Dagblaðið - 08.10.1979, Side 22
Bláfelds-
skólaúlpur
dúnvatteraðar
(Hollofic)
fástí
verzlunum
um allt
land
Bláfeldur
Síðumúla 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979.
Söguþræðin-
um gefið
á kjaftinn
CONCE KTONE
(n* mt /fizæsAj'
Kassettur
Beztu kaup landsins
Heildsölubirgðir
1 spóla 5 spólur
60minútur Kr. 800.- Kr. 3.800.-
90 mínútur Kr. 1000.- Kr. 4.800.-
buðin SKIPHOLT119 SIMI29800.
-EINKARITARASKÓLINN
• Veitir nýliðum starfsþjálfun og öryggi.
• Endurhæfir húsmæður til starfa á skrifstofum.
• Stgðlar að betri afköstum, hraðari afgreiðslu.
- Sparar yfirmönnum vinnu við að kenna nýliðum.
• Tryggir vinnuveitendum hæfari starfskrafta.
• Tryggir nemendum hærri laun, betri starfsskilyrði
• Sparar námskostnað og erlendan gjaldeyri.
w
MIMIR, Brautarholti 4
-Sími 11109 (kl. 1-7 e.h.)
Þrumu- 1
m gnýrinn '
TF Robert
p Dennis
þeytir plötunum
með eldingarhraöa
og kynmr nýjar
I videospólur
Providence: Forsjónin
Leikstjóri: Alain Resnais.
Handrit: David Mercer.
Aflaiikjtverk: Dirk Bogarde, John Gielgud,
Fltan Burstyn og David Wamer.
Frakkland 1977, anskt tal, danskur texti.
Sýningarstaflur Mánudagsmynd Hóskólabiós.
Líkt og með fleiri myndir Alain
Resnais er erfitt að skilja Forsjónina.
Hún virðist ekki hafa neinn söguþráð
og áhorfandanum er alveg látið eftir
að kafa í efni myndarinnar. Myndin
leggur margar gátur fyrir áhorfand-
ann en gefur aftur á móti engar
lausnir. Myndinni er þvi líkt farið og
erfiðu pússluspili þar sem sérhver
eining kemur á móti hverju atriði
myndarinnar sem öll saman gefa
heildarmynd. Til þess að eiga nokkra
möguleika i að pússla Forsjóninni
saman þarf að sjá myndina nokkrum
sinnum. Undirritaður hefur aðeins
séð myndina tvisvar og er þar af leið-
andi mjög stutt á veg kominn með
pússluspilið og hefur því kosið að
upplifa myndina í stað þess að skilja.
Söguþráður
Myndin sýnir okkur gamlan rit-
höfund, Langham að nafni, sem er
aðdauða kominn. Hann er dauðvona
að skrifa bók sem hann byggir á
endurminningum sínum. Hann svið-
setur ýmis atriði úr sínu eigin lífi i
huganum. Þar eru synir hans tveir,
Claude og Woodford, í aðalhlutverk-
um ásamt eiginkonu Claude, Sonju.
Einnig kemur eiginkona hans mikið
við sögu í gervi ástkonu Claude sem
heitir Helen. Eins og áður segir er
engin saga sögð og áhorfandinn á
bágt með að fá heila brú i það sem
birtist á tjaldinu. En i lok myndarinn-
ar kemur fram að þetta hafa verið
hugarórar Langham en ekki draumur
eins og í Bunuelmyndunum. Þá er
hægt að koma með tillögur að þvi
sem við sáum og heyrðum. Líklega er
hugsanagangur Langhams endur-
speglun á tilfinningum hans gagnvart
áðumefndum persónum. En það er
aðeins ein mynd af mörgum sem
hægt er að pússla saman úr þessum
flóknu myndbrotum.
Kvik
myndir
Friðrik Þ. Fridriksson
Til umhugsunar
Án þess að kafa djúpt í hugar-
flækjur Langhams (efni myndarinn-
ar), því hér gefst ekki tækifæri fyrir
slíkt, er rétt að benda á nokkur atriði
sem kynnu að auðvelda áhorfandan-
um að fá eitthvað út úr myndinni.
Langham hefur enga stjórn á hugar-
flugi sínu og þar af leiðandi þarf
áhorfandinn að vera viðbúinn að per-
sónurnar segi allt annað en hann á
von á. Til dæmis talar Sonja einu
sinni til rithöfundarins og kvartar
yfir því að hún sé ekki persóna heldur
aðeins hugarsmíð hans. Langham fer
einnig sjálfur í persónur sinar, t.d.
þegar Claude skýtur Woodford til
bana. Þá er Langham Woodford
vegna þess að Claude segir við hann
áður en hann hleypir af: ,,Þú hlýtur
að hafa notið þess að kvelja móður
mína.” Þannig notar Resnais texta til
þess að tákna aðra persónu, en undir-
strikar þetta siðar með því að klippa
frá hendinni af liki Woodfords á
höndina á rithöfundinum Langham.
Þessi hamskipti persónanna eru al-
geng og hinn talaði texti yfirleitt það
eina sem áhorfandinn geturstuðzt við
til þess að vita hvaða persóna á í hlut.
Það kemur fram að hjónaband Lang-
hams hefur verið algerlega í molum
og að kona hans, Molly, sem Helen
er tákn fyrir, hefur framið sjálfs-
morð. Langham er því þjáður af
samvizkubiti vegna framkomu sinnar
við hina látnu eiginkonu sína. Það er
eftirtektarvert að Langham lætur
aldrei neitt kynlíf milli persóna sinna
blómstra en það bendir til þess að
það hafi ekki verið uppá marga fiska
í hans eigin hjónabandi. Þannig má
túlka endalaust flest atriði myndar-
innar og eflaust verður Forsjónin
mikið þrætuepli kvikmyndafræðinga
þegar fram líða stundir.
Alain Resnais
Resnais er fæddur árið 1922 í
Frakklandi. Hann byrjaði að gera
kvikmyndir eftir síðari ueimsstyrjöld
og vakti athygli fyrir óvenjulega
efnismeðferð þegar hann gerði
myndir um listamenn eins og Van
Gogh. Hann tilheyrði litlum kvik-
myndahópi menntamanna sem í voru
m.a. Agnes Varda og Cris Marker.
Resnais hefur alla tíð haft nána sam-
vinnu við þekkta rithöfunda um gerð
kvikmynda sinna. Þar má nefna
Marguerite Duras, sem gerði hand-
ritið að „Hiroshima Mon Amour”,
en sú mynd tryggði Resnais sess i
kvikmyndasögunni. Þá gerði rithöf-
undurinn Robbe-Grillet handritið að
„L’Année Derniére á Marieenbad”
en sú mynd líkist Forsjóninni í formi
og uppbyggingu. Resnais hefur alla
tíð farið ótroðnar brautir í kvik-
myndagerð sinni og þar af leiðandi
þótt mjög torskilinn eða líkt og Guð-
bergur Bergsson orðar það i skáld-
sögu sinni, Önnu: ,,Sé söguþræðin-
um gefið á’ann ruglast kerfið og
snýst i margbrotinn skáldskap sem
stendur fastur I hænuhaus lesand-
ans.”
Þarna speglar sig rithöfundurinn Clive Langham —
sem Helen.
mvndin er af ciginkonu hans, Molly, sem áhorfendur þekkja i myndinni