var þannig skipað: Latchford, Sneddon, McGrain, Aitken, Eðvaldsson, Con- roy, McClusky, Davidson, Doyle, McAdam og Provan. Í síðari hálfleik kom Bobby Lennox i stað Davidson og rétt í lokin kom Jim Casey i stað McGrain, sem meiddist og var borinn af velli. Staðan eftir 8 umferðir er þannig: Celtic 8 5 3 0 20—9 13 Morton 8 5 1 2 21-13 11 Kilmarnock 8 4 2 2 10—12 10 Aberdeen 8 4 1 3 18—10 9 Partick 8 3 3 2 9—8 9 Rangers 8 3 2 3 13—11 8 Dundee Utd. 8 2 2 4 11 — 14 6 St. Mirren 8 2 2 4 12—19 6 Dundee 8 2 1 5 13—23 5 Hibernian 8 1 1 6 9—17 3 - hsím.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.