Dagblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 7
DAGBLADIÐ. ÞRIDJUDAGUR9. OKTÓBER 1979. Fertugur bítill Fjörutíu ára er í dag John Lennon kúabóndi í New Jersey i Bandaríkjunum, fyrrverandi liðs- maður hljómsveitarinnar The Beatles. John er sá þeirra fjór- menninganna frábæru, sem hvað minnst hafa verið áberandi á siðustu árum. Hann neitar öllum blaðaviðtölum og kveðst vilja fá að halda einkalífi fyrir sig og fjöl- skyldu sína. Ottazt öryggi Castros Gifurlegur öryggisráðstafanir verða í New York, þegar Fidel Castro forseti Kúbu kemur þangað á morgun til að ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Margar hótanir um að ráða Castro af dögum hafa borizt til lögreglu borgarinnar og mun öryggisbúnaður verða með al- mesta móti við komu forsetans. Vitað er að þegar er nokkur hópur kúbanskra öryggisvarða kominn til New York starfsfélög- um sínum þar til ráðuneytis og trausts. Castro hefur ekki komið til New York i nitjánár. Norður-lrland: Hermaður skotinn Óeinkennisklæddur brezkur hermaður var skotinn til bana í gær i Belfast á Norður-írlandi. Gerðist þetta um sama leyti og þekktur brezkur leynilögreglu- maður Sir Maurice Oldfield kom til landsins til að taka við yfir- stjórn öryggismála írlandi. á Norður- Borgaraf lokkarnir sænsku með ótryggan þingmeirihluta: KRATARNIR FENGU FORSETA ÞINGSINS Palmefékkstuðningfrá hægri Erfiðlega ætlar að ganga að koma saman rikisstjórn borgaraflokkanna í Svíþjóð. Þeir koma sér ekki saman um efnahagsstefnuna og ekki heldur stefn- una i kjarnorkuvæðingu Svía. Kjarn- orkan varð banabiti stjórnar Thor- björn Fálldins á sinum tima og virðist einn erfiðasti þröskuldur flokkanna að komast yfir í stjórnarmyndunarvið- ræðunum um þessar mundir. Þá segja sænsku blöðin að foringjar flokkanna séu ekki sammála um hver þeirra skuli setjast í stól forsætisráðherra. Fullvíst er þó að það verður annaðhvort Falldin eða Ola Ullsten, fráfarandi forsætis- ráðherra. Þeir tveir eru sagðir hjartan- lega sammála um að vera andvígir þvi að Gösta Bohman, formaður Hægri flokksins verði forsætisráðherra. Bohman gerir að sögn minnst tilkall til forsætis í nýrri stjórn. I. október kom nýtt sænskt þing saman og 'valdi þingforseta, sem er umtalsverð valda- og áhrifastaða. Úrslitin komu á óvart. Þrátt fyrir að sósíaldemókratar séu í minnihluta á þinginu, þá unnu þeir forsetakjörið. Gösta Bohman brást hinn versti við þessum úrslitum mála, en krataleiðtog- inn Palme var eitt sólskinsbros. Eftir talsvert samningaþóf komu borgaraflokkarnir sér saman um að Foringjar borgaraflokkanna voru óhressir með að missa út úr hóndunum valdastöðu á borð við embætti þingforseta. (Frá vinstri) Ola Ullsten úr Frjálslynda flokknum, Thorbjörn Fálldin úr Miðflokknum og Gösta Bohman úr Hægri flokknum. Ingcmund Bengtsson, þingmaður jafnaðarmanna, var kjörinn þingfor- seti. Það er áfall fyrir samsteypu borgaraflokkanna i Svíþjöð. Skákmótiö í Rio de Janeiro: ToDomennirnir með jafntefli Portisch enn í efsta sæti eftir tólf umferðir Stórmeistararnir fjórir sem eru i forustu á millisvæðamótinu í Rio de Janeiro gerðu jafntefli 'i skákum sinum í tólftu umferð. Er Portisch þvi enn í efsta sæti með átta vinn- inga. Það var Petrosjan, sem gerði jafntefli við Portisch og Vaganian einnig við Híibner. Petrosjan virtist ákveðinn í að hefna fyrir ósigur landa síns Balashovs en hann tapaði fyrir Portisch í elleftu umferð. Var mjög grimmur í byrjun skákarinnar við Portisch en bauð síðan jafntefli eftir 22 leiki í óvissri stöðu. Portisch sam- þykkti. Vaganian virtist hafa betri stöðu eftir að hafa fórnað þrem peðum fyrir mann en með þvi að fórna fjórða peðinu og leika vafasömum riddaraleik virtist hann missa af vinningsmöguleikum. Hiibner er nú i öðru sæti með 7,5 vinninga en Vaganian sem hefur fallizt á jafntefli i skák sinni úr tíundu umferð gegn Bandaríkja- manninum Shamkovich er í þriðja sæti með sjö vinninga. Jaime Sunye frá Brasilíu, sem svo óvænt hefur skotið upp á stjörnu- himin skákarinnar er með 5,5 vinn- inga. Hann á auk þess tvær biðskákir og hefur setið yfir tvisvar vegna þess að skákmenn hafa hætt þátttöku i millisvæðamótinu. Önnur úrslit i tólftu umferð voru: Balashov á biðskák við Velimirovic, Timman á biðskák við Torre, Sax gerði jafntefli við Ivkov, Sunye jafn- tefli við Kagan, Harandi á biðskák við Luis Bronstein, Garcia tapaði fyrir Shamkovich. Herbert og Smejkalsátu yfir. styðja Allan Hernelius til forseta þingsins. Hernelius er Hægri flokks- maður og hefur áður verið ritstjóri Svenska Dagbladet. Kratar buðu fram Ingemund Bengtsson, áður land- búnaðarráðherra i stjórn Olof Palmes. Kjósa þurfti i tvígang um forsetann, áður en komst á hreint hver hreppti hnossið. Og í seinni umferð fékk Bengtsson óvæntan liðsauka úr röðum þingmanna Frjálslynda flokksins og/eða Miðflokksins — og vann með tveggja atkvæða mun. Að það skuli finnast þingmenn í borgaraflokkunum sem bregðast foringjum sínum á slíkri örlagastundu þykir þeim ekki gott. Ekki sízt þegar þingmeirihluti þcirra veltur á aðeins einum einasta þingmanni. Forseta- kosningin sýndi þeim svart á hvítu að það er ótraustur meirihluti i reynd. Ný stjórn gæti því orðið valtari í sessi en virðist í fljótu bragði. Flestir áttu von á að stjórnarmynd- un borgaraflokkanna gengi greiðar fyrir sig en reyndin hefur orðið. Hægri flokkurinn, sigurvegari kosningann, hefur verið mun snúnari i viðraiðun- um en áður. Hægri menn eru siður viljugir að gangast inn á málamiðlanir við miðflokkana tvo. Samtímis óttast frjálslyndir og Miðflokksmenn að Hægri flokkurinn nái of miklum itökum í nýju stjórninni. Yfirbragð = Sjálflímandi stafir, merki, skilti o.fl. Bílskreytingar Skiltagerð Auglýsinga stofa hennar verði íhaldssamara en þeir sætta sig við. Ingemund Bengtsson, nýkjörinn þingforseti, hefur sett borgaraflokk- unum úrslitakosti. Hann krefst þess að þeir ákveði í þessari viku hver skuli skipa embætti forsætisráðherra í stjórninni. Ef hvorki gengur né rekur hjá foringjunum að ákveða það, ihugar þingforsetinn að útnefna sjálfur forsætisráðherra og láta svo þingheim greiða atkvæði um hann. Með þessu öllu hafa kratar náð að segja borgaraflokkana í dálaglega klemmu og Palmeer drjúgt kátur með tilveruna. Honum mistókst að ná þeim árangri í kosningunum sem hann vænti, en hugsar liklega núna: ,.sá hlær bezt sem síðast hlær.. ."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.