Dagblaðið - 08.10.1979, Page 33
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 8. OKTÓBER 1979.
Tónlistarmyndir:
AÍIt i lagi
með krakkana
—um nýja heimildarmynd um hljóm-
sveitina Who—The Kids Are Alright
Tónlistarmyndir eru frekar fáséðar
þér á landi. Þá er ekki átt við dans-
og söngvamyndir heldur hljómleika-
myndir eða myndir um ákveðna tón-
listarmenn þar sem tónlist þeirra
skipar stærsta þáttinn. Margar
ástæður liggja hér að baki. í fyrsta
lagi eru flestar tónlistarmyndirnar
stuttar og þær fáu sem ná fullri lengd
eru mjög misjafnar að gæðum. Þó
koma inn á milli mjög góðar myndir.
Af myndum síðari ára má nefna
WOODSTOCK (1970), GIMME
SHELTER (1970), sem fjallaði um
hljómleika Rolling Stones í Altmont
1969, MONTERY POP, sem er frá
samnefndri útihátíð 1967, og THE
LAST WALTZ (1978), sem er um
lokatónleika hljómsveitarinnar The
Band. Þetta eru hreinar tónleika-
myndir en einnig er um að ræða
mikinn fjölda mynda þar sem tón-
listin skipar stóran sess þótt um
annan efnisþráð sé að ræða. Má þar
nefna myndir eins og THAT’LL BE
THE DAY, AMERICAN GRAFF-
ITI, 200 MOTELS og ZABRISKE
POINT, þótt flestir kannist líklega
best við gömlu Presley myndirnar og
hinar svokölluðu „Beach Party”
myndir, sem voru fjöldaframleiddar
fyrr á árum.
dregur nafn sitt af lagi á plötunni My
Generation, hefur víðast hvar fengið
þokkalega dóma. Þegar myndin var
frumsýnd í Cannes í maí sl. hélt
hljómsveitin stóra tónleika þar
skammt frá til kynningar á henni. Nú
er myndin komin í almenna dreifingu
og virðist ganga þokkalega.
En Who eru með fleira i pokahorn-
inu en heimildarmyndina. Nýlega
kom á markaðinn myndin Quadro-
phenia sem er byggð á samnefndu
verki þeirra og eru The Who fram-
leiðendur myndarinnar. Hún fjallar
um unglinga og vandamál þeirra á
árunum upp úr 1960.
Fulltrúar
uppreisnar-
gjjarnrar æsku
Á þessum tíma voru miklar breyt-
ingar hjá breskri æsku. Eirðarleysi var
áberandi og ýmsir harðir klikuhópar
stofnaðir. Allt þetta lýsti vel spenn-
unni og óvissunni meðal ungling-
anna. Og einn stærsti hlutinn í þess-
IfwiLr
Heimildarmyndin
um WHO
Nýlega kom fram á sjónarsviðið
heimildarmynd um feril hljóm-
sveitarinnar the Who og nefnist hún
THE KIDS ARE ALRIGHT. The
Who er ein af langlífustu rokkhljóm-
sveitum Breta. Myndin rekur feril
þeirra allt frá stofnun hljómsveitar-
innar 1963 til 1978. Við gerð myndar-
innar var notað mikið af gömlum
filmum af þeim félögum, m.a. frá
Woodstock, Monterey og The Isle of
Wight popphátíðinni. Allt þetta er
svo tengt saman með viðtölum við þá
félaga en allan þennan tíma urðu
engar mannabreytingar í hljómsveit-
inni. Raunar gerðist sá hörmulegi at-
burður skömmu eftir prufusýningu
myndarinnar að trommuleikari
hljómsveitarinnar, Keith Moon,
fannst látinn á heimili sínu.
Hugmyndin að myndinni kom
fram 1975 þegar leikstjórinn Jeff
Stein hitti Peter Townshend í hótel-
herbergi sínu skömmu fyrir frum-
sýninguna á kvikmyndinni Tommy í
New York. „Þegar ég hitti Towns-
hend,” sagði Stein, „sagðist hann
ætla að bakka mig upp eins og hann
gæti. Ég hafði ekki leikstýrt neinni
mynd i fullri lengd áður en hafði alist
upp með Who og þeir voru hluti af
minni kynslóð. Ég held að þeir hafi
heldur viljað gefa mér lausan
tauminn við gerð myndarinnar
heldur en Ken Russell (sem leikstýrði
Tommy). Síðan vafðist upp á þetta.”
Miklar
vinsældir
Næsta ár fór að mestu í ferðalög
og leit að efnivið í myndina fyrir
Stein. Einnig var tekið upp töluvert
af nýju efni og m.a. voru tónleikar
settir á svið. The Who settu tilkynn-
ingu í Radio Capitol og á örskömm-
um tíma voru 1000 unglingar mættir.
Hljómsveitin tók síðan nokkur lög
sem voru kvikmynduð fyrir mynd-
ina.
THE KIDS ARE ALRIGHT, sem
Kvik
myndir
BakkirHjaltason
ari ný-menningu var tónlistin. Titill-
inn Quadrophenia merkir persónu-
leiki sem er klofinn í fernt og var
ætlun Townsend að hver í hljóm-
sveitinni túlkaði eina hliðina. í mynd-
inni er þessusnúið upp á söguhetjuna
Jimmy sem er ungur „Mod”. Aðal-
óvinur hans og félaganna eru „The
Rockers” en sífelldar deilur eru milli
þessara flokka. Er myndin sögð ná
nokkuð vel tíðarandanum en vera
frekar bresk i eðli sínu. Enda má
segja að Who hafi verið fulltrúar
breskrar æsku.
En hljómsveitin Who hefur ekki
sagt skilið við kvikmyndir. Þeir
stofnuðu kvikmyndaframleiðslu-
fyrirtæki, keyptu hluta í upptökuveri
og framleiða nú myndir af fullum
krafti. Ein sú nýjasta er McVicar sem
nýlega var frumsýnd og fer söngvari
hljómsveitarinnar með aðalhlut-
verkið ásamt Adam Faith. Raunar er
Roger Daltrey ekki ókunnur kvik-
myndaleik því hann lék aðalhlut-
verkið í Tommy og Liztomania ásamt
minni hlutverkum í myndum eins og
The Legacy. Þess skal getið að búið
er að kaupa bæði THE KIDS ARE
ALRIGHT og QUADROPHENIA
til landsins.
Iraytlw *p«
rtial
OPIÐ
KL. 9-9
Ii Alar ■kraytingar unnar af fag-
, mðnnmw.
'BIOVie AMXHR V
HAFNARSTRÆTI Slmi 12717
Smáauglýsingar
BIAÐSINS
Þverholli11 sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld