Dagblaðið - 03.11.1979, Síða 1
5. ÁRG. — I.AUGARDAGUR 3. NÓVEMBF.R 1979 — 243. TBI.. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVF.RHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022.
Hinn flokkurinn stofnaður í Reykjavík:
„ Við viljum bjór og
kossa á almannafæri”
— Arftaki Fram-
boðsflokksins
býðurframí
Reykjavík og
boðarfélags-
legan anarkisma
ogfrjálst
kannabis
Slofnaður hefur verið nýr flokkur í
Reykjavík og mun hann bjóða fram
lista í Reykjavík vegna alþingiskosn-
inganna. Flokkurinn nefnist Hinn
flokkurinn og stendur ungt fólk á
aldrinum 20—25 ára að stofnun
hans.
Formælendur flokksins, þeir
Hafliði Skúlason og Magnús Lárus-
son, sögðu að bæði alvara og grín
væri að baki flokksstofnuninni og
líta mætti á flokkinn sem arftaka
Framboðsflokksins sáluga eða O-
flokksins sem bauð fram í þing-
kosningunum árið 1971.
Hinn alvarlegi þáttur flokks-
stofnunarinnar felst í stefnuskrá
flokksins sem má orða í einni setn-
ingu: Féiagslegar umbætur í víðasta
skilningi þeirra orða. „Við látum
okkur engu varða hagkerfið, verð-
bólguna eða iðnaðarmálin,” sögðu
þeir félagar, „enda er nóg af mönn-
um sem fást við það. í brambolti
okkar 'við verðbólguna hefur hinn
félagslegi þáttur þjóðlífsins gleymzt.
Við leggjum áherzlu á frístunda-
frelsi. Ríkisvaldið gerir of mikið að
því að hugsa fyrir fólk. Það er í
sífelldum mömmuleik. Við erum
hlynntir bjór, bjórkrám og kannabis-
efnum. Afnema á lög sem segja að
fólk megi ekki vera drukkið eða alls-
bert á almannafæri og kyssast á
götum úti ef það langar til.
Við deilum á kerfið og það van-
máttuga lýðræði sem við búum við.
Það er lítil leið til þess að koma
sinum málum á framfæri, nema í
gegnum gömlu flokkana sem eru
stíflaðar klíkusamkundur.
Það má segja að stefna okkar sé
félagslegur anarkismi og við berj-
umst fyrir rétti barna og upp úr. Við
hugsum líka um þá sem ekki hafa
fengið kosningarétt, unglingana sem
Formælendur Hins flokksins, Magnús Lárusson og Hafliði Skúlason.
DB-mynd Ragnar Th.
vafra um götur með flösku i hendi.
Stuðningsmenn okkar eru upp til
hópa ungt fólk sem aldrei hefur kosið
áður eða aðeins einu sinni. Þetta fólk
er óánægt með gamla flokkakerfið
og við viljum kanna hvort menn geti
farið i framboð án kapitals.
Það má búast við þvi núna að
tiLtölulega margir komi til með að
skila auðu i kosningunum en við
teljum okkur vera hin virku auðu at-
kvæði. Endanlegur listi flokksins
verður ákveðinn á mánudag. Aðeins
verður boðið fram í Reykjavík vegna
hins stutta tíma sem er til stefnu.
Fari svo að við fáum mann á þing
þá munum við -berjast fyrir því að
menn fái að vera í friði svo lengi sem
þeir skaða ekki náungann. Menn
hafa hins vegar rétt til þess að skaða
sjálfa sig ef þeir sjálfir vilja.
Kjörorð flokksins verður: Kjósið
okkurekki, kjósið Hinn flokkinn.”Iti
Stífleitað
kynferðis-
afbrota-
manni
— leitaðiákonur
ogböm
Umfangsmikil leit var hafin
síðdegis í gær að manni i vesturhluta
Reykjavíkur. Bárust kærur um að
hann hefði leitað bæði á konur og
börn.
Heita má að á stuttum tima haft
stór hluti vesturbæjarins verið „gróf-
kembdur” t leit að manninum en lög-
regian hafði, að því að hún taldi, dá-
góða lýsingu á honum. Leitin hafði
ekki borið árangur um sjöleytið. Leit
átti að halda áfram i gærkvöldi.
Maðurinn hafði ekki ógnað
neinum eða valdið meiðslum en leitað
ákveðið á konur og cinnig reynt að fá
börn til fylgdar við sig. -A.Sl.
Guðmundur H.
ísérframboð?
Stuðningsmenn Guðmundar H.
Garðarssonar voru á fundum í allan
gærdag. Hvetja þeir Guðmund til
þess að fara í sérframboð fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Reykjavik. Nokkrar
þreifíngar hafa verið um möguleika á
öðrum tilfærslum á listanum en
þeirri að Pétur Sigurðsson færi í sæli
Ellerts B. Schram, sem DB sagði frá í
gær.
Um tíma var rætt um að Birgir
Ísleifur Gunnarsson gæfi eftir þriðja
sætið samkvæmt prófkjörinu. Var
þá gert ráð fyrir að Ragnhildur
Helgadóttir flyttist í það sæti úr 7.
sætinu sem hún hlaul í prófkjörinu.
Sagt er að Birgir ísleifur hafi lýst sig
reiöubúinn ef flokkurinn teldi það
styrkjalistann.
Þegar til kom var Ragnhildur ekki
samþykkt breytingu í þessa átt. Varð
því ekkert úr, a.m.k. ekki enn sem
komiðer.
Þrátt fyrir tal um breytingu, sem
lyfti Guðmundi H. Garðarssyni ofar
á listann, mun hún ekki í augsýn. -BS.
genr nreint
fyrir sínum dyrum
Það er góður siður að gera hreint fyrir slnum dyrum. Ein plágan semfylgir vetrar-
komunni er fallandi laufblöð af trjám. Dauð laufblöð út um allt eru örugg merki um
árstlmann — og þau gera Ufið erfiðara þeim sem vilja hreint og fagurt umhverfi.
Konan, sem Hörður (jósmyndari rakst á I gœr, var / óða önn að gera hreint fyrir
slnum dyrum. I dag þarf hún að grlpa kústinn aftur. Það er nóg eftir af laufi á trénu.
■ARH.
Hrífsaði skjöl í
dómsmálaráðu-
neyti og hljóp út
— þjófurinn fannst en skjölin ekki
Ungur maður, sem ber sérstætt
ættarnafn, kom í dómsmála-
ráðuneytið i gærmorgun og óskaði
eftir að fá Ijósrit af skjölum er
vörðuðu umsókn hans um íslenzkan
ríkisborgararétt og um nafn-
breytingu. Var orðið við ósk
mannsins, enda höfðu óskir hans um
áðurnefnd atriði verið samþykkt af
viðkomandi ráðuneytum.
Ungi maðurinn laumaðist á eftir
stúlkunni sem Ijósritaði skjólin. Tvö
skjalanna vör uöuumsókn hans, en
hin tvö voru afrit af bréfum milli
ráðuneyta. Þegar ljósritun var lokið
hrifsaði ungi maðurinn skjölin af
stúlkunni og hljóp út.
Tveir vaskir fulltrúar
ráðuneytisins veittu honum eftirför.
Er þeir komu út sáu þeir á eftir pilti
fyrir húshornið og var hann þá á
reiðhjóli. Var frekari eftirför gagns-
laus fulltrúum á tveimur jafnfljótum.
Lögreglan hóf síðan leit að kauða
og stóð hún í nokkra klukkutíma unz
maðurinn fannst vestur á Rcynimel.
Kvaðst hann þá ekkert um skjölin
vita og voru þau ekki komin i
leitirnar siðdegis i gær.
Hjalti Zóphóníasson fulltrúi í
dómamálaráðuneytinu sagði að
stuldur þessara skjala væri ekki
óbætanlegur. Alvarlegra væri að at-
burður sem þessi gæti hent, þvi oft
væru þýðingarmeiri skjöl í meðferð í
skrifstofum ráðuneytisins. -A.St.
Vilmundur opnar kerfið
— hefur sent stærstu stof nunum dómsmála
tilmæli um sérstaka upplýsingamiðlun
„Það er ekki verið að draga úr
neinu heldur þvert á móti að auka
upplýsingastreymi,” sagði Vilmund-
ur Gylfason dómsmálaráðherra í við-
tali við DB vegna tilmæla er hann
hefur sent nokkrum stærstu stofnun-
um innan dómsmálakerfisins. Til-
mælin hljóða á þá leið að
stofnanirnar skipi sérstakan mann til
að annast upplýsingastreymi frá
stofnunum, eins konar blaðafulltrúa.
„Þess er farið á leit við
stofnanirnar að ávallt sé fyrir hendi
maður sem upplýsingar getur gefið
um mál sem um er spurt,” sagði
ráðherrann. „Hugmyndin er að auka ,
á upplýsingastreymi ef til liðkunar
megi verða.”
Dagblaðið rak sig á breytt fyrir-
komulag hjá yfirmönnum lög-
reglunnar í Reykjavík i gær er spurzt
var fyrir um ákveðið mál. Var vísað
til ákveðins upplýsingafulltrúa sam-
kvæmt nýjum fyrirmælum að ofan.
Dagblaðið bar það undir dóms-
málaráðherra hvort breyta ætti þeim
hætti að varðstjórar hverju sinni og
aðrir yfirmenn lögreglu gæfu upp-
lýsingar um orðna atburði og hann
svaraði:
„Það er ekki verið að afturkalla
neitt það er tíðkazt hefur. Allt það á
að vera óbreytt. Hugmyndin er að
auka möguleika á upplýsingum
með því að ávallt sé maður fyrir
hendi er upplýsingar geti gefið ef
verða mætti til liðkunar mála,” sagði
ráðherrann.
Eftir þvi sem DB veit bezt þá eru
borgardómur, sakadómur, sak-
sóknari ríkisins, lögreglan og
rannsóknarlögreglan þær stofnanir
eða meðal þeirra stofnana, sem
ráðherrann hefur sent áðurgreind til-
mæli.
-A.St.