Dagblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979. Salur A r%\f% frumsýnir: DIU -BÍÓ George C, Scöttl Jx -fíÁvf " "BÁXTER'S BEAUTES OF1933* Víðfræg og mjög sérstæö ný kvikmynd. Tvær - gerólíkar - myndir med millispili. Leikstjóri: STANLEY DONEN Sýnd kl. 3.5.7,9 og 11. Almennur f élagsf undur FU J á Suðurnesjum verður haldinn miðvikudaginn 10. október 1979 kl. 20.30 að Hringbraut 106 Keflavik. _ , , Dagskra: 1. Stjórnarslitin. 2. Önnur mál. Þingmaður úr kjördæminu mætir á fundinn. Stjórnin. ODYRASTA KENNSLAN ER SÚ SEM SPARAR ÞÉR TiMA Frábærir kennarar sem æfa þig í talmáli. Kvöldnámskeið — Síðdegisnámskeið — Pitmanspróf Enskuskóli barnanna — Skrifstofuþjálfunin. Sími 10004 og 11109 (kl. 1—7 e.h.) MÁLASKÓLINN MÍMIR, Brautarhorti4 HAFNARBIO Hljómbær (SOME EVEN YOUNGER) m HOMEWRECKERS, DISCOTHEQUERS, DETECTIVES, GROUPIES, GROPIES, CHICKS, CHICKLETS, JIVETALKERS, STREETWALKERS, and an ACTOR or TWO! They're all in ... mm§ — ITSAMOVIE — Lífogfjör í „plötubransanum Sýndkl.5,7,9og11. Samningar um Zimbabwe/ Ródesíu: Landareign og ríkis- borgararéttur hvrtra Samningaumleitanir í deilunni um Zimbabwe/Ródesíu virðast nú vera komnar í strand eftir að skæruliða- leiðtogarnir Nkomo og Mugabe lögðu fram nýjar hugmyndir um ákvæði i stjórnarskrá landsins. Ganga þessar hugmyndir að sögn þvert á tillögur Breta, sem Muzorewa hafði samþykkt fyrir hönd núverandi rikisstjórnar landsins. Þeir Nkomo og Mugabe munu einkum vilja breyta ákvæðum um eignarhald hvitra á landi í Zimbabwe/Ródesiu og einnig vilja þeir ekki fallast á ákvæði um ríkis- borgararétt hvitra manna sem komið hafa til landsins eftir 1965. Carrington lávarður, utanrtkis- ráðherra Breta, sem stjórnað hefur samningafundunum í London, boðaði alla þrjá aðila málsins á sinn fund í morgun og þá var búizt við að hann lýsti yfir hvort einhverja þýð- ingu hefði að halda fundunum áfram. Ekki er aðeins að þeir Nkomo og Mugabe séu andvígir tillögum Breta. Ian Smith fyrrum forsætisráð- herra ríkisstjórnar hvitra i landinu og núverandi ráðherra án stjórnar- deildar í rík isstjórn Muzorewas biskups hefur lýst sig andvígan tillög- unum. Hefur helzti flokkur hvítra i Ródesíu lýst yfir stuðningi við skoðanir Smiths, sem einkum telur óráðlegt að samþykkja skipan öryggissveita landsins samkvæmt til- lögum Breta. Samkvæmt tillögum brezku stjórnarinnar er hvítum ætlað að gegna ýmsum mikilvægum embættum um sinn og eiga þeir að hafa tryggingu fyrir að halda öllu landi sínu í þaðminnsta næstu tiu ár. iw»........«im......,m —*>W:W>»y*Wi«M Austur-ÞjMverjar hófu um siðustu helgi að halda upp á þrjátiu ára afmæli riki.s síns. Á hinni frægu götu Unter den Linden er mikið um skraut eins og sjá má af myndinni hér að ofan. Njósnaþættir í Hanoiútvarpinu: Skúrkarnir allir kínverskrar ættar „Þetta er hoa (fjölskylda af kínverskum uppruna sem bvr i |1. verðlaun a sýningu Kvartmílu- P klubbsins. t Fallegasti bíllinn 1. verðlaun \ CORVETTA ; Víetnam). Þau stunda undirróður og hjálpuðu Kínverjunum þegar þeir réðust inn í landið okkar." Þannig er tónninn í framhalds- þáttum sem leiknir hafa verið i viet- namska útvarpinu á laugardags- kvöldum i sumar. Þættirnir eru nýir af nálinni og fjalla um baráttu Víet- nama við óvininn. Dagblaðið norska hefur eftir vietnömskum útvarps- hlustanda, að skúrkarnir í „njósna- thrillernum" séu alltaf af kínverskum uppruna. Áður voru skúrkarnir í menningarverkum Víetnama Banda- ríkjamenn eða launaðir útsendarar Frakka í Ho Chi Minh-borg (Saigon). Njósnaseria Hanoiútvarpsins er dæmi um það hvernig stjórnvöld Víetnams kynda meðvitað undir hræðslu landsmanna við Kína og andúð á Vietnömum af kinverskum uppruna. Kínverjahatrið á góða vaxtamöguleika i Vietnam. Það byggir m.a. á útbreiddri lortryggni í garð útlendinga. Arið 1975 kröfðust \íemömsk stjórnvöld þess að fólk af kínversku bergi brotið skyldi verða vietnamskir ríkisborgarar. Kínversk stjórnvöld brugðust hin verstu við og bentu á samkomulag frá 1955 milli landanna. Þar mun kveðið á um að Kínverjar i Víetnam skyldu vera áfram kínverskir ríkisborgarar, en um leið halda öllum réttindum sem víet- namskir borgarar. Árið 1978 sáu útlendingar í Hanoi Kínverja í löngum röðum fyrir utan sendiráð Kína i borginni. Siðan streymdu þessir kínverskættuðu Víet- namar til Kína tugþúsundum saman, enda gerðu stjórnvöld þeini lifið óbærilegt. Þeir sættu ofsóknum og gátu hvergi um frjálst höfuð strokið. Lýsandi fyrir ástandið er það sem Hanoibúi af kínverskum ættum sagði við fréttaritara bandaríska blaðsins Washington Post fyrir skömmu: ,,Þeir visa mér ekki úr landi. Þeir gera mér lífið óbærilegt." Ofsóknarstefnan á hendur kinverska minnihlutanum hef'ur valdið cfnahag Víetnams skaða. Innbyrðis átök hafa skapað glundroða í framleiðslunni. í hópi flóttafólksins hafa verið verk- smiðjuverkamenn, fólk með marg- víslega tækniþekkingu, fólk úr stjórnunarstörfum og menntafólk' á ýmsumsviðum. Víetnömsk stjórnvöld setja dæmið upp þannig, að fólk flýi land- ið vegna þessað ,,ill öfl i liópnum fylgja skipun frá Peking og hræða aðra til að fara meðsér." Erlendar fréttir OLAFUR GEIRSSON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.