Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.10.1979, Qupperneq 35

Dagblaðið - 08.10.1979, Qupperneq 35
GGNA hf . Auglýsingapantanir og nánari upplýsingar í síma 4.21.16. Svikið undan skatti —en upp koma svik um síðir Svört vinpa nefnist danskt sjón- varpsleikrit sem sjónvarpið sýnir á mánudagskvöld. Leikritið segir frá fjórum iðnaðarmönnum, seni allir starfa hjá því opinbera. Þeir stunda aukavinnu i fristundum sinum og svíkja tekjurnar undan skatti. Hinn daginn verður slys i aukavinnunni og einn mannanna ferst. Hinir vilja að sjálfsögðu að ekki komist upp um athæfi þeirra og þeir hafa aðeins fjögurra stunda frest til að láta líta svo út sem maðurinn hafi farizt á hinum vinnustaðnum. Leikrit þetta er mjög athyglisvert en það fjallar um sama hlut og iðnaðar- menn hér á landi eru að þinga um þessa dagana á Hótel Sögu. Það virðist tölu- vert algengt bæði hér á landi og annars staðar að iðnaðarmenn reyni að svikja undan skatti og er leikritið nokkuð góð lýsing á þvíliku athæfi. Sjónvarpsleikritið frá danska sjón- varpinu er byggt á leikriti eftir þýzka leikskáldið Hans Xaver Kroetz. Leik- stjóri er Hans Chr. Nörregaard og með aðalhlutverk fara Ebbe Langberg, m* Svört vinna nefnist sjónvarpsleikrit sem sjónvarpið sýnir á mánudagskvöld og er þessi mynd úr leikritinu. Preben Kaas, Claus Strandberg og Birger Jensen. Þýðandi myndarinnar, sem er tæp- lega klukkustundar löng, er Dóra Haf- steinsdóttir. -ELA VERSLUNARMENN! Tryggið ykkur auglýsingaaðstöðu á fjölfarnasta stað Reykjavíkur Biðstöð S.V.R. Hlemmi. SVÖRT VINNA - sjónvarp kl. 21.05 í biðsalnum hefur Skyggna hf. komið fyrir sýningarskjá með auglýsingum og upplýsingum þar sem auglýsendum gefst kostur á að birta auglýsingar 90-300 X á dag. Ath! Takmarkað auglýsingarými. Búast má við að Popphornin fái nýj- an blæ með tilkomu vetrardagskrár og gæti það orðið til að þau færðust framar i dagskránni. Dóra Jónsdóttir, sem séð hefur um föstudagspopphorn, er hætt en óvist er hver tekur við henn- L______________________________ Nýjasta plata Eagles verður með þeim hljómplötum sem Þorgeir bregður á fóninn í Popphorni í dag. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979. r Þeir félagar Páll Heiðar og Sigmar að störfum viö Morgunpóstinn. MORGUNPÓSTUR - útvarp kl. 7.25: Nýrödd og ný skrífstofa —hjá félögum í Morgunpöstinum Eins og flestir hafa eflaust heyrt er Sigurður var á námskeiði hjá þeim hjáleiga”. Margir _nýir fréttaritarar komin ný rödd í morgunpóstinn. Her- dís Þorgeirsdóttir er nú hætt með þeim Páli Heiðari og félaga Sigmar en Sigurður Einarsson tannsmiður kom- inn i staðinn. félögum í vetur í dagskrárgerð og fær hann því að spreyta sig þennan mánuð. Sigmar og Páll Heiðar hafa fengið eigin skrifstofu á Skúlagötunni og hafa skírt hana „Neðri smáfuglaaðstaða — hafa bætzt við erlendis og því hafa þeir morgunpóstsfélagar von um að efnis- val frá ýmsum löndum fari að verða fjölbreytt. - ELA P0PPH0RN - útvarp kl. 16.20: Breytinga að vænta f poppi Þorgeir Ástvaldsson er með sitt vanalega Popphorn á dagskrá útvarps- ins í dag kl. 16.20. Þar sem jólaplötu- flóðið er hafið sagðist Þorgeir hafa haft úr nógu að velja. Hann ætlar að taka tvær plötur sérstaklega fyrir og eru það nýjustu plötur Santana og Eagles. Eldra efni sagðist Þorgeir svo vera með í bland, bæði frá þessum hljóm- sveitum og öðrum. Vinsældalistann ætlar Þorgeir að líta á og spila eitthvað af lögum af honum. Lumma dagsins verður að vanda og ýmislegt fleira skemmtilegt. ar poppi eða hvort það verður fellt niður. Popphornið í dag er fjörtíu og fimm mín. langt. - ELA KVENNAMÁLEFNI - sjónvarp kl. 22.10: KVINNURNAR ÍSOVÉT 1 kvöld kl. 22.10 sýnir sjónvarpið finnska heimildarmynd um konurnar hinum megin við járntjaldið. Myndin er gerð í samvinnu við ríkisútvarp Ráðstjórnarríkjanna. Lenin brýndi fyrir rússneskum konum, eftir að októberbyltingin leystist, að taka fullan þátt í framleiðslunni við hlið karla því að það eitt myndi tryggja réttindi þeirra. Það leysti rússneskar Jtonur undan aldagamalli áþján. Þróunin hefur orðið sú að konur í Sovétrikjunum vinna nú úti eins og karlar, auk þess sem þær þurfa að bera hitann og þungann af heimilis- störfum. í Sovét eru nú á degi hverj- um um 2000 hjónaskilnaðir og 61% þeirra að ósk eiginkonunnar. Það er orðin sama sagan í Rúss- landi og á Vesturlöndum: Konur treystascrekki lengur iil að eiga nema c tt harn ' riðja ivert jonabanj endar í skilnaði. Kvenfólk í Rúss- landi er farið að gera kröfur til menntunar fyrir sjálft sig og þar ríkir nú jafnrétti í Iaunum. Þrátt fyrir það eru konur í miklum meirihluta í láglaunuðum störfum. Nú hafa rússnesk yfirvöld áhyggjur af því að þjóðinni fjölgi ekki nóg og ýmislegt er það sem verður að gera. Ennþá vantar vinnuafl i Sovét en á meðan rússneskar konur neita að eiga nema eitt barn verður ekki úr því leyst. Margt kemur fram í myndinni í kvöld sem lýsir vel kvennamálunum þarna fyrir austan og ætti ekki að skaða okkur Vesturlandabúa að sjá hvernig þær taka á hlutunum, þessar rússnesku. Þýðandi myndarinnar, sem er fimmtíu min. löng, er Trausti Július- son en þulur er Katrín Árnadóttir. - ELA Rússncskar konur vru ekki af baki dottnar og krefjast jafnvel meira af yftrvölduin sins lands en Vesturlandakonur gera. Fjölbreyu SlMI ( MÍMI ER og skemmtilegt tungumálanám. 10004

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.